miðvikudagur, janúar 31, 2007

Munnlega prófið búið og ég stóðst það. Með herkjum þó, ég var alveg tekin á beinið, grilluð, brædd, sneidd, soðin og síðan étin. Dönsku vinkonur mínar rúlluðu prófinu upp enda þaulvanar munnlegum prófum. En ég náið það er það sem skiptir mig og lín máli.

Er alveg búin á því, ætla að njóta þess að gera ekki neitt þar til að næsta önn byrjar. Lovely þangað til á þriðjudaginn.

þriðjudagur, janúar 23, 2007


Janúar er skrítinn mánuður, kalt, svangt og eymdarlegt. Það er enginn undanteking hérna á Flintebakken 95. En til að snúa á þunglyndislega hegðun og líðan þá fórum við í massa átak. MASSA segi ég og skrifa. Núna er bara virk hreyfing og hollur matur alla daga, lítið rauðvín og almen gleði. Ótrúlegt en satt þá virkar það ! Ég fæ meira að segja borgað fyrir að vera í mínu átaki, ekki bara í gleði heldur í beinhörðum peningum. 1500 dkr fæ ég fyrir það að æfa undir stjórn ph.d nema í sjúkraþjálfun.

En ég er núna heima með Jón Gauta lasaraling en hann er búin að vera veikur síðan um helgina. Hann er með háan hita og slappur. Afþví að ég er í fríi og fer ekki í munnlegt próf fyrr en eftir viku þá er ég heima með honum. Við erum í stuttu máli að verða GEÐVEIK á hvert öðru. Að hanga inni allan daginn er ekki neinum til gagns hvað þá gleði. En svona er þetta.

Stóru strákarnir eru hressir og kátir,byrjaðir á sundnámskeiði og komnir í rútínunu í leikskólanum og skólanum með tilheyrandi vinaheimsóknum.

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Jón að borða sítrónu


Jón í hláturskasti !
name="movie"
value="http://www.youtube.com/v/9k4B3MlPqNA">ram>src="http://www.youtube.com/v/9k4B3MlPqNA"
type="application/x-shockwave-flash" width="600"
height="350">

föstudagur, janúar 12, 2007

Hringdi hann ?

Ha, hringdi hver, sagði ég.
Nú hringdi pabbinn sem bað um að sækja Einar, sagði Gummi.
Nei það hefur enginn hringt og ég er búin að vera heima í allan dag þannig að....(ég aftur)

Gummi hafði sem sagt fengið símtal í vinnuna um að sækja eitthvað eða einhvern og hann gerði ráð fyrir því að það væri verið að tala um Einar Kára. Hann hváði 2x í símann en maðurinn (jótinn) hélt áfram að tala jafn hratt og óskýrt og áður. Sem er frekar spes vegna þess að það er frekar augljóst að Gummi er útlendingur og talar með hreim. Gummi endaði á að segja við manninn að hringja frekar í mig afþví að hef meiri "styr på ting".

Eitthvað var Gummi að býsnast yfir þessu þegar hann sótti drengina og var að spyrja Einar hvor hann hefði mælt sér mót við einhvern e skóla. Einar var ekki alveg með það á hreinu en datt svona í hug að þetta hefði getað verið pabbi hans Emils W T sem er með honum í bekk. Síðan kom hann með þessa gullnu setningu ; já alveg rétt ég er ekki búin að segja Emil W T að pabbi talar ekki dönsku. Æi æi klaufinn ég ! Emmm já eða það !

Seinna um kvöldið komumst við svo að þeirri niðurstöðu að þetta hefði sennilega verið gleraugnasalinn sem við vorum að kaupa gleraugu af. En við áttum að sækja þau í vikunni !
Hringdi hann ?

Ha, hringdi hver, sagði ég.
Nú hringdi pabbinn sem bað um að sækja Einar, sagði Gummi.
Nei það hefur enginn hringt og ég er búin að vera heima í allan dag þannig að....(ég aftur)

Gummi hafði sem sagt fengið símtal í vinnuna um að sækja eitthvað eða einhvern og hann gerði ráð fyrir því að það væri verið að tala um Einar Kára. Hann hváði 2x í símann en maðurinn (jótinn) hélt áfram að tala jafn hratt og óskýrt og áður. Sem er frekar spes vegna þess að það er frekar augljóst að Gummi er útlendingur og talar með hreim. Gummi endaði á að segja við manninn að hringja frekar í mig afþví að hef meiri "styr på ting".

Eitthvað var Gummi að býsnast yfir þessu þegar hann sótti drengina og var að spyrja Einar hvor hann hefði mælt sér mót við einhvern e skóla. Einar var ekki alveg með það á hreinu en datt svona í hug að þetta hefði getað verið pabbi hans Emils W T sem er með honum í bekk. Síðan kom hann með þessa gullnu setningu ; já alveg rétt ég er ekki búin að segja Emil W T að pabbi talar ekki dönsku. Æi æi klaufinn ég ! Emmm já eða það !

laugardagur, janúar 06, 2007

Þetta er Jón janúar 2006. Þá var hann ný kominn með 3 tennur. Janúar var leiðindamánuður með þó skemmtilegri heimsókn, en Karen og Grétar kíktu í eins og eina mastersvörn.Febrúar var tíðandalítill með festelavn og það helsta í fréttum var talkennsla og stuðningur við Guðna í leikskólanum.Mars var kaldasti marsmánuður frá upphafi mælinga. En tíðindalítill annars.Apríl Fórum til Íslands. Skiptum um íbúð við stjúpbróður Gumma og það var Snilllld. Það var gaman og gott að hitta allt þetta frábæra fólk sem við eigum og þekkjum.Maí Afmæli Einars Kára sem við héldum á Römö.
Júní Dep Mode tónleikarnir, Gummi og Hafdís komu í heimsókn og annars bara sumar og sól. Frekar huggó bara.Júlí Bella, bella Italia. Keyrðum til Italíu eftir velheppnaða sumarfest hjá vinnunni hans Gumma. Erum ástfangin af Italíu en ætlum ekki þangað að ári. Frakkland freistar.Ágúst Heitasta sumar í Danmerku í 50 ár. Það fannst okkur ekki leiðinlegt. Við gátum meira að segja platað ömmu Tótu í heimsókn. Einar byrjaði í Jellebakkeskolen i 0.B. Det er hård arbejde eins og hann segir sjálfur.
September Ég byrjaði í skólanum, Karen og Grétar komu í heimsókn og verkfallið byrjaði.
Október VERKFALL í leikskóla, vöggustofu og frítidhjem. Þarna reyndi virkilega á skipulagshæfileika okkar hjóna. Þetta var nú samt allt stórslysalaust og við lifðum þetta af.Nóvember Afmæli Gumma og Guðna. Íslandaferð Gumma og stelpuferð mín til Köben.Desember Byrjuðum mánuðinn á að fara til Köben í afmæli Hinriks mágs hans Gumma. Einar missti tönn en annars var mánuðurinn helgaður Ritgerðarstressi með jólahygge og áramótum í Köben. Alveg ógleymanlegt.