föstudagur, september 29, 2006

Ennþá verkfall í fritidshjemmet, leikskólanum og vöggustofunni. Meira að segja skólinn var lokaður þri/mið/fim strákunum finnst reyndar ekkert leiðinlegt að hanga heima og hafa það huggulegt með okkur Jóni Gauta.

En allt tekur enda og Einar Kári þurfti að fara í skólann í morgun. Ekki hress, hálfgargaði á okkur að það væri sko ekki gaman að vera í skóla. Það er "hård arbejde" eins og hann orðaði það sjálfur. Ég var eitthvað að reyna að lokka upp úr honum hvað væri svona erfitt en það var fátt um svör. Loksins stundi hann því upp að það væri rosalega erfitt að þurfa að perla svona mikið, elsku karlinn minn. Hann er ekki mikill perlugerðarmaður.

Annars hefur þetta verkfallsstúss haft lítil áhrif á okkur, eða við reynum amk að vera jákvæð gagnvart því. Við höfum haft það þannig að Gummi fer í vinnuna snemma og kemur heim um 3 og þá fer ég niður á safn og les til 6. En vonandi fer þetta að leysast og við að komast í rútínu. Ég er dauðhrædd um að JG taki því ekkert vel að fara aftur í vöggustofuna. Hann er alveg komin með móðursýki á háu stigi núna :/

En framundan er helgin með lærdómi og matarboði, en nágrannar okkar eru að koma í matarboð. Íslenskt lambalæri með det hele :D

Góða helgi gott fólk

föstudagur, september 22, 2006

Verkfallsverðir

er það hlutverk sem við strákarnir erum búin að vera í sl 2 daga. Við erum búin að standa fyrir framan vöggustofuna hans Jóns og varna starfsfólki inngöngu. Það er gert til að mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði kommununar (bæjarfélagsins) til barnaheimila, vöggustofa og fritidsheimila. Til þess að starfsfólkið þyrfti ekki að fara í verkfall þá ákváðum við foreldrarnir að styðja þau frekar í því að komast ekki inn í leikskólann og þ.a.l ekki missa laun. Snilldar fyrirkomulag. Við höfum haft það svo huggulegt, sitjandi í 23°hita og sól með góðu fólki. Allir starfmennirnir af leikskólanum urðu að vera á staðnum líka, þannig að við sátum bara og kjöftuðum. http://www.123hjemmeside.dk/ellevang/5133701 hérna er heimasíðan um verkfalliðþ

Annars var fyrsti foreldrafundurinn í skólanum hans Einars, það var verið að ræða komandi vetur og lúxus vandamálin sem eru tilstaðar td eins og hvort afmælisgjafir eigi að kosta 20-25-30 dkr eða hvernig eigi að standa að boðsbréfum í afmælisveislur. Á að bjóða öllum bekknum, bara stelpum eða bara strákum, það sér það hver sem er að þetta er vesen, tíhí. En í lok fundarins var framboð í foreldraráð bekkjarins og ég gat ekki setið á mér að bjóða mig fram, komst að og er lukkuleg með það. Finnst það reyndar fyndið í ljósi þess að á Íslandi upplifði ég það ítrekað að það þurfti að draga nöfn foreldra úr hatti til að manna foreldarfélagið. Sinn er siðurinn í hverju landi. Hérna er kosið um að komast í foreldarfélagið en heima er fólk dregið í það.

Annars er framundan góð helgi með nóg að gera, hluti fer í lærdóm en annars eru matarboð og annað grín í gangi. Næsta vika er svo undirlögð í verkföll.

miðvikudagur, september 13, 2006


Þetta er hann Jón Flón, en hann gengur undir því nafni hérna heima. Þýðir lítið að útskýra þennan brandara fyrir dönum, en það er ss líka allt í lagi. Þeir þurfa ekki að skilja allt. En aftur að honum Jóni, hann er fyndinn strákur. Hann er búin að átta sig á alvöru lífsins og valdabaráttunni á heimilinu. En hún snýst um það að sá sem er með fjarstýringuna hann ræður ! Við erum með 2 sjónvörp og nokkuð af græjum og því eru fjarstýringarnar margar. En Jón lætur ekki plata sig með einhverjum fratfjarstýringum sem stýra bara DVD spilurum og videoum. Hann þekkir sko aðaltækið og BRJÁLAST ef hann fær það ekki í hendurnar. Það er sko ekkert grín að vera nálægt honum þegar hann tryllist. Einar er búin að biðja mig um að halda honum í fjarlægð þegar hann er með vini sína í heimsókn. Það er greinilega ekkert grín að vera undir hælnum á 1 árs gömlum bróður sínum. Við foreldrarnir skiljum hann vel, en við erum líka skíthrædd við litla dýrið.

Nóg um Jón og að skemmtilegri umræðuefnum. Við vorum með frábæra gesti um helgina, Karen og Grétar eru náttl alveg spes. Sem betur fer, því miður þurftu þau að drífa sig heim því að Karen þurfti að gera eitthvað í sambandi við vísitöluútreikning í seðlabankanum. Grétar les ekki þetta blogg þannig að ég nenni ekkert að vera fara nánar út í það hvar hann eyðir tímanum.

Skólinn hjá mér er ÆÐI, ég er komin í frábæra lesgrúbbu og við hittumst alltaf fyrir fyrirlestrana. Það hjálpar manni aðeins til að skilja efnið. En það er ótrúlega mikill lestur og það er ekki séns að komast yfir að lesa allt fyrir hvern tíma. En það er bara þannig.

Guðni er núna í þessum skrifuðu orðum á Koloní en hann fór þangað með leikskólanum og verður þar í 2 nætur. Við söknum hans pínu en það er svo mikið að gera hjá okkur að við náum lítið að spá í það að það vantar einn.

Annars erum við almennt hress, veðrið er lúxus ég hjóla berfætt á stuttermabol í skólann. Frábært alveg :D

miðvikudagur, september 06, 2006



Gestirnir komu og fóru, þetta var auðveldara en ég hélt. Maðurinn Freideman er ss frá Þýskalandi og konan Ólí er kinversk og þau kynntust í Japan. Spes. En þau eiga 2 krúttlega krakka og það var bara mjög sniðugt að hitta þau. Ég og Ólí gátum talað saman á þýsku þannig að þetta var fínt, ég hafði smá áhyggjur af tungumálahindrunum í samskiptunum, en þetta gekk smurt. Dejligt.

Helgin var fín að venju, voru með gesti í mat á laugardaginn. Tómas vinnufélaga Gumma, Barböru konuna hans og strákana þeirra tvo. Við vorum með íslenskan mat, flatkökur með hangikjöti, lambalæri og ostaköku. Ég held að þau hafi bara verið ánægð með það. Ekki jafn ánægð og við en við erum alltaf alveg einstaklega ánægð með íslenskan mat, það er nánast pínlegt hvað við hrósum honum mikið. Það er ekkert að því að vera þjóðernissninni, tíhí.
Á sunnudaginn tók ég mig svo til og bakaði kleinur í fyrsta sinn á ævinni, tvöfalda uppskrift -ekkert rugl- við buðum síðan Þóru og Danna í herlegheitin. MJÖG ánægð með kleinurnar -þó að við segjum sjálf frá-.

Myndir vikunnar eru frá síðasta laugardegi en ég fór með strákana í bambadýragarðinn á meðan Gummi þreif og skúraði. Stuð. Þetta er svo krúttlegir strákar sem við eigum að ég stóðst bara ekki freistinguna að monta mig af þeim.

Karen og Grétar koma svo á morgun, það verður mikið grín mikið gaman, ef ég þekki okkur rétt. Gaman, gaman.