þriðjudagur, apríl 29, 2003

Hundar og Kettir........... eða aðallega glens og grín.
Á Laugardaginn fórum við famelían í sund, alla leið út í Hafnarfjörð. Suðurbæjarlauginn rokkar feitt hjá okkur. Það var ógeðslega gaman. Svo komum við heim og vorum bara í chilli og rólegheitum, búin að fara út í bakarí og svona. Einar fór reyndar aðeins út í garð, hann segir alltaf "ég þarf að fara að labba á grasi" mjög fyndið að heyra svo lítinn krakka segja svona lagað. En allavegana þá er hundur í endaraðhúsinu og Einar er búin að vera að nálgast hann svona smá saman. Það er alveg drepfyndið, hundurinn er bastarður og algjör leiðindi. En allavegana endaði þessi útivera á því að hundurinn beit Einsa í puttann. Hann var miður sín, grét og grét. Fékk að fara inn að horfa á videó upp í hjónaherbergi. Það var auðsótt mál þar sem hann átti svo ofsalega bágt. Reglurnar, sem eru frekar fáar og einfaldar, voru ítrekaðar "það er bannað að pissa á gólfið". Svo kom mamma upp um 7:30 og var að kíkja á aðstæður, sá poll á gólfinu og viti menn peyinn hafði pissað!!!! Mamma varð frekar reið og sagði Einar Kári varstu að pissa á gólfið ? Hann svaraði þá "nei ég var ekki að pissa á gólfið, ég var bara að pissa í töskuna hennar mömmu" !!!!!! Sem var alveg rétt því að taskan lá á gólfinu eftir sundið. Foreldrarnir máttu nú alveg passa sig að pissa ekki sjálf á gólfið af áreynslu við að halda hlátrinum í sér. Haha.
Sunnudagurinn var annasamur að venju, Einar og Mamma fóru út að hjóla á meðan Pabbi og Guðni lögðu sig. Svo komu Kristján og Hrund með stelpurnar sínar í "brunch" og það vel amerískan með beikoni, eggjum og pönnukökum. Umm gott. Kl 5 fórum við í mat til ömmu og afa, en þau voru einmitt að koma frá Madríd þar sem þau voru hjá Diddi frænku Þau keyptu rosalega flottan búning handa Einari, svona alvöru fótboltabúning Real Madrid nr 3. Afi fékk sér alveg eins og þeir voru mjög flottir. Júlía Kristín og Ninja voru líka í mat og við krakkarnir skemmtum okkur MJÖG vel að venju !!!
Mándagur í dag en vikan verður samt skrítin. Meira af því seinna !

fimmtudagur, apríl 24, 2003

Sumardagurinn Fyrsti
Við fjölskyldan erum nú samt ekki með á hreinu hvort það er rétt nefni á þessum degi þar sem það er skítkalt, en engu að síður svona er þetta víst bara!!! Við fengum nú reyndar skýringu á þessu, en þetta er afþví að í eldgamla daga þá byrjuðu sumarmánuðurnir á þessum tíma........... þannig að. En við erum nú samt búnir að hafa það ótrúleg gott, það er alltaf annað hvort föstudagur eða frí. Mjög fínt.
En í dag skiluðum við jeppanum hans Afa, hann er búin að vera í Prag, uhu. En það var rosalega gaman að hafa jeppa í láni, allavegana vorum Mamma og Pabbi hrikalega ánægð með það. tí hí. Pabbi fór út á völl að sækja afa og Kötu og Guðni fór með honum. Á meðan fóru Mamma og Einar í strætó niður í bæ. Það var mjög gaman, við komum við hjá Jónínu frænku og hún og mamma hennar komu með okkur niður í bæ. Gaman gaman. Svo komu Pabbi og Guðni og hittu okkur niðri í kostningamiðstöð Samfylkingarinnar þar fengum við blöðrur og bolta. Frábært framtak, vonandi gengur okkar fólki bara sem best í kostningunum. Þegar við vorum búin þar fórum við á ráðhúskaffi, settumst niður og fengum okkur kaffi og kleinur, fínt fínt. Magga ömmusystir var síðan svo góð að bjóða okkur í hagikjöt og uppstúf, namm namm, en það er eitt af því fáa sem Einar borðar endalaust af. Frænka á líka pínulitla kisu, oggulitla 8 vikna gamla. Guðni var rosalega hrifinn af henni, klappaði henni og kreisti. Þau voru fín saman, kisa og Guðni. Hann fær nebbl svo lítið að vera með stóru krökkunum, en honum er líka alveg sama!!!
Mamma okkar er búin að setja upp gestabók og verið nú dugleg að kvitta í hana !!!!!!!!!!! Takk takk

þriðjudagur, apríl 22, 2003

Páskadagur og Annar!
Páskadagur er einn af flottari dögum ársins í lífi svona lítilla drengja sem ELSKA súkkulaði. Við foreldrarnir náðum þó að plata hafragraut ofaní þá áður en páskaeggjaátið mikla hófst. Strákarnir fengu egg númer 2 frá Nóa Siríus og þeir voru mjög ánægðir með það. Svo leið dagurinn bara aðallega þannig að það var verið að fá þá til þess að hlaupa sykurinn úr sér. Pabbi fór upp í Háskóla en Mamma fór með strákana á róló, við gátum platað langömmu með okkur. Það var rosalega gaman. Svo fórum við í langan bíltúr að sýna ömmu allt nýtt sem búið er að gera. Grafarholtið var grandlega skoðað til dæmis. Um kvöldið komu S&S í mat, við buðum þeim upp hangikjet með grænum Ora og kartöflum í uppstúf. Þau voru kurteis og sögðu mjög oft Umm þetta er gott. Við vitum nú ekki alveg hversu gott þeim fannst þetta en........... Þau komu með fínar gjafir handa okkur, gaman gaman.
Á Annan í Páskum fórum við í sund og svo kom Helena frænka okkar í heimsókn með mömmu sinni og pabba. Það var æðislega gaman ! Einar og Helena eru orðin svo dugleg að leika sér saman. Á morgun er svo leikskóli með öllu tilheyrandi. En frí á fimmtudaginn, gaman gaman.

laugardagur, apríl 19, 2003

Gullfoss, Geysir, Þingvellir og Múli.
Núna er gaman að lifa fyrir litla stráka. Það er búið að vera MEGA fjör.
Á fimmtudaginn fóru Pabbi og Einar að keyra Afa og Kötu út á flugvöll af því að þau voru að fara til Prag. Svo skemmtilega vill til að þá fengum við Tunguvexfjölskyldan jeppann hans afa lánaðann. Við lánuðum síðan Súsanne og Sebastían bílinn okkar. Svo fórum við öll saman á Gullfoss og Geysi, það var æðislega gaman sól og blíða. Nammi namm, eins og best verður á kosið. Við komum svo heim, strákarnir í bað, borða og beint í rúmið. En Mamma og Pabbi borðuðu með SogS, það var mikið gaman, mikið stuð.
Á Föstudaginn langa fórum við svo á Þingvelli í sumarbústað, borðuðum hádegismat og fórum svo í langan göngutúr um Þingvelli. Frábært!
Á Laugardeginum fórum við að Múla til þeirra heiðurhjóna Jóns og Eydísar. Þau eru að rífa niður svínahúsið og það er sko nóg að gera hjá þeim eins og venjulega. Það var ekkert verið að skilja okkur strákana eftir frekar en fyrri daginn og við fengum meira að segja að keyra alvöru traktor og allt. Einar stýrði meira að segja í alvörunni. Það var nú alveg milljón það var svo skemmtilegt. Við hlökkum til að fara til þeirra aftur, vonandi kíkjum við á þá áður en að tvíburarnir þeirra koma í heiminn, en það er ekki fyrr en í september þannig að við getum nú alveg verið rólegir.
Á morgun er svo Páskaegg og stuð. Segjum frá því seinna. Bæjó!












þriðjudagur, apríl 15, 2003

Læknisheimsókn og sund.
Þetta er nú ekki allt alveg nógu gott, Guðni er búinn að vera svo pirr, Binna hringdi meira að segja í gær og þá var hann bara grátandi. :-( Kannski langaði hann bara heim ? Veit ekki, en allavegana þá er sko neon grænt hor sem kemur úr nebbanum á honum, ekki nógu gott. En Mamma fór með hann til Björgvins í dag og hann kíkti í eyrun og sagði að það væri allt stút fullt af bjakki, hann tók strok úr nebbanum og sendi í ræktun og við fáum að vita á morgun hvort hann þarf að fara á penicillin. Uhu.
Einar og Pabbi fóru hins vegar í sund og Einar sagði kotroskinn við alla í búningsklefanum " komdu blessssssssaður" en dóna íslendingar svara ekki litlum krúttlegum krakka..... en í sundi var rosalega gaman og Einar hoppar út í laugina eins og hann sé 13 ára en ekki 2ja að verða 3ja !!!!! humm.
Þegar þeir komu heim borðuðum við, strákarnir fengu soðna ýsu og stappaðar kartöflur, með FULLT af tómatsósu. Umm, algjört æði. En foreldrarnir hafa ekki alveg sama þróaða matarsmekkinn þannig að.... þau fengu sér afganga síðan í gær. Namm namm.
Núna er Pabbi farinn upp í Háskóla, strákarnir farnir að sofa og Mamma að fara upp í rúm að glápa á imbann. Vei vei.
Meira seinna!

mánudagur, apríl 14, 2003

Enn og aftur HELGIN !
Helgin var fín, á laugardaginn fórum við í Húsó og það var ótrúlega gaman, Einar stal senunni svo um munaði. Hann er orðin svo stór, enda næstum því 3ja ára töffari. Við sátum saman á bekk og vorum að borða kleinur og drekka djús. Einar vildi ekki sitja kjurr og var sífellt á iði. Mamma var eitthvað að æsa sig við hann, þá snéri hann sér við og sagði ;" Mamma slappaðu af " Foreldrarnir hnigu niður af hlátri, því að þetta er e-ð sem Mamma segir frekar OFT við Einar. Hehe. En það var yndislegt veðrið í Húsó og við fórum í lestina og það var ótrúlega gaman. Eftir það fórum við öll í Elkó þar sem það var keypt sjónvarp+videó sem á að vera upp í svenherbergi Mömmu og Pabba. Þá geta þau kannski platað strákana til þess að kúra aðeins lengur um helgar. Algjör nauðsyn fyrir pákana.
Um kvöldið kom Súsanna Þýski eðlisfræðingurinn sem er að rannsaka með Pabba. Kærastinn hennar er í heimsókn og þau komu í týpískann íslenskann mat. Flatkökur með hangikjöti+ harðfiskur í forrétt. Grillaður Lax í aðalrétt og skyr með rjóma í eftirrétt. Mjög týpiskt íslenskt.
Á sunnudaginn tókum við það rólega, fórum í ÍKEA að kaupa sjónvarpsstand og svo reddaði Pabbi sjónvarpinu, hann er svo mikill snilli. Einari tókst reyndar að detta á ofnin og fá blóðnasir, en svona er þetta. Pabbi og Einar fóru í fermingarveislu, en Mamma og Guðni voru bara heima að læra. Fín helgi ;-)

þriðjudagur, apríl 08, 2003

Helgin og önnur mál
Helgin var frekar skrítin, Mamma var nebbl lasin, aumingja Mamma eins og Einar segir. En aðallega var hún þó þreytt eftir prófalestur og leiðindi. VIð fórum nú samt í mat til Jónínu vinkonu okkar á laugardaginn, og í fermingu á sunnudaginn.
Annars er það helst í fréttum af okkur tunguvexfjölsyldunni að;
Guðni er mjög ánægður hjá Binnu sín, þar er hann í góðu yfirlæti og hefur það fínt, sem prinsinn af Háagerði. Hann er ROSALEGA duglegur að sofa í rúminu sínu inni hjá sér, vaknar ekkert alla nóttina. En hann er ekkert duglegur að borða..... það er allt önnur ELla.
Einar er í seilgólanum Garðaborg og þar er hann hæðst ánægður. Hann er hrifnastur af útiverunni og hann vill helst vera úti ALLANN daginn með Þórunni bestu vinkonu sinni. Hann er hins vegar ekki alveg eins duglegur að lúlla í sínu rúmi og hann skríður alltaf upp í til Mömmu og Pabba á nóttunni. Pabbi þykist nú ætla að gera e-ð í þessu, en við sjáum til með það. Hann er heldur ekkert rosalega duglegur að borða en grjónagrautur kemur alltaf sterkur inn, ef það á að lokka e-ð ofan í hann.
Mamma er búin í prófum og er núna nemi á leikskólanum Austurborg, hún verður þar í sex vikur. Henni líst bara svona ágætlega á þetta allt saman. Sjáum bara til.
Pabbi er alltaf að kenna í FG og skrifa doktorsritgerðina sína. Hann endi hendist upp í Háskóla oft á dag þar sem hann er að klára mælingu fyrir einhverja vísindagrein, sem verður vonandi síðasta greinin fyrir ritgerðina. Þá fer þessu vonandi að ljúka.............jey.
En meira seinna.

laugardagur, apríl 05, 2003

Tölvubilanir og önnur mál!
Svona er þetta maður ræður ekki við allt. Þessi vika er búin að vera svolítið skrítin en það er bara þannig. Mamma er búin í prófum........sem betur fer, þá hættir hún kannski að vera svona pirr. En tölvan okkar er búin að vera biluð, c drifið hrundi og allt fór í klessu. Ekki gaman, en við erum svo heppinn að Gunnlaugur sem er maður ömmusystur okkar er ægilegur tölvumaður. Þannig að hann reddaði þessu.
En af okkur bræðrunum er það að frétta að allir er hraustir og hressir fyrir utan smá hor... en hvað er það milli vina. Á fimmtudaginn var Júlía Kristín frænka okkar 3ja ára. Það var ammæli hjá ömmu og afa, rosalega gaman. Okkur þykir alltaf svo gaman að hitta frænkur okkar og gamla settið í Barmahlíðinni.
Vonandi verður helgin skemmtileg, Mamma skrifar nú vonandi og segir frá því seinna.
Bæjó