Jólin alveg að koma
sem okkur finnst ótrúlegt hérna í 10° hita og rigningu. Ekki mjög jólalegt. Danir eru heldur ekki jafn skreytingaglaðir og íslendingar þannig að okkur finnst hálf grátt út að líta.
Amma Tóta rokkar eins og fyrri daginn. Hún er búin að kenna Einari að telja, draga frá og leggja saman. Svo ætlar hún að fara að kenna honum að skrifa nafnið sitt og spila á spil. Guðni er farinn að segja Tóta -mömmunni til mikillar gleði - þannig að við sjáum fram á með þessu áframhaldi getum við afbókað talmeinfræðingin og sent Einar beint í grunnskóla eftir áramót. Þær eru nefnilega svo magnaðar þessar ömmur !
En annars erum við bara í rólegheitum og hygge. Vona að þið hin séu það líka.
Gleðileg jól öll saman !
fimmtudagur, desember 23, 2004
sunnudagur, desember 19, 2004
Hátíð í bæ.
Enda frúin komin á fertugsaldurinn. Við buðum nágrönnum okkar í mat á föstudagskvöldið, en þau eiga 3 dætur á aldur við strákana. Það var æðislega gaman, það var boðið upp á íslenska fiskisúpu og lagtertu ala Gummi. Partýið byrjaði kl 17:30 og þau fóru um kl 23. Krakkarnir duttu reyndar út eitt af öðru en þau stóðu sig ótrúlega vel.
Laugardagurinn var prinsessudagur en afmælisbarnið fékk sérpanntaðan morgunmat og opnaði pakkana. Takk fyrir mig öll saman ! En forréttindi dagsins fólust í að vera uppi í rúmi að lesa og hanga í náttfötunum allan daginn. Ekki leiðinlegt það.
Í dag komu svo íslenskuvinir okkar sem ætla að vera hérna um jólin í hádegismat. Það var fiskisúpa........aftur ! Lagkaka og det hele. Það var heldur ekkert leiðinlegt, fullt af pökkum og svona.
Annars eru myndir komnar á myndasíðuna okkar, þannig að..........
Enda frúin komin á fertugsaldurinn. Við buðum nágrönnum okkar í mat á föstudagskvöldið, en þau eiga 3 dætur á aldur við strákana. Það var æðislega gaman, það var boðið upp á íslenska fiskisúpu og lagtertu ala Gummi. Partýið byrjaði kl 17:30 og þau fóru um kl 23. Krakkarnir duttu reyndar út eitt af öðru en þau stóðu sig ótrúlega vel.
Laugardagurinn var prinsessudagur en afmælisbarnið fékk sérpanntaðan morgunmat og opnaði pakkana. Takk fyrir mig öll saman ! En forréttindi dagsins fólust í að vera uppi í rúmi að lesa og hanga í náttfötunum allan daginn. Ekki leiðinlegt það.
Í dag komu svo íslenskuvinir okkar sem ætla að vera hérna um jólin í hádegismat. Það var fiskisúpa........aftur ! Lagkaka og det hele. Það var heldur ekkert leiðinlegt, fullt af pökkum og svona.
Annars eru myndir komnar á myndasíðuna okkar, þannig að..........
föstudagur, desember 17, 2004
Ég C
alveg skýrt án gleraugna. Það er alveg ótrúlegt ! En ég fór í aðgerðina í gær um 1 leytið. Ég var mætt um 12 en þá fékk ég smá róandi, smá svona til að ná að anda ofaní maga. Aðgerðin sjálf tók um 30 mín mér fannst nú reyndar svolítið krípí en vel þess virði. Eftir að hafa hvílt mig í klst kom Gummi að sækja mig. Strax á leiðinni heim sá ég ágætlega en eftir að hafa lagt mig, sá ég nánast fullkomlega. Stórkostlegt ! Svo gat ég horft á sjónvarpið í gærkvöldi án gleraugna. Snilld !
En í dag er síðasti dagurinn hans Einars á leikskólanum, ég ætla að sækja hann snemma. Við erum að fá nágranna okkar í mat í kvöld og ég þarf að fara að versla og svona.
Svo er það bara ammæli á morgun the big 3 0 . Gjafirnar streyma inn frá íslandi og ég hlakka voðalega til að opna þær á morgun. Ekki búin að kíkja í eina einustu, alveg satt :Þ
alveg skýrt án gleraugna. Það er alveg ótrúlegt ! En ég fór í aðgerðina í gær um 1 leytið. Ég var mætt um 12 en þá fékk ég smá róandi, smá svona til að ná að anda ofaní maga. Aðgerðin sjálf tók um 30 mín mér fannst nú reyndar svolítið krípí en vel þess virði. Eftir að hafa hvílt mig í klst kom Gummi að sækja mig. Strax á leiðinni heim sá ég ágætlega en eftir að hafa lagt mig, sá ég nánast fullkomlega. Stórkostlegt ! Svo gat ég horft á sjónvarpið í gærkvöldi án gleraugna. Snilld !
En í dag er síðasti dagurinn hans Einars á leikskólanum, ég ætla að sækja hann snemma. Við erum að fá nágranna okkar í mat í kvöld og ég þarf að fara að versla og svona.
Svo er það bara ammæli á morgun the big 3 0 . Gjafirnar streyma inn frá íslandi og ég hlakka voðalega til að opna þær á morgun. Ekki búin að kíkja í eina einustu, alveg satt :Þ
þriðjudagur, desember 14, 2004
Hérastubbur bakari
tók sér bólfestu í Gumma á sunndaginn og hann bakaði bara alveg fullt. Brúna lagtertu með smjörkremi og piparkökur. Ægilega fínt ! Strákarnir hjálpuðu okkur við að skera út piparkökurnar, en við lögðum ekki alveg í að lita þær með glassúr. Kannski eftir nokkur ár ! Það eru komnar myndir af herlegheitunum á myndasíðuna.
Guðni er alveg búin með aðlögunina á leikskólanum, og núna er hann allan daginn. Hann tók þetta í nefið, þessi dugnaðarforkur. Einar getur ekki beðið eftir að byrja og spyr á hverjum degi; fæ ég nú að fara í skólann með Guðna. En síðasti dagurinn hans Einars verður á föstudaginn, við ætlum að leyfa honum að taka almennilegt frí. En amma Tóta kemur svo á mánudaginn. Nóg að gerast !
tók sér bólfestu í Gumma á sunndaginn og hann bakaði bara alveg fullt. Brúna lagtertu með smjörkremi og piparkökur. Ægilega fínt ! Strákarnir hjálpuðu okkur við að skera út piparkökurnar, en við lögðum ekki alveg í að lita þær með glassúr. Kannski eftir nokkur ár ! Það eru komnar myndir af herlegheitunum á myndasíðuna.
Guðni er alveg búin með aðlögunina á leikskólanum, og núna er hann allan daginn. Hann tók þetta í nefið, þessi dugnaðarforkur. Einar getur ekki beðið eftir að byrja og spyr á hverjum degi; fæ ég nú að fara í skólann með Guðna. En síðasti dagurinn hans Einars verður á föstudaginn, við ætlum að leyfa honum að taka almennilegt frí. En amma Tóta kemur svo á mánudaginn. Nóg að gerast !
laugardagur, desember 11, 2004
Kalli kónguló !
kom inn til okkar í morgun. Það heyrðust svoleiðis skaðræðisvein í bræðrunum, einmitt þegar við foreldrarnir vorum að reyna að sofa aðeinssssss lengur. En þeir bræður hafa erft þann arf úr föðurætt að vera hræddir við allskyns kvikindi. Ég hins vegar reyni að sannfæra þá um að þetta séu allt vinir mínir og gef út þær skipanir að það megi ALLS ekki drepa þessi saklausu kvikindi -s.s kóngulær og húsflugur- En ég tók myndir af þeim bræðurunum með Kalla og þær myndir eru komnar á myndasíðuna.
Guðni er byrjaður að tala meira og meira, enda svo sem 3ja þannig að.........En núna segir hann Shrek í tíma og ótíma, með þessum líka hreim. Mjög fyndið ! En hann segir ekki frekar en fyrri daginn mamma eða pabbi, hann ætlar að eiga það til góða !
Gleðilegan kreisíber allir saman.
kom inn til okkar í morgun. Það heyrðust svoleiðis skaðræðisvein í bræðrunum, einmitt þegar við foreldrarnir vorum að reyna að sofa aðeinssssss lengur. En þeir bræður hafa erft þann arf úr föðurætt að vera hræddir við allskyns kvikindi. Ég hins vegar reyni að sannfæra þá um að þetta séu allt vinir mínir og gef út þær skipanir að það megi ALLS ekki drepa þessi saklausu kvikindi -s.s kóngulær og húsflugur- En ég tók myndir af þeim bræðurunum með Kalla og þær myndir eru komnar á myndasíðuna.
Guðni er byrjaður að tala meira og meira, enda svo sem 3ja þannig að.........En núna segir hann Shrek í tíma og ótíma, með þessum líka hreim. Mjög fyndið ! En hann segir ekki frekar en fyrri daginn mamma eða pabbi, hann ætlar að eiga það til góða !
Gleðilegan kreisíber allir saman.
föstudagur, desember 10, 2004
Taske
sem er jólasveinastrákur kom heim með okkur í gær af leikskólanum hans Einars. Hann kíkti með okkur í jólagleði í leikskólann hans Guðna þar sem borðið var fram jólglögg og eplaskífur. Ægilega huggó ! Hérna er mynd af Einari og Taske.
Ég var að frá bréf frá augnklínikkinni sem ætla að laga nærsýnina hjá mér. Það kom í ljós eftir skoðun að ég er með þykka hornhimnu og smá sjáöldur sem ku gefa bestan árangur í svona meðferð. En reyndar hafði sjónin versnað töluvert síðan ég hafði farið síðast til augnlæknis og ég er komin með -7,25. En ég má s.s búast við að hafa 100% sjón á 30 ára afmælinu mínu. Jey hvað það er æðislegt.
sem er jólasveinastrákur kom heim með okkur í gær af leikskólanum hans Einars. Hann kíkti með okkur í jólagleði í leikskólann hans Guðna þar sem borðið var fram jólglögg og eplaskífur. Ægilega huggó ! Hérna er mynd af Einari og Taske.
Ég var að frá bréf frá augnklínikkinni sem ætla að laga nærsýnina hjá mér. Það kom í ljós eftir skoðun að ég er með þykka hornhimnu og smá sjáöldur sem ku gefa bestan árangur í svona meðferð. En reyndar hafði sjónin versnað töluvert síðan ég hafði farið síðast til augnlæknis og ég er komin með -7,25. En ég má s.s búast við að hafa 100% sjón á 30 ára afmælinu mínu. Jey hvað það er æðislegt.
miðvikudagur, desember 08, 2004
Bæjarferð
var á dagskrá hjá okkur í dag. Það er alltaf voða ævintýri að fara niður í bæ, sérstaklega ef þessi stóri guli keyrir okkur. Í bænum fórum við í dótabúðina en það er alveg fastur liður. Það er SVO gaman, Gummi hitti okkur þar og við fórum á kaffihús. Einar er svo mikill nautaseggur að hann elskar að fara á kaffihús ;-) Þetta var indælisferð í góðu veðri.
var á dagskrá hjá okkur í dag. Það er alltaf voða ævintýri að fara niður í bæ, sérstaklega ef þessi stóri guli keyrir okkur. Í bænum fórum við í dótabúðina en það er alveg fastur liður. Það er SVO gaman, Gummi hitti okkur þar og við fórum á kaffihús. Einar er svo mikill nautaseggur að hann elskar að fara á kaffihús ;-) Þetta var indælisferð í góðu veðri.
sunnudagur, desember 05, 2004
Gin og klaufa
eða handa, fóta og munnsjúkdómur herjar á litla Guðna núna. Elsku karlinn, hann er allur í blöðrum í munninum og getur ekki kyngt. Hvað þá drukkið pelann sinn, elsku karlinn. En þetta gengur vonandi fljótt yfir. Guðni var nefnilega að byrja á leikskóla eða börnehave og er í strangri aðlögun þar.
Annars erum við hress og kát, erum búin að setja upp jólaskrautið og syngjum með jólalögum. Æðislega væmin öll, við og jólalögin ;-)
eða handa, fóta og munnsjúkdómur herjar á litla Guðna núna. Elsku karlinn, hann er allur í blöðrum í munninum og getur ekki kyngt. Hvað þá drukkið pelann sinn, elsku karlinn. En þetta gengur vonandi fljótt yfir. Guðni var nefnilega að byrja á leikskóla eða börnehave og er í strangri aðlögun þar.
Annars erum við hress og kát, erum búin að setja upp jólaskrautið og syngjum með jólalögum. Æðislega væmin öll, við og jólalögin ;-)
fimmtudagur, desember 02, 2004
Smá misskilningur !
Fréttir frá Danaveldi:
Danskt e-magasin sem heitir "vidste du det" sendi á dögunum mail til áskrifenda með fróðleiksmolum um jólahald í öðrum löndum og þar stóð meðal annars: Julesvinet kommer På Island fejrer man d. 23. december "Thorlåksmessa", og denne dag spiser mange den traditionelle ret gravad rokke med smeltet fåretalg og kartofler. D. 24. december minder meget om vores jul, men på Island er det ikke julemanden, der kommer med gaverne, men derimod "jolasveinen" eller julesvinet. D. 5. januar slutter julen, og man brænder juletræet af uden for huset, mens man udklædt som alfer danser om bålet. http://www.vidstedudet.dk/
Fréttir frá Danaveldi:
Danskt e-magasin sem heitir "vidste du det" sendi á dögunum mail til áskrifenda með fróðleiksmolum um jólahald í öðrum löndum og þar stóð meðal annars: Julesvinet kommer På Island fejrer man d. 23. december "Thorlåksmessa", og denne dag spiser mange den traditionelle ret gravad rokke med smeltet fåretalg og kartofler. D. 24. december minder meget om vores jul, men på Island er det ikke julemanden, der kommer med gaverne, men derimod "jolasveinen" eller julesvinet. D. 5. januar slutter julen, og man brænder juletræet af uden for huset, mens man udklædt som alfer danser om bålet. http://www.vidstedudet.dk/
miðvikudagur, desember 01, 2004
Íslenskur matur er vibbi
og þá er ég að tala um hnoðmör, siginn fisk og hrútspunga. Eða allan skemmdan og myglaðan mat sem íslendingar láta sér til munns. Margir halda meira að segja sérstakar hátíðir í kringum skemmdan mat, ég held að það sé kallað Þorrablót. En við erum lukkuleg hérna í danmörku með lifrarkæfu og markríl. Játakk.
Það voru íslenskir stúdentar á Öresundskollegie því góða kollegie sem ég bjó á mín yngri ár. Þetta par hneigist til skemmds matar og það lyktaði allt af signum fiski öðru hvoru á kolleginu sérstaklega í miklum stillum. Þau fengu vatn í munninn og gátu varla talað um annað en hvað þau hlakkaði til að fá almennilegan siginn fisk. Það var reynt að redda hjá fisksala sem keyrir um norðurlöndin til að selja íslendingum fisk en því miður, enginn siginn fiskur. Þau voru friðlaus, þar til að það kom í ljós hvaðan lyktin af signa fiskinum hafði verið. Þá hafði ungur svíi legið látinn inni á herbergi í 4 vikur.
Jáhá !
og þá er ég að tala um hnoðmör, siginn fisk og hrútspunga. Eða allan skemmdan og myglaðan mat sem íslendingar láta sér til munns. Margir halda meira að segja sérstakar hátíðir í kringum skemmdan mat, ég held að það sé kallað Þorrablót. En við erum lukkuleg hérna í danmörku með lifrarkæfu og markríl. Játakk.
Það voru íslenskir stúdentar á Öresundskollegie því góða kollegie sem ég bjó á mín yngri ár. Þetta par hneigist til skemmds matar og það lyktaði allt af signum fiski öðru hvoru á kolleginu sérstaklega í miklum stillum. Þau fengu vatn í munninn og gátu varla talað um annað en hvað þau hlakkaði til að fá almennilegan siginn fisk. Það var reynt að redda hjá fisksala sem keyrir um norðurlöndin til að selja íslendingum fisk en því miður, enginn siginn fiskur. Þau voru friðlaus, þar til að það kom í ljós hvaðan lyktin af signa fiskinum hafði verið. Þá hafði ungur svíi legið látinn inni á herbergi í 4 vikur.
Jáhá !
sunnudagur, nóvember 28, 2004
Afmælisveisludagurinn
búinn, það er búið að vera stanslaust stuð alla helgina. Rosalega gaman.
Í dag var veisla frá kl 11 og það var rosalega gaman. Síðustu gestirnir fóru um 6 leytið um kvöldið. Æðislega gaman.
Takk fyrir drengina, við erum alveg agndofa yfir öllum fallegu gjöfunum sem þeir fengu. Nú eiga þeir sko alveg ROSALEGA mikið dót. Takk takk. Það eru komnar myndir á myndasíðuna okkar
Það var svolítið fyndið á föstudaginn þegar við vorum að sækja Gumma niður á lestarstöð þá var Einar svo mikið að tala um að hann saknaði pabba síns. Ég var aðeins orðin þreytt á að hlusta á hann og sagði ; "já en veistu Einar ég sakna pabba líka, hann er maðurinn minn".
Einar hugsaði sig um og sagði "já en hann er líka maðurinn minn"
Ég; "nei hann er pabbi þinn en maðurinn minn."
Einar; "mamma það er ekki rétt, við eigum hann öll saman, þú segir það alltaf sjálf"
Kolféll á eigin rökum. Ég verð að sætta mig við það, við eigum hann ÖLL saman !
búinn, það er búið að vera stanslaust stuð alla helgina. Rosalega gaman.
Í dag var veisla frá kl 11 og það var rosalega gaman. Síðustu gestirnir fóru um 6 leytið um kvöldið. Æðislega gaman.
Takk fyrir drengina, við erum alveg agndofa yfir öllum fallegu gjöfunum sem þeir fengu. Nú eiga þeir sko alveg ROSALEGA mikið dót. Takk takk. Það eru komnar myndir á myndasíðuna okkar
Það var svolítið fyndið á föstudaginn þegar við vorum að sækja Gumma niður á lestarstöð þá var Einar svo mikið að tala um að hann saknaði pabba síns. Ég var aðeins orðin þreytt á að hlusta á hann og sagði ; "já en veistu Einar ég sakna pabba líka, hann er maðurinn minn".
Einar hugsaði sig um og sagði "já en hann er líka maðurinn minn"
Ég; "nei hann er pabbi þinn en maðurinn minn."
Einar; "mamma það er ekki rétt, við eigum hann öll saman, þú segir það alltaf sjálf"
Kolféll á eigin rökum. Ég verð að sætta mig við það, við eigum hann ÖLL saman !
föstudagur, nóvember 26, 2004
Gummi er að koma heim
vííí hvað okkur hlakkar til. En hann er með 12 kg í yfirvigt + allar dósirnar sem hann er með í handfarangrinum. Það er nefnilega ekki hægt að halda jól án ORA. Þá er verið að tala um grænar og fiskibollurnar. En mig grunar nú að jólagjafirnar taki svolítið pláss og séu kannski svolítið þungar. Kannski leynast líka einhverjar afæmlisgjafir en Guðni verður 3ja á laugardaginn og ég 30 18.des.
Afmælisveislan verður s.s á sunnudaginn kl 11. Það verður hádegisverðarboð, ægilega huggulegt. Pizzur og kökur. Ægilega huggulegt !
vííí hvað okkur hlakkar til. En hann er með 12 kg í yfirvigt + allar dósirnar sem hann er með í handfarangrinum. Það er nefnilega ekki hægt að halda jól án ORA. Þá er verið að tala um grænar og fiskibollurnar. En mig grunar nú að jólagjafirnar taki svolítið pláss og séu kannski svolítið þungar. Kannski leynast líka einhverjar afæmlisgjafir en Guðni verður 3ja á laugardaginn og ég 30 18.des.
Afmælisveislan verður s.s á sunnudaginn kl 11. Það verður hádegisverðarboð, ægilega huggulegt. Pizzur og kökur. Ægilega huggulegt !
þriðjudagur, nóvember 23, 2004
Tómlegt í kofanum
án pabbans á heimilinu. Einar Kári saknar pabba síns voðalega mikið -að eigin sögn- og suðar um að fá hann til baka, fljótt. Við Guðni erum hinsvegar ekki jafn ílla haldin af söknuði, kannski er það afþví að þegar Gummi er ekki heima þá getum við borðað rúgbrauð með makríl og majó án þess að það sé fitjað upp á nefið ! Okkur Guðna finnst makríll herramannsmatur en erum það smekkleg að hlífa sumum við ilminn af þessum herramannsmat.
án pabbans á heimilinu. Einar Kári saknar pabba síns voðalega mikið -að eigin sögn- og suðar um að fá hann til baka, fljótt. Við Guðni erum hinsvegar ekki jafn ílla haldin af söknuði, kannski er það afþví að þegar Gummi er ekki heima þá getum við borðað rúgbrauð með makríl og majó án þess að það sé fitjað upp á nefið ! Okkur Guðna finnst makríll herramannsmatur en erum það smekkleg að hlífa sumum við ilminn af þessum herramannsmat.
föstudagur, nóvember 19, 2004
Einar Kári
er svo sniðugur. Síðustu helgi á laugardeginum þegar mamma og pabbi voru í heimsókn spurði ég hann hvað við ættum að gera með ömmu og afa á sunndeginum. Hann var nú alveg með það á hreinu ; förum á morgun með þeim í flugvélina og fljúgum til Íslands með þeim. Það er svo gaman á íslandi, þar get ég klappað kisunni minn, leikið við stelpurnar mínar og keyrt jeppann minn. Ekki leiðinlegt það !
En annars er allt fínt að frétta, það er orðið kalt hérna, burr. Gummi er að fara á jólahlaðborð í kvöld en ég og strákarnir höldum partý. Krakkapartý með nammi og teiknimyndum. Vei vei !
er svo sniðugur. Síðustu helgi á laugardeginum þegar mamma og pabbi voru í heimsókn spurði ég hann hvað við ættum að gera með ömmu og afa á sunndeginum. Hann var nú alveg með það á hreinu ; förum á morgun með þeim í flugvélina og fljúgum til Íslands með þeim. Það er svo gaman á íslandi, þar get ég klappað kisunni minn, leikið við stelpurnar mínar og keyrt jeppann minn. Ekki leiðinlegt það !
En annars er allt fínt að frétta, það er orðið kalt hérna, burr. Gummi er að fara á jólahlaðborð í kvöld en ég og strákarnir höldum partý. Krakkapartý með nammi og teiknimyndum. Vei vei !
þriðjudagur, nóvember 16, 2004
Jólapakkarnir
sem amma og afi í Barmó komu með eru ótrúlega spennandi ! Einar Kári skilur ekkert í þessu og spyr svona 100x á dag; eru jólin núna komin ! Elsku karlinn, en rosalega hlakka ég til að halda upp á jólin með honum. Þetta er í fyrsta sinn sem hann er í alvöru að fatta þetta allt með jólin og pakkana.
sem amma og afi í Barmó komu með eru ótrúlega spennandi ! Einar Kári skilur ekkert í þessu og spyr svona 100x á dag; eru jólin núna komin ! Elsku karlinn, en rosalega hlakka ég til að halda upp á jólin með honum. Þetta er í fyrsta sinn sem hann er í alvöru að fatta þetta allt með jólin og pakkana.
sunnudagur, nóvember 14, 2004
Hann á ammæli í dag
hann Gummi hann er 36 ára í dag. Jey jey jey.
En það er búið að vera mikið fjör alla helgina, mamma og pabbi eru í heimsókn og það er nú sjaldan leiðinlegt í kringum þau !
En það sem er búið að vera að bralla er helst; búðir, góður matur, bjór, kaffihús, bíltúrar, bazar vest og margt margt fleirra. Strákarnir eru auðvitað alveg í skýjunum með þetta allt saman, amma og afi eru nefnilega svodan uppáhald !
hann Gummi hann er 36 ára í dag. Jey jey jey.
En það er búið að vera mikið fjör alla helgina, mamma og pabbi eru í heimsókn og það er nú sjaldan leiðinlegt í kringum þau !
En það sem er búið að vera að bralla er helst; búðir, góður matur, bjór, kaffihús, bíltúrar, bazar vest og margt margt fleirra. Strákarnir eru auðvitað alveg í skýjunum með þetta allt saman, amma og afi eru nefnilega svodan uppáhald !
mánudagur, nóvember 08, 2004
London er ÆÐI
Við hjónin höfðum það svo huggulegt. Það var slakað á, sofið, farið út að borða -oft á dag !- , verslað og það allt án barna. Jáhá það gerist nú ekki oft. En við nutum þess í tætlur að fá að vera bara 2 að hanga. Ummmmm.
Mamma Mía söngleikurinn er algert æði, sérstaklega fyrir Abbaaðdáendur. En Abba hefur verið í miklu uppáhaldi hjá okkur hjónum. Þegar Gummi var yngri þá hélt hann að lagið; give me a man after midnigth væri Gummi Gummi the man of the midnigth hann var auðvitað ægilega ánægður með þessa hljómsveit sem söng svona fínt lag um hann. Fyrir stuttu fattaði hann hvernig alvöru textinn er, en þrátt fyrir það hélt hann áfram að halda upp á þetta fína band.
Annars viljum við þakka Þóru og Árna fyrir að hafa haft Guðna og Einari B og Heiðbrá fyrir að hafa haft Einar Kára. Karen og Grétar lögðu líka sitt að mörkum og viljum við einnig þakka þeim mikið fyrir ;-)
Við hjónin höfðum það svo huggulegt. Það var slakað á, sofið, farið út að borða -oft á dag !- , verslað og það allt án barna. Jáhá það gerist nú ekki oft. En við nutum þess í tætlur að fá að vera bara 2 að hanga. Ummmmm.
Mamma Mía söngleikurinn er algert æði, sérstaklega fyrir Abbaaðdáendur. En Abba hefur verið í miklu uppáhaldi hjá okkur hjónum. Þegar Gummi var yngri þá hélt hann að lagið; give me a man after midnigth væri Gummi Gummi the man of the midnigth hann var auðvitað ægilega ánægður með þessa hljómsveit sem söng svona fínt lag um hann. Fyrir stuttu fattaði hann hvernig alvöru textinn er, en þrátt fyrir það hélt hann áfram að halda upp á þetta fína band.
Annars viljum við þakka Þóru og Árna fyrir að hafa haft Guðna og Einari B og Heiðbrá fyrir að hafa haft Einar Kára. Karen og Grétar lögðu líka sitt að mörkum og viljum við einnig þakka þeim mikið fyrir ;-)
föstudagur, nóvember 05, 2004
London here I come !
Svaf ílla í nótt, er ílla haldin aðskilnaðarkvíða. Strákarnir hafa aldrei verið svona lengi hjá öðrum. Nema hjá afa og ömmu í Barmó, en ég held nú líka ef þeir mættu velja þá vildu þeir helst vera þar....alltaf.
En ég vona að þeir hafi það gott um helgina og þeir komi ekki til með að sakna okkar jafn mikið og við söknum þeirra ! Hehehe
Svaf ílla í nótt, er ílla haldin aðskilnaðarkvíða. Strákarnir hafa aldrei verið svona lengi hjá öðrum. Nema hjá afa og ömmu í Barmó, en ég held nú líka ef þeir mættu velja þá vildu þeir helst vera þar....alltaf.
En ég vona að þeir hafi það gott um helgina og þeir komi ekki til með að sakna okkar jafn mikið og við söknum þeirra ! Hehehe
miðvikudagur, nóvember 03, 2004
Svartur dagur í sögu mannkyns
í dag. Skandall og aftur skandall. Núna erum við Einar Kári orðin veik. Ég meina það !!!!! Gummi er farinn til London og ég er ein með strákana, VEIK ! Forsetakostningarnar í USA blikna við hliðina á þessu. Ég missti af vörninni sem ég var búin að hlakka svo mikið til, leiðinlegt ! En svona er þetta víst, vonandi verðum við búin að jafna okkur sæmilega á föstudaginn, því að ég er að fara til London. Verð örugglega ekki vinsæl ef ég sendi barnið veikt í leikskólann, hvað þá í pössunina. En hvað á mar að gera ????
Einar hlakkar reyndar rosalega til að fara í pössun, Einar B frændi er nefnilega með Cartoon network og ég held að þeir frændur eigi eftir að liggja yfir sjónvarpinu. En það er draumurinn !
Jæja þið megið gjarnan senda mér batnistrauma, þannig að ég verði ekki eins og tuska í útlandinu.
í dag. Skandall og aftur skandall. Núna erum við Einar Kári orðin veik. Ég meina það !!!!! Gummi er farinn til London og ég er ein með strákana, VEIK ! Forsetakostningarnar í USA blikna við hliðina á þessu. Ég missti af vörninni sem ég var búin að hlakka svo mikið til, leiðinlegt ! En svona er þetta víst, vonandi verðum við búin að jafna okkur sæmilega á föstudaginn, því að ég er að fara til London. Verð örugglega ekki vinsæl ef ég sendi barnið veikt í leikskólann, hvað þá í pössunina. En hvað á mar að gera ????
Einar hlakkar reyndar rosalega til að fara í pössun, Einar B frændi er nefnilega með Cartoon network og ég held að þeir frændur eigi eftir að liggja yfir sjónvarpinu. En það er draumurinn !
Jæja þið megið gjarnan senda mér batnistrauma, þannig að ég verði ekki eins og tuska í útlandinu.
sunnudagur, október 31, 2004
Fredagsbar, gubb og veikindi
er yfirskrift helgarinnar. En frúin skellti sér á fredagsbarinn, í tilefni verkefnaskila sem voru á föstudaginn. Núna er bara eftir að verja verkefnið og þá er áfanginn búinn. Huggulegt það ! En bekkjasystir mín og kærastinn hennar komu með mér heim á eftir barinn. Það vildi svo skemmtilega til að Guðni gubbaði út um allt í uppi í stofu. Ekki eins huggulegt ! En hann er búin að vera lasinn síðan. Elsku karlinn. En hann og pabbi hans misstu því af hádegisverðarboði sem Þóra og Árni voru með á laugardeginum. Takk fyrir okkur góða fólk.
En sunnudagurinn hefur verið langur og strangur. Leiðinlegt að komast ekkert út að hreyfa sig. En framundan er londonferð, vörn og fleirri verkefni. Alltaf nóg að gera á stóru heimili.
er yfirskrift helgarinnar. En frúin skellti sér á fredagsbarinn, í tilefni verkefnaskila sem voru á föstudaginn. Núna er bara eftir að verja verkefnið og þá er áfanginn búinn. Huggulegt það ! En bekkjasystir mín og kærastinn hennar komu með mér heim á eftir barinn. Það vildi svo skemmtilega til að Guðni gubbaði út um allt í uppi í stofu. Ekki eins huggulegt ! En hann er búin að vera lasinn síðan. Elsku karlinn. En hann og pabbi hans misstu því af hádegisverðarboði sem Þóra og Árni voru með á laugardeginum. Takk fyrir okkur góða fólk.
En sunnudagurinn hefur verið langur og strangur. Leiðinlegt að komast ekkert út að hreyfa sig. En framundan er londonferð, vörn og fleirri verkefni. Alltaf nóg að gera á stóru heimili.
mánudagur, október 25, 2004
Hamborg
er æði. Við heimsóttum Odd Martin vin okkar sem býr þar. Við keyrðum af stað á laugardeginum og vorum reyndar um 4 klst á leiðinni. Þegar við komum til Hamborgar var byrjað á því að fara á veitingahús og fá sér Snitsel, enda ekki annað hægt í þýskalandi. Eða hvað, snitselinu var svo rennt niður með stórum bjórum og allir voru ánægðir með það ! Við urðum auðvitað að fara í þýska matvöruverslun, bjórinn þar er víst mikið betri en í danmörku. *dæs* En við vorum hress það kvöldið ;-)
Daginn eftir keyrðum við aðeins um Hamborg og fórum svo í dýragarðinn. Það var auðvitað hápunktur ferðarinnar. Alltaf svo ótrúlega gaman að fara í dýragarða og sérstaklega að skoða apana. Það er eitthvað svo gaman að horfa á þá. En við keyrðum heim í einum rykk og vorum komin heim um 7 leytið. Ægilega ánægð með þetta allt saman. Það eru komnar myndir inn í albúmið okkar á netinu.
Annars var verið að ákveða að amma Tóta verður hjá okkur um jólin. Oh hvað okkur hlakkar til, strákarnir verða í fríi yfir jólin og þá verður gott að hafa ömmu til að dingla með. En amma ætlar að vera hjá okkur í 2 vikur. Jibbý, skibbý.
er æði. Við heimsóttum Odd Martin vin okkar sem býr þar. Við keyrðum af stað á laugardeginum og vorum reyndar um 4 klst á leiðinni. Þegar við komum til Hamborgar var byrjað á því að fara á veitingahús og fá sér Snitsel, enda ekki annað hægt í þýskalandi. Eða hvað, snitselinu var svo rennt niður með stórum bjórum og allir voru ánægðir með það ! Við urðum auðvitað að fara í þýska matvöruverslun, bjórinn þar er víst mikið betri en í danmörku. *dæs* En við vorum hress það kvöldið ;-)
Daginn eftir keyrðum við aðeins um Hamborg og fórum svo í dýragarðinn. Það var auðvitað hápunktur ferðarinnar. Alltaf svo ótrúlega gaman að fara í dýragarða og sérstaklega að skoða apana. Það er eitthvað svo gaman að horfa á þá. En við keyrðum heim í einum rykk og vorum komin heim um 7 leytið. Ægilega ánægð með þetta allt saman. Það eru komnar myndir inn í albúmið okkar á netinu.
Annars var verið að ákveða að amma Tóta verður hjá okkur um jólin. Oh hvað okkur hlakkar til, strákarnir verða í fríi yfir jólin og þá verður gott að hafa ömmu til að dingla með. En amma ætlar að vera hjá okkur í 2 vikur. Jibbý, skibbý.
þriðjudagur, október 19, 2004
Heimildaþættir
eru uppáhaldssjónvarpsefnið mitt. Við erum með 18 sjónvarpstöðvar hérna og fyrir það borgum við 150 dkr á mánuði. Góður díll. Stöðvarnar sem við erum með eru dönsku stöðvarnar en þær eru um 5 og svo eru norskar, sænskar og þýskar. Það er eins gott að halda vel á spöðunum ef maður ætlar að ná öllum góðu þáttunum. Þriðjudagskvöld eru sjónvarpskvöld en þá er á dagskrá þáttur sem heitir Sporlaus en þar er verið að finna týnda ættingja fólks, oft foreldra, í lokinn hittast allir og það er voðalega átakanlegt. -ég fer alltaf að gráta- Síðan kemur danska Idolið sem er svona lala, Friends og svo Amy dómari vinkona mín. Sem sagt fín sjónvarpskvöld.
En á ríkisstöðinni hérna sem heitir DR1 er mjög oft heimildaþættir og ég er algjör sökker fyrir heimildaþáttum, horfi nánast á hvað sem er þegar að þeim kemur. En það sem ég er búin að sjá og man sérstaklega eftir eru þættirnir um;
"Hamingjusömu" Áströlsku hórurnar, sú elsta var yfir 60 ára.
Þýska mannætan sem borðaði tölvunarfræðingin, ég missti matarlystina við að horfa á þann þátt, reyndar bara í svona 30 mín þannig að ekki grenntist ég þá, ónei !
Indversku læknarnir sem selja nýru úr fólki.
Indverskir apaveiðarar sem selja sjaldgæf dýr til auðkýfinga sem hafa þau í einkadýragörðum.
Slúðurblaðamennina sem skrifuðu um síðustu daga Diönu prinsessu.
BUSH "vin" minn og stríðið. Það var frekar óhuggulegt að heyra hvernig þeir fylgjast með fólki, það er nóg að taka vitlausa bók á bókasafninu og eiga vin í Irak, þá ertu pottþétt handtekinn.
Einstaklega áhugavert !
En við auglýsum eftir einhverjum góðhjörtuðum til að taka upp íslenska Idolið fyrir okkur, svona skemmtilegra þegar maður skilur allt sem dómararnir segja. Við höfum fylgst með norska, sænska og danska, en það er oft ansi erfitt að skilja dómarana. Sérstaklega þessa sænsku og norsku. Jiminneini geta þeir ekki sleppt því að hafa dómara sem talar málýsku ??? Mar bara spyr ;-9
En annars er fínt að frétta, ég er búin að finna mér leiðbeinanda. Hún er ráðgjafi hjá leikskólum Reykjavíkur og gerði mastersritgerðina sína um tvítyngd börn. Þannig að það ætti að vera ægilega fínt allt saman.
eru uppáhaldssjónvarpsefnið mitt. Við erum með 18 sjónvarpstöðvar hérna og fyrir það borgum við 150 dkr á mánuði. Góður díll. Stöðvarnar sem við erum með eru dönsku stöðvarnar en þær eru um 5 og svo eru norskar, sænskar og þýskar. Það er eins gott að halda vel á spöðunum ef maður ætlar að ná öllum góðu þáttunum. Þriðjudagskvöld eru sjónvarpskvöld en þá er á dagskrá þáttur sem heitir Sporlaus en þar er verið að finna týnda ættingja fólks, oft foreldra, í lokinn hittast allir og það er voðalega átakanlegt. -ég fer alltaf að gráta- Síðan kemur danska Idolið sem er svona lala, Friends og svo Amy dómari vinkona mín. Sem sagt fín sjónvarpskvöld.
En á ríkisstöðinni hérna sem heitir DR1 er mjög oft heimildaþættir og ég er algjör sökker fyrir heimildaþáttum, horfi nánast á hvað sem er þegar að þeim kemur. En það sem ég er búin að sjá og man sérstaklega eftir eru þættirnir um;
"Hamingjusömu" Áströlsku hórurnar, sú elsta var yfir 60 ára.
Þýska mannætan sem borðaði tölvunarfræðingin, ég missti matarlystina við að horfa á þann þátt, reyndar bara í svona 30 mín þannig að ekki grenntist ég þá, ónei !
Indversku læknarnir sem selja nýru úr fólki.
Indverskir apaveiðarar sem selja sjaldgæf dýr til auðkýfinga sem hafa þau í einkadýragörðum.
Slúðurblaðamennina sem skrifuðu um síðustu daga Diönu prinsessu.
BUSH "vin" minn og stríðið. Það var frekar óhuggulegt að heyra hvernig þeir fylgjast með fólki, það er nóg að taka vitlausa bók á bókasafninu og eiga vin í Irak, þá ertu pottþétt handtekinn.
Einstaklega áhugavert !
En við auglýsum eftir einhverjum góðhjörtuðum til að taka upp íslenska Idolið fyrir okkur, svona skemmtilegra þegar maður skilur allt sem dómararnir segja. Við höfum fylgst með norska, sænska og danska, en það er oft ansi erfitt að skilja dómarana. Sérstaklega þessa sænsku og norsku. Jiminneini geta þeir ekki sleppt því að hafa dómara sem talar málýsku ??? Mar bara spyr ;-9
En annars er fínt að frétta, ég er búin að finna mér leiðbeinanda. Hún er ráðgjafi hjá leikskólum Reykjavíkur og gerði mastersritgerðina sína um tvítyngd börn. Þannig að það ætti að vera ægilega fínt allt saman.
sunnudagur, október 17, 2004
Strandferðin
sem Einar Kári fór í á föstudaginn með fjölskyldunni hans Andreasar var svona ægilega vel lukkuð. Þau fór í strætó með 4 börn, Andreas, Einar og svo 2ja ára tvíbura sem þau eiga. Hörku fólk á ferð. Sé okkur hjónin í anda nenna þessu, öhöm. En ægilega var Einar lukkulegur með þetta og hann talar mikið um Andreas og fjölskyldu.
Það er síðasti dagur í haustfríi í dag og ég er mjög ánægð með afköst vikunar en það sem stendur upp úr er sýningin hans Ólafs Elíasar á Aros listasafninu hérna í Århús. Við Heiðbrá vorum sammála um að hann skapar ýmis atriði í íslenskri nátturu á alveg sérstakan hátt. Stórkostleg upplifun. En ég náði líka að mála eldhúsið og skrifa 1 ritgerð þannig að ég er sátt. Eldhúsið er orðið æði ! Núna vantar bara nýja eldavél, ég blikka kannski bóndann ef ég fæ einhvern aukapening. *blikkblikk*
Ég er búin að ákveða um hvað ég ætla að skrifa lokaritgerðina mína, en mér tekst ekki að fá neinn til að leiðbeina mér. Núna verð ég reyndar bara að fara út fyrir Kennó til að fá leiðbeinanda, kennararnir sem ég er búin að tala við eru allir í rannsóknarleyfi eða komnir með of marga nú þegar !!! Övböv eins og danir segja !
Guðni og Gummi eru hressir, Guðni er farinn að tala aðeins meira og fyrsta 2ja orða setningin hans var "pabbi prumpa" en það finnst honum óendanlega fyndið !!!! Gumma finnst það reyndar líka fyndið þannig að þeir feðgar geta skemmt sér við að prumpa í kór. Gaman að því.
sem Einar Kári fór í á föstudaginn með fjölskyldunni hans Andreasar var svona ægilega vel lukkuð. Þau fór í strætó með 4 börn, Andreas, Einar og svo 2ja ára tvíbura sem þau eiga. Hörku fólk á ferð. Sé okkur hjónin í anda nenna þessu, öhöm. En ægilega var Einar lukkulegur með þetta og hann talar mikið um Andreas og fjölskyldu.
Það er síðasti dagur í haustfríi í dag og ég er mjög ánægð með afköst vikunar en það sem stendur upp úr er sýningin hans Ólafs Elíasar á Aros listasafninu hérna í Århús. Við Heiðbrá vorum sammála um að hann skapar ýmis atriði í íslenskri nátturu á alveg sérstakan hátt. Stórkostleg upplifun. En ég náði líka að mála eldhúsið og skrifa 1 ritgerð þannig að ég er sátt. Eldhúsið er orðið æði ! Núna vantar bara nýja eldavél, ég blikka kannski bóndann ef ég fæ einhvern aukapening. *blikkblikk*
Ég er búin að ákveða um hvað ég ætla að skrifa lokaritgerðina mína, en mér tekst ekki að fá neinn til að leiðbeina mér. Núna verð ég reyndar bara að fara út fyrir Kennó til að fá leiðbeinanda, kennararnir sem ég er búin að tala við eru allir í rannsóknarleyfi eða komnir með of marga nú þegar !!! Övböv eins og danir segja !
Guðni og Gummi eru hressir, Guðni er farinn að tala aðeins meira og fyrsta 2ja orða setningin hans var "pabbi prumpa" en það finnst honum óendanlega fyndið !!!! Gumma finnst það reyndar líka fyndið þannig að þeir feðgar geta skemmt sér við að prumpa í kór. Gaman að því.
miðvikudagur, október 13, 2004
Fiskasafnið í Silkeborg
var áfangastaður okkar í gær. Heiðbrá og Baldvin fóru með okkur og við skemmtum okkur konunglega. Það er jafnvel verið að tala um að kaupa árskort. Sjáum til. En safnið er mjög skemmtilega uppbyggt og Einar er farinn að hafa mjög gaman að því að skoða vandlega. Guðni er meira að hlaupa um og skandalisera !!!
Það er búið að plana og kaupa íslandsferð í febrúar, í viku 7 n.t.t. Danir eru nefnilega allir í vikunum en fyrir íslendinga þá þýðir þetta að við komum heim 14 feb og verðum í 7 daga. Við fengum far aðra leiðina á 5kr þannig að það kostar um 10 þús á mann. Við vorum búin að lofa okkur því að nota tækifærið næst þegar icelandexpress væri með tilboð. Snilldar fyrirtæki ;-)
Ég var að koma frá augnlækni því að ég las í einhverju heilsublaði að ef maður væri með meira en +/- 6 þá ætti maður rétt á ókeypis laiseraðgerð. Augnlæknirinn var mjög hress með þetta og á næstu dögum/vikum á ég von á bréfi frá augndeildinni á sjúkrahúsinu hérna þar sem ég verð kölluð inn í viðtal og svo aðgerð. Mér líður eins og ég hafi "grætt" 250 þús kall. Hvað ætti ég að gera við peningin ?
var áfangastaður okkar í gær. Heiðbrá og Baldvin fóru með okkur og við skemmtum okkur konunglega. Það er jafnvel verið að tala um að kaupa árskort. Sjáum til. En safnið er mjög skemmtilega uppbyggt og Einar er farinn að hafa mjög gaman að því að skoða vandlega. Guðni er meira að hlaupa um og skandalisera !!!
Það er búið að plana og kaupa íslandsferð í febrúar, í viku 7 n.t.t. Danir eru nefnilega allir í vikunum en fyrir íslendinga þá þýðir þetta að við komum heim 14 feb og verðum í 7 daga. Við fengum far aðra leiðina á 5kr þannig að það kostar um 10 þús á mann. Við vorum búin að lofa okkur því að nota tækifærið næst þegar icelandexpress væri með tilboð. Snilldar fyrirtæki ;-)
Ég var að koma frá augnlækni því að ég las í einhverju heilsublaði að ef maður væri með meira en +/- 6 þá ætti maður rétt á ókeypis laiseraðgerð. Augnlæknirinn var mjög hress með þetta og á næstu dögum/vikum á ég von á bréfi frá augndeildinni á sjúkrahúsinu hérna þar sem ég verð kölluð inn í viðtal og svo aðgerð. Mér líður eins og ég hafi "grætt" 250 þús kall. Hvað ætti ég að gera við peningin ?
laugardagur, október 09, 2004
Villingapillan
mín er týnd. En það er svona stuð og stemmningspilla. Ég overdósaði reyndar í brúðkaupi í sumar þannig að kannski kláraði ég bara skammtinn. Vonandi ekki lífsskamtinn. En stelpurnar eru að koma á eftir og það er eins gott að koma sér í gírinn. Það er ponsu erfitt eftir erfiði dagsins sem fólst í að;
mín er týnd. En það er svona stuð og stemmningspilla. Ég overdósaði reyndar í brúðkaupi í sumar þannig að kannski kláraði ég bara skammtinn. Vonandi ekki lífsskamtinn. En stelpurnar eru að koma á eftir og það er eins gott að koma sér í gírinn. Það er ponsu erfitt eftir erfiði dagsins sem fólst í að;
- Kenna Einari Kára að hjóla án hjálpardekkja. Hann er ekki að ná þessu, kannski afþví að hann er alltaf sítalandi -alveg eins og pabbinn, tíhí- og má ekkert vera að því að einbeita sér að því að halda jafnvægi.
- Fara í leikfimni n.t boltatíma þar sem maður er að leika sér á stórum bolta allan tímann. MUN erfiðara en það virðist. MEN hvað ég var búin á því.
- Þrífa bílinn, kominn tími til. Ég fékk athugasemd frá skólabróður mínum sem benti mér kurteisislega á að bíllinn minn væri MJÖG vel nýttur. Ég ákvað að þrífa hann örlítið, því að þó að hann sé "drusla" þá er alger óþarfi að hann sé eins og "drusla"
- Tiltekt í garðinum. Jiminneini segi ég nú bara. Við hjónin erum svona þokkalega samhent og við vinnum mjög vel saman. En úti í garði er andskotinn laus, við bara þolum ekki garðvinnu og skapið er eftir því. Mjög hvimleitt þar sem nágrannar okkar eru með MEGA flotta garða og okkar er alltaf eins og eftir fellibyl -í beðunum- allt á tjá og tundri. Strákarnir skemmtu sér reyndar konunglega, hlupu um allt með sóp og hrífu að vopni. En við kaupum okkur aldrei aftur hús með garði.
- Matargerðin var svo næst á dagskrá eftir allt puðið. Við keyptum okkur frosinn íslenskan fisk og við erum búin að ákveða að á laugardögum þá ætlum við að elda fína fiskrétti -ég hlýt nú samt að hafa ákveðið þetta, vegna þess að Gummi lét eins og honum kæmi þetta ekki við !- En ég eldaði sjúklega góðan fiskrétt með piparostasósu, með því voru hýðishrisgjón og salat. Nammi namm.
Þannig að minns er ponku þreyttur en hlakkar samt voðalega til að fá hina villingana í heimsókn ;-)
föstudagur, október 08, 2004
Fullorðins.
Ég svaf eitthvað ílla í nótt og vaknaði kl 5:30, það er aldrei skemmtilegt ! Þrátt fyrir nýju náttfötin og ullarsokkana þá var ég alltaf að rumska. Ég held nú samt ég viti afhverju ! Ég var að velja mér efni til að skrifa B.ed ritgerðina mína um. MEN hvað það er erfitt. Mig langar að skrifa um svo margt, en mér finnst erfitt að skrifa um eitthvað sem ekki vekur hjá mér meiriháttar áhuga því að ég verð ein að skrifa og þá er erfiðara að halda sig við efnið. Ég meilaði allavegana á kennara sem ég hef áhuga á að leiðbeini mér, svo verð ég bara að sjá til. Mér finnst þetta allt of fullorðins eitthvað að velja um hvað maður ætlar að skrifa lokaritgerðina sína um, ég þarf kannski að fara vinna ;-/ Nei varla, ég skelli mér bara í meira nám þá get ég frestað vinnuhugleiðingum um nokkur ár, hjúkkit.
Einar Kári fékk boðskort í hólfið sitt þar sem er verið að bjóða honum í heimsókn til Andreas sem er með honum á leikskóla. Ji hvað hann hlakkar til. Við foreldrarnir ætlum að njóta þess að vera bara með 1 barn og fara í IKEA. Það er nefnilega mun auðveldara að múta 1 barni heldur en 2. Nákvæmlega helmingi auðveldara.
En framundan er haustfrí og frúin ætlar að klára 1 stk ritgerð og mála eldhúsið. Ikeaferðin er til að kaupa dúllerí sem hefur vantað í eldhúsið. Einmitt það !
Á laugardaginn er svo skvísupartý á Flintebakken. Gaman að því, þá ætla skvísurnar í Århús að mæta og hver veit nema að við förum niður í bæ. -Geðveikt villtar píur-
Ég svaf eitthvað ílla í nótt og vaknaði kl 5:30, það er aldrei skemmtilegt ! Þrátt fyrir nýju náttfötin og ullarsokkana þá var ég alltaf að rumska. Ég held nú samt ég viti afhverju ! Ég var að velja mér efni til að skrifa B.ed ritgerðina mína um. MEN hvað það er erfitt. Mig langar að skrifa um svo margt, en mér finnst erfitt að skrifa um eitthvað sem ekki vekur hjá mér meiriháttar áhuga því að ég verð ein að skrifa og þá er erfiðara að halda sig við efnið. Ég meilaði allavegana á kennara sem ég hef áhuga á að leiðbeini mér, svo verð ég bara að sjá til. Mér finnst þetta allt of fullorðins eitthvað að velja um hvað maður ætlar að skrifa lokaritgerðina sína um, ég þarf kannski að fara vinna ;-/ Nei varla, ég skelli mér bara í meira nám þá get ég frestað vinnuhugleiðingum um nokkur ár, hjúkkit.
Einar Kári fékk boðskort í hólfið sitt þar sem er verið að bjóða honum í heimsókn til Andreas sem er með honum á leikskóla. Ji hvað hann hlakkar til. Við foreldrarnir ætlum að njóta þess að vera bara með 1 barn og fara í IKEA. Það er nefnilega mun auðveldara að múta 1 barni heldur en 2. Nákvæmlega helmingi auðveldara.
En framundan er haustfrí og frúin ætlar að klára 1 stk ritgerð og mála eldhúsið. Ikeaferðin er til að kaupa dúllerí sem hefur vantað í eldhúsið. Einmitt það !
Á laugardaginn er svo skvísupartý á Flintebakken. Gaman að því, þá ætla skvísurnar í Århús að mæta og hver veit nema að við förum niður í bæ. -Geðveikt villtar píur-
þriðjudagur, október 05, 2004
Brjálað að gera
um helgina í félagslífinu. Og ekker smá gaman !
Andreas vinur hans Einar kom með honum heim á föstudaginn. Þeir léku sér eins og englar frá kl 2 til 6. Það var fyndið að heyra hvað Einar er orðin góður í dönskunni. Það tekur greinilega 6 mán fyrir börn að ná góðum tökum á leikmáli. Ég man nú reyndar ekki hvað ég hef lesið það oft, en einhvern vegin er maður svo óþolinmóður þegar um eigin börn er að ræða ! Skrítið !
Á laugardaginn fórum við að hitta strákagengið hjá Möggu og Óla, það var svaka stuð. Þeir klæddu sig í búninga og vorum með atriði. Nú get ég ekki beðið eftir að komast í Disney í London og kaupa flotta búninga handa þeim. Vá hvað þeim fannst þetta ÆÐI !
Sunnudagurinn fór í að laga bílinn, Árni bifvélavirkji læknaði bílinn en ég hafði aðeins breytt honum að framan í sumar. Við breytinguna -sem fólst í því að keyra á bíl með krók- brotnuðu ljósin og Árni var svo sætur að setja ný ljós í fyrir okkur. Svo fær hann eðlisfræðikennslu í staðinn. Ekki slæm býtti það ! Það var svaka stuð hjá strákunum að leika við Hjalta og Örnu Rún, ég held að herbergið þeirra hafi svo gott sem verið komið í öreindir !
Það eru komnar nýjar myndir inn á myndasíðuna sem við tókum þegar við skruppum í bambagarðinn. Bambarnir eru svo góðir að þeir leyfa manni að klappa sér, það er alger hápunktur í svona ferðum.
um helgina í félagslífinu. Og ekker smá gaman !
Andreas vinur hans Einar kom með honum heim á föstudaginn. Þeir léku sér eins og englar frá kl 2 til 6. Það var fyndið að heyra hvað Einar er orðin góður í dönskunni. Það tekur greinilega 6 mán fyrir börn að ná góðum tökum á leikmáli. Ég man nú reyndar ekki hvað ég hef lesið það oft, en einhvern vegin er maður svo óþolinmóður þegar um eigin börn er að ræða ! Skrítið !
Á laugardaginn fórum við að hitta strákagengið hjá Möggu og Óla, það var svaka stuð. Þeir klæddu sig í búninga og vorum með atriði. Nú get ég ekki beðið eftir að komast í Disney í London og kaupa flotta búninga handa þeim. Vá hvað þeim fannst þetta ÆÐI !
Sunnudagurinn fór í að laga bílinn, Árni bifvélavirkji læknaði bílinn en ég hafði aðeins breytt honum að framan í sumar. Við breytinguna -sem fólst í því að keyra á bíl með krók- brotnuðu ljósin og Árni var svo sætur að setja ný ljós í fyrir okkur. Svo fær hann eðlisfræðikennslu í staðinn. Ekki slæm býtti það ! Það var svaka stuð hjá strákunum að leika við Hjalta og Örnu Rún, ég held að herbergið þeirra hafi svo gott sem verið komið í öreindir !
Það eru komnar nýjar myndir inn á myndasíðuna sem við tókum þegar við skruppum í bambagarðinn. Bambarnir eru svo góðir að þeir leyfa manni að klappa sér, það er alger hápunktur í svona ferðum.
föstudagur, október 01, 2004
Stórt skref
var stigið þegar ég ákvað að hringja í foreldra hans Andreasar sem er vinur hans Einars af leikskólanum. Úff hvað mér finnst oft erfitt að hringja í fólk sem ég þekki ekki. En allavegana þá kemur Andreas með okkur heim í dag. Ég ætla að sækja peyjana snemma og gera eitthvað sniðugt með þeim. Vonandi verður gaman og ekki of mikill hávaði. -Ég tala eins og ég hafi aldrei komið nálægt börnum, er næstum því með B.ed í krakkatemjingu-
Verkefnið hjá okkur í skólanum er allt að smella saman. Þetta er rosalega mikil vinna, en rosalega gaman. En á miðvikudaginn verður síðasti dagurinn okkar í frítídsklubben, það verður fínt.
Í skólum hérna í oftast Fredagsbar, MJÖG vinsælt. Hópurinn minn stundar fredagsbarinn grimmt og skilja ekkert í því að ég nenni ekki að fara. Ég er bara orðin svo gömul eitthvað, sé ekki alveg fyrir mér að ég nenni að drekka frá kl 2 p.m til 2 a.m, annað en áður var. Svona breytist þetta, en það er nú samt ómögulegt að vera stúdent í danmörku og fara ekki á fredagsbarinn. Ég þarf nú ekkert að vera á fylleríi til 2 a.m er það ?
Góða helgi..............
var stigið þegar ég ákvað að hringja í foreldra hans Andreasar sem er vinur hans Einars af leikskólanum. Úff hvað mér finnst oft erfitt að hringja í fólk sem ég þekki ekki. En allavegana þá kemur Andreas með okkur heim í dag. Ég ætla að sækja peyjana snemma og gera eitthvað sniðugt með þeim. Vonandi verður gaman og ekki of mikill hávaði. -Ég tala eins og ég hafi aldrei komið nálægt börnum, er næstum því með B.ed í krakkatemjingu-
Verkefnið hjá okkur í skólanum er allt að smella saman. Þetta er rosalega mikil vinna, en rosalega gaman. En á miðvikudaginn verður síðasti dagurinn okkar í frítídsklubben, það verður fínt.
Í skólum hérna í oftast Fredagsbar, MJÖG vinsælt. Hópurinn minn stundar fredagsbarinn grimmt og skilja ekkert í því að ég nenni ekki að fara. Ég er bara orðin svo gömul eitthvað, sé ekki alveg fyrir mér að ég nenni að drekka frá kl 2 p.m til 2 a.m, annað en áður var. Svona breytist þetta, en það er nú samt ómögulegt að vera stúdent í danmörku og fara ekki á fredagsbarinn. Ég þarf nú ekkert að vera á fylleríi til 2 a.m er það ?
Góða helgi..............
þriðjudagur, september 28, 2004
Talþjálfarinn
kíkti á Guðna í dag og ég var með. Hann skorar töluvert hærra á íslensku, en samt ekki nógu hátt. Það er ekki alveg víst hvaða hjálp hann fær, en það kemur í ljós í vikunni. Ég er alveg búin að gera þeim grein fyrir að ég vil að hann fái talþjálfun og aðstoð. Vonandi gegnur það eftir ;-)
Helgin var svolítið skrítin hjá okkur. Gummi var ekki heima á laugardaginn, hann var í köben á einhverju "námskeiði" sem ég held að hafi verið dulbúið djamm. En ég var hrikalega dugleg, fór með strákana á róló, í ræktina og svo í afmæli til Soffíu sem varð 20 ára. Eftir afmælið brunuðum við niður á höfn að sækja Gumma.
Á sunnudeginum fór ég og hitti strákamömmurnar á róló. Það var ægilega huggó og strákarnir skemmtu sér konunglega. Karen og Grétar komu svo í mat um kvöldið, gott að enda helgina á að borða með góðum vinum :-)
Annars er allt fínt að frétta héðan, veðrið er ÆÐI og haustlitirnir eru ótrúlega fallegir. Við erum dugleg í ræktinni og verðum vonandi ÖFGA mjó næst þegar við komum til Íslands. Gaman að því !
kíkti á Guðna í dag og ég var með. Hann skorar töluvert hærra á íslensku, en samt ekki nógu hátt. Það er ekki alveg víst hvaða hjálp hann fær, en það kemur í ljós í vikunni. Ég er alveg búin að gera þeim grein fyrir að ég vil að hann fái talþjálfun og aðstoð. Vonandi gegnur það eftir ;-)
Helgin var svolítið skrítin hjá okkur. Gummi var ekki heima á laugardaginn, hann var í köben á einhverju "námskeiði" sem ég held að hafi verið dulbúið djamm. En ég var hrikalega dugleg, fór með strákana á róló, í ræktina og svo í afmæli til Soffíu sem varð 20 ára. Eftir afmælið brunuðum við niður á höfn að sækja Gumma.
Á sunnudeginum fór ég og hitti strákamömmurnar á róló. Það var ægilega huggó og strákarnir skemmtu sér konunglega. Karen og Grétar komu svo í mat um kvöldið, gott að enda helgina á að borða með góðum vinum :-)
Annars er allt fínt að frétta héðan, veðrið er ÆÐI og haustlitirnir eru ótrúlega fallegir. Við erum dugleg í ræktinni og verðum vonandi ÖFGA mjó næst þegar við komum til Íslands. Gaman að því !
fimmtudagur, september 23, 2004
Tómatsósa í öll mál
væru lög á þessu heimili ef Einar Kári mætti ráða. En hann ræður ekki miklu barnið þó að hann geti ekki hugsað sér neinn mat án tómatsósu. Hrikalega ólekkert eitthvað. Ég sé Einar stundum fyrir mér í framtíðinni með tómatsósu með ; jólamatnum, í eftirrétt eða á kökur. Jakk ! Enda er tómatsósa eitthvað því ógeðslegasta sem ég get hugsað mér með mat, nema þá helst pulsum ;-) þar er hún ómissandi. Guðni er ekki alveg jafn hrifinn af sósunni, þó að hann vilji nú gera ALLT eins og bróðir sinn, og þá meina ég ALLT. Hann hermir allt eftir honum, og ósiðirnir virðast magnast við hvert barn. Hvar endar þetta.............
Gummi er farinn til Köben enn og aftur. Stundum væri örugglega auðveldara ef við byggjum í köben, en við búum í Århús þannig að það þýðir lítið að hugsa um það.
Ég er á milljón í skólanum. Þetta verkefni með víkingana er alveg svakalega stórt og mikið. Samt fáum við ekki einkun, fáum bara staðið eða fallið. En ég held samt að verkefnið okkar sé pottþétt 10+. Ekkert minna en það :-) Annars eru nokkrar myndir af því sem við erum búin að vera að gera á myndasíðunni.
Það er ekkert að frétta að talþjálfunni hans Guðna, hún var veik síðast þegar fundurinn átti að vera og ég hef ekki heyrt í konunni ennþá þannig að hann er ekki farinn að tala enn. Og er ennþá með bleju en hann er komin með hár, þannig að þetta þokast nú eitthvað í rétta átt !
Góða helgi allir saman og takk fyrir að vera svona sæt að kommenta ;-) Þið eruð algjörar dúllur !
væru lög á þessu heimili ef Einar Kári mætti ráða. En hann ræður ekki miklu barnið þó að hann geti ekki hugsað sér neinn mat án tómatsósu. Hrikalega ólekkert eitthvað. Ég sé Einar stundum fyrir mér í framtíðinni með tómatsósu með ; jólamatnum, í eftirrétt eða á kökur. Jakk ! Enda er tómatsósa eitthvað því ógeðslegasta sem ég get hugsað mér með mat, nema þá helst pulsum ;-) þar er hún ómissandi. Guðni er ekki alveg jafn hrifinn af sósunni, þó að hann vilji nú gera ALLT eins og bróðir sinn, og þá meina ég ALLT. Hann hermir allt eftir honum, og ósiðirnir virðast magnast við hvert barn. Hvar endar þetta.............
Gummi er farinn til Köben enn og aftur. Stundum væri örugglega auðveldara ef við byggjum í köben, en við búum í Århús þannig að það þýðir lítið að hugsa um það.
Ég er á milljón í skólanum. Þetta verkefni með víkingana er alveg svakalega stórt og mikið. Samt fáum við ekki einkun, fáum bara staðið eða fallið. En ég held samt að verkefnið okkar sé pottþétt 10+. Ekkert minna en það :-) Annars eru nokkrar myndir af því sem við erum búin að vera að gera á myndasíðunni.
Það er ekkert að frétta að talþjálfunni hans Guðna, hún var veik síðast þegar fundurinn átti að vera og ég hef ekki heyrt í konunni ennþá þannig að hann er ekki farinn að tala enn. Og er ennþá með bleju en hann er komin með hár, þannig að þetta þokast nú eitthvað í rétta átt !
Góða helgi allir saman og takk fyrir að vera svona sæt að kommenta ;-) Þið eruð algjörar dúllur !
sunnudagur, september 19, 2004
Shop til you drop og platafmæli.
Var að koma frá Köben þar sem ég hitti Eydísi vinkonu. Þar var verslað endalaust, frá kl 10 - 17. Smá matar og kaffihlé, ekki mikil þó ! En það var endalaust spjall og gaman.
Gummi var hérna í Århús með strákana á meðan, það var sko ýmislegt brallað. Það voru margar rólóferðir ! Svo héldu þeir feðgar upp á platafmæli, það var bökuð súkkulaðikaka, hún skreytt með kertum og sunginn afmælissöngurinn. Mikil lukka með þetta framtak. Það var ekkert verið að efast um hver ætti afmæli, Einar leysti það einstaklega vel af hendi ; þegar það er platafmæli þá eiga allir afmæli ! En þeir feðgar skemmtu sér vel og ég held að þeir hafi bara ekkert saknað mín. Humm.
En það titrar allt og skelfur hérna í danmörku út af skilnaðINUM. O MEN hvað þetta er mikið mál. Ég keypti mér alveg Extra blaðið til að lesa slúðrið en gula pressan talar mikið um að hann Jóakim hafi alla tíð hagað sér eins og piparsveinn og sé eins og karl faðir sinn að því leytinu til að hann sé mikið fyrir sopann. Og svo er hann víst nískur og heimtar að drekka ókeypis á börum. Fast cars, bus , rock and roll, las ég einhverstaðar. Jáhá, eins og þau virtust happý þegar ég hitti þau í tívolíinu um páskana. Svei mér þá !
Var að koma frá Köben þar sem ég hitti Eydísi vinkonu. Þar var verslað endalaust, frá kl 10 - 17. Smá matar og kaffihlé, ekki mikil þó ! En það var endalaust spjall og gaman.
Gummi var hérna í Århús með strákana á meðan, það var sko ýmislegt brallað. Það voru margar rólóferðir ! Svo héldu þeir feðgar upp á platafmæli, það var bökuð súkkulaðikaka, hún skreytt með kertum og sunginn afmælissöngurinn. Mikil lukka með þetta framtak. Það var ekkert verið að efast um hver ætti afmæli, Einar leysti það einstaklega vel af hendi ; þegar það er platafmæli þá eiga allir afmæli ! En þeir feðgar skemmtu sér vel og ég held að þeir hafi bara ekkert saknað mín. Humm.
En það titrar allt og skelfur hérna í danmörku út af skilnaðINUM. O MEN hvað þetta er mikið mál. Ég keypti mér alveg Extra blaðið til að lesa slúðrið en gula pressan talar mikið um að hann Jóakim hafi alla tíð hagað sér eins og piparsveinn og sé eins og karl faðir sinn að því leytinu til að hann sé mikið fyrir sopann. Og svo er hann víst nískur og heimtar að drekka ókeypis á börum. Fast cars, bus , rock and roll, las ég einhverstaðar. Jáhá, eins og þau virtust happý þegar ég hitti þau í tívolíinu um páskana. Svei mér þá !
þriðjudagur, september 14, 2004
Hálf þunglyndislegt
að skrifa blogg og fá engin viðbrögð ! Frekar slappt lesendur góðir, skamm skamm. Ég nenni ekki að halda úti bloggsíðu ef ég hef á tilfinningunni að engin lesi boðskapinn. Skamm skamm. -Taki þetta til sín sem það eiga skilið !-
En annars er allt glimrandi að frétta, ég er núna komin í gang með project nr 2 í fagurfræðiáfanganum mínum. Ég er í hóp með 3 öðrum og við ætlum að vinna með víkingaþema á skóladagheimili. Spennandi. Það er athyglisvert að sjá hvað þau eru vön allt öðrum vinnubrögðum en ég hef lært í kennó. En það er nú meðal annars það sem þetta gegnur út á, læra önnur vinnubrögð.
En ég er komin í annað fag sem heitir værkstedsfag, get ómögulega ímyndað mér að það sé skemmtilegt. Þetta er svona föndur á háskólastigi, sem þýðir að það má ekki lita í litabók og ekki nota form þegar maður leirar *damn* Þannig að ég með mína 10 þumalfingur og þolinmæði á við 5 ára verð að treysta á lukkuna og vona að ég sleppi létt. Ég hata að föndra, og hana nú !
Allir hressir og kátir að venju, ég er að fara á morgun að vera til stuðnings við talmeinafræðingin sem er að fara meta skilning Guðna. Ég á semsagt að segja orðin á íslensku og hún svo á dönsku. Þannig verður vonandi hægt að meta nokkurn vegin hvernig staðan er á skilningnum hjá honum. Þ.e.a.s ef hann verður samvinnuþýður...........humm sonur MINN ! Well sjáum til ;-)
að skrifa blogg og fá engin viðbrögð ! Frekar slappt lesendur góðir, skamm skamm. Ég nenni ekki að halda úti bloggsíðu ef ég hef á tilfinningunni að engin lesi boðskapinn. Skamm skamm. -Taki þetta til sín sem það eiga skilið !-
En annars er allt glimrandi að frétta, ég er núna komin í gang með project nr 2 í fagurfræðiáfanganum mínum. Ég er í hóp með 3 öðrum og við ætlum að vinna með víkingaþema á skóladagheimili. Spennandi. Það er athyglisvert að sjá hvað þau eru vön allt öðrum vinnubrögðum en ég hef lært í kennó. En það er nú meðal annars það sem þetta gegnur út á, læra önnur vinnubrögð.
En ég er komin í annað fag sem heitir værkstedsfag, get ómögulega ímyndað mér að það sé skemmtilegt. Þetta er svona föndur á háskólastigi, sem þýðir að það má ekki lita í litabók og ekki nota form þegar maður leirar *damn* Þannig að ég með mína 10 þumalfingur og þolinmæði á við 5 ára verð að treysta á lukkuna og vona að ég sleppi létt. Ég hata að föndra, og hana nú !
Allir hressir og kátir að venju, ég er að fara á morgun að vera til stuðnings við talmeinafræðingin sem er að fara meta skilning Guðna. Ég á semsagt að segja orðin á íslensku og hún svo á dönsku. Þannig verður vonandi hægt að meta nokkurn vegin hvernig staðan er á skilningnum hjá honum. Þ.e.a.s ef hann verður samvinnuþýður...........humm sonur MINN ! Well sjáum til ;-)
fimmtudagur, september 09, 2004
Skólinn
minn var með lokadag niðri á strönd og inni í skógi í dag. Einar Kári fékk að koma með mér þar sem við vorum að sýna verkin okkar. Það var rosalega gaman og það er sniðugt að sjá hvað það komu ótrúlega mismunandi hugmyndir. En Einar stóð sig eins og hetja, hjálpaði okkur að byggja og fékk að fara út á fleka. Rosa stuð. Það eru myndir af þessu á myndasíðunni okkar.
Við fórum á fund með talmeinafræðing í gær í Vuggestuen hans Guðna. Henni leist ágætlega á hann þannig séð. Honum hafði reyndar ekki gengið vel með málskilningin en það var nú kannski bara afþví að honum þoknaðist ekki að gera það sem honum var sagt að gera ;-) En ég fer í næstu viku og ætla vera með þegar hann tekur prófið. Þá segi ég orðin á íslensku og hún á dönsku. Þá verður kannski betur hægt að meta skilningin.
En annars erum við hress og kát. Over and out.
minn var með lokadag niðri á strönd og inni í skógi í dag. Einar Kári fékk að koma með mér þar sem við vorum að sýna verkin okkar. Það var rosalega gaman og það er sniðugt að sjá hvað það komu ótrúlega mismunandi hugmyndir. En Einar stóð sig eins og hetja, hjálpaði okkur að byggja og fékk að fara út á fleka. Rosa stuð. Það eru myndir af þessu á myndasíðunni okkar.
Við fórum á fund með talmeinafræðing í gær í Vuggestuen hans Guðna. Henni leist ágætlega á hann þannig séð. Honum hafði reyndar ekki gengið vel með málskilningin en það var nú kannski bara afþví að honum þoknaðist ekki að gera það sem honum var sagt að gera ;-) En ég fer í næstu viku og ætla vera með þegar hann tekur prófið. Þá segi ég orðin á íslensku og hún á dönsku. Þá verður kannski betur hægt að meta skilningin.
En annars erum við hress og kát. Over and out.
mánudagur, september 06, 2004
Köben var lovely
það var rosalega gaman að hitta mömmu og pabba. Við fengum við vorum á hóteli við sömu götu og þau. En hótelið þeirra var svona eitthvað ægilega huggulegt ódýrt hótel á meðan við vorum á viðbjóðslegasta hóteli sem ég hef á ævinni séð. Viðbjóður. Vond lykt, skítug teppi og hommateknó staður í portinu sem var með blastaða tónlist til kl 3 um nóttina. Jáhá, gaman að þessu. En við létum þetta samt sem áður ekkert trufla okkur, enda dagfarsprútt fólk.
Það var margt brallað, farið í tívolí, drukknir nokkrir öl og röllt um götur. Ægilega huggulegt. Svo keyrðum við heim á sunnudeginum ánægð með þetta allt saman !
það var rosalega gaman að hitta mömmu og pabba. Við fengum við vorum á hóteli við sömu götu og þau. En hótelið þeirra var svona eitthvað ægilega huggulegt ódýrt hótel á meðan við vorum á viðbjóðslegasta hóteli sem ég hef á ævinni séð. Viðbjóður. Vond lykt, skítug teppi og hommateknó staður í portinu sem var með blastaða tónlist til kl 3 um nóttina. Jáhá, gaman að þessu. En við létum þetta samt sem áður ekkert trufla okkur, enda dagfarsprútt fólk.
Það var margt brallað, farið í tívolí, drukknir nokkrir öl og röllt um götur. Ægilega huggulegt. Svo keyrðum við heim á sunnudeginum ánægð með þetta allt saman !
laugardagur, september 04, 2004
Köben........aftur
núna í dag ætlum við að bruna til CPH og vera í 1 nótt. Hitta ma og pa sem eru að koma frá Argentíniu. Gaman gaman. Við ákváðum að skella okkur og vera í 1 nótt. Það er ekki endalaust hægt að rífast og skammast yfir að fólk nenni ekki að koma til Århús, við verðum líka að geta skellt okkur til Cph. 'ik eins og danirnir segja.
Annars er allt gott að frétta af okkur. Ég er í skólanum á fullu. Við erum niðri á strönd og inni í skóg að gera listaverk. Rosalega gaman og fræðandi. Það er gaman að sjá hvað danir eru mikilir snillingar í að ræða saman og vinna hópvinnu. Það er margt hægt að læra ;-)
Strákarnir eru hressir, þeir eru báðir að fara í mat hjá talþjálfa til að sjá hvort að þeir þurfi talþjálfun. Við vonum að þeir fái allavegana einhvern stuðnin. Þetta gengur ekk svona........ elsku karlarnir. En þeir eru sprækir samt sem áður.
Jæja góða helgi......
núna í dag ætlum við að bruna til CPH og vera í 1 nótt. Hitta ma og pa sem eru að koma frá Argentíniu. Gaman gaman. Við ákváðum að skella okkur og vera í 1 nótt. Það er ekki endalaust hægt að rífast og skammast yfir að fólk nenni ekki að koma til Århús, við verðum líka að geta skellt okkur til Cph. 'ik eins og danirnir segja.
Annars er allt gott að frétta af okkur. Ég er í skólanum á fullu. Við erum niðri á strönd og inni í skóg að gera listaverk. Rosalega gaman og fræðandi. Það er gaman að sjá hvað danir eru mikilir snillingar í að ræða saman og vinna hópvinnu. Það er margt hægt að læra ;-)
Strákarnir eru hressir, þeir eru báðir að fara í mat hjá talþjálfa til að sjá hvort að þeir þurfi talþjálfun. Við vonum að þeir fái allavegana einhvern stuðnin. Þetta gengur ekk svona........ elsku karlarnir. En þeir eru sprækir samt sem áður.
Jæja góða helgi......
þriðjudagur, ágúst 31, 2004
Komin heim í heiðardalin
eftir frábæra helgi í köben. Vúhú hvað það var sniðugt að skipta svona um íbúð, strákunum fannst æði að sjá allt þetta nýja dót. Við fengum líka hjól og við hjóluðum út um allt, alveg meiriháttar. En það er líka voðalega gott að koma heim.............
Skólinn er byrjaður hjá mér, ég fór í fyrsta sinn í dag og mér líst bara vel á þetta. Þetta er stór kúrs sem endar á verkefni. Þemaðið í kúrsinum er ströndin og skógurinn. Frekar sniðugt. En við erum að fara í skóginn á morgun og verðum allann daginn. Spennó.
Einar Kári er alltaf að verða duglegri og duglegri í dönskunni. Í gær í bátnum á leiðinni til Århús var hann að tala við einhverja konu og þá heyrðum við hann segja; det er bil, siger min far ! Pabbi minn segir að þetta sé bilað ! Duglegur, þetta er allt að koma.
eftir frábæra helgi í köben. Vúhú hvað það var sniðugt að skipta svona um íbúð, strákunum fannst æði að sjá allt þetta nýja dót. Við fengum líka hjól og við hjóluðum út um allt, alveg meiriháttar. En það er líka voðalega gott að koma heim.............
Skólinn er byrjaður hjá mér, ég fór í fyrsta sinn í dag og mér líst bara vel á þetta. Þetta er stór kúrs sem endar á verkefni. Þemaðið í kúrsinum er ströndin og skógurinn. Frekar sniðugt. En við erum að fara í skóginn á morgun og verðum allann daginn. Spennó.
Einar Kári er alltaf að verða duglegri og duglegri í dönskunni. Í gær í bátnum á leiðinni til Århús var hann að tala við einhverja konu og þá heyrðum við hann segja; det er bil, siger min far ! Pabbi minn segir að þetta sé bilað ! Duglegur, þetta er allt að koma.
laugardagur, ágúst 28, 2004
Köben rokkar
Erum enn og aftur á gömlum heimaslóðum hérna úti á Amager. Ægilega fínt. Við mæðginin vorum að hangast saman í gær á meðan Gummi var í sommerfest. Ægilega gaman. Við fórum út í Amagersenter -sælla minninga- og versluðum þar alveg slatta. Hver segir að það sé ekki hægt að eyða peningum með börn í eftirdragi. Við kíktum svo til Gunna og Þórörnu í mat. Sko ég og strákarnir, Gummi var enn að reyna að skemmta sér á sommerfestinni, en það gekk eitthvað ílla þannig að hann ákvað að koma og hitta okkur í lestinni á leiðinni niður í bæ.
Í dag er sól og blíða og ég var að hugsa um að hljóla með strákana út á róló. Það er svo gaman. Svo væri tívolíið eitthvað sem kemur sterkt inn. Sjáum til. En allavegana er brill að skipta svona um íbúð. Það er ekkert fyrir drengjunum haft, þeir eru svo ægilega ánægðir með allt dótið að það heyrst ekki í þeim. OK kannski svolítið ýkt að það heyrist ekkert í þeim, en það heyrist minna en venjulega ;-)
Það eru komnar myndir úr ferðinni á myndasíðuna okkar. Við ætlum að reyna að vera duglega að uppfæra.
Góða helgi.
Erum enn og aftur á gömlum heimaslóðum hérna úti á Amager. Ægilega fínt. Við mæðginin vorum að hangast saman í gær á meðan Gummi var í sommerfest. Ægilega gaman. Við fórum út í Amagersenter -sælla minninga- og versluðum þar alveg slatta. Hver segir að það sé ekki hægt að eyða peningum með börn í eftirdragi. Við kíktum svo til Gunna og Þórörnu í mat. Sko ég og strákarnir, Gummi var enn að reyna að skemmta sér á sommerfestinni, en það gekk eitthvað ílla þannig að hann ákvað að koma og hitta okkur í lestinni á leiðinni niður í bæ.
Í dag er sól og blíða og ég var að hugsa um að hljóla með strákana út á róló. Það er svo gaman. Svo væri tívolíið eitthvað sem kemur sterkt inn. Sjáum til. En allavegana er brill að skipta svona um íbúð. Það er ekkert fyrir drengjunum haft, þeir eru svo ægilega ánægðir með allt dótið að það heyrst ekki í þeim. OK kannski svolítið ýkt að það heyrist ekkert í þeim, en það heyrist minna en venjulega ;-)
Það eru komnar myndir úr ferðinni á myndasíðuna okkar. Við ætlum að reyna að vera duglega að uppfæra.
Góða helgi.
fimmtudagur, ágúst 26, 2004
Na na na na bú bú
ég er líka búin í prófum. Jey hvað ég er glöð. Ég var nú ekki svona glöð í siðfræðiprófinu í gær. Ég á nú ekkert sérstaklega von á því að ég hafi náð. Ég og kennarinn erum ekki að skilja hvert annað, það er nú bara þannig.
En málþroskaprófið í morgun var nú líka nettur tremmi. Mig vantaði nefnilega nokkrar greinar og ég hafði látið kennarann vita af því. Hún svaraði mér ekki þannig að ég hugsaði ; ok hún veit af þessu, hún á þá ekkert eftir að spurja úr þeim greinum. Það fyrsta sem ég sé svo þegar ég kíki á prófið er grein sem ég var akkurat ekki með ! Heppin ég ! Ég hringdi -alveg brjáluð- í kennarann og fékk sem betur fer aðra spurningu. Heppin ég !
En ég er nú líka búin að reikna út að vonandi er þetta í síðasta sinn -í bili- sem ég fer í próf. Skólinn hérna er bara með verkefni og svo ef ég fer í nógu sniðugt framhaldsnám þá eru bara verkefni þar líka. Bara að finna mér eitthvað nógu sniðugt ;-)
Annars liggur bara vel á okkur. Við erum að fara til köben og ætlum að vera fram á mánudag. Bara í chilli. Gummi ætlar að fara á sommerfest sem fyrirtækið er með í köben og við strákarnir ætlum helst að kíkja á rólóa. Kannski smá að hjóla um............ Nice. Gaman gaman.
ég er líka búin í prófum. Jey hvað ég er glöð. Ég var nú ekki svona glöð í siðfræðiprófinu í gær. Ég á nú ekkert sérstaklega von á því að ég hafi náð. Ég og kennarinn erum ekki að skilja hvert annað, það er nú bara þannig.
En málþroskaprófið í morgun var nú líka nettur tremmi. Mig vantaði nefnilega nokkrar greinar og ég hafði látið kennarann vita af því. Hún svaraði mér ekki þannig að ég hugsaði ; ok hún veit af þessu, hún á þá ekkert eftir að spurja úr þeim greinum. Það fyrsta sem ég sé svo þegar ég kíki á prófið er grein sem ég var akkurat ekki með ! Heppin ég ! Ég hringdi -alveg brjáluð- í kennarann og fékk sem betur fer aðra spurningu. Heppin ég !
En ég er nú líka búin að reikna út að vonandi er þetta í síðasta sinn -í bili- sem ég fer í próf. Skólinn hérna er bara með verkefni og svo ef ég fer í nógu sniðugt framhaldsnám þá eru bara verkefni þar líka. Bara að finna mér eitthvað nógu sniðugt ;-)
Annars liggur bara vel á okkur. Við erum að fara til köben og ætlum að vera fram á mánudag. Bara í chilli. Gummi ætlar að fara á sommerfest sem fyrirtækið er með í köben og við strákarnir ætlum helst að kíkja á rólóa. Kannski smá að hjóla um............ Nice. Gaman gaman.
þriðjudagur, ágúst 24, 2004
Pakki og próflestur
Er þemaið í dag. Próflesturinn mætti ganga betur en þetta mjakast allt saman áfram
Við fengum pakka í dag frá henni Bergdísi, þeirri sómakonu. Hún sendi strákunum videóspólu sem þeir eru ægilega ánægðir með. Við söknum þess svolítið að fá sjaldan pakka, það er svo gaman að fá glaðning að heiman ;-)
En svo er það bara Köben á fimmtudaginn fram á mánudag. Jey hvað það verður gaman. Rosalega hlökkum við til.
Langar að benda á nýju myndasíðuna okkar, þetta barnalandsdæmi er ekki alveg að ganga upp. Hérna Verði ykkur að góðu og góða skemmtun.
Er þemaið í dag. Próflesturinn mætti ganga betur en þetta mjakast allt saman áfram
Við fengum pakka í dag frá henni Bergdísi, þeirri sómakonu. Hún sendi strákunum videóspólu sem þeir eru ægilega ánægðir með. Við söknum þess svolítið að fá sjaldan pakka, það er svo gaman að fá glaðning að heiman ;-)
En svo er það bara Köben á fimmtudaginn fram á mánudag. Jey hvað það verður gaman. Rosalega hlökkum við til.
Langar að benda á nýju myndasíðuna okkar, þetta barnalandsdæmi er ekki alveg að ganga upp. Hérna Verði ykkur að góðu og góða skemmtun.
föstudagur, ágúst 20, 2004
Politiken
er eðalblað. Ég er áskrifandi og það kemur á föstud, laugd og sunnud. Ægilega huggulegt, svo endist það mér út alla vikuna þessi 3 blöð.
En allavegana sat ég í dag og var að fletta í gegnum blaðið, sé ég ekki mynd af manni sem er SVO líkur Frikka Weiss. Hva ! ekki það að ég væri neitt svo hrikalega hissa, hérna eru aðalhittin í auglýsingum íslenskir leikarar og svona. Anyways þá athuga ég aðeins nánar greinina og hvað haldiði þetta var Frikki Weiss, noh noh noh. Haldið að hann sé ekki bara að opna kaffihús þar sem maður getur keypt sér að borðað, gluggað í gamlar bækur og þvegið ÞVOTT þetta er sko konsept sem ég fíla. Þegar við bjuggum í köben hérna um árið eyddi ég ansi miklum tíma í svona MÖNT vaskeríer og ég get nú alveg fullyrt það að það er ekki það skemmtilegasta sem maður gerir ! En að fara, skella í eina vél, fá sér latte og kíkja í góða bók. Ekki slæmt það ! En er greinilega ekki jafn hryllilega vitlaus og ég hélt. Ég vissi að hann væri smart og krútt en ekki klár ! Sko kallinn, flott hjá honum !
er eðalblað. Ég er áskrifandi og það kemur á föstud, laugd og sunnud. Ægilega huggulegt, svo endist það mér út alla vikuna þessi 3 blöð.
En allavegana sat ég í dag og var að fletta í gegnum blaðið, sé ég ekki mynd af manni sem er SVO líkur Frikka Weiss. Hva ! ekki það að ég væri neitt svo hrikalega hissa, hérna eru aðalhittin í auglýsingum íslenskir leikarar og svona. Anyways þá athuga ég aðeins nánar greinina og hvað haldiði þetta var Frikki Weiss, noh noh noh. Haldið að hann sé ekki bara að opna kaffihús þar sem maður getur keypt sér að borðað, gluggað í gamlar bækur og þvegið ÞVOTT þetta er sko konsept sem ég fíla. Þegar við bjuggum í köben hérna um árið eyddi ég ansi miklum tíma í svona MÖNT vaskeríer og ég get nú alveg fullyrt það að það er ekki það skemmtilegasta sem maður gerir ! En að fara, skella í eina vél, fá sér latte og kíkja í góða bók. Ekki slæmt það ! En er greinilega ekki jafn hryllilega vitlaus og ég hélt. Ég vissi að hann væri smart og krútt en ekki klár ! Sko kallinn, flott hjá honum !
þriðjudagur, ágúst 17, 2004
Soðin fiskur og kartöflur
er uppáhaldsmatur þeirra bræðra og væri á borðum öll kvöld og alla daga ef þeir mættu ráða. Reyndar eru þeir orðnir mikið betri að borða heldur en þeir voru áður og við erum næstum því hætt að elda tvöfalt á hverju kvöldi. En það er anssssssi þreytandi til lengdar.
Einari fer rosalega mikið fram í dönskunni þessa dagana og það er starfsmaður sem er búin að vera í fríi s.l 2 vikur og hann heyrði mjög mikin mun á honum. Víhí við urðum svo glöð ;-) En hann er líka mun glaðari og er hættur að koma heim með sögur um að hin börnin séu að elta hann. Þannig að vonandi er allt í rétta átt.
Annars sit ég á lessal alla daga, er að þræla mér í gegnum 2000 bls lesefni um mál og málörvun þannig að...... ég ákvað að lesa allt lesefnið, ekki stytta mér leið og lesa bara glósurnar. -sem ég hef hingað til gert- En ég hlýt að finna eitthvað um 3ja ára eðlilega greind börn sem eru ekki farin að tala. Það er nú samt ekki mikið af þeim......... öll sem ég hef lesið um og eru 3ja ekki farin að tala eru;
A) Einhverf - það er sko sonur minn ekki ! Það er ég viss um-
B) Greindarskert. -Hva veit mar !
C) Eiga foreldra sem tala ekkert við þau afþví að þau eru fyllibyttur og aumingjar. -Ok róleg mar í ásökununum.
D) Heyra ílla. -Öm ég er búin að láta fullt af sérfræðingum skoða barnið og hann heyrir vel, og skilur allt sem honum þoknast að skilja.
E) Mikið um talgalla í fjölskyldum. -Gæti skeð, gæti verið..........
Hvað haldið þið ? Annars er ótrúlegasta fólk sem hefur ekki byrjað að tala fyrr en eftir 3ja ára aldur. Er meira að segja alltaf að heyra nýjar sögur. Ég er orðin nett pirruð á öllu þessu öööööö, det, det og sífelldar bendingar og meiningar. Sonur minn fattar nefnilega ekki að börn hafa ekki rétt á að hafa skoðanir fyrr en þau byrja að tala. Og hana nú !
En ég er núna að bíða eftir Gumma greyinu sem er að hlaupa boðhlaup með vinnunni. Aumingja hann ;-/ Elsku karlinn, ætli hann getið gengið á morgun eftir þessa 5km. Sjáum til........og ofan á allt saman þarf hann að taka strætó heim. Það hefði ég nú aldrei látið bjóða mér upp á, neitakk ojbjakk...
er uppáhaldsmatur þeirra bræðra og væri á borðum öll kvöld og alla daga ef þeir mættu ráða. Reyndar eru þeir orðnir mikið betri að borða heldur en þeir voru áður og við erum næstum því hætt að elda tvöfalt á hverju kvöldi. En það er anssssssi þreytandi til lengdar.
Einari fer rosalega mikið fram í dönskunni þessa dagana og það er starfsmaður sem er búin að vera í fríi s.l 2 vikur og hann heyrði mjög mikin mun á honum. Víhí við urðum svo glöð ;-) En hann er líka mun glaðari og er hættur að koma heim með sögur um að hin börnin séu að elta hann. Þannig að vonandi er allt í rétta átt.
Annars sit ég á lessal alla daga, er að þræla mér í gegnum 2000 bls lesefni um mál og málörvun þannig að...... ég ákvað að lesa allt lesefnið, ekki stytta mér leið og lesa bara glósurnar. -sem ég hef hingað til gert- En ég hlýt að finna eitthvað um 3ja ára eðlilega greind börn sem eru ekki farin að tala. Það er nú samt ekki mikið af þeim......... öll sem ég hef lesið um og eru 3ja ekki farin að tala eru;
A) Einhverf - það er sko sonur minn ekki ! Það er ég viss um-
B) Greindarskert. -Hva veit mar !
C) Eiga foreldra sem tala ekkert við þau afþví að þau eru fyllibyttur og aumingjar. -Ok róleg mar í ásökununum.
D) Heyra ílla. -Öm ég er búin að láta fullt af sérfræðingum skoða barnið og hann heyrir vel, og skilur allt sem honum þoknast að skilja.
E) Mikið um talgalla í fjölskyldum. -Gæti skeð, gæti verið..........
Hvað haldið þið ? Annars er ótrúlegasta fólk sem hefur ekki byrjað að tala fyrr en eftir 3ja ára aldur. Er meira að segja alltaf að heyra nýjar sögur. Ég er orðin nett pirruð á öllu þessu öööööö, det, det og sífelldar bendingar og meiningar. Sonur minn fattar nefnilega ekki að börn hafa ekki rétt á að hafa skoðanir fyrr en þau byrja að tala. Og hana nú !
En ég er núna að bíða eftir Gumma greyinu sem er að hlaupa boðhlaup með vinnunni. Aumingja hann ;-/ Elsku karlinn, ætli hann getið gengið á morgun eftir þessa 5km. Sjáum til........og ofan á allt saman þarf hann að taka strætó heim. Það hefði ég nú aldrei látið bjóða mér upp á, neitakk ojbjakk...
sunnudagur, ágúst 15, 2004
Vejfest
var í gær í götunni. Það var rosalega gaman. Danir eru svo fælles, möde og leikjaglaðir að það hálfa væri nóg.
Skemmtunin byrjaði kl 14 í glampandi sól og 26° hita. Við sáum um "leiki" fyrir litlu börnin á meðan stóru börnin fóru í ratleik. Brjálað stuð ! Svo sátu allir og chilluðu með öl að sjálfsögðu. Það var slegið upp stóru tjaldi í götunni og um kvöldið var borðað þar. Fleirri bjórar teigaðir og enn meira rauðvín drukkið. Krakkarnir sáu um að skemmta hvert öðru langt fram eftir kvöldi og Einar eignaðist fullt af nýjum vinum. Við kynntumst aðeins fólkinu í götunni og allir voru ægilega þolinmóðir að hlusta á okkur bögglast á dönskunni. Þetta er allt saman fínasta fólk sem er allt ægilega huggulegt.
Núna liggur Gummi hinsvegar uppi í rúmi, alveg búin á því -en ekkert þunnur neitt *NOT*- eftir stuðið í gær. Ég var hinsvegar skynsöm og læddi mér í rúmið kl 12, þannig að ég er hressleikinn uppmálaður *ennmeiraNOT*
var í gær í götunni. Það var rosalega gaman. Danir eru svo fælles, möde og leikjaglaðir að það hálfa væri nóg.
Skemmtunin byrjaði kl 14 í glampandi sól og 26° hita. Við sáum um "leiki" fyrir litlu börnin á meðan stóru börnin fóru í ratleik. Brjálað stuð ! Svo sátu allir og chilluðu með öl að sjálfsögðu. Það var slegið upp stóru tjaldi í götunni og um kvöldið var borðað þar. Fleirri bjórar teigaðir og enn meira rauðvín drukkið. Krakkarnir sáu um að skemmta hvert öðru langt fram eftir kvöldi og Einar eignaðist fullt af nýjum vinum. Við kynntumst aðeins fólkinu í götunni og allir voru ægilega þolinmóðir að hlusta á okkur bögglast á dönskunni. Þetta er allt saman fínasta fólk sem er allt ægilega huggulegt.
Núna liggur Gummi hinsvegar uppi í rúmi, alveg búin á því -en ekkert þunnur neitt *NOT*- eftir stuðið í gær. Ég var hinsvegar skynsöm og læddi mér í rúmið kl 12, þannig að ég er hressleikinn uppmálaður *ennmeiraNOT*
fimmtudagur, ágúst 12, 2004
Blómin
sem Gummi kom með heim handa mér eru ÆÐI, hann vorkennir mér svo hryllilega að vera að lesa að það hálfa væri nóg. Reyndar vorkenni ég sjálfri mér líka alveg hryllilega mikið þannig að...... en þetta helv*** er rétt að byrja, öll næsta vika og hálf vikan þar á eftir. Ansans.
En annars er allt gott að frétta, það er vejfest á laugardaginn. Þá hittast allir í götunni og gera eitthvað sniðugt saman. Það er stíft prógramm frá kl 14 um daginn og alveg passað að allir fái eitthvað fyrir sinn snúð. Við eigum að sjá um að skemmta litlu börnunum og ég er búin að kaupa andlitsmálingu og spaða sem þau eiga að kasta á milli sín blöðrum með. Svo er íþróttakeppni fyrir fullorðna og alles. Um kvöldið er svo borðað saman og það er bar með bjór þar sem hægt er að kaupa ódýran bjór. Ágóðinn af barnum fer svo í að borga niður matinn, þannig að allir græða. Sniðugir þessir danir. Við erum samt svona nett stressuð, en þetta er nauðsynlegt fyrir okkur að kynnast nágrönnunum. Það er auðvitað líka gott að æfa sig í dönskunni ;-) þetta verður bara gaman ´ik eins og danirnir segja !
sem Gummi kom með heim handa mér eru ÆÐI, hann vorkennir mér svo hryllilega að vera að lesa að það hálfa væri nóg. Reyndar vorkenni ég sjálfri mér líka alveg hryllilega mikið þannig að...... en þetta helv*** er rétt að byrja, öll næsta vika og hálf vikan þar á eftir. Ansans.
En annars er allt gott að frétta, það er vejfest á laugardaginn. Þá hittast allir í götunni og gera eitthvað sniðugt saman. Það er stíft prógramm frá kl 14 um daginn og alveg passað að allir fái eitthvað fyrir sinn snúð. Við eigum að sjá um að skemmta litlu börnunum og ég er búin að kaupa andlitsmálingu og spaða sem þau eiga að kasta á milli sín blöðrum með. Svo er íþróttakeppni fyrir fullorðna og alles. Um kvöldið er svo borðað saman og það er bar með bjór þar sem hægt er að kaupa ódýran bjór. Ágóðinn af barnum fer svo í að borga niður matinn, þannig að allir græða. Sniðugir þessir danir. Við erum samt svona nett stressuð, en þetta er nauðsynlegt fyrir okkur að kynnast nágrönnunum. Það er auðvitað líka gott að æfa sig í dönskunni ;-) þetta verður bara gaman ´ik eins og danirnir segja !
þriðjudagur, ágúst 10, 2004
Lon og don
eða Lundúnir er staður sem við hjónin ætlum að heimsækja í byrjun nóvember. Ekki leiðinlegt það ! Gummi er að fara á námskeið á fimmtudeginum og föstudeginum, ég ætla að koma á föstudeginum og við ætlum að eyða helginni saman. Vei vei, erum búin að panta okkur miða á Mamma Mía Abba söngleikinn, og hlökkum rosalega til.
Annars voru mamma og pabbi að tilkynna komu sína aðra helgina í nóvember. Þau fengu 18 kr miða með Icelandexpress. Þau stoppa reyndar stutt, verða frá föstudegi fram á mánudag. En það verður gaman að fá þau. Kannski getum við platað þau til að koma með matarkex.......það rokkar á þessu heimili ;-)
eða Lundúnir er staður sem við hjónin ætlum að heimsækja í byrjun nóvember. Ekki leiðinlegt það ! Gummi er að fara á námskeið á fimmtudeginum og föstudeginum, ég ætla að koma á föstudeginum og við ætlum að eyða helginni saman. Vei vei, erum búin að panta okkur miða á Mamma Mía Abba söngleikinn, og hlökkum rosalega til.
Annars voru mamma og pabbi að tilkynna komu sína aðra helgina í nóvember. Þau fengu 18 kr miða með Icelandexpress. Þau stoppa reyndar stutt, verða frá föstudegi fram á mánudag. En það verður gaman að fá þau. Kannski getum við platað þau til að koma með matarkex.......það rokkar á þessu heimili ;-)
sunnudagur, ágúst 08, 2004
Útilegan
stóð sko alveg fyrir sínu. Við lögðum af stað um hádegisleitið í bongóblíðu. Blíðan hélst bara alveg allan tímann og það var sko mikið stuð. Það var sundlaug sem var punkturinn yfir i-ið. Nammi nammi gott að kæla sig niður. En förunautar okkar voru ekki af verri endanum þau María, Pálmar og Emilía sem voru okkur til halds og traust í næsta tjaldi. Þetta tjaldsvæði fær 5 stjörnur, og þá sérstaklega fyrir góða veðrið.
En þið hin sem lesið bloggið og trallið aldrei, skamm skamm. Þið fáið mínus stjörnur. Það er góður siður að kvitta fyrir sig. Humm og ha.
stóð sko alveg fyrir sínu. Við lögðum af stað um hádegisleitið í bongóblíðu. Blíðan hélst bara alveg allan tímann og það var sko mikið stuð. Það var sundlaug sem var punkturinn yfir i-ið. Nammi nammi gott að kæla sig niður. En förunautar okkar voru ekki af verri endanum þau María, Pálmar og Emilía sem voru okkur til halds og traust í næsta tjaldi. Þetta tjaldsvæði fær 5 stjörnur, og þá sérstaklega fyrir góða veðrið.
En þið hin sem lesið bloggið og trallið aldrei, skamm skamm. Þið fáið mínus stjörnur. Það er góður siður að kvitta fyrir sig. Humm og ha.
föstudagur, ágúst 06, 2004
Sumar sól og strönd
er líklega það eina sem er að frétta héðan. Ansi huggulegt það. Það er búið að vera 28°hiti og sól alla daga. Loksins kom sumarið. Ströndin "okkar" er í 15 mín hjólafjarlægð og við höfum óspart nýtt okkur það. Erum búin að vera hitta vini okkar á ströndinni til að grilla kjöt og grilla okkur. Frekar huggó. Strákunum finnst þetta líka algerlega toppurinn að fara og striplast, hlaupa í vatnið og svona.
Annars eru nokkrar strendur hérna og þær eru mjög misjafnar, ströndin "okkar" er samt eiginilega svolítil unglingaströnd, allir eru einhvernvegin í vitlausum hlutföllum -lesis of mjóir- tala rosalega mikið í gsm og eru greinilega að reyna að hözzla. Þar eru engin börn, bara unglingar. -Unglingar eru líka fólk- En á hinum ströndunum er meira svona fólk sem er í réttum hlutföllum -eins og ég- þar er líka fullt af börnum. Mér líst eiginlega betur á þær, en er hinsvegar of löt til að keyra eitthvað lengra. Þannig að ég læt mig hafa það að vera eins og fíll í postulínsbúð. Það er nefnilega það !
Annars er planið um helgina að gera eitthvað skemmtilegt, við erum að fara í matarboð í kvöld og við getum vonandi platað Gumma til að koma í útilegu með okkur á morgun. En hann er búin að lofa sér í eitthvað "fælles" dæmi hérna út á róló. Helv*** danirnir og fælles þetta og hitt. Óþolandi, nei djók, það er verið að byggja róló og allir verða að hjálpast að !!!!
er líklega það eina sem er að frétta héðan. Ansi huggulegt það. Það er búið að vera 28°hiti og sól alla daga. Loksins kom sumarið. Ströndin "okkar" er í 15 mín hjólafjarlægð og við höfum óspart nýtt okkur það. Erum búin að vera hitta vini okkar á ströndinni til að grilla kjöt og grilla okkur. Frekar huggó. Strákunum finnst þetta líka algerlega toppurinn að fara og striplast, hlaupa í vatnið og svona.
Annars eru nokkrar strendur hérna og þær eru mjög misjafnar, ströndin "okkar" er samt eiginilega svolítil unglingaströnd, allir eru einhvernvegin í vitlausum hlutföllum -lesis of mjóir- tala rosalega mikið í gsm og eru greinilega að reyna að hözzla. Þar eru engin börn, bara unglingar. -Unglingar eru líka fólk- En á hinum ströndunum er meira svona fólk sem er í réttum hlutföllum -eins og ég- þar er líka fullt af börnum. Mér líst eiginlega betur á þær, en er hinsvegar of löt til að keyra eitthvað lengra. Þannig að ég læt mig hafa það að vera eins og fíll í postulínsbúð. Það er nefnilega það !
Annars er planið um helgina að gera eitthvað skemmtilegt, við erum að fara í matarboð í kvöld og við getum vonandi platað Gumma til að koma í útilegu með okkur á morgun. En hann er búin að lofa sér í eitthvað "fælles" dæmi hérna út á róló. Helv*** danirnir og fælles þetta og hitt. Óþolandi, nei djók, það er verið að byggja róló og allir verða að hjálpast að !!!!
þriðjudagur, ágúst 03, 2004
Síðustu gestir sumarsins
eru að fara og það er óhætt að segja að það er búið að vera feikna fjör. Dilek vinkona hans Gumma er mögnuð manneskja, hún kom 19 ára frá Tyrklandi til Þýskalands til að læra stærðfræði. Hún er semsagt búin að vera 18 ár í þýskalandi komin með masterspróf í stærðfræði, vinnur við telecominternet eitthvað sem ég skil ekki, er gift honum Jan sem er ph.d í stjarneðlisfræði og snilldar maður-kokkur-pabbi, býr í Frankfurt og er bara lukkuleg með þetta allt saman. En Dilek hefur þurft að hafa rosalega fyrir öllu, hún hefur sjálf fjármagnað námið, unnið eins og berserkur á börum og öðrum skítabúllum. Hrikalega dugleg og sterk kona. Það er áhugavert að kynnast fólki sem hefur svona mikið lifað og reynt.
En þau hjónin eru semsagt að fara í dag, eftir mikila hátíð í gær því að Dilek átti afmæli og Jan eldaði 3ja rétta máltíð sem sló Ala Tóta alveg út úr keppninni. Ansans........... En þau eru síðustu gestir sumarsins og núna er bara gymmið, ströndin og undirbúningur fyrir sumarpróf. Jey ! Það er svo gaman að þurfa að lesa fyrir próf í 25° hita. Jibbý
eru að fara og það er óhætt að segja að það er búið að vera feikna fjör. Dilek vinkona hans Gumma er mögnuð manneskja, hún kom 19 ára frá Tyrklandi til Þýskalands til að læra stærðfræði. Hún er semsagt búin að vera 18 ár í þýskalandi komin með masterspróf í stærðfræði, vinnur við telecominternet eitthvað sem ég skil ekki, er gift honum Jan sem er ph.d í stjarneðlisfræði og snilldar maður-kokkur-pabbi, býr í Frankfurt og er bara lukkuleg með þetta allt saman. En Dilek hefur þurft að hafa rosalega fyrir öllu, hún hefur sjálf fjármagnað námið, unnið eins og berserkur á börum og öðrum skítabúllum. Hrikalega dugleg og sterk kona. Það er áhugavert að kynnast fólki sem hefur svona mikið lifað og reynt.
En þau hjónin eru semsagt að fara í dag, eftir mikila hátíð í gær því að Dilek átti afmæli og Jan eldaði 3ja rétta máltíð sem sló Ala Tóta alveg út úr keppninni. Ansans........... En þau eru síðustu gestir sumarsins og núna er bara gymmið, ströndin og undirbúningur fyrir sumarpróf. Jey ! Það er svo gaman að þurfa að lesa fyrir próf í 25° hita. Jibbý
laugardagur, júlí 31, 2004
Ja bitte takk for det
er eitthvað svona týpiskt núna þessa dagana. Það eru 5 tungumál í gangi á heimilinu núna. Íslenska, þýska, danska, tyrkneska og enska. Jan, Dilek og Jonah eru heimsókn frá Frankfurt. Hrikalega gaman. Það er líka gaman að finna að þýskan er þarna einhverstaðar og eftir að hafa verið með þeim í 2 daga var ég farin að tala þýsku út í búð. Sem er nú kannski ekkert svo sniðugt ! En veðrið er búið að leika við okkur og þetta er allt eins og best verður á kosið. Góður matur, margir brandarar og fullt af rauðvíni. Hvað er hægt að biðja um meira.
Gleðilega verslunarmannahelgi allir saman og ekki gera neitt heimskulegt.
er eitthvað svona týpiskt núna þessa dagana. Það eru 5 tungumál í gangi á heimilinu núna. Íslenska, þýska, danska, tyrkneska og enska. Jan, Dilek og Jonah eru heimsókn frá Frankfurt. Hrikalega gaman. Það er líka gaman að finna að þýskan er þarna einhverstaðar og eftir að hafa verið með þeim í 2 daga var ég farin að tala þýsku út í búð. Sem er nú kannski ekkert svo sniðugt ! En veðrið er búið að leika við okkur og þetta er allt eins og best verður á kosið. Góður matur, margir brandarar og fullt af rauðvíni. Hvað er hægt að biðja um meira.
Gleðilega verslunarmannahelgi allir saman og ekki gera neitt heimskulegt.
miðvikudagur, júlí 28, 2004
Fyndir bræður
hérna á Flintebakken. Þeir eru svo ólíkir að það er engu lagi líkt.
Einar er svona traust og örugg týpa sem alveg er hægt að treysta, hann fer ekki út fyrir hverfið og alls ekki þangað sem búið er að banna honum að fara. Hann er lengi að kynnast krökkum og fer varlega yfir.
Guðni hinsvegar er þvílíka frekjan, reyndar lítur hann rosalega upp til stóra bróðurs sem er duglegur að leggja honum lífsreglurnar, en yfirleitt er hann algert SKASS. En hann er sjarmerandi skass, það er sko alveg á hreinu. Hann er búin að kynnast öllu hverfinu og er búin að koma sér í mjúkin hjá flestum og fer og sníkir sér nammi. -Á meðan stóri bróðir horfir á bakvið hann- En þeir eru krútt, mestu krútt sem ég veit um. Það er nú bara þannig !
En annars er það að frétta að Þóra bekkjasystir mín úr Kennó er að flytja hingað og hún fékk að sofa hérna í nótt með börnunum sínum 2. Hún á strák sem heitir Hjalti en hann er 3ja ára og stelpu sem heitir Arna en hún er 1 1/2 árs. Við Einar Kári "pössuðum" Hjalta í dag, fórum með hann á róló og svona. Einar var ekkert smá ánægður með þetta. Svo á morgun ætla ég að leyfa Guðna að fara snemma heim úr leikskólanum til að "passa" Hjalta. Ægilega fínt.
En mig langar að óska stöllum mínum hérna í Århús til hamingju með að hafa komist inn í Háskólann hérna. Þið rokkið stelpur !!!!! Girl power.
hérna á Flintebakken. Þeir eru svo ólíkir að það er engu lagi líkt.
Einar er svona traust og örugg týpa sem alveg er hægt að treysta, hann fer ekki út fyrir hverfið og alls ekki þangað sem búið er að banna honum að fara. Hann er lengi að kynnast krökkum og fer varlega yfir.
Guðni hinsvegar er þvílíka frekjan, reyndar lítur hann rosalega upp til stóra bróðurs sem er duglegur að leggja honum lífsreglurnar, en yfirleitt er hann algert SKASS. En hann er sjarmerandi skass, það er sko alveg á hreinu. Hann er búin að kynnast öllu hverfinu og er búin að koma sér í mjúkin hjá flestum og fer og sníkir sér nammi. -Á meðan stóri bróðir horfir á bakvið hann- En þeir eru krútt, mestu krútt sem ég veit um. Það er nú bara þannig !
En annars er það að frétta að Þóra bekkjasystir mín úr Kennó er að flytja hingað og hún fékk að sofa hérna í nótt með börnunum sínum 2. Hún á strák sem heitir Hjalti en hann er 3ja ára og stelpu sem heitir Arna en hún er 1 1/2 árs. Við Einar Kári "pössuðum" Hjalta í dag, fórum með hann á róló og svona. Einar var ekkert smá ánægður með þetta. Svo á morgun ætla ég að leyfa Guðna að fara snemma heim úr leikskólanum til að "passa" Hjalta. Ægilega fínt.
En mig langar að óska stöllum mínum hérna í Århús til hamingju með að hafa komist inn í Háskólann hérna. Þið rokkið stelpur !!!!! Girl power.
mánudagur, júlí 26, 2004
Bergdís og Birta eru farnar
eftir eftirminnilega daga og það var æðislega gaman að hafa þær. Við vorum bara í sama pakkanum og allir hinir gestirnir sem eru með börn, en það er róló og aftur róló. Þær mæðgur eru samt ævintýramæðgur.
Í fyrsta lagi var Halli maðurinn hennar Bergdísar að selja veiðistöng á ebay, sem er nú ekki í frásögufærandi nema að gaurinn sem keypti veiðistöngina býr í 10 mín fjarlægð frá okkur !!!! Furðuleg tilviljun, en þetta var heimsent í bókstaflegri merkingu. Svo voru þær mægður næstum því búnar að missa af fluginu hingað til Danmerkur og svo aftur heim til Íslands....Hvað er það ! Bergdís er nefnilega flugfreyja og ætti að vita hvernig þetta gengur fyrir sig. En svona er þetta, mar getur ekki verið fullkominn.
En annars höfum við það bara gott, bíðum eftir næstu gestum. En Jan og Dilek þýskuvinir okkar sem við misstum af brúðkaupinu hjá -fórum í staðin til London- eru að koma um helgina og ef ég þekki þau rétt þá verður ekkert slakað á í drykkjunni ! Humm. Say no more........
eftir eftirminnilega daga og það var æðislega gaman að hafa þær. Við vorum bara í sama pakkanum og allir hinir gestirnir sem eru með börn, en það er róló og aftur róló. Þær mæðgur eru samt ævintýramæðgur.
Í fyrsta lagi var Halli maðurinn hennar Bergdísar að selja veiðistöng á ebay, sem er nú ekki í frásögufærandi nema að gaurinn sem keypti veiðistöngina býr í 10 mín fjarlægð frá okkur !!!! Furðuleg tilviljun, en þetta var heimsent í bókstaflegri merkingu. Svo voru þær mægður næstum því búnar að missa af fluginu hingað til Danmerkur og svo aftur heim til Íslands....Hvað er það ! Bergdís er nefnilega flugfreyja og ætti að vita hvernig þetta gengur fyrir sig. En svona er þetta, mar getur ekki verið fullkominn.
En annars höfum við það bara gott, bíðum eftir næstu gestum. En Jan og Dilek þýskuvinir okkar sem við misstum af brúðkaupinu hjá -fórum í staðin til London- eru að koma um helgina og ef ég þekki þau rétt þá verður ekkert slakað á í drykkjunni ! Humm. Say no more........
miðvikudagur, júlí 21, 2004
Spiderman.
varð fyrir valinu í gær þegar við ákváðum að fara í bíó. Einar Kári varð reyndar svolítið hræddur við skrímslið...en það var ekkert annað í boði, þannig að. Hann er voðalega ánægður núna að hafa farið og talar mikið um hvað þetta hafi verið skemmtileg mynd.
Ég fór og keypti 2 hjól handa Guðna, hann kemst svo hægt yfir á þríhjólinu sínu og á erfitt með að fylgja krökkunum, þannig að við sjáum hvort að þetta virki fyrir hann. Annars eru krakkar hérna í danmörku ótrúlega fljót að læra að hjóla án hjálpadekkja, stelpan í næsta húsi sem er jafngömul Einari fór að hjóla án hjálpardekkja daginn sem hún varð 3ja. Sé það kannski ekki alveg gerast hérna en..................sjáum til
varð fyrir valinu í gær þegar við ákváðum að fara í bíó. Einar Kári varð reyndar svolítið hræddur við skrímslið...en það var ekkert annað í boði, þannig að. Hann er voðalega ánægður núna að hafa farið og talar mikið um hvað þetta hafi verið skemmtileg mynd.
Ég fór og keypti 2 hjól handa Guðna, hann kemst svo hægt yfir á þríhjólinu sínu og á erfitt með að fylgja krökkunum, þannig að við sjáum hvort að þetta virki fyrir hann. Annars eru krakkar hérna í danmörku ótrúlega fljót að læra að hjóla án hjálpadekkja, stelpan í næsta húsi sem er jafngömul Einari fór að hjóla án hjálpardekkja daginn sem hún varð 3ja. Sé það kannski ekki alveg gerast hérna en..................sjáum til
mánudagur, júlí 19, 2004
Ástralíubúarnir
sem eru búnir að vera í heimsókn hafa verið okkur til mikillar gleði og ánægju. Það er gaman að hafa góða gesti. Við erum búin að sýna þeim það helsta sem Århús hefur upp á að bjóða, s.s miðbæinn og kanínuróló. Enda er meginþorri gestanna á aldrinum 6 mánaða til 6 ára. Þannig að þær skoðunarferðir sem farnar hefa verið hafa fallið vel í kramið hjá þeim.
Svo kemur Bergdís bekkjó á miðvikudaginn, kannski maður nái að skipta á gestarúminu og renna yfir gólfin áður en að næstu flöskur verða teigaðar. Jamm og já, nóg að gera !
sem eru búnir að vera í heimsókn hafa verið okkur til mikillar gleði og ánægju. Það er gaman að hafa góða gesti. Við erum búin að sýna þeim það helsta sem Århús hefur upp á að bjóða, s.s miðbæinn og kanínuróló. Enda er meginþorri gestanna á aldrinum 6 mánaða til 6 ára. Þannig að þær skoðunarferðir sem farnar hefa verið hafa fallið vel í kramið hjá þeim.
Svo kemur Bergdís bekkjó á miðvikudaginn, kannski maður nái að skipta á gestarúminu og renna yfir gólfin áður en að næstu flöskur verða teigaðar. Jamm og já, nóg að gera !
laugardagur, júlí 17, 2004
Sælir foreldrar, sæl börn
sem komu heim í dag. Við strákarnir fórum niður í bæ á kanínuróló og þangað kom Gummi og kom hitti okkur og við ákáðum að fara niður í bæ og fá okkur að borða. Ítalía varð fyrir valinu ekki í fyrsta sinn, umm æðislegur maturinn þarna.
En í fréttum er það helst að sumarið kemur á mánudaginn eftir mesta rigningar Júní í 10 ár. Það er spáð 25° hita, ekki leiðinlegt það. Sérstaklega þar sem Ástralíubúarnir eru að koma í heimsókn á morgun og verða fram á þriðjudag. Bergdís bekkjasystir mín úr Kennó og dóttir hennar Birta koma svo á miðvikudaginn og verða fram á sunnudag. Þannig að það verður nóg að gera og stanslaust stuð. JEY !
sem komu heim í dag. Við strákarnir fórum niður í bæ á kanínuróló og þangað kom Gummi og kom hitti okkur og við ákáðum að fara niður í bæ og fá okkur að borða. Ítalía varð fyrir valinu ekki í fyrsta sinn, umm æðislegur maturinn þarna.
En í fréttum er það helst að sumarið kemur á mánudaginn eftir mesta rigningar Júní í 10 ár. Það er spáð 25° hita, ekki leiðinlegt það. Sérstaklega þar sem Ástralíubúarnir eru að koma í heimsókn á morgun og verða fram á þriðjudag. Bergdís bekkjasystir mín úr Kennó og dóttir hennar Birta koma svo á miðvikudaginn og verða fram á sunnudag. Þannig að það verður nóg að gera og stanslaust stuð. JEY !
fimmtudagur, júlí 15, 2004
Gaman saman í sumarfríi
hérna í Århús, við erum öll ægilega mikilir vinir og það er rosalega gaman hjá okkur. Núna kemur kannski líka aðeins í ljós hvað við vorum öll strekt og ílla fyrirkölluð fyrst þegar við fluttum, en núna gegnur allt eins og í sögu.......... bara gleði. Erum á róló, förum í heimsóknir, kíkjum í tívolí og allir eru kátir.
Þeir eru fyndnir þessir drengir mínir......alger himnasending eins og ein vinkona mín kallar alltaf börnin sín.
hérna í Århús, við erum öll ægilega mikilir vinir og það er rosalega gaman hjá okkur. Núna kemur kannski líka aðeins í ljós hvað við vorum öll strekt og ílla fyrirkölluð fyrst þegar við fluttum, en núna gegnur allt eins og í sögu.......... bara gleði. Erum á róló, förum í heimsóknir, kíkjum í tívolí og allir eru kátir.
Þeir eru fyndnir þessir drengir mínir......alger himnasending eins og ein vinkona mín kallar alltaf börnin sín.
þriðjudagur, júlí 13, 2004
Sumarfríið
er byrjað og ef það verður eins og fyrsti dagurinn sem var í gær þá hef ég engu að kvíða. Góðir hlutir fóru reyndar ekki að gerast fyrr en ég hafði hótað Einari Kára að fara með hann aftur á leikskólann ef hann myndi ekki hætta að berja bróður sinn. Það svínvirkaði. Við erum búin að breyta svefninum aðeins þannig að þeir vakna 8 á morgnana í stað 6, sem er auðvitað draumur í dós, svo leggjum við okkur öll í hádeginu og svona huggó. Við fórum á Kanínuróló í gær og það var æði. Vonandi verður allt fríið svona æði, en næstu gestir detta inn á laugardaginn.
Takk fyrir brúðkaupsafmæliskveðjurnar, en ég er sannfærð um að ég er mjög vel gift. Þegar við strákarnir komum heim í gær var Gummi búin að þrífa alla efri hæðina, skipta á rúmunum og alles. Algerlega til fyrirmyndar í alla staði.
Það var líka svolítið fyndið í gær, strákarnir voru komnir inn í rúm og Guðni sofnaði á undan Einari. -yfirleitt er það öfugt- Einar kallaði fram til okkar ; ég get ekki sofið það eru svo mikil hljóð hérna inni ! Gummi fór og kíkti inn í herbergi, en þar lá Guðni og hraut svona hressilega. Einar; ég get bara ekki sofið, Guðni er með svo óhugguleg hljoð. Við brjáluðumst úr hlátri og buðum honum að liggja í okkar rúmi en þar sofnaði hann eftir 2 mín. Krúttó.
er byrjað og ef það verður eins og fyrsti dagurinn sem var í gær þá hef ég engu að kvíða. Góðir hlutir fóru reyndar ekki að gerast fyrr en ég hafði hótað Einari Kára að fara með hann aftur á leikskólann ef hann myndi ekki hætta að berja bróður sinn. Það svínvirkaði. Við erum búin að breyta svefninum aðeins þannig að þeir vakna 8 á morgnana í stað 6, sem er auðvitað draumur í dós, svo leggjum við okkur öll í hádeginu og svona huggó. Við fórum á Kanínuróló í gær og það var æði. Vonandi verður allt fríið svona æði, en næstu gestir detta inn á laugardaginn.
Takk fyrir brúðkaupsafmæliskveðjurnar, en ég er sannfærð um að ég er mjög vel gift. Þegar við strákarnir komum heim í gær var Gummi búin að þrífa alla efri hæðina, skipta á rúmunum og alles. Algerlega til fyrirmyndar í alla staði.
Það var líka svolítið fyndið í gær, strákarnir voru komnir inn í rúm og Guðni sofnaði á undan Einari. -yfirleitt er það öfugt- Einar kallaði fram til okkar ; ég get ekki sofið það eru svo mikil hljóð hérna inni ! Gummi fór og kíkti inn í herbergi, en þar lá Guðni og hraut svona hressilega. Einar; ég get bara ekki sofið, Guðni er með svo óhugguleg hljoð. Við brjáluðumst úr hlátri og buðum honum að liggja í okkar rúmi en þar sofnaði hann eftir 2 mín. Krúttó.
mánudagur, júlí 12, 2004
Brúðkaupsafmæli
var hjá okkur í gær. Við erum búin að vera gift í 4 ár. Jey gaman gaman. Það voru ekki mikil hátíðarhöld en okkur var boðið í mat upp í Hadsten til Einars Baldvins frænda. Það var auðvitað alltaf huggó að vera boðið í mat og svona.
En annars er frekar tíðindalaust hérna, veðrið er ekki alveg að sýna sínar bestu hliðar þannig að.......... en við þraukum.
Ég er heima með strákana næstu 2 vikur að láta tímann líða án þess að þeir berji hvern annann til óbóta. Gaman að því.
var hjá okkur í gær. Við erum búin að vera gift í 4 ár. Jey gaman gaman. Það voru ekki mikil hátíðarhöld en okkur var boðið í mat upp í Hadsten til Einars Baldvins frænda. Það var auðvitað alltaf huggó að vera boðið í mat og svona.
En annars er frekar tíðindalaust hérna, veðrið er ekki alveg að sýna sínar bestu hliðar þannig að.......... en við þraukum.
Ég er heima með strákana næstu 2 vikur að láta tímann líða án þess að þeir berji hvern annann til óbóta. Gaman að því.
fimmtudagur, júlí 08, 2004
Djamm
var á okkur hjónunum á þriðjudagskvöldið, ægilega gaman. Drukkum 1 hvítvín, opnuðum rauðvín, reyktum sígarettur og hringdum til Íslands. Ferlega sniðugt, nema að klukkan var 19 hérna í Dk og þ.a.l 17 á Íslandi og auðvitað allir í vinnunni. En við náðum að tala við nokkra, felstir voru auðvitað ekki heima. En við skemmtum okkur ægilega vel. Sofnuðum um 10 leytið og vöknuðum hress daginn eftir.
Annars eru strákarnir að byrja í fríi á mánudaginn og verða í 2ja vikna fríi. Ég auglýsi eftir einhverjum til að koma hingað og hanga með mér á rólóum bæjarinns. Það er nefnilega svo ægilega leiðinlegt að haga yfir þeim ein, þó yndislegir séu.
Sumarið ætlar bara ekkert að koma hingað til DK, þetta er nú meiri leiðindin en svona er þetta !!! Ég kem nú allavegana einhverju í verk hérna heima á meðan ég hangi ekki úti í sólinni. Er búin að taka til í geymslunni og alles. Júhú eins og Guðni segir títt þegar eitthvað sniðugt bera á góma.
var á okkur hjónunum á þriðjudagskvöldið, ægilega gaman. Drukkum 1 hvítvín, opnuðum rauðvín, reyktum sígarettur og hringdum til Íslands. Ferlega sniðugt, nema að klukkan var 19 hérna í Dk og þ.a.l 17 á Íslandi og auðvitað allir í vinnunni. En við náðum að tala við nokkra, felstir voru auðvitað ekki heima. En við skemmtum okkur ægilega vel. Sofnuðum um 10 leytið og vöknuðum hress daginn eftir.
Annars eru strákarnir að byrja í fríi á mánudaginn og verða í 2ja vikna fríi. Ég auglýsi eftir einhverjum til að koma hingað og hanga með mér á rólóum bæjarinns. Það er nefnilega svo ægilega leiðinlegt að haga yfir þeim ein, þó yndislegir séu.
Sumarið ætlar bara ekkert að koma hingað til DK, þetta er nú meiri leiðindin en svona er þetta !!! Ég kem nú allavegana einhverju í verk hérna heima á meðan ég hangi ekki úti í sólinni. Er búin að taka til í geymslunni og alles. Júhú eins og Guðni segir títt þegar eitthvað sniðugt bera á góma.
mánudagur, júlí 05, 2004
Nenni ekki að vera hjón !
sagði Einar á laugardaginn en þá fórum við í brúðkaupið sem gestirnir okkar voru í. Við ákváðum að stelast og fá að vera með bara svona til að fá smá fíling ! En það var ofboðslega falleg athöfn sem haldin var í lítilli kikju hérna í Århus. Ég leyfði Einari Kára að koma með mér, hélt kannski að hann hefði eitthvað gaman að þessu. En sennilega er þetta frekar eitthvað stelpuatriði ! En þegar tölvuvert var liðið á athöfnina þá sagði Einar Kári við mig frekar hátt ;"mamma ég nenni ekki að vera hjón, komum" mér fannst þetta náttl svo brjálæðislega fyndið að ég varð að laumast út með drenginn og biðum við þar eftir fólkinu.
sagði Einar á laugardaginn en þá fórum við í brúðkaupið sem gestirnir okkar voru í. Við ákváðum að stelast og fá að vera með bara svona til að fá smá fíling ! En það var ofboðslega falleg athöfn sem haldin var í lítilli kikju hérna í Århus. Ég leyfði Einari Kára að koma með mér, hélt kannski að hann hefði eitthvað gaman að þessu. En sennilega er þetta frekar eitthvað stelpuatriði ! En þegar tölvuvert var liðið á athöfnina þá sagði Einar Kári við mig frekar hátt ;"mamma ég nenni ekki að vera hjón, komum" mér fannst þetta náttl svo brjálæðislega fyndið að ég varð að laumast út með drenginn og biðum við þar eftir fólkinu.
sunnudagur, júlí 04, 2004
Gestirnir farnir
og við sitjum eftir sátt með góðar minningar og nýja vini. Ekki amalegt það ! En veðrið hérna í Århus er ekkert að skána og gengur á með rigningu og vitleysu. Uss og fuss ég skil bara ekkert í þessu. En svona er þetta nú.
Senn líður nú að 4ra ára brúðkaupsafmæli okkar hjóna og Gummi kom með gjöf handa mér svona smá fyrirfram um daginn. Hann kom með ævisögu Hillary Clinton og ég get ekki beðið með að sökkva mér í hana. Best væri ef núna kæmi stekjandi hiti og sól, algjört nammi veður þannig að ég gæti legið úti í garði og haft það huggó ! Bíðum og sjáum, bíðum og sjáum.
og við sitjum eftir sátt með góðar minningar og nýja vini. Ekki amalegt það ! En veðrið hérna í Århus er ekkert að skána og gengur á með rigningu og vitleysu. Uss og fuss ég skil bara ekkert í þessu. En svona er þetta nú.
Senn líður nú að 4ra ára brúðkaupsafmæli okkar hjóna og Gummi kom með gjöf handa mér svona smá fyrirfram um daginn. Hann kom með ævisögu Hillary Clinton og ég get ekki beðið með að sökkva mér í hana. Best væri ef núna kæmi stekjandi hiti og sól, algjört nammi veður þannig að ég gæti legið úti í garði og haft það huggó ! Bíðum og sjáum, bíðum og sjáum.
laugardagur, júlí 03, 2004
Gestir gestir
alltaf gaman að hafa góða gesti ! Óli Boggi, Hulda, Hanna Sigga og Katrín Svava dóttir Hönnu Siggu eru hérna í heimsókn. Það er búið að bralla margt eins og.......
*drekka marga bjóra
*Fara niður í bæ.
*Setjast á kaffihús.
*Upplifa þrumur.
*Heimsækja Karítas sem er líka eyjapæja.
*Elda saman æðislega góðan mat.
*Hlægja alveg rosalega mikið.
*Vera með harðsperrur í maganum af því að þetta er allt svo sniðug!
*Versla í H&M
Eins og þið sjáið er margt að gerast. Vestmanneyjingarnir eru svo að fara í brúðkaup og það verður örugglega mjög gaman hjá þeim.
Oh það er svooooooooooo gaman að hafa gesti.
alltaf gaman að hafa góða gesti ! Óli Boggi, Hulda, Hanna Sigga og Katrín Svava dóttir Hönnu Siggu eru hérna í heimsókn. Það er búið að bralla margt eins og.......
*drekka marga bjóra
*Fara niður í bæ.
*Setjast á kaffihús.
*Upplifa þrumur.
*Heimsækja Karítas sem er líka eyjapæja.
*Elda saman æðislega góðan mat.
*Hlægja alveg rosalega mikið.
*Vera með harðsperrur í maganum af því að þetta er allt svo sniðug!
*Versla í H&M
Eins og þið sjáið er margt að gerast. Vestmanneyjingarnir eru svo að fara í brúðkaup og það verður örugglega mjög gaman hjá þeim.
Oh það er svooooooooooo gaman að hafa gesti.
þriðjudagur, júní 29, 2004
Útilegan
um helgina var blaut og köld. Alveg svona íslensk stemning *burr*. En við keyrðum niður á Langeland og hittum þar Gunna og Þórörnu með krakkana. Það er rosalega fallegt þarna á Langaland en það er eyja sem er fyrir neðan Fjón -sem er eyjan á milli Sjálands (þar sem köben er) og Jótlands (þar sem við búum) umhverfið á eyjunni er ekki líkt neinu sem við höfum áður séð. Ótrúlega gaman að sjá þetta og upplifa. En ef það fer ekki að verða betra veður hérna í DK þá nennum við sko ekki í fleirri útilegur. Það er alveg á hreinu. Tjaldið okkar nýja og græjurnar sem tengdó gáfu okkur stóðu sig með stakri prýði og það var gaman að víga allt dótið. Krakkarnir skemmtu sér vel og við drukkum mikin bjór. Gaman að því ! Komum heim á sunndaginn þreytt og lúin en æðislega ánægð með helgina.
Talvan krassaði endanlega og það var einhver tölvugæji sem straujaði diskinn og þetta er bara eins og nýtt tæki. Það skýrir bloggleysið en einhver Smári kvartaði undan því í tralli í síðustu færslu ! Mig grunar nú að þetta sé María sem þorir ekki að skrifa undir nafni af því að hún er svo blogglöt ! Humm.
Ég tók mig til í dag og byrjaði að mála gestaherbergið. Ég er ægilega ánægð með það, þetta var farið að pirra mig mega mikið hvað veggirnir voru ógeðslegir. En næstu gestir detta inn á fimmtudagskvöldi þannig að það er eins gott að allt sé spikk og span.
Biss dann !
um helgina var blaut og köld. Alveg svona íslensk stemning *burr*. En við keyrðum niður á Langeland og hittum þar Gunna og Þórörnu með krakkana. Það er rosalega fallegt þarna á Langaland en það er eyja sem er fyrir neðan Fjón -sem er eyjan á milli Sjálands (þar sem köben er) og Jótlands (þar sem við búum) umhverfið á eyjunni er ekki líkt neinu sem við höfum áður séð. Ótrúlega gaman að sjá þetta og upplifa. En ef það fer ekki að verða betra veður hérna í DK þá nennum við sko ekki í fleirri útilegur. Það er alveg á hreinu. Tjaldið okkar nýja og græjurnar sem tengdó gáfu okkur stóðu sig með stakri prýði og það var gaman að víga allt dótið. Krakkarnir skemmtu sér vel og við drukkum mikin bjór. Gaman að því ! Komum heim á sunndaginn þreytt og lúin en æðislega ánægð með helgina.
Talvan krassaði endanlega og það var einhver tölvugæji sem straujaði diskinn og þetta er bara eins og nýtt tæki. Það skýrir bloggleysið en einhver Smári kvartaði undan því í tralli í síðustu færslu ! Mig grunar nú að þetta sé María sem þorir ekki að skrifa undir nafni af því að hún er svo blogglöt ! Humm.
Ég tók mig til í dag og byrjaði að mála gestaherbergið. Ég er ægilega ánægð með það, þetta var farið að pirra mig mega mikið hvað veggirnir voru ógeðslegir. En næstu gestir detta inn á fimmtudagskvöldi þannig að það er eins gott að allt sé spikk og span.
Biss dann !
fimmtudagur, júní 24, 2004
Góðar fréttir
Vorum að selja Opelinn okkar. Við erum ægilega ángæð með það, ekki það að við höfum fengið eitthvað mikið fyrir hann en við erum bara fegin að vera laus við hann. Smá minna til að hafa áhyggjur af ;-)
En við erum á fullu að undirbúa okkur fyrir útiLEGUNA sem við erum að fara í á morgun. Erum að fara hitta Gunna og Þórörnu sem koma frá Köben. Hérna eru herlegheitin ef þið viljið kíkja og sjá hvað við eigum eftir að skemmta okkur vel !
Vorum að selja Opelinn okkar. Við erum ægilega ángæð með það, ekki það að við höfum fengið eitthvað mikið fyrir hann en við erum bara fegin að vera laus við hann. Smá minna til að hafa áhyggjur af ;-)
En við erum á fullu að undirbúa okkur fyrir útiLEGUNA sem við erum að fara í á morgun. Erum að fara hitta Gunna og Þórörnu sem koma frá Köben. Hérna eru herlegheitin ef þið viljið kíkja og sjá hvað við eigum eftir að skemmta okkur vel !
miðvikudagur, júní 23, 2004
Tölvupikkless
í gangi hérna á Flintebakken,við erum ekki kát með það. Ég er að uppgvötva hvað ég er háð netinu en ég kemst á það svona 5 mínutur í senn. Ekki sniðugt ! Þarf að plata Grétar nágranna minn í heimsókn til að sjá hvað er að.........
En ég er allavegana búin að skrifa mörg blogg sem hafa bara horfið púff og líka emailin ! Arg og garg. Ekki sniðugt.
Guðni fór í heyrnarmælingu í gær og þau héldu ekki vatni yfir honum þar, það er semsagt búið að útiloka það í milljónasta skipti að krakkinn heyri ílla. Hann er bara seinn til máls............ ótrúlega seinn. En það eru margir í fjölskyldunum hans líka þannig að... ekkert hættulegt held ég. En þau vildu gefa honum 6 mánuði í viðbót áður en eitthvað verður gert.
Danir "unnu" fótboltan í gær en þeir þurftu 2-2 jafntefli til að komast áfram. Gummi fór og horfði á hann í góðum félagsskap með íslensku strákunum á kollegie hérna rétt hjá. Gummi er meira að segja búin að kaupa sér landsliðstreyju þannig að núna er honum ekkert að vandbúnaði. Go denmark !!!!
Reyni að redda þessum tölvumálum, agalegt að vera sambandslaus við umheiminn.
í gangi hérna á Flintebakken,við erum ekki kát með það. Ég er að uppgvötva hvað ég er háð netinu en ég kemst á það svona 5 mínutur í senn. Ekki sniðugt ! Þarf að plata Grétar nágranna minn í heimsókn til að sjá hvað er að.........
En ég er allavegana búin að skrifa mörg blogg sem hafa bara horfið púff og líka emailin ! Arg og garg. Ekki sniðugt.
Guðni fór í heyrnarmælingu í gær og þau héldu ekki vatni yfir honum þar, það er semsagt búið að útiloka það í milljónasta skipti að krakkinn heyri ílla. Hann er bara seinn til máls............ ótrúlega seinn. En það eru margir í fjölskyldunum hans líka þannig að... ekkert hættulegt held ég. En þau vildu gefa honum 6 mánuði í viðbót áður en eitthvað verður gert.
Danir "unnu" fótboltan í gær en þeir þurftu 2-2 jafntefli til að komast áfram. Gummi fór og horfði á hann í góðum félagsskap með íslensku strákunum á kollegie hérna rétt hjá. Gummi er meira að segja búin að kaupa sér landsliðstreyju þannig að núna er honum ekkert að vandbúnaði. Go denmark !!!!
Reyni að redda þessum tölvumálum, agalegt að vera sambandslaus við umheiminn.
laugardagur, júní 19, 2004
Partý og útskrift !
Soffía frænka mín, dóttir Einars Balvins var að útskrifast sem stúdent. Hérna í danmörku er það ægilega mikið húllum hæ sem fylgir þessum tímamótum. Ekkert minni gleði en heim á Íslandi heldur bara öðruvísi.
Allavegana þá var ég á fimmtudaginn að hjálpa Heiðbrá að taka á móti öllum krökkunum úr bekknum hennar en þau keyra á milli heimila á stórum pallbíl, þiggja veitingar í fljótandi formi, eru í svona 20 mín á hverjum stað og halda svo áfram. Æðislega sniðugt og skemmtilegt. En ég fékk semsagt að vera að hjálpa til, við buðum upp á heitt kakó og Stroh *namminamm* og ég held bara að krakkarnir hafi verið hrifnir af því. En þau voru svo prúð, sæt og skemmtileg. Frábært, en við tókum á móti þeim um 11 leytið, mér skilst að eftir 25 heimsóknir hafi þau verið ansi "hress" mörg þeirra. Enda ekki kurteisi að neita veitingum ! Humm.
En í dag var svo útskriftarveislan hennar, það var æðislega gaman. Strákarnir voru í essinu sínu, eins og alltaf heima hjá þeim. Veitingarnar voru frábærar og Soffía var æðislega ánægð með þetta allt saman. Og þá er jú tilgangnum náð ! ´ik.
Við vorum með partý í gær, eða sko partý á Einars Kára mælikvarða, alltaf þegar fleirri en 7 eru saman komnir þá er partý ! En ekki hvað. Anyways, María, Pálmar, Salka, Júlli, Logi og Emilía komu í mat. Karlarnir horfðu á fótbolta og pössuðu börnin á efri hæðinni en við sátum og kjöftuðum. Ekki slæmt það. Fínt að hafa góða barnapíur ! Og þá er ég ekki að meina fótbolta. HEHEHE
Soffía frænka mín, dóttir Einars Balvins var að útskrifast sem stúdent. Hérna í danmörku er það ægilega mikið húllum hæ sem fylgir þessum tímamótum. Ekkert minni gleði en heim á Íslandi heldur bara öðruvísi.
Allavegana þá var ég á fimmtudaginn að hjálpa Heiðbrá að taka á móti öllum krökkunum úr bekknum hennar en þau keyra á milli heimila á stórum pallbíl, þiggja veitingar í fljótandi formi, eru í svona 20 mín á hverjum stað og halda svo áfram. Æðislega sniðugt og skemmtilegt. En ég fékk semsagt að vera að hjálpa til, við buðum upp á heitt kakó og Stroh *namminamm* og ég held bara að krakkarnir hafi verið hrifnir af því. En þau voru svo prúð, sæt og skemmtileg. Frábært, en við tókum á móti þeim um 11 leytið, mér skilst að eftir 25 heimsóknir hafi þau verið ansi "hress" mörg þeirra. Enda ekki kurteisi að neita veitingum ! Humm.
En í dag var svo útskriftarveislan hennar, það var æðislega gaman. Strákarnir voru í essinu sínu, eins og alltaf heima hjá þeim. Veitingarnar voru frábærar og Soffía var æðislega ánægð með þetta allt saman. Og þá er jú tilgangnum náð ! ´ik.
Við vorum með partý í gær, eða sko partý á Einars Kára mælikvarða, alltaf þegar fleirri en 7 eru saman komnir þá er partý ! En ekki hvað. Anyways, María, Pálmar, Salka, Júlli, Logi og Emilía komu í mat. Karlarnir horfðu á fótbolta og pössuðu börnin á efri hæðinni en við sátum og kjöftuðum. Ekki slæmt það. Fínt að hafa góða barnapíur ! Og þá er ég ekki að meina fótbolta. HEHEHE
miðvikudagur, júní 16, 2004
Sumarskemmtun
á leikskólanum hans Einars Kára í gær. Það var voðalega gaman, fullt af leikjum og tækjum. Verðlaun og alles. Grillaðar pulsur og bjór !!! í boði. Ægilega huggó ! En Einar fór mjög ánægður í leikskólann í gær, mamma hans er nefnilega ekki eins skemmtileg og hann minnti. Engar pitsur í hádeginu og ekkert kók. Bara þrif og leiðindi ! Þannig þegar kl var um 3 var hann farinn að biðja mig um að fara með hann í leikskólann ! Jáhá, ég er greinilega ekki nógu skemmtileg. Ekkert að því, það hefur enginn krakki gott af því að hanga með mömmu sinni allann daginn, og hana nú !
Annars hef ég það bara hugggó, er að dúlla mér hérna heima. Fór reyndar á kaffihús með Kareninu nágranna með meiru. Gaman að því.
á leikskólanum hans Einars Kára í gær. Það var voðalega gaman, fullt af leikjum og tækjum. Verðlaun og alles. Grillaðar pulsur og bjór !!! í boði. Ægilega huggó ! En Einar fór mjög ánægður í leikskólann í gær, mamma hans er nefnilega ekki eins skemmtileg og hann minnti. Engar pitsur í hádeginu og ekkert kók. Bara þrif og leiðindi ! Þannig þegar kl var um 3 var hann farinn að biðja mig um að fara með hann í leikskólann ! Jáhá, ég er greinilega ekki nógu skemmtileg. Ekkert að því, það hefur enginn krakki gott af því að hanga með mömmu sinni allann daginn, og hana nú !
Annars hef ég það bara hugggó, er að dúlla mér hérna heima. Fór reyndar á kaffihús með Kareninu nágranna með meiru. Gaman að því.
mánudagur, júní 14, 2004
Gestirnir farnir !
þau fóru í gær og það er ekki laust við að það sé hálftómlegt í kofanum ! En svona er nú lífið. Við kíktum til Hadsten og sátum þar í sól og steikjandi hita, sleiktum ís, drukkum kaffi og höfðum það huggó. Einar Baldvin hafði frá mörgu að segja en hann var að koma frá Íslandi þar sem hann var með fyrirlestur sem sló í gegn. Alltaf gaman að heyra slúður að heiman ;-)
Núna erum við Einar Kári heima að þrífa og taka til. Það þarf víst líka að gera það. Enda haugdrullugt allt hérna, ojbjakk. Ég leyfði Einari að vera heima í dag afþví að hann er ekkert allt of sáttur í leikskólanum og ég er að hugsa um að leyfa honum að vera heima með mér 1-2 daga í viku þangað til að honum líður betur. Hann er ekki búin að fatta að tala dönsku og því hefur hann ekki tengst neinum krökkum ennþá. Hann talar mikið um að hann vill ekki fara í leikskólann og svona. Því erum við búin að ákveða að gefa honum bara aðeins lengri tíma. Það er nú bara þannig. Elsku karlinn, en við erum búin að sækja um nýjan leikskóla sem er hérna rétthjá, þar eru krakkarnir sem búa hérna í raðhúsunum í kringum okkur og ég held að það verði styrkur fyrir hann að hafa einhvern sem hann þekkir. En þangað til......... anda rólega og muna að góðir hlutir gerast hægt !
þau fóru í gær og það er ekki laust við að það sé hálftómlegt í kofanum ! En svona er nú lífið. Við kíktum til Hadsten og sátum þar í sól og steikjandi hita, sleiktum ís, drukkum kaffi og höfðum það huggó. Einar Baldvin hafði frá mörgu að segja en hann var að koma frá Íslandi þar sem hann var með fyrirlestur sem sló í gegn. Alltaf gaman að heyra slúður að heiman ;-)
Núna erum við Einar Kári heima að þrífa og taka til. Það þarf víst líka að gera það. Enda haugdrullugt allt hérna, ojbjakk. Ég leyfði Einari að vera heima í dag afþví að hann er ekkert allt of sáttur í leikskólanum og ég er að hugsa um að leyfa honum að vera heima með mér 1-2 daga í viku þangað til að honum líður betur. Hann er ekki búin að fatta að tala dönsku og því hefur hann ekki tengst neinum krökkum ennþá. Hann talar mikið um að hann vill ekki fara í leikskólann og svona. Því erum við búin að ákveða að gefa honum bara aðeins lengri tíma. Það er nú bara þannig. Elsku karlinn, en við erum búin að sækja um nýjan leikskóla sem er hérna rétthjá, þar eru krakkarnir sem búa hérna í raðhúsunum í kringum okkur og ég held að það verði styrkur fyrir hann að hafa einhvern sem hann þekkir. En þangað til......... anda rólega og muna að góðir hlutir gerast hægt !
föstudagur, júní 11, 2004
Jensens Böfhus
er fínn staður til að fara með börn á en þangað fórum við í boði tengdó í kvöld. Strákarnir stóðu sig eins og hetjur og voru miklir herramenn allan tímann. Það er svo gaman hvað þeir eru duglegir að bíða eftir matnum og borða og svona.
En á morgun ætlum við að fara í Jespershús sem er blómagarður hérna á Jótlandi. Það verður vonandi gaman. Það var þvílíkt úrhelli í dag með þrumum og alles, vonandi sleppum við við svoleiðis rugl.
Annars notum við tækifærið úr því að við erum með gesti og fórum í heimsókn til Karenar og Grétars. Þau eru greyin í prófum og eru ansi framlág. Aumingja þau, ég get nú samt ekki annað en hugsað um að þetta er einmitt það sem ég er búin að velja mér að gera næstu árin. Sitja og lesa undir próf í Júní ! Æði ! Not.
Það eru komnar nýjar myndir inn á myndasíðuna. Enjoy !
er fínn staður til að fara með börn á en þangað fórum við í boði tengdó í kvöld. Strákarnir stóðu sig eins og hetjur og voru miklir herramenn allan tímann. Það er svo gaman hvað þeir eru duglegir að bíða eftir matnum og borða og svona.
En á morgun ætlum við að fara í Jespershús sem er blómagarður hérna á Jótlandi. Það verður vonandi gaman. Það var þvílíkt úrhelli í dag með þrumum og alles, vonandi sleppum við við svoleiðis rugl.
Annars notum við tækifærið úr því að við erum með gesti og fórum í heimsókn til Karenar og Grétars. Þau eru greyin í prófum og eru ansi framlág. Aumingja þau, ég get nú samt ekki annað en hugsað um að þetta er einmitt það sem ég er búin að velja mér að gera næstu árin. Sitja og lesa undir próf í Júní ! Æði ! Not.
Það eru komnar nýjar myndir inn á myndasíðuna. Enjoy !
miðvikudagur, júní 09, 2004
Æðsti draumur hans Einars
fyrir utan þennan sem hann á um að safna peningum fyrir hjóli handa Guðna, er að fá að sækja Guðna í leikskólann. Alltaf þegar Guðni er eitthvað súr og ílla upplagður á morgnana þá segir Einar við mig; veistu mamma ef þú myndir lofa mér að sækja hann í dag þá verður hann svo glaður. Það væri nú ljúft ef þetta væri raunhæft, við gætum smurt samlokur handa þeim og skellt okkur til Köben. Það væri nú ljúft. En ég held að við þurfum að bíða aðeins með það, Einar er jú ekki nema 4ra ára !
fyrir utan þennan sem hann á um að safna peningum fyrir hjóli handa Guðna, er að fá að sækja Guðna í leikskólann. Alltaf þegar Guðni er eitthvað súr og ílla upplagður á morgnana þá segir Einar við mig; veistu mamma ef þú myndir lofa mér að sækja hann í dag þá verður hann svo glaður. Það væri nú ljúft ef þetta væri raunhæft, við gætum smurt samlokur handa þeim og skellt okkur til Köben. Það væri nú ljúft. En ég held að við þurfum að bíða aðeins með það, Einar er jú ekki nema 4ra ára !
þriðjudagur, júní 08, 2004
Allir að græða
þessa dagana, en þó aðallega við hérna á Flintebakken. Við erum nefnilega með ömmu og afa í heimsókn og það er nú engin smá gróði skal ég segja ykkur. Strákunum finnst æðislega gaman að hafa ömmu og afa í heimsókn og okkur líka. Þau eru búin að leigja sér bíl og eru búin að rúnta sér til skemmtunar. Gaman að því. Svo fórum við í allsherjar innkaupaleiðangur þar sem þau splæstu á okkur útileigugræjum, þvílíkt flottum. Vá við erum alveg í skýjunum !
En annars er lítið að frétta, það er bara alltaf sól og sumar og við erum alltaf ægilega ánægð með þetta allt saman.
þessa dagana, en þó aðallega við hérna á Flintebakken. Við erum nefnilega með ömmu og afa í heimsókn og það er nú engin smá gróði skal ég segja ykkur. Strákunum finnst æðislega gaman að hafa ömmu og afa í heimsókn og okkur líka. Þau eru búin að leigja sér bíl og eru búin að rúnta sér til skemmtunar. Gaman að því. Svo fórum við í allsherjar innkaupaleiðangur þar sem þau splæstu á okkur útileigugræjum, þvílíkt flottum. Vá við erum alveg í skýjunum !
En annars er lítið að frétta, það er bara alltaf sól og sumar og við erum alltaf ægilega ánægð með þetta allt saman.
laugardagur, júní 05, 2004
Kanínuróló
rokkar hjá okkur hérna á Flintebakken. Við hjóluðum þangað í morgun og við hjónin sátum á bekk á meðan strákarnir skúnkuðust ! Huggó.
Allt í einu segir Gummi við mig ; veistu hvernig maður segir, komdu og sestu á bekkinn ?
Ég; segir maður ekki, kom og set på bænken eða eitthvað svoleiðis !
Gummi ; Nei maður segir nefnilega, kom og se på gederne !
Ég ; Nei það þýðir komdu og sjáðu geiturnar, hvernig datt þér í hug að það þýddi að setjast á bekkinn ?
Gummi ; Sko málið var að ég heyrði 2 í röð segja þetta, svo settust þeir á bekkinn ! Mér datt ekki annað í hug en að það þýddi þetta með bekkinn sko !
Kýr skýr ! Sniðugur strákur hann Gummi, leggur svo fínt saman 2+2. Af lyktinni í eldhúsinu er ekkert að frétta, eða sko svona engar fréttir eru góðar fréttir. Ergó = hún er ekki lengur til staðar ! *heldég*
rokkar hjá okkur hérna á Flintebakken. Við hjóluðum þangað í morgun og við hjónin sátum á bekk á meðan strákarnir skúnkuðust ! Huggó.
Allt í einu segir Gummi við mig ; veistu hvernig maður segir, komdu og sestu á bekkinn ?
Ég; segir maður ekki, kom og set på bænken eða eitthvað svoleiðis !
Gummi ; Nei maður segir nefnilega, kom og se på gederne !
Ég ; Nei það þýðir komdu og sjáðu geiturnar, hvernig datt þér í hug að það þýddi að setjast á bekkinn ?
Gummi ; Sko málið var að ég heyrði 2 í röð segja þetta, svo settust þeir á bekkinn ! Mér datt ekki annað í hug en að það þýddi þetta með bekkinn sko !
Kýr skýr ! Sniðugur strákur hann Gummi, leggur svo fínt saman 2+2. Af lyktinni í eldhúsinu er ekkert að frétta, eða sko svona engar fréttir eru góðar fréttir. Ergó = hún er ekki lengur til staðar ! *heldég*
fimmtudagur, júní 03, 2004
Fýla
inni í eldhúsinu er að drepa mig. Ég finn ekki hvaðan hún kemur. Ég segi ekki að ég hafi verið sveitt að leita að sökudolgnum, ég er frekar búin að sitja sveitt úti í sólinni að steikja mig. Hvað á ég að gera ;
A. Láta eins og ég viti ekki af þessu og halda áfram í sólbaði -er að lesa frábæra bók og hef það huggó.
B. Drulla mér inn að þrífa og taka til.
C. Reyna finna upptök fýlunar og fara síðan í sólbað.
D. Kaupa mér þrifkonu og liggja í sólbaði á meðan hún þrífur.
E. Bíða eftir að Gummi finni lyktina líka og geri eitthvað í henni ? *yeah right*
F. Ekkert af því sem talið er upp hér að framan. Ef þessi möguleiki er valinn, vinsamlegast komið með uppástungur.
Er að drepast, tengdó er að koma í heimsókn og ég verð að drullast til að gera eitthvað í þessu, það er varla líft hérna inni.
inni í eldhúsinu er að drepa mig. Ég finn ekki hvaðan hún kemur. Ég segi ekki að ég hafi verið sveitt að leita að sökudolgnum, ég er frekar búin að sitja sveitt úti í sólinni að steikja mig. Hvað á ég að gera ;
A. Láta eins og ég viti ekki af þessu og halda áfram í sólbaði -er að lesa frábæra bók og hef það huggó.
B. Drulla mér inn að þrífa og taka til.
C. Reyna finna upptök fýlunar og fara síðan í sólbað.
D. Kaupa mér þrifkonu og liggja í sólbaði á meðan hún þrífur.
E. Bíða eftir að Gummi finni lyktina líka og geri eitthvað í henni ? *yeah right*
F. Ekkert af því sem talið er upp hér að framan. Ef þessi möguleiki er valinn, vinsamlegast komið með uppástungur.
Er að drepast, tengdó er að koma í heimsókn og ég verð að drullast til að gera eitthvað í þessu, það er varla líft hérna inni.
Sumar og sól
hérna í Danmörku. Ji það er svo gott veður. Ég nenni ekki að gera neitt nema hanga í sólinni og hafa það huggó ! Sem er ekkert slæmt en öllu má nú ofgera. Ég hjólaði niður í bæ í gær, NB fyrsta sinn sem ég hjóla niður eftir. Við búum upp á hæð og það er svakalega auðvelt að hjóla niður eftir en hrikalegt að hjóla heim. Ég hef ekki almennilega lagt í þessa miklu ferð, en var búin að lofa sjálfri mér því að hreyfa mig reglulega í sumar. M.a með því að hjóla. Enyways þá gekk þetta bara vel og ég fékk mér salat á Macdonalds, keypti mér buxur og bol. Las Moggann á bókasafninu og hafði það huggó. Ekki leiðinlegt það.
hérna í Danmörku. Ji það er svo gott veður. Ég nenni ekki að gera neitt nema hanga í sólinni og hafa það huggó ! Sem er ekkert slæmt en öllu má nú ofgera. Ég hjólaði niður í bæ í gær, NB fyrsta sinn sem ég hjóla niður eftir. Við búum upp á hæð og það er svakalega auðvelt að hjóla niður eftir en hrikalegt að hjóla heim. Ég hef ekki almennilega lagt í þessa miklu ferð, en var búin að lofa sjálfri mér því að hreyfa mig reglulega í sumar. M.a með því að hjóla. Enyways þá gekk þetta bara vel og ég fékk mér salat á Macdonalds, keypti mér buxur og bol. Las Moggann á bókasafninu og hafði það huggó. Ekki leiðinlegt það.
mánudagur, maí 31, 2004
Himmelbjerget
á að vera hæðsta fjall Danmerkur, það er það víst ekki en nógu fallegt er þar samt. Við fórum í dag með Einari Balvin og co. Keyrðum til Silkeborg og fórum þaðan með ferju, það var æðislega gaman. Það er alveg rosalega fallegt allt þarna í kring og auðvitað allt í blóma. Dásamlegt eins og Einar Kári og langamma hans segja í sífellu, dásamlegt ! En við fórum í Bambadýragarðinn í morgun og þar voru báðir drengirnir stangaðir af brjáluðum hreindýrum. Nei nei ég held nú frekar að drengirnir hafi gerst of nærgöngulir við þau.
Amma fer á morgun og svo koma Tengdó næstu helgi. Það verður væntalega mikið stuð, enda hörkufólk á ferð. Einar spurði pabba sinn þegar hann frétti að afi væri að koma; kemur hann á jeppanum ? hann varð fyrir svolitlum vonbrigðum þegar hann frétti að afi kemur bara í flugvél. Þvílíkt frat !
á að vera hæðsta fjall Danmerkur, það er það víst ekki en nógu fallegt er þar samt. Við fórum í dag með Einari Balvin og co. Keyrðum til Silkeborg og fórum þaðan með ferju, það var æðislega gaman. Það er alveg rosalega fallegt allt þarna í kring og auðvitað allt í blóma. Dásamlegt eins og Einar Kári og langamma hans segja í sífellu, dásamlegt ! En við fórum í Bambadýragarðinn í morgun og þar voru báðir drengirnir stangaðir af brjáluðum hreindýrum. Nei nei ég held nú frekar að drengirnir hafi gerst of nærgöngulir við þau.
Amma fer á morgun og svo koma Tengdó næstu helgi. Það verður væntalega mikið stuð, enda hörkufólk á ferð. Einar spurði pabba sinn þegar hann frétti að afi væri að koma; kemur hann á jeppanum ? hann varð fyrir svolitlum vonbrigðum þegar hann frétti að afi kemur bara í flugvél. Þvílíkt frat !
sunnudagur, maí 30, 2004
Gaman gaman
fórum á ströndina í gær eftir að hafa röllt um hallargarðinn fyrir hádegi. Veðrið er frábært og allir í stuði. Enda allir í fríi. Fórum út að borða og í bíó í gær, Lost in Translation, mæli með henni. Mæli líka með Ítalíu staðnum sem við fórum á í gær, algjört jömmi. Fórum með Maríu og Pálmari, eðal suðurnesjafólk. Eðal, annað eðalpar kom með síðbúna afmælisgjöf handa Einari Kára, Grétar og Karen kíktu upp úr bókunum og drukku kaffi í góða veðrinu. Ekki amalegt það.
Í dag er stefnan sett á Tivolí og grill í kvöld. Gummi er að redda gaskút á gasgrillið okkar, en það hefur gengið erfiðlega, dönum finnst fáránlega hallærislegt að grilla á gasgrilli. Við erum aðhlátursefni hverfisins, en það er í góðu lagi. Plebbar eru cool.
fórum á ströndina í gær eftir að hafa röllt um hallargarðinn fyrir hádegi. Veðrið er frábært og allir í stuði. Enda allir í fríi. Fórum út að borða og í bíó í gær, Lost in Translation, mæli með henni. Mæli líka með Ítalíu staðnum sem við fórum á í gær, algjört jömmi. Fórum með Maríu og Pálmari, eðal suðurnesjafólk. Eðal, annað eðalpar kom með síðbúna afmælisgjöf handa Einari Kára, Grétar og Karen kíktu upp úr bókunum og drukku kaffi í góða veðrinu. Ekki amalegt það.
Í dag er stefnan sett á Tivolí og grill í kvöld. Gummi er að redda gaskút á gasgrillið okkar, en það hefur gengið erfiðlega, dönum finnst fáránlega hallærislegt að grilla á gasgrilli. Við erum aðhlátursefni hverfisins, en það er í góðu lagi. Plebbar eru cool.
föstudagur, maí 28, 2004
Slys
varð í gær á fótboltaæfingunni hjá Gumma í gær. Hann kom heim alveg í rusli, í bókstaflegri merkingu ! Hann datt í upphitun og skaddaðist eitthvað á rifbeinunum *döh* Hann var allavegana alveg að drepast. Greyið !
Amma sat í gær með strákunum og þeir voru að borða koldskål sem er svona súrmjólk með sítrónubragði sem maður setur kökur út í. Hana langaði til að smakka hjá Guðna smá, eina teskeið. Hann hélt nú ekki, en Einar -þessi öðlingur- var ekki lengi að segja amma þú mátt alveg fá hjá mér ! Krúttið !
Kærar þakkir fyrir allar afmælisgjafirnar sem komu frá Íslandi þær hafa vakið mikla lukku. Dótið frá Sigga og Hafdísi er alveg að slá í gegn og fötin frá Ósk og co koma sterk inn í sumar í góða veðrinu. Takk fyrir drenginn ;-)
varð í gær á fótboltaæfingunni hjá Gumma í gær. Hann kom heim alveg í rusli, í bókstaflegri merkingu ! Hann datt í upphitun og skaddaðist eitthvað á rifbeinunum *döh* Hann var allavegana alveg að drepast. Greyið !
Amma sat í gær með strákunum og þeir voru að borða koldskål sem er svona súrmjólk með sítrónubragði sem maður setur kökur út í. Hana langaði til að smakka hjá Guðna smá, eina teskeið. Hann hélt nú ekki, en Einar -þessi öðlingur- var ekki lengi að segja amma þú mátt alveg fá hjá mér ! Krúttið !
Kærar þakkir fyrir allar afmælisgjafirnar sem komu frá Íslandi þær hafa vakið mikla lukku. Dótið frá Sigga og Hafdísi er alveg að slá í gegn og fötin frá Ósk og co koma sterk inn í sumar í góða veðrinu. Takk fyrir drenginn ;-)
fimmtudagur, maí 27, 2004
sumar og sól
hérna í Århús. Enda erum við amma búin að endihendast út um allt. Á ströndina, í gamla bæinn, í botaniska garðinn og upp í Brabrand að kíkja á slummið. Ægilega gaman.
En núna situr amma og er að reyna kenna Guðna að tala, ekki að það sé ekki tímabært. Hann er orðin 2ja og 1/2 og segir bara nei og já. Hann er meira að segja ný búin að læra að segja JÁ ! Alveg vangefið ! Skil edda bara ekki ! Hlýtur að koma frá Gumma fjölskyldu. Hlýtur að vera.
hérna í Århús. Enda erum við amma búin að endihendast út um allt. Á ströndina, í gamla bæinn, í botaniska garðinn og upp í Brabrand að kíkja á slummið. Ægilega gaman.
En núna situr amma og er að reyna kenna Guðna að tala, ekki að það sé ekki tímabært. Hann er orðin 2ja og 1/2 og segir bara nei og já. Hann er meira að segja ný búin að læra að segja JÁ ! Alveg vangefið ! Skil edda bara ekki ! Hlýtur að koma frá Gumma fjölskyldu. Hlýtur að vera.
The boy
er stórt verk eftir Ástralskan listamann á Aros en þangað fórum við amma í gær. Það var ótrúlega gaman að sjá þetta nýja og flotta safn sem var að opna. Við fórum í bæinn kl 10 um morgunin, fengum okkur að borða og vorum síðan á safninu til kl 15. Frábært. Það er svo gaman að fara svona með ömmu, gaman í góðum félagsskap. Annars erum við hættar að fara til köben, ætlum frekar að nota dagana hérna vel. Helgin verður örugglega skemmtileg. Vonandi að verðið verði betra ;-)
er stórt verk eftir Ástralskan listamann á Aros en þangað fórum við amma í gær. Það var ótrúlega gaman að sjá þetta nýja og flotta safn sem var að opna. Við fórum í bæinn kl 10 um morgunin, fengum okkur að borða og vorum síðan á safninu til kl 15. Frábært. Það er svo gaman að fara svona með ömmu, gaman í góðum félagsskap. Annars erum við hættar að fara til köben, ætlum frekar að nota dagana hérna vel. Helgin verður örugglega skemmtileg. Vonandi að verðið verði betra ;-)
þriðjudagur, maí 25, 2004
Bíó
Við fórum á bíó í gær. Sáum Troju með Brad Pitt. Það var rosalega gaman, flott mynd. Amma er svo frábær að passa að við ákváðum að skella okkur með Karenu og Grétari.
Annars höfum við amma það gott, fórum í bæinn í gær og það var bara fínt veður. Núna er ógeðslegt rok, jökk ekki gaman. En það rætist kannski eitthvað úr veðrinu -ég held samt ekki-
Það eru komnar nýjar myndir frá afmælinu hans Einars sem var á sunnudaginn. Gaman gaman.
Við fórum á bíó í gær. Sáum Troju með Brad Pitt. Það var rosalega gaman, flott mynd. Amma er svo frábær að passa að við ákváðum að skella okkur með Karenu og Grétari.
Annars höfum við amma það gott, fórum í bæinn í gær og það var bara fínt veður. Núna er ógeðslegt rok, jökk ekki gaman. En það rætist kannski eitthvað úr veðrinu -ég held samt ekki-
Það eru komnar nýjar myndir frá afmælinu hans Einars sem var á sunnudaginn. Gaman gaman.
sunnudagur, maí 23, 2004
Afmælið búið
í bili. Einar Kári er orðin 4ra ára á öllum vígstöðvum. Gaman að því. Afmælispartýið tókst bara vel og allir eru ánægðir. Þetta er í fyrsta sinn sem hann fattar pakka af einhverri alvöru og það fyrsta sem hann sagði við alla sem komu inn úr dyrunum var; "hvar er pakkinn" smá dúlló þegar maður er bara fjögurra. Vonum bara að hann hætti þessu fyrir 14 ára, þetta hættir nefnilega alveg að vera krúttlegt um 8 ára aldurinn.
En hann fékk fína pakka, vatnsbyssu, Hulk, Útidót, Spiderman bíl, teiknidót og margt fleirra. Guðni horfði á gestina drápsaugum afþví að hann fékk ekki líka pakka, en hann verður víst að læra þetta, maður er ekki alltaf eins !
Veðrið lék við hvurn sinn fingur og það var steik út á palli. Sem betur fer. Við erum líka búin að endurheimta ömmu og erum því MJÖG fegin.
í bili. Einar Kári er orðin 4ra ára á öllum vígstöðvum. Gaman að því. Afmælispartýið tókst bara vel og allir eru ánægðir. Þetta er í fyrsta sinn sem hann fattar pakka af einhverri alvöru og það fyrsta sem hann sagði við alla sem komu inn úr dyrunum var; "hvar er pakkinn" smá dúlló þegar maður er bara fjögurra. Vonum bara að hann hætti þessu fyrir 14 ára, þetta hættir nefnilega alveg að vera krúttlegt um 8 ára aldurinn.
En hann fékk fína pakka, vatnsbyssu, Hulk, Útidót, Spiderman bíl, teiknidót og margt fleirra. Guðni horfði á gestina drápsaugum afþví að hann fékk ekki líka pakka, en hann verður víst að læra þetta, maður er ekki alltaf eins !
Veðrið lék við hvurn sinn fingur og það var steik út á palli. Sem betur fer. Við erum líka búin að endurheimta ömmu og erum því MJÖG fegin.
fimmtudagur, maí 20, 2004
Afmæli
hjá Einari Baldvin var í dag. Við brunuðum upp í Hadsten eftir hádegi og erum búin að skemmta okkur vel. En það er leiðinda veður hérna, ótrúlegt rok og kalt !!! Óskemmtilegt fyrir ömmu sem ætlar reyndar að vera í Hadsten þangað til á sunnudaginn. Það er víst mikið betra veður þar ! En annars er ég bara þreytt eftir Íslandsdvölina og próflesturinn, skil ekkert í þessu. Hefur kannski eitthvað með drykkju og djamm að gera. Humm.
Það sem hæðst ber á góma núna er afmælið hans Einars Kára sem verður á sunnudaginn og erum við sveitt að baka. Vonum bara að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir og hafi betra veður. *krossleggjafingur*
hjá Einari Baldvin var í dag. Við brunuðum upp í Hadsten eftir hádegi og erum búin að skemmta okkur vel. En það er leiðinda veður hérna, ótrúlegt rok og kalt !!! Óskemmtilegt fyrir ömmu sem ætlar reyndar að vera í Hadsten þangað til á sunnudaginn. Það er víst mikið betra veður þar ! En annars er ég bara þreytt eftir Íslandsdvölina og próflesturinn, skil ekkert í þessu. Hefur kannski eitthvað með drykkju og djamm að gera. Humm.
Það sem hæðst ber á góma núna er afmælið hans Einars Kára sem verður á sunnudaginn og erum við sveitt að baka. Vonum bara að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir og hafi betra veður. *krossleggjafingur*
miðvikudagur, maí 19, 2004
Komin heim í heiðardalinn
og er því ægilega fegin ! Þetta er búið að vera frábært, skemmtilegt, meiriháttar og puð. En ég gisti hjá hjónunum -sem eru sko ný orðin hjón- Gumma og Hafdísi. Það var meiriháttar.- Óli Boggi nebbl sveik mig og byrjaði með stelpu, nennti ekki að hafa mig á stofugólfinu á meðan hann er í lovinu ! Skrítið !-
Brúðkaupið var æði ! Er enn með gæsahúð og læti. Mæli með Waterloo þegar gengið er úr kirkjunni, það er svo góður undirbúningur fyrir gott partý ! Partýið var sjúklega skemmtilegt ! Gaman gaman.
Fór í fullt af heimsóknum, sakna allra mikið en samt sem áður saknaði ég karlanna minna hérna heima alveg mest ! Ég ætla aldrei að fara svona aftur án þeirra.
En við Amma komum í gærkvöldi eftir 12 klst ferðalag, alveg búnar á því !
Heima er best.
og er því ægilega fegin ! Þetta er búið að vera frábært, skemmtilegt, meiriháttar og puð. En ég gisti hjá hjónunum -sem eru sko ný orðin hjón- Gumma og Hafdísi. Það var meiriháttar.- Óli Boggi nebbl sveik mig og byrjaði með stelpu, nennti ekki að hafa mig á stofugólfinu á meðan hann er í lovinu ! Skrítið !-
Brúðkaupið var æði ! Er enn með gæsahúð og læti. Mæli með Waterloo þegar gengið er úr kirkjunni, það er svo góður undirbúningur fyrir gott partý ! Partýið var sjúklega skemmtilegt ! Gaman gaman.
Fór í fullt af heimsóknum, sakna allra mikið en samt sem áður saknaði ég karlanna minna hérna heima alveg mest ! Ég ætla aldrei að fara svona aftur án þeirra.
En við Amma komum í gærkvöldi eftir 12 klst ferðalag, alveg búnar á því !
Heima er best.
þriðjudagur, maí 18, 2004
Jæja, þá er helgin á enda og okkur hlakkar mikið til að fá Tótu heim aftur. Einar er náttúrulega búinn að spyrja mig hvar mamma sé. Ég var að pæla í því að útskýra fyrir honum að mamma hafi þurft að fara í aðferðarfræði próf á fimmtud. morgun og í brúðkaup á laugardaginn hjá Gumma og Hafdísi. Mig svona grunaði að þetta hefði getað ruglað hann örlítið í rýminu. Í staðinn ákvað ég að segja við hann að mamma hafi þurft að fara að sækja ömmu tótu, en hún fer út með Tótu og verður hérna í 2 vikur. Fyrir Einar Kára er þetta sem sé kristal klárt og mjög lógískt. Honum finnst samt örlítið skrýtið hvað mamma er lengi að ná í ömmu.
Við fórum í gær í bíó á Katten eftir Dr. Streuss eða hvað hann nú heitir. Þetta sló mikið í gegn, og Guðni hélt þetta auðveldlega út. Ég passaði mig á að hafa nóg af "bensíni" fyrir þá, súkkulað rúsínur, hlaup, kók og flögur. Guðni getur étið út í eitt af svona dóti. Hann tekur Einar alveg í nefið. Þegar Einar er búinn að fá nóg, þá klárar Guðni líka hann portion. Honum er nákvæmlega sama hvort að honum finnst þetta gott eða vont nammi. Fyrir honum er nammi nammi, þ.e. maður segir ekki nei við slíku. Áttum frábæran dag, fórum í kaffi og mat til Einars Baldvin og Heiðbráar, en strákarnir eru alltaf rosalega ánægðir þar. Komum aftur heim um kl. 19:30 og ég skellti þeim í bað og síðan upp í rúm. Þeir eru búnir að standa sig eins og hetjur.
Við fórum í gær í bíó á Katten eftir Dr. Streuss eða hvað hann nú heitir. Þetta sló mikið í gegn, og Guðni hélt þetta auðveldlega út. Ég passaði mig á að hafa nóg af "bensíni" fyrir þá, súkkulað rúsínur, hlaup, kók og flögur. Guðni getur étið út í eitt af svona dóti. Hann tekur Einar alveg í nefið. Þegar Einar er búinn að fá nóg, þá klárar Guðni líka hann portion. Honum er nákvæmlega sama hvort að honum finnst þetta gott eða vont nammi. Fyrir honum er nammi nammi, þ.e. maður segir ekki nei við slíku. Áttum frábæran dag, fórum í kaffi og mat til Einars Baldvin og Heiðbráar, en strákarnir eru alltaf rosalega ánægðir þar. Komum aftur heim um kl. 19:30 og ég skellti þeim í bað og síðan upp í rúm. Þeir eru búnir að standa sig eins og hetjur.
fimmtudagur, maí 13, 2004
Jæja, tha er fyrsti dagurinn lidinn thar sem vid fedgarnir vorum einir án Tótu. Thetta gekk eins og í sögu, ég nádi í thá um kl. 3 í leikskólann. Einar virtist hafa verid sáttu vid afmælid sitt, en danski afmælissöngurinn var sunginn, sem hann hefur nátturulega ekkert skilid í. Strákarnir lékur sér sídan fyrir utan til kl. 18, en hluti af theim tíma fór í ad leita ad mömmu. Thad var eins og ad hann Einar byggist vid mömmu sinni hvad og hverju, stardu nidur eftir botnlanganum og sagdist vera ad bida eftir henni og ömmu tótu. Frekar fyndid. Sídan var bodid upp á íspinna í forrétt, pizzu í adalrétt og ís í eftirrétt. Í kvöldkaffi var sídan snakk og hlaup á bodstólum. Sem sé, ein alsherjar hollusta. Èg ætla nu ad vinna thetta upp í kvöld og bjóda upp á sænskar kjötbollur, sleppa kjötfars vidbjódnum og hafa í stadinn nautahakk.
miðvikudagur, maí 12, 2004
Afmælisstrákur
hann Einar Kári. Við foreldrarnir vöktum lengi að gera afmæliskökur, bakka inn gjöfum og gera pönnukökudeig sem drengurinn hafði óskað sér í morgunmat. Hann fékk ægilega fínar gjafir og við erum alveg í skýjunum með þetta allt saman.
Frá okkur fékk hann Hlaupahjól. Og Guðni líka ;-)
Frá Ömmu og Afa í Barmó fékk hann Chealse fótboltabúning með de hele, bók, lítinn bíl og smartís. Guðni fékk líka ;-) *maðurgræðiráaðverabróðir*
Frá Ömmu og Afa í Garðabænum fékk hann sundlaug og svo fengu þeir báðir boli með nafni sínu á !
Frá Ömmu Tótu var síðan SPIDERMEN stuttbuxur og bolur.
Við þökkum fyrir drenginn og hann þakkar fyrir sig. Við erum alveg í 7 himni með gjafirnar !
Það eru komnar myndir inn á myndasíðuna okkar, þar getið þið séð krúttin okkar !
Svo er það leikskólinn og svo Ísland. Nóg að gera !
hann Einar Kári. Við foreldrarnir vöktum lengi að gera afmæliskökur, bakka inn gjöfum og gera pönnukökudeig sem drengurinn hafði óskað sér í morgunmat. Hann fékk ægilega fínar gjafir og við erum alveg í skýjunum með þetta allt saman.
Frá okkur fékk hann Hlaupahjól. Og Guðni líka ;-)
Frá Ömmu og Afa í Barmó fékk hann Chealse fótboltabúning með de hele, bók, lítinn bíl og smartís. Guðni fékk líka ;-) *maðurgræðiráaðverabróðir*
Frá Ömmu og Afa í Garðabænum fékk hann sundlaug og svo fengu þeir báðir boli með nafni sínu á !
Frá Ömmu Tótu var síðan SPIDERMEN stuttbuxur og bolur.
Við þökkum fyrir drenginn og hann þakkar fyrir sig. Við erum alveg í 7 himni með gjafirnar !
Það eru komnar myndir inn á myndasíðuna okkar, þar getið þið séð krúttin okkar !
Svo er það leikskólinn og svo Ísland. Nóg að gera !
mánudagur, maí 10, 2004
Sumar sumar sumar og sól
í garðinum okkar. Við fórum ekki út úr húsi í gær. Sátum bara úti í garði, kláruðum að dytta að honum og höfðum það huggulegt. Karen og Gréta kíktu í kaffi og snúða. Ægilega huggulegt.
En ég er búin að sitja úti í garði í dag að lesa. Kjörið tækifæri, samt finnst mér svolítið heitt að vera í sólinni þegar það er 27° hiti. En það venst ! Hoho
í garðinum okkar. Við fórum ekki út úr húsi í gær. Sátum bara úti í garði, kláruðum að dytta að honum og höfðum það huggulegt. Karen og Gréta kíktu í kaffi og snúða. Ægilega huggulegt.
En ég er búin að sitja úti í garði í dag að lesa. Kjörið tækifæri, samt finnst mér svolítið heitt að vera í sólinni þegar það er 27° hiti. En það venst ! Hoho
sunnudagur, maí 09, 2004
Það er allt að verða vitlaust
hérna í danaveldi. Krónprinsinn er nefnilega að fara að gifta sig. Tilboðsbæklingarnir komu í hús í gær og okkur hjónunum finnst ægilega huggulegt að sitja og fletta í þeim á meðan við borðum hádegismat. Við situm yfirleitt og ræðum matseðil vikunar og dásömum hvað allt er ódýrt hérna í DK. En í þessari viku kveður við annan tón í bæklingunum, það er allt í brúðkaups þetta og Mary+Friðrik hitt. Það er hægt að kaupa nautasteikur sem eru með útskornu hjarta í miðjunni og þar er búið að setja svínakjöt. Lekkert ! Svo er hægt að kaupa, fingramat, kökur, kerti og sælgæti til þess að hafa í partýunum sem verða á föstudaginn þegar brúðkaupið verður. Það er búið að hengja upp tilkynningu í leikskólanum að starfsfólkið vilji gjarnan fá frí til þess að sjá brúðkaupið, hvort að foreldrar gætu verið svo vinsamlegir að gefa börnunum sínum frí, annars verða bara afleysingastarfsfólk sem passar -vúhú, þvílík hótun-. Svo er það sjónvarpið, allar stöðvar eru með þætti sem snúast um brúðkaupið á einn eða annan hátt, beinar útsendingar frá viðburðum sem krónprinsparið tekur þátt í og umfjallanir um þau. Í gær voru 3 stöðvar að sýna eitthvað þessu tengt á sama tíma. Allar opinberarstofnanir gefa frí eftir hádegi á föstudaginn og gefin hafa verið út tilmæli til einkafyrirtækjanna að þau geri hið sama ! Pælið hvað þetta kostar þjóðfélagið !
En ég verð á íslandi, strákarnir í leikskólanum með afleysingarfólkinu, Gummi í vinnunni, íslendingarnir í partýum að horfa og það er bara fínt. Ég verð nú alveg að viðurkenna að ég væri alveg til í að sjá alla flottu kjólana sem konurnar eru í . En athöfnina sjálfa nenni ég alls ekki að sjá. En ég held nú samt að ég þurfi að hafa litlar áhyggjur af því, ég á örugglega ekki eftir að hafa tíma á íslandi, ég verð í klippingu hjá Óla Bogga og hana nú. Á eftir að hafa áhyggjur af allt öðru brúðkaupi, nefnilega brúðkaupi ársins í mínu lífi. Hafdís og Gummi fá sko ekki að stengja hvert öðru heit án þess að ég sé á staðnum !
hérna í danaveldi. Krónprinsinn er nefnilega að fara að gifta sig. Tilboðsbæklingarnir komu í hús í gær og okkur hjónunum finnst ægilega huggulegt að sitja og fletta í þeim á meðan við borðum hádegismat. Við situm yfirleitt og ræðum matseðil vikunar og dásömum hvað allt er ódýrt hérna í DK. En í þessari viku kveður við annan tón í bæklingunum, það er allt í brúðkaups þetta og Mary+Friðrik hitt. Það er hægt að kaupa nautasteikur sem eru með útskornu hjarta í miðjunni og þar er búið að setja svínakjöt. Lekkert ! Svo er hægt að kaupa, fingramat, kökur, kerti og sælgæti til þess að hafa í partýunum sem verða á föstudaginn þegar brúðkaupið verður. Það er búið að hengja upp tilkynningu í leikskólanum að starfsfólkið vilji gjarnan fá frí til þess að sjá brúðkaupið, hvort að foreldrar gætu verið svo vinsamlegir að gefa börnunum sínum frí, annars verða bara afleysingastarfsfólk sem passar -vúhú, þvílík hótun-. Svo er það sjónvarpið, allar stöðvar eru með þætti sem snúast um brúðkaupið á einn eða annan hátt, beinar útsendingar frá viðburðum sem krónprinsparið tekur þátt í og umfjallanir um þau. Í gær voru 3 stöðvar að sýna eitthvað þessu tengt á sama tíma. Allar opinberarstofnanir gefa frí eftir hádegi á föstudaginn og gefin hafa verið út tilmæli til einkafyrirtækjanna að þau geri hið sama ! Pælið hvað þetta kostar þjóðfélagið !
En ég verð á íslandi, strákarnir í leikskólanum með afleysingarfólkinu, Gummi í vinnunni, íslendingarnir í partýum að horfa og það er bara fínt. Ég verð nú alveg að viðurkenna að ég væri alveg til í að sjá alla flottu kjólana sem konurnar eru í . En athöfnina sjálfa nenni ég alls ekki að sjá. En ég held nú samt að ég þurfi að hafa litlar áhyggjur af því, ég á örugglega ekki eftir að hafa tíma á íslandi, ég verð í klippingu hjá Óla Bogga og hana nú. Á eftir að hafa áhyggjur af allt öðru brúðkaupi, nefnilega brúðkaupi ársins í mínu lífi. Hafdís og Gummi fá sko ekki að stengja hvert öðru heit án þess að ég sé á staðnum !
föstudagur, maí 07, 2004
Prófið
gekk vel held ég. Það var allavegana ekkert sem kom mér neitt svakalega á óvart, ég gat svarað öllu að einhverju leiti en engu að fullu. Sem er svosem allt í lagi ! Held ég, vona ég.
Það var svo mikill kraftur í okkur að við drifum okkur út í garð að laga til, slá og reyta arfa. En það er samt hellngur eftir !
Við Einar vorum að spjalla þegar ég var að labba með þá heim úr skólanum, ég spurði eins og vant er hvað hann hafði verið að bralla. Hann sagði nú fátt, en sagði að hann hefði farið í strætó með konu og brúna stráknum. Þau fóru á kaffihús. AHA, það tók mig smá tíma að fatta um hvað hann var að tala þegar ég fattaði að hann er alltaf í málörvunarhóp á miðvikudögum og þá gera þau margt sniðugt! Þetta hefur sennilega verið liður í því.
Veðrið er æðislegt hérna, 20 stig hiti og sól. Jömmí.
Næsta próf verður síðan á Íslandi 13 mai en ég kem 12 mai um kvöldið kl 21. Ég hlakka til og kvíði fyrir, ég hef aldrei farið svona lengi frá stráknum. Gummi hlýtur nú að redda þessu, ég verð bara að vona það. Múhhahaha
gekk vel held ég. Það var allavegana ekkert sem kom mér neitt svakalega á óvart, ég gat svarað öllu að einhverju leiti en engu að fullu. Sem er svosem allt í lagi ! Held ég, vona ég.
Það var svo mikill kraftur í okkur að við drifum okkur út í garð að laga til, slá og reyta arfa. En það er samt hellngur eftir !
Við Einar vorum að spjalla þegar ég var að labba með þá heim úr skólanum, ég spurði eins og vant er hvað hann hafði verið að bralla. Hann sagði nú fátt, en sagði að hann hefði farið í strætó með konu og brúna stráknum. Þau fóru á kaffihús. AHA, það tók mig smá tíma að fatta um hvað hann var að tala þegar ég fattaði að hann er alltaf í málörvunarhóp á miðvikudögum og þá gera þau margt sniðugt! Þetta hefur sennilega verið liður í því.
Veðrið er æðislegt hérna, 20 stig hiti og sól. Jömmí.
Næsta próf verður síðan á Íslandi 13 mai en ég kem 12 mai um kvöldið kl 21. Ég hlakka til og kvíði fyrir, ég hef aldrei farið svona lengi frá stráknum. Gummi hlýtur nú að redda þessu, ég verð bara að vona það. Múhhahaha
fimmtudagur, maí 06, 2004
miðvikudagur, maí 05, 2004
ÖM LÚÐI !
Er ég ! síðasta blogg var svona krísublogg, ég var að bíða eftir prófinu sem kom aldrei. Öm það var kannski ekkert skrítið. Það kom daginn eftir..........eins og talað hafði verið um. Ég er ekkert smá dofin í hausnum stundum, þetta er nú ekki líkt mér þannig að ég vil skrifa þetta á stresssss. Fress.
En sem sagt er ég með heimaprófið núna og það gegnur bara vel, ég held að ég massi þetta bara alveg. Þóra bekkjasystir mín og Árni maðurinn hennar eru í heimsókn, en þau eru að koma hingað að kíkja á aðstæður þar sem þau eru að spá í að flytja hingað. Þá myndum við Þóra vera saman í bekk, gaman gaman. María sér nú aðallega um þau þar sem ég er í heimaprófi .
Hérna er núna ausandi rigning og leiðindaveður. En ég er svosem fegin, ekki á ég að vera að dandalast eitthvað úti. Humm.
Annars er ég búin að fá eina einkun og fékk 7, er bara frekar ánægð með það.
Strákarnir eru hressir og kátir og hlakka til að fara í leikskólann á hverjum degi, Gumma hlakkar líka til að fara í vinnuna á hverjum degi og hjólar eins og eldibrandur ! *hahaha*
Gaman að þessu öllu saman.
Einar Kári á afmæli eftir viku, 4 ára elsku karlinn. Honum líst nú bara ekkert á að verða svona gamall, því að þá verður farið að gera alls konar ósanngjarnar kröfur á hann s.s að klæða sig í skóna. *dæs*
Er ég ! síðasta blogg var svona krísublogg, ég var að bíða eftir prófinu sem kom aldrei. Öm það var kannski ekkert skrítið. Það kom daginn eftir..........eins og talað hafði verið um. Ég er ekkert smá dofin í hausnum stundum, þetta er nú ekki líkt mér þannig að ég vil skrifa þetta á stresssss. Fress.
En sem sagt er ég með heimaprófið núna og það gegnur bara vel, ég held að ég massi þetta bara alveg. Þóra bekkjasystir mín og Árni maðurinn hennar eru í heimsókn, en þau eru að koma hingað að kíkja á aðstæður þar sem þau eru að spá í að flytja hingað. Þá myndum við Þóra vera saman í bekk, gaman gaman. María sér nú aðallega um þau þar sem ég er í heimaprófi .
Hérna er núna ausandi rigning og leiðindaveður. En ég er svosem fegin, ekki á ég að vera að dandalast eitthvað úti. Humm.
Annars er ég búin að fá eina einkun og fékk 7, er bara frekar ánægð með það.
Strákarnir eru hressir og kátir og hlakka til að fara í leikskólann á hverjum degi, Gumma hlakkar líka til að fara í vinnuna á hverjum degi og hjólar eins og eldibrandur ! *hahaha*
Gaman að þessu öllu saman.
Einar Kári á afmæli eftir viku, 4 ára elsku karlinn. Honum líst nú bara ekkert á að verða svona gamall, því að þá verður farið að gera alls konar ósanngjarnar kröfur á hann s.s að klæða sig í skóna. *dæs*
mánudagur, maí 03, 2004
Heimaprófið
átti að koma fyrir 25 mín en er ekki ennþá komið. Ég þoli ekki svona ! Er nógu stressuð fyrir, það bætir ekki úr skák að þurfa að bíða.
Vil nota tækifærið og óska stórvini okkar honum Grétari til hamingju með afmælið. Góður drengur !
átti að koma fyrir 25 mín en er ekki ennþá komið. Ég þoli ekki svona ! Er nógu stressuð fyrir, það bætir ekki úr skák að þurfa að bíða.
Vil nota tækifærið og óska stórvini okkar honum Grétari til hamingju með afmælið. Góður drengur !
sunnudagur, maí 02, 2004
Djamm djamm og djamm.
í miðri prófatörn er nú kannski ekkert svo sniðugt en það var svooooooooo gaman á föstudaginn. Við fórum í listagallerí þar sem var vínsmökkun, svo borðuðum við dásamlega góðan mat og drukkum allt of mikið af víni með. En þetta var allt ótrúlega sniðugt og skemmtilegt. Gaman að hitta vinnufélaga hans Gumma. Drengirnir voru hérna í góðu yfirlæti hjá Einari Baldvin og Heiðbrá, fengu snakk, kók og nammi eins og þeir gátu í sig látið. Og það finnst nú litlum strákum aldrei leiðinlegt.
Laugardagurinn var svona letidagur, en ég var búin að mæla mér mót við strákamömmur á róló en við flúðum hingað heim þar sem við sátum og kjöftuðum lengi lengi. Gummi var með alla strákana -5- á efri hæðinni á meðan og þeir skemmtu sér konunglega. Mikið grín mikið gaman.
Í dag er ég búin að vera að lesa, Gummi fór með strákana í heimsókn til EBB og HJ.
Ég hlakka til þegar prófin eru búin, skil ekkert í sjálfri mér að nenna að vera í skóla, próftíminn er svo skelfilega leiðinlegur !!!
í miðri prófatörn er nú kannski ekkert svo sniðugt en það var svooooooooo gaman á föstudaginn. Við fórum í listagallerí þar sem var vínsmökkun, svo borðuðum við dásamlega góðan mat og drukkum allt of mikið af víni með. En þetta var allt ótrúlega sniðugt og skemmtilegt. Gaman að hitta vinnufélaga hans Gumma. Drengirnir voru hérna í góðu yfirlæti hjá Einari Baldvin og Heiðbrá, fengu snakk, kók og nammi eins og þeir gátu í sig látið. Og það finnst nú litlum strákum aldrei leiðinlegt.
Laugardagurinn var svona letidagur, en ég var búin að mæla mér mót við strákamömmur á róló en við flúðum hingað heim þar sem við sátum og kjöftuðum lengi lengi. Gummi var með alla strákana -5- á efri hæðinni á meðan og þeir skemmtu sér konunglega. Mikið grín mikið gaman.
Í dag er ég búin að vera að lesa, Gummi fór með strákana í heimsókn til EBB og HJ.
Ég hlakka til þegar prófin eru búin, skil ekkert í sjálfri mér að nenna að vera í skóla, próftíminn er svo skelfilega leiðinlegur !!!
föstudagur, apríl 30, 2004
Stöðumælavörður
Reyndi að sekta mig fyrir 2 dögum. Málið var að ég þurfti aðeins að skreppa í mollið að kaupa svolítið -týpískt svona í prófum- og ég tími aldrei að borga í bílastæðahúsið. Þannig að ég legg yfirleitt í stæði sem ekki þarf að borga fyrir. Hélt ég ! En ég er allavegana að ganga út og sé 3 menn standa við bílinn minn og hleyp að bílnum og spyr mjög ljóskulega ;"ertu að sekta bílinn minn ?" Þeir sögðu við mig að bílnum væri ólöglega lagt og ég fengi 600 dkr sekt fyrir það. Ég ennþá alveg ljóshærð útskýrði fyrir þeim að ég væri frá Íslandi og þar mætti maður bara leggja hvar sem er ! Ég kynni bara ekki á svona kerfi þar sem mætti bara leggja sumstaðar en ekki annarsstaðar, ég gæti engan vegin áttað mig á því ! Þeir sáu aumur á mér og slepptu mér án þess að fá sekt. Með því skilyrði að ég myndi aldrei gera þetta aftur ! Múhahahahah !
En annars er allt fínt að frétta héðan, við erum að fara á djamm með vinnunni hans Gumma í kvöld og Einar Baldvin og Heiðbrá ætla að passa ! En ég ætti auðvitað að vera heima að læra, en ég NENNI því ekki ! hoho
Reyndi að sekta mig fyrir 2 dögum. Málið var að ég þurfti aðeins að skreppa í mollið að kaupa svolítið -týpískt svona í prófum- og ég tími aldrei að borga í bílastæðahúsið. Þannig að ég legg yfirleitt í stæði sem ekki þarf að borga fyrir. Hélt ég ! En ég er allavegana að ganga út og sé 3 menn standa við bílinn minn og hleyp að bílnum og spyr mjög ljóskulega ;"ertu að sekta bílinn minn ?" Þeir sögðu við mig að bílnum væri ólöglega lagt og ég fengi 600 dkr sekt fyrir það. Ég ennþá alveg ljóshærð útskýrði fyrir þeim að ég væri frá Íslandi og þar mætti maður bara leggja hvar sem er ! Ég kynni bara ekki á svona kerfi þar sem mætti bara leggja sumstaðar en ekki annarsstaðar, ég gæti engan vegin áttað mig á því ! Þeir sáu aumur á mér og slepptu mér án þess að fá sekt. Með því skilyrði að ég myndi aldrei gera þetta aftur ! Múhahahahah !
En annars er allt fínt að frétta héðan, við erum að fara á djamm með vinnunni hans Gumma í kvöld og Einar Baldvin og Heiðbrá ætla að passa ! En ég ætti auðvitað að vera heima að læra, en ég NENNI því ekki ! hoho
miðvikudagur, apríl 28, 2004
Foreldrafundur
var á Vöggustofunni hans Guðna í gærkvöldi. Umræðuefnið og fyrirlesarinn var Næringarfræðingur sem sér um ráðgjöf til allra stofnanna sem hafa eitthvað með börn að gera. Þetta var mjög áhugaverður og skemmtilegur fundur.
Það var mæting kl 19 en mér sýndist ekki vera neitt sérlega góð mæting. Þetta var voðalega huggulegt, kerti, rauðvín, vínber, ostar, súkkulaði og kex á borðum. Þetta myndi maður seint sjá á leikskólum heima !!! En næringarfræðingurinn talaði um sykurneyslu barna og "madpakkene". Málið er að Danir eru heldur aftarlega á merinni -finnst mér- í svona málum. Hérna eru t.d engar vörur sem hægt er að kaupa sykurlausar, en allt er fitulaust. T.D er kókómjólkin hérna úr undanrennu en svo rosalega sæt að strákunum finnst hún ógeðsleg !!! Ég hef ekki fundið neinar mjólkurvörur í formi Jógurta og svoleiðis sem þeir vilja. Þarna kemur skyrið sterkt inn heima, algjör snilld sú vara. En anyways er fullt af svona vörum hérna sem er svona mitt á milli þess að vera sælgæti og vera matur. Svona hálfgerðar kökur, fólk kaupir þetta í þeirri góðu trú að það sé að gera börnunum sínum gott afþví að þetta er svo "hollt". Svo sendir fólk börnin sín með þetta í leikskólann og það verða ægileg leiðindi því að þau fara heim og segja ALLIR fá svona og svona, akkuru ekki ég !
Ég verð nú samt alveg að segja að ég er enginn sykur-nammi fanatík. Strákarnir mega alveg fá nammi, ís og kók. Við bara gleymum oft að gefa þeim, kaupum nammi og svo er það bara uppí í skáp. Og við kaupum ekki kex af þeirri einföldu ástæðu að þá borðum við það ;-/ og það er ekki gott.
Umræðan heima á meðal vinkvenna og bekkjasystra minna er mikil um sykur og að það eigi ekki að gefa sykur í óhófi, flestar kaupa sykurlausarmatvörur en feita osta til þess að gefa börnunum. Prótein VS kolvetni er líka mikið umtalsefni, fólki ofbyður oft þessi brauðneysla. En hérna hafa rannsóknir sýnt að börn fá of fitusnautt fæði en mikin sykur. Sem er alls ekki nógu hollt.
En það sem gladdi mig mest við það sem næringarfræðingurinn sagði um matarvenjur barna að við ættum að leyfa þeim að vera matvönd og alls ekki pína börn til þess að vera mikið að smakka nýja hluti. Það kemur allt með meiri þroska. Svo framarlega sem börn borða um 400gr af grænmeti og ávöxtum, fá eitt glas af mjólk á dag þá eru þau í góðum málum. Mikill léttir að heyra þetta, þá get ég hætt að slást við strákana á kvöldinn þegar þeir vilja ekki borða matinn. Þeir eru nefnilega alltaf til í að skipa á matnum og grænmeti. Tómatar, gúrkur, bananar og epli eru í miklu uppáhaldi á þessum bæ. *guðisélof*
var á Vöggustofunni hans Guðna í gærkvöldi. Umræðuefnið og fyrirlesarinn var Næringarfræðingur sem sér um ráðgjöf til allra stofnanna sem hafa eitthvað með börn að gera. Þetta var mjög áhugaverður og skemmtilegur fundur.
Það var mæting kl 19 en mér sýndist ekki vera neitt sérlega góð mæting. Þetta var voðalega huggulegt, kerti, rauðvín, vínber, ostar, súkkulaði og kex á borðum. Þetta myndi maður seint sjá á leikskólum heima !!! En næringarfræðingurinn talaði um sykurneyslu barna og "madpakkene". Málið er að Danir eru heldur aftarlega á merinni -finnst mér- í svona málum. Hérna eru t.d engar vörur sem hægt er að kaupa sykurlausar, en allt er fitulaust. T.D er kókómjólkin hérna úr undanrennu en svo rosalega sæt að strákunum finnst hún ógeðsleg !!! Ég hef ekki fundið neinar mjólkurvörur í formi Jógurta og svoleiðis sem þeir vilja. Þarna kemur skyrið sterkt inn heima, algjör snilld sú vara. En anyways er fullt af svona vörum hérna sem er svona mitt á milli þess að vera sælgæti og vera matur. Svona hálfgerðar kökur, fólk kaupir þetta í þeirri góðu trú að það sé að gera börnunum sínum gott afþví að þetta er svo "hollt". Svo sendir fólk börnin sín með þetta í leikskólann og það verða ægileg leiðindi því að þau fara heim og segja ALLIR fá svona og svona, akkuru ekki ég !
Ég verð nú samt alveg að segja að ég er enginn sykur-nammi fanatík. Strákarnir mega alveg fá nammi, ís og kók. Við bara gleymum oft að gefa þeim, kaupum nammi og svo er það bara uppí í skáp. Og við kaupum ekki kex af þeirri einföldu ástæðu að þá borðum við það ;-/ og það er ekki gott.
Umræðan heima á meðal vinkvenna og bekkjasystra minna er mikil um sykur og að það eigi ekki að gefa sykur í óhófi, flestar kaupa sykurlausarmatvörur en feita osta til þess að gefa börnunum. Prótein VS kolvetni er líka mikið umtalsefni, fólki ofbyður oft þessi brauðneysla. En hérna hafa rannsóknir sýnt að börn fá of fitusnautt fæði en mikin sykur. Sem er alls ekki nógu hollt.
En það sem gladdi mig mest við það sem næringarfræðingurinn sagði um matarvenjur barna að við ættum að leyfa þeim að vera matvönd og alls ekki pína börn til þess að vera mikið að smakka nýja hluti. Það kemur allt með meiri þroska. Svo framarlega sem börn borða um 400gr af grænmeti og ávöxtum, fá eitt glas af mjólk á dag þá eru þau í góðum málum. Mikill léttir að heyra þetta, þá get ég hætt að slást við strákana á kvöldinn þegar þeir vilja ekki borða matinn. Þeir eru nefnilega alltaf til í að skipa á matnum og grænmeti. Tómatar, gúrkur, bananar og epli eru í miklu uppáhaldi á þessum bæ. *guðisélof*
þriðjudagur, apríl 27, 2004
Prófið var fínt í gær
eða svona þannig. Ég fann nú alveg fyrir því að það munaði miklu að ég náði að lesa vel síðustu dagana fyrir prófið. En þetta fag hefur setið svolítið á hakanum hjá mér -eins og öll hin fögin- ég hef bara rétt náð að gera þau verkefni sem ég VERÐ að gera og svo einhvernvegin ekki meir. En þrátt fyrir það er mér að ganga ágætlega og ég er alveg að massa 7-8 í vetrareinkunir í flestu. Vetrareinkunin gildir um 50% í öllum kúrsum þannig að ég er sátt. Ég er greinilega að vinna ágætlega undir pressu ;-) Svo er næsta próf á mánudaginn í straumum og stefnum í leikskólauppeldi ég er svolítið hrædd við það fag, eða réttara sagt ég er hrædd við kennarann hún hefur kennt mér allar annir og ég veit einhvernveginn aldrei hvað hún vill fá !!! Mjög snúið allt.
Við fengum tjaldið og eldunarsettið í gær. Ég er ótrúlega spennt að sjá tjaldið ! Gummi hringdi einmitt úr vinnunni í gær eftir að ég sagði honum að tjaldið væri komið þá hafði hann mestar áhyggjur að ég myndi tjalda því úti í garði ! Humm, alveg í hreinskilni þá held ég að ef það hefði ekki verið rigning -og ég í heimaprófi- þá hefði ég nú sennilega skellt mér í að tjalda og kíkja á gripinn. Hver veit nema það hefði verið kvöldmatur úti í garð ;-) Ég er klikk ég veit það !!
Annars eru allir hressir og kátir. Guðni er farinn að sleppa því að segja NEI heldur segir hann NEJ, frekar krúttlegt. Ekki mikill munur en munur þó.
Takk fyrir peppupp kommentin í gær, halda áfram svona. Hoho.
eða svona þannig. Ég fann nú alveg fyrir því að það munaði miklu að ég náði að lesa vel síðustu dagana fyrir prófið. En þetta fag hefur setið svolítið á hakanum hjá mér -eins og öll hin fögin- ég hef bara rétt náð að gera þau verkefni sem ég VERÐ að gera og svo einhvernvegin ekki meir. En þrátt fyrir það er mér að ganga ágætlega og ég er alveg að massa 7-8 í vetrareinkunir í flestu. Vetrareinkunin gildir um 50% í öllum kúrsum þannig að ég er sátt. Ég er greinilega að vinna ágætlega undir pressu ;-) Svo er næsta próf á mánudaginn í straumum og stefnum í leikskólauppeldi ég er svolítið hrædd við það fag, eða réttara sagt ég er hrædd við kennarann hún hefur kennt mér allar annir og ég veit einhvernveginn aldrei hvað hún vill fá !!! Mjög snúið allt.
Við fengum tjaldið og eldunarsettið í gær. Ég er ótrúlega spennt að sjá tjaldið ! Gummi hringdi einmitt úr vinnunni í gær eftir að ég sagði honum að tjaldið væri komið þá hafði hann mestar áhyggjur að ég myndi tjalda því úti í garði ! Humm, alveg í hreinskilni þá held ég að ef það hefði ekki verið rigning -og ég í heimaprófi- þá hefði ég nú sennilega skellt mér í að tjalda og kíkja á gripinn. Hver veit nema það hefði verið kvöldmatur úti í garð ;-) Ég er klikk ég veit það !!
Annars eru allir hressir og kátir. Guðni er farinn að sleppa því að segja NEI heldur segir hann NEJ, frekar krúttlegt. Ekki mikill munur en munur þó.
Takk fyrir peppupp kommentin í gær, halda áfram svona. Hoho.
mánudagur, apríl 26, 2004
Heimpróf
Er að fara í heimapróf eftir smá stund og er alveg að deyja úr stressi ! Arg þoli ekki svona stress er búin að drekka marga kaffibolla og er alveg að missssssa mig !
Helgin var frábær, grilluðum í fyrsta sinn og það var meiriháttar. Annars var ég bara að læra undir próf afþví að það er SVOOOOOOOO skemmtilegt !
Er að fara í heimapróf eftir smá stund og er alveg að deyja úr stressi ! Arg þoli ekki svona stress er búin að drekka marga kaffibolla og er alveg að missssssa mig !
Helgin var frábær, grilluðum í fyrsta sinn og það var meiriháttar. Annars var ég bara að læra undir próf afþví að það er SVOOOOOOOO skemmtilegt !
föstudagur, apríl 23, 2004
Gaman saman í sumar.
Eða það vona ég að minnsta kosti. Það er kominn mikill sumarhugur í okkur Gumma og við keyptum okkur tjald í gær. Reyndar bara á netinu en engu að síður er 4 manna tjald og eldunarsett á leiðinni hingað í pósti. Gaman gaman. Svo er ég búin að vera að browsa um netið og ég fann frábæra heimasíðu þar sem öll tjaldstæði eru og þau eru ekkert slor. Mig langar svo að fara um suður Jótland sérstaklega á eyju sem heitir Römo. Um hvað ég hlakka til.
Sumardagurinn fyrsti var víst á fimmtudaginn, hann hefði gjörsamlega farið framhjá okkur nema afþví að við fengum sumargjafir og kort. Æðislega gaman ! Takk fyrir okkur.
Annars er lítið að frétta ég er bara að reyna að drusla mér í gegnum siðfræðina gengur hægt en gengur þó ! Gummi er að fara á morgun að vinna með fólkinu hérna í kring. Málið er að þetta svæði hérna í kring er í okkar eigu og við borgum visst mikið í sameiginlegan sjóð til þess að láta sjá um að það sé slegið grasið og tréin klippt. En semsagt 1x á ári er svona fællesmöde -mjög vinsælt hjá dönum allt þetta fællesdót- þar sem allir hittast og ditta að umhvefinu. Dagurinn byrjar ægilega huggulega með kaffi og vínarbrauðum. Ef ég þekki dani rétt þá verður örugglega vinnudeginum lokið með bjór ! En ekki hvað ;-)
Eða það vona ég að minnsta kosti. Það er kominn mikill sumarhugur í okkur Gumma og við keyptum okkur tjald í gær. Reyndar bara á netinu en engu að síður er 4 manna tjald og eldunarsett á leiðinni hingað í pósti. Gaman gaman. Svo er ég búin að vera að browsa um netið og ég fann frábæra heimasíðu þar sem öll tjaldstæði eru og þau eru ekkert slor. Mig langar svo að fara um suður Jótland sérstaklega á eyju sem heitir Römo. Um hvað ég hlakka til.
Sumardagurinn fyrsti var víst á fimmtudaginn, hann hefði gjörsamlega farið framhjá okkur nema afþví að við fengum sumargjafir og kort. Æðislega gaman ! Takk fyrir okkur.
Annars er lítið að frétta ég er bara að reyna að drusla mér í gegnum siðfræðina gengur hægt en gengur þó ! Gummi er að fara á morgun að vinna með fólkinu hérna í kring. Málið er að þetta svæði hérna í kring er í okkar eigu og við borgum visst mikið í sameiginlegan sjóð til þess að láta sjá um að það sé slegið grasið og tréin klippt. En semsagt 1x á ári er svona fællesmöde -mjög vinsælt hjá dönum allt þetta fællesdót- þar sem allir hittast og ditta að umhvefinu. Dagurinn byrjar ægilega huggulega með kaffi og vínarbrauðum. Ef ég þekki dani rétt þá verður örugglega vinnudeginum lokið með bjór ! En ekki hvað ;-)
fimmtudagur, apríl 22, 2004
Guðni týndist
á þriðjudaginn. Gummi var í köben og það var allt í volli.
Málið var að ég fór að sækja þá í leikskólann -að venju- og þegar við komum heim þá höfum við það alltaf þannig að á meðan ég geri þetta venjulega sem ég geri alltaf, taka þvott af snúrunum, setja yfir kaffi og undir búa smá snarl fyrir þá, þá eru þeir úti að hjóla. Það þykir þeim ægilegt sport og það er alltaf nóg um að vera hérna í nágreninu. Æðislega gaman. Nema það að Einar er búin að vera frekar þreyttur eftir leikskólann og því vill hann komast beint inn að borða og horfa svo að eins á sjónvarpið. Guðni hélt uppteknum hætti og fór og hjólaði. Svo þegar ég ætlaði að kalla á hann inn fann ég hann hvergi. Það var bara hjól á miðri götu og enginn Guðni. Ég var nú ekkert stressuð fyrsta korterið en svo fór ég að ókyrrast. Ég spurði alla sem ég hitti hvort að þeir hefðu rekist á hann og áður en ég vissi af var komið heilt lið að leit að honum. Ég gekk um með tárinn í augunum og fannst þetta HRÆÐILEGT. Ég er sá fyrir mér að honum hefði verið rænt og við krafin um lausnargjald. Ég hringdi í Karen til þess að sitja hjá Einari á meðan ég var að leita. Á meðan hún hjólaði hingað kom nágrannakona mín með Guðna. Hann hafði þá verið alveg hinum megin við götuna lengst upp frá. Mikið var ég glöð þegar hann fannst og ég var í svo mikilli geðshræringu að ég gleymdi að þakka öllum fyrir hjálpina við að leita.:-/
En annars er allt gott að frétta ég fer í fyrsta prófið mitt á mánudaginn og það er bara lesa,lesa,lesa og lesa.
á þriðjudaginn. Gummi var í köben og það var allt í volli.
Málið var að ég fór að sækja þá í leikskólann -að venju- og þegar við komum heim þá höfum við það alltaf þannig að á meðan ég geri þetta venjulega sem ég geri alltaf, taka þvott af snúrunum, setja yfir kaffi og undir búa smá snarl fyrir þá, þá eru þeir úti að hjóla. Það þykir þeim ægilegt sport og það er alltaf nóg um að vera hérna í nágreninu. Æðislega gaman. Nema það að Einar er búin að vera frekar þreyttur eftir leikskólann og því vill hann komast beint inn að borða og horfa svo að eins á sjónvarpið. Guðni hélt uppteknum hætti og fór og hjólaði. Svo þegar ég ætlaði að kalla á hann inn fann ég hann hvergi. Það var bara hjól á miðri götu og enginn Guðni. Ég var nú ekkert stressuð fyrsta korterið en svo fór ég að ókyrrast. Ég spurði alla sem ég hitti hvort að þeir hefðu rekist á hann og áður en ég vissi af var komið heilt lið að leit að honum. Ég gekk um með tárinn í augunum og fannst þetta HRÆÐILEGT. Ég er sá fyrir mér að honum hefði verið rænt og við krafin um lausnargjald. Ég hringdi í Karen til þess að sitja hjá Einari á meðan ég var að leita. Á meðan hún hjólaði hingað kom nágrannakona mín með Guðna. Hann hafði þá verið alveg hinum megin við götuna lengst upp frá. Mikið var ég glöð þegar hann fannst og ég var í svo mikilli geðshræringu að ég gleymdi að þakka öllum fyrir hjálpina við að leita.:-/
En annars er allt gott að frétta ég fer í fyrsta prófið mitt á mánudaginn og það er bara lesa,lesa,lesa og lesa.
mánudagur, apríl 19, 2004
Helgin var fín
gott veður sól og blíða. Við fórum í tivólíð með nesti -alveg eins og hinir danirnir- og leyfðum svo strákunum að leika sér í leiktækjunum sem eru þar. Það var fínt en við foreldrarnir vorum aðeins of ílla klædd.*burr,burr* Um kvöldið fór ég síðan í stelpupartý og það var æðislega gaman. Ég hitti 3 stelpur sem ég hef aldrei séð áður og 2 af þeim eiga stráka á Einars aldri. Ég ætla að reyna að drífa hann í heimsókn til þeirra sem fyrst.
Sunnudagurinn var letidagur en við kíktum inn í Barbrand sem er gettóið hérna í Århús. Það eru hlutfallslega mest um fólk af erlendum uppruna hérna í Århús af öllum bæjum hérna í danmörku. Flestir útlendingarnir safnast saman þarna í Brabrand. Það er varla hægt að sjá fólk sem er ljóst á hörund, konurnar eru með slæður og karlarnir eru með gullkeðjur og á þvílíku sportbílunum. Helsta aðdráttarafl Brabrand er Bazar Vest sem er markaður sem selur grænmeti, ávexti og arabískan mat *nammi namm*. En ástandi er svo slæmt þarna að lögreglan fer ekki inn í hverfið ef það eru slagsmál og læti. Strætó áskilur sér meira að segja rétt til þess að stoppa ekki fyrir farþegum ef þeim líst ekki á aðstæður. Þetta er mjög furðulegt að vera þarna, það eru stórar blokkir sem eru ódýrar í leigu og því safnast útlendingarnir þangað, og það er ótrúlegt að maður sér á umhverfinu að þetta er næstum því ekki danmörk, hálfgert Tyrkland eða eitthvað svoleiðis. Staðsetningin á hverfinu er frábær, stutt í bæinn og það er ótrúlega fallegt umhverfi, ég var meira að segja stundum þarna þegar ég var yngri afþví að ma og pa þekktu fólk sem bjó þarna, mér skilst að þá hafi þetta líka verið slumm. Þegar við vorum að leita af stað til að búa á kom okkur á óvart hvað raðhús voru fáránlega ódýr þarna, oft allt að 500 þús dkr í samanburði við okkar hverfi. Við erum nú ægilega ánægð að það var hægt að tala okkur ofan af því að kaupa ekki hús þarna *púff* við erum svo ægilega lukkuleg í snobbhverfinu okkar ;-)
gott veður sól og blíða. Við fórum í tivólíð með nesti -alveg eins og hinir danirnir- og leyfðum svo strákunum að leika sér í leiktækjunum sem eru þar. Það var fínt en við foreldrarnir vorum aðeins of ílla klædd.*burr,burr* Um kvöldið fór ég síðan í stelpupartý og það var æðislega gaman. Ég hitti 3 stelpur sem ég hef aldrei séð áður og 2 af þeim eiga stráka á Einars aldri. Ég ætla að reyna að drífa hann í heimsókn til þeirra sem fyrst.
Sunnudagurinn var letidagur en við kíktum inn í Barbrand sem er gettóið hérna í Århús. Það eru hlutfallslega mest um fólk af erlendum uppruna hérna í Århús af öllum bæjum hérna í danmörku. Flestir útlendingarnir safnast saman þarna í Brabrand. Það er varla hægt að sjá fólk sem er ljóst á hörund, konurnar eru með slæður og karlarnir eru með gullkeðjur og á þvílíku sportbílunum. Helsta aðdráttarafl Brabrand er Bazar Vest sem er markaður sem selur grænmeti, ávexti og arabískan mat *nammi namm*. En ástandi er svo slæmt þarna að lögreglan fer ekki inn í hverfið ef það eru slagsmál og læti. Strætó áskilur sér meira að segja rétt til þess að stoppa ekki fyrir farþegum ef þeim líst ekki á aðstæður. Þetta er mjög furðulegt að vera þarna, það eru stórar blokkir sem eru ódýrar í leigu og því safnast útlendingarnir þangað, og það er ótrúlegt að maður sér á umhverfinu að þetta er næstum því ekki danmörk, hálfgert Tyrkland eða eitthvað svoleiðis. Staðsetningin á hverfinu er frábær, stutt í bæinn og það er ótrúlega fallegt umhverfi, ég var meira að segja stundum þarna þegar ég var yngri afþví að ma og pa þekktu fólk sem bjó þarna, mér skilst að þá hafi þetta líka verið slumm. Þegar við vorum að leita af stað til að búa á kom okkur á óvart hvað raðhús voru fáránlega ódýr þarna, oft allt að 500 þús dkr í samanburði við okkar hverfi. Við erum nú ægilega ánægð að það var hægt að tala okkur ofan af því að kaupa ekki hús þarna *púff* við erum svo ægilega lukkuleg í snobbhverfinu okkar ;-)
laugardagur, apríl 17, 2004
Tívolíið
er alveg að standa undir væntingum okkar. Við fórum í morgun með nesti og djús í flösku. Alveg eins og danir gera. Við fundum rosalega flottan róló og það var hrikalegt stuð.
En ég er að fara í partý í kvöld til Sölku skvísu. það verður örugglega mikið fjör. Heima á skerinu er vinkonurnar að gæsa Hafdísi, það er nú örugglega ekki minna stuð. Ég væri nú alveg til í að taka þátt í því. Vona bara að þær sendi mér myndir af herlegheitunum
Bæ í bili.
er alveg að standa undir væntingum okkar. Við fórum í morgun með nesti og djús í flösku. Alveg eins og danir gera. Við fundum rosalega flottan róló og það var hrikalegt stuð.
En ég er að fara í partý í kvöld til Sölku skvísu. það verður örugglega mikið fjör. Heima á skerinu er vinkonurnar að gæsa Hafdísi, það er nú örugglega ekki minna stuð. Ég væri nú alveg til í að taka þátt í því. Vona bara að þær sendi mér myndir af herlegheitunum
Bæ í bili.
Upplifun Gumma
Var í gær að leika með strákunum hérna fyrir utan í 16 stiga hita og sól. Þetta var í fyrsta skipti sem að maður upplifði stemninguna í hverfinu, en við búum efst í U-laga botnlanga þar sem er engin umferð. Allt í einu fylltist allt af krökkum að leika sér í tennis, skilmast, eltingaleik osfrv. Einar og Guðni léku sér með 6 og 7 ára strákum í skilmingaleik. Einn hluti leiksins var að hleypa ekki Einari og Guðni inn í einn garðinn hjá grannanum við hliðina á okkur, sem gerði garðinn náttúrulega enn meira spennandi. Síðan skildu strákarnir ekkert í því að Guðni skyldi bara mumbla (dadada a ha a ha) og að Einar skyldi tala eitthvert óskyljanlegt mál. Ég útskýrði fyrir þeim að við værum frá Íslandi, sem þeim fannst að ég held nokkuð cool. Þeir spurðu mig (Gumma) síðan um aldur Guðna eða eiginlega hvort að hann væri "baby". Ég sagði að hann væri baby og þá leit þetta allt öðruvísi út. Guðni fékk greiðann aðgang inn í garðinn sem þeir voru að "verja" og Einar Kári fékk takmarkaðann aðgang. Eftir þetta mátti Guðni gera allt. Maður er annars farinn að geta bablað barna dönsku sem er nátturulega fyrsta skrefið í þessum tungumála fasa. Grannarnir eru alveg frábærir og maður upplyfir þetta eins og eina stóra fjölskyldu. Mjög sáttur við þetta.
Var í gær að leika með strákunum hérna fyrir utan í 16 stiga hita og sól. Þetta var í fyrsta skipti sem að maður upplifði stemninguna í hverfinu, en við búum efst í U-laga botnlanga þar sem er engin umferð. Allt í einu fylltist allt af krökkum að leika sér í tennis, skilmast, eltingaleik osfrv. Einar og Guðni léku sér með 6 og 7 ára strákum í skilmingaleik. Einn hluti leiksins var að hleypa ekki Einari og Guðni inn í einn garðinn hjá grannanum við hliðina á okkur, sem gerði garðinn náttúrulega enn meira spennandi. Síðan skildu strákarnir ekkert í því að Guðni skyldi bara mumbla (dadada a ha a ha) og að Einar skyldi tala eitthvert óskyljanlegt mál. Ég útskýrði fyrir þeim að við værum frá Íslandi, sem þeim fannst að ég held nokkuð cool. Þeir spurðu mig (Gumma) síðan um aldur Guðna eða eiginlega hvort að hann væri "baby". Ég sagði að hann væri baby og þá leit þetta allt öðruvísi út. Guðni fékk greiðann aðgang inn í garðinn sem þeir voru að "verja" og Einar Kári fékk takmarkaðann aðgang. Eftir þetta mátti Guðni gera allt. Maður er annars farinn að geta bablað barna dönsku sem er nátturulega fyrsta skrefið í þessum tungumála fasa. Grannarnir eru alveg frábærir og maður upplyfir þetta eins og eina stóra fjölskyldu. Mjög sáttur við þetta.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)