föstudagur, janúar 30, 2004

Ég klesstir bílinn í gær
ekkert big time bara svona smá aftan á keyrsla á 50 km hraða. Gellan sem ég klessti á var með krók þannig að það gekk svolítið inn í bílin okkar. En ekkert sem má ekki laga. Svona er lífið, ég er bara fegin að þetta gerðist ekki á 140 km hraða.
En ég fór líka í lunch með stelpunum sem búa hérna - sem ég hitti í afmælinu- það var rosalega gaman. Við töluðum og töluðum. Þær sögðu mér frá leikskólasjúkdómunum sem allir fá hérna, njálg og lús. Nice ! hlakka til. Not.
En núna er snjór yfir öllu, mjög fallegt,en kannski ekki eins skemmtilegt !

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Guðni á vöggustofu
Hlaup mín úti í póstkassa eru að bera árangur, við fengum bréf í dag þar sem okkur er boðið pláss á vöggustofu. Þetta er nú ekki ein af þeim sem ég sótti um en ég er svo ánægð að ég brosi í hringi. Hann má byrja 1 mars. Ekki slæmt það. Núna er bara að bíða og sjá hvort að Einar fari ekki líka að komast inn. Annars er allt í góðu, Au-pairinn er að standa sig með prýði. Mikill sómi af henni og ég er að fara í klippingu. Gaman gaman

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Amma kom í gær
Eins og algjör himnasending. Það var reyndar svolítið fyndið að bróðir hennar mömmu fór að taka á móti henni og hann "týndi" henni. Eða sko hann áttaði sig ekki á að vélin frá express kemur á undan flugleiðavélinni. -sem var þar að auki of sein- Jæja þannig að hann sér alla Íslendingana koma út, en aldrei kemur amma. Honum líst ekkert á blikuna hringir í mig og ji, ég hélt að hún væri týnd. Við tóku fullt af símtölum og alles. En svo kom nú í ljós að flugleiðavélin var bara of sein og hún skilaði sér gamla konan. Einar B og hún tóku svo lestina hingað þar sem ég tók síðan á móti þeim. Svo drukku allir kvöldkaffi og skemmtu sér.
Í morgun fór svo amma út að labba með Guðna á meðan ég var að læra. Einar er hálf lasinn þannig að hann var inni í dag.
Og annað, myndavélin okkar er týnd, ég hef ekki hugmynd um hvar hún er, en þangað til þá eru engar myndir á netinu af húsinu okkar. Mar bara búin að fá símtöl að heiman til að rukka mann um myndir, og það fleirri en eitt og fleirri en 2. En ég lofa því um leið og myndavélin finnst........... fullt af myndum.

sunnudagur, janúar 25, 2004

Allt á kafi í snjó!
hérna núna. Úff ég veit ekki alveg hvað danir gera þá. Þeir kunna nebbl ekki að keyra í snjó. En ammælið í gær var MEIRiháttar. Hitti fullt af skemmtilegu fólki og svona. Var síðan að meila á stelpu sem var með mér í MH ég hlakka til að hitta hana. En bestu fréttirnar eru auðvitað að Gummi byggir er búinn að leggja parketið og setja listana. Þannig að það var verið að setja bækurnar í hillur og svona. Ji hann Gummi er svo klár, leggur parket og allt. Oh ég er svo ánægð með hann. Einar Baldvin er nú auðvitað líka búin að vera mikil hjálp. En núna er ég að fara út með strákana svo að Gummi fái smá stund til þess að klára. Jey hvað ég er glöð með þetta allt saman.

laugardagur, janúar 24, 2004

Laugardagur til lukku
Ég fór og verslaði áðan. Mér til mikillar ánægju. Fór í Netto og Kvikly. Keypti inn fyrir alla vikuna, kjöt, fisk, grænmeti, ávexti, kók og ávaxtasafa. Kostuðu herleg heitin 750 dkr. Ég læt það nú alveg vera. En núna er Gummi úti að labba með strákana og ég er að uppfæra albúmið okkar á netinu Það eru semsagt komnar fullt af nýjum myndum. En svo er það bara barnaafmælið á eftir. Strákarnir eru orðnir spenntir ! Og ég líka. Haha.

föstudagur, janúar 23, 2004

Að tapa gleðinni
er ekki gaman. Ég var þar smá stund í gær. En ég jafnaði mig þó. Mér líður mun betur í dag. Það er bara stundum svolítið yfirþyrmandi að búa í drasli og skít og geta ekkert gert í því. En þetta er allt að koma. Opelinn kom í gær, þannig að nú get ég fyllt hann af drasli sem ég keyri síðan á haugana. Danskan er alveg að koma flugandi inn í hausinn á mér og ég byrja oft að tala ensku en enda svo á því að það er allt orðið á dönsku. Ég er mjög ánægð hvað það gengur vel. Strákarnir eru líka minna pirraðir. En við erum að fara í barnaafmæli á morgun. Ég er svo spennt að ég er að spá í það í hverju ég á að fara. Einmitt ! Smá klikk á þessum bænum. Eeeeeeeeeeeen annars er bara gleði gleði. Gummi vaknar yfirleitt um 6 leytið og er mættur í vinnuna um 7 til þess að getað komið heim sem fyrst. Ég er mjög glöð með það.

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Heimavinnandi húsmóðir
er starfsheiti mitt þessa dagana og ég er alveg sveitt. Ótrúlegt en satt. En við erum búin að koma okkur sæmilega fyrir. Gummi er reyndar í þessum skrifuðu orðum að kaupa hillur í Íkea -þeirri snilldarverslun- svo að við getum komið glösunum og stellinu fyrir. Annars erum við búin að leggja parket, mála, hengja upp hillur og statíf. Við erum búin að vera góðir kúnnar hjá Íkea sem er reyndar alveg í næsta nágrenni við okkur. Heppilegt það ! Internet tenginguna vorum við að fá áðan og síminn er tengdur 87 39 00 60 þannig að núna er ykkur ekkert að vanbúnaði langi ykkur til að heyra í okkur hljóðið og taka púlsinn á stöðunni. Múhaha. En það er skít kalt hérna og við strákarnir erum hérna saman á daginn, við erum reyndar heppinn með að það er stutt á róló og við rölltum svona 2-3 á dag að viðra okkur. Aupairinn okkar hún amma Tóta kemur svo á mánudaginn og þá verður sko stuð.
Gummi er mjög ánægður í vinnunni, hann fór til köben í gær að hitta alla þar og honum leist bara mjög vel á aðstæður. Jæja verð víst að fara að sinna börnunum þeir hátta sig víst seinnt sjálfir. Þó að duglegri séu !

p.s Það er öfga mikið púl að vera heimavinnandi, ekki matar eða kaffitímar. Enginn friður, ekki einu sinni þegar maður fer á klósettið. Ég hef nú verið í ýmisskonar púl vinnu en hvergi er legið á hurðinni þegar maður er að pissa. Ég meina það ! Og ég er ekki einu sinni í verkalýðsfélagi, þannig að ég get lítið kvartað. Verð að láta nægja að nölla á blogginu.

fimmtudagur, janúar 15, 2004

Parketlagt hus
Gummi er buin ad vera eins og herforingi sidan hann kom ur vinnunni ad leggja parket a Flintebakken, tad er allt komid nema baranherbergid. Einar Baldvin er buin ad vera ad hjålpa honum. Frekar fint tad. Annars var fyrsti dagurinn i vinnunni hans i dag og tad var vel tekid å moti honum, jolapakki morgunmatur og hugguleg heit. Honum leist bara vel å allt og byrjadi stax ad vinna, hann er svo duglegur *dæs* Dagurinn hjå okkur, mer og peyjunum var finn. Vid forum i langa gøngu í skóginum og tar sáum vid leikskóla sem var í skógargøngu. Einsi átti adeins erfitt med ad fá ekki ad leika med. Hann taladi svolítid um hvad hann saknadi Gardaborgar og Tórunnar vinkonu sinnar. Ég vona ad hann komist fljótt inn á leikskóla. En vid fórum sídan eftir eftir middagsblundinn í IKEA. Boltalandid er fínn stadur til ad fá smá útrás. En svo kemur gámurinn á morgun og vinnufélagar Gumma koma um 1 leytid ad hjálpa honum ad tæma hann. Oh hvad ég og vid øll hløkkum til ad koma okkur fyrir.

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Godir hlutir ad gerast i Århus
Gummi er buin ad vera sveittur i dag ad leggja parket å husid okkar. Einar Baldvin frændi er reyndar buin ad vera ad hjalpa honum. Vid keyptum fermetirinn a 45 dkr. Frekar ånægd med tad. En teir eru bunir ad leggja a nedri hædina og Gummi for i kvøld ad byrja a efri. Annars å hann ad mæta i vinnu å morgun, tannig ad tad er eins gott ad hann verdi ekki of lengi. En annars erum eg og drengirnir buin ad vera ad spoka okkur i dag. Vid forum i Ikea, vid mismikin føgnud. Tad var nu samt fengid ser ad borda og farid i boltaland. Eda sko strakarnir foru i boltaland en eg sat og spændi i mig bæklinginn. En eg held ad eg bidi eftir Au-pair stulkunni minni adur en eg nenni ad fara aftur. En annars eru godu frettirnar tær ad vid fåum gåminn å føstudaginn og Gummi kemur med mannskap ur vinnunni til ad hjålpa okkur ad bera inn i hus. Tannig ad vid getum sofid um helgina ! Jey !

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Tad er hægt ad
nå i okkur i síma 0045 86915763. Tetta er síminn hjá Einari og Heidbrá. Tannig ad endilega liggid á línunni ! múhaha.
Tad er kalt og snjor
herna i Dk nuna og 'otrulega kalt. *Burr* Eg for med Sigrunu i morgun og skrådi okkur inn i landid, sotti um barnaheimili, keypti simakort og fullt annad sem eg er buin ad gleyma *hugsi hugs* En vid erum allavegana komin med danskt GSM nr; 20 43 05 07. Vid forum lika og skodudum parket, og erum åkvedin i ad kaupa og setja å ådur en vid flytjum inn. Teppin voru adeins ljotari en okkur minnti. En annars høfum vid tad bara fint. Hløkkum til ad sjå dotid okkar og svona. En tad er svooooooooooo kalt herna *burr burr*

mánudagur, janúar 12, 2004

Ferdin til Århus
Gekk agætlega tratt fyrir almennan pirring hja ungum monnum. Enda kannski edilegt eftir undanfarna daga.
Gummi hennar Hafdisar og tengdapabbi skutludu okkur ut å flugvøll, tad var ekki sens ad koma øllu draslinu okkar i einn bil. En flugferdin var fin, og vid vorum frekar snøgg ad na i bilaleigubilinn tannig ad um 4 leytid vorum vid komin til Århus. Vid kiktum upp i husid OKKAR, fengum afhenda lykla og svoleidis. Tetta litur allt ljomandi ut, en vid hløkkum til ad sja tetta i dagsbirtu. Hja Einari Baldvin og Heidbrå voru høfdinglegar mottøkur -en ekki hvad !- og nuna erum vid buin ad borda sma, strakarnir komnir i sløkun. Å morgun fer eg svo med Sigrunu ad skra okkur inn i landid og allt tad. En vid erum enntå gemsalaus, en tad lagast vonandi å morgun. Minn fannst i bakpokanum okkar sem eg var margbuin ad leita i *rodn* tannig ad tad er almenn gledi med tad. En annars er bara treyta i mannskapnum og vid hløkkum til ad koma okkur fyrir.
Meira å morgun.

laugardagur, janúar 10, 2004

Mikið að gera !
í heimsóknum og alles. Fínt það. Það er búið að leggja lokahönd á þrifin á Tunguveginum. Fengum fína hjálp frá eðalfólki. Við erum í góðu yfirlæti hjá Gumma og Hafdísi og erum eins og blóm í eggi. En við erum búin að ná að hitta fullt af fólki. En það er smá hrollur í manni, en það lagast nú. En þetta er allt að skella á. Núna erum við í mat hjá Sigga og Hafdísi, það verður örugglega fínn matur ef ég þekki þau ! Strákarnir eru hressir og kátir en þeir eru nú svo litlir að þeir fatta víst minnst.

þriðjudagur, janúar 06, 2004

Var það ekki !


Hver eru þið ? Látið heyra -ef þið þorið- Það þarf ekkert að skammast sín. múhaha
Við sitjum á gólfinu
því að allt er komið inn í gám. Við flytjum á morgun til Gumma og Hafdísar, en annars erum við fullbókuð öll kvöld. Þannig er það.

mánudagur, janúar 05, 2004

Einar Kári
er mjög cool á þessum flutningum, hann vill samt endilega drífa draslið út í gám. Hann kom heim úr leikskólanum í dag og skildi ekkert í leti foreldranna. Hva ! er ekki meira komið út í bláa bíl. Hann kallar gáminn sko bláa bílinn ! Sem er auðvitað mjög sniðugt af honum. *dæs* Flugmiðarnir eru komnir í hús, þeir voru nebbl komnir leeeeeengst inn í gám, þar sem ég sagði að þeir væru í skúffunni á kommoðunni. En Gummi hringdi í skítleiði í morgun og þeir ætluðu að rukka okkur um 4000 kr per miða ! Einmitt ! 16 þús. Djöfulsins pakk, ég flýg aldrei með þessu pakki aftur *arg* Annars er ég að reyna að finna ódýra miða til Dk með Icelandexpress. Gangi mér vel. *grín*

sunnudagur, janúar 04, 2004

Flugmiðarnir
eru sennilega komnir í kassa inn í gám. Hvað finnst ykkur um það ? Annars er það að frétta að við vorum í mat hjá tengdó. Þar voru 3 skæruliðar fyrir utan okkar þannig að þið getið ímyndað ykkur hvað það var mikið stuð. Annars er allt að gerast og við hlökkum til að ná að ljúka þessu af en við lokum gámnum á miðvikudaginn. Jey Fjör !

laugardagur, janúar 03, 2004

Nýjar myndir
í albúmið. Passwordið er gummitota
Allir að kíkja á þetta. Kjörið tækifæri að koma í heimsókn til okkar !
Allt í kassa
það er skrítið að horfa á eftir öllum veraldlegum eigum manns fara ofan í kassa. Ótrúlegt samt hvað maður safnar af dóti. En við erum nú samt búin að henda slatta. Annars var Einar í pössun í nótt og Guðni er hérna heima að hjálpa okkur. Ótrúlega duglegur. Við erum komin með gáminn á lóðina og við þurfum að skila honum af okkur á miðvikudaginn kl 4. Þá flytjum við til Hafdísar og Gumma í Eskihlíðina. Þar verðum við þar til á mánudagsmorgunin. Við erum þeim ótrúlega þakklát fyrir að hýsa okkur, það verður nú heldur ekkert leiðinlegt hjá okkur. Það verða alveg sagðir nokkrir brandarar og eldaður góður matur ef ég þekki þau skötuhjúin rétt.
En annars vanntar okkur hjálp við að þrífa þannig að allir sem vettling geta valdið komið, hringið verið glöð. Það er nebbl svo gaman að hjálpa. Og hver veit nema þið fáið gistingu í Árhús í staðinn, hver veit !

fimmtudagur, janúar 01, 2004

Gamlárskvöld
leið og það var fínt. Við borðuðum vondan mat en það kom nú ekki að sök. Svo kíktum við aðeins í heimsókn en ég og Einar fórum til Soffu frænku þar sem allir voru saman komnir. Það var ótrúlega gaman 4 ættliðir að djamma saman. En við fórum nú samt heim fyrir miðnætti því að Gummi og Guðni vorum hérna heima og við vildum auðvitað skála við þá. Sem við og gerðum þar til Einar sofnaði í sofanum og stuttu seinna datt ég út. Gummi kíkti til Sigga bróður síns og var þar eitthvað frameftir. Þetta voru svolítið skrítin áramót, það er svo margt framundan að það er hálfóhuggulegt. Næstu áramót verða örugglega enn furðulegri. Við eigum eftir að sakna fjölskyldunar minnar, eða sko boðanna sem eru alltaf. Það er svo gaman þegar fólk er duglegt að hittast, ég á eftir að sakna þess. Fjölskyldan mín er þannig að það er alltaf fundið minnsta tækifæri til að hittast, allir koma með eitthvað og svo er partý. Ekki slæmt það. Enda er Einar alveg með það á hreinu hvar gaman er að djamma. Svona er lífið.
En gleðilegt ár allir saman til sjávar og sveita. Takk fyrir gömlu árin.