mánudagur, nóvember 03, 2003

Veikindi !
Núna eru báðir strákarnir veikir og við erum að verða geðveik !!! Ég fór reyndar með Guðna í morgun til Björgvins og hann lét hann fá penisillin. Best að koma þessum pöddum fyrir kattarnef strax ! Gummi er núna að kenna og ég er heima með drengina, þeir eru alveg að spila út, hvorugur búin að sofa neitt og þeir hlaupa hérna um allt á kuldaskónum sínum. Eins gott að við erum ekki í blokk.
En annars er allt fínt að frétta, ég er að DRUKKNA í verkefnum akkurat núna og það er eins gott að fara að spýta í lofana ef eitthvað á að gerast. Það þýðir ekki að hanga heima og glápa endalaust á stubbana.

Engin ummæli: