Bara sól og blíða
hérna í Århus. Frúin fékk þá snilldarhugmynd að skella sér í Djurssommerland með fjölskylduna. Það var rosalega gaman, en er samt búin að skrifa minnismiða til mín um að fara ekki aftur komin 8mán+ á leið. Ekki út af neinu öðru en að þá má maður ekki fara í rússibana, en Gummi lét sig hafa það að fara með drengina og fékk svona agalegan höfuðverk. Æi hann er svo viðkvæmur þessi elska ;-)
En annars erum við bara í rólega gírnum, ég reyni að sækja strákana snemma. Ég er með eitthvað voðalegt samviskubit gagnvart þeim núna þessa dagana. Enda ætti sammari að vera mammari. Maður verður hálfpartinn áskrifandi af þessum fjanda, alltaf að spá í að maður geti nú gert hlutina örlítið betur en maður gerir. Furðulegt !!! En s.s út af þessum sammara þá erum við rosalega dugleg að fara á róló og svona eftir leikskóla. Bara gaman að því. Er búin að lesa svo mikið af slúðurblöðum að ég veit orðið allt um færeyjarferð kongliðsins. Geri aðrir betur !
fimmtudagur, júní 30, 2005
mánudagur, júní 27, 2005
Sankt Hans dag.
Var á fimmtudaginn, eftir velheppnaða bæjarferð og matargarðveislu hjá Júlla og Sölku þá var Skt. Hans brenna á sameiginlega svæðinu hérna í götunni. Krökkunum fannst þetta náttl hin besta skemmtun.
En það er búið að vera bongoblíða undanfarið, hitinn hefur alveg farið upp í 30° og við kvörtum ekki. Ég fór með strákana á ströndina á föstudaginn, sótti þá snemma í leikskólann og við nutum þess að hanga í sólinni og slaka á. Eða sko ég slakaði á, en þeir djöfluðust í vatninu.
Helgin er búin að vera hugguleg, Gummi er eins og fyrri daginn búin að hamast úti í garði. Þetta frímerki okkar er alveg ótrúlega tímafrekt í tiltekt. En þetta er allt að koma.
Við kíktum líka aðeins á útsöluna í Magasin á laugardagsmorguninn og svakalega finnst okkur gaman að versla þar ! Þetta er bara æðisleg búð, og ég segi þetta ekki afþví að Íslendingar eiga hana, hún hefur alltaf verið uppáhaldsbúðin okkar alveg síðan við bjuggum í köben um árið. Það verður spennó að sjá hvað þeir bónusfeðgar ætla að breyta og bæta.
En við gerðum kjarakaup að venju en það sem sló algerlega í gegn hjá okkur var luxuspakki fyrir 4, en það var poki með 4 nautasteikum, reyktum laxi, brieost og 2 rauðvínsflöskum á 150 dkr. Bara snilld !
Heiðbrá átti afmæli í gær og bauð okkur í mat. Mótorhjólið hans Einars frænda vekur alltaf mikla lukku og Einar Kári spyr reglulega hvenær við ætlum að kaupa okkur svona fínt mótórhjól. Humm, það verður nú fátt um svör !!!
þriðjudagur, júní 21, 2005
Matur og matarvenjur
Við erum oft spurð að því hvort að við borðum séríslenskan mat, ég veit aldrei alveg hverju ég á að svara. Hvað er íslenskur matur ? Hangikjöt, ýsa, mörflot, fatkökur og gult cherrios er allt eitthvað sem er hluti af íslenskum mat sem ekki fæst hérna og við látum gesti koma með. OK kannski ekki mörflot og ýsu en annað "séríslenskt" er alltaf velþegið.
Við kaupum reyndar sjófrysta alveg rosalega góða ýsu af góðvini mínum hérna upp í Trige. Hún er örugglega kolólögleg, lönduð framhjá og læti. En bragðið af henni er gott og þá nenni ég ekki að pæla meira í því !
Við borðum heldur ekkert sérlega danskan mat, við erum ekkert spennt fyrir svínakjöti svona þannig séð. Annars hef ég alltaf haft voðalega litla hugmynd um hvað danir segja vera danskt nema smörrebröd og rifjasteik.
En ég fór s.s á foreldrafund í leikskólanum um daginn og það spunust umræður um mat og matmálstíma. Þá kom í ljós að rosalega margir eru með ködboller i karry 1x í viku, en það er eitthvað sem krakkarnir fá að velja. Við ákváðum að prófa þennan snilldarrétt, ekki get ég nú sagt að soðnar svínakjötsbollur séu hugguleg sjón og okkur leist ekkert á þetta á tímabili. En úr rættist og þetta var hin fínasti matur.
Fyndast var samt þegar Einar sá hvað var í boði þá sagði hann strax ; Hvar eru rúsinurnar ? Mamma hans Sune setur rúsinur út á svona kjötbollur. Þá hafði s.s mamma hans Sune komið og eldað þennan rétt á leikskólanum, krökkunum til mikillar gleði. Þá hafði Einar lært það að setja rúsínur út á. Jáhá !
Við erum oft spurð að því hvort að við borðum séríslenskan mat, ég veit aldrei alveg hverju ég á að svara. Hvað er íslenskur matur ? Hangikjöt, ýsa, mörflot, fatkökur og gult cherrios er allt eitthvað sem er hluti af íslenskum mat sem ekki fæst hérna og við látum gesti koma með. OK kannski ekki mörflot og ýsu en annað "séríslenskt" er alltaf velþegið.
Við kaupum reyndar sjófrysta alveg rosalega góða ýsu af góðvini mínum hérna upp í Trige. Hún er örugglega kolólögleg, lönduð framhjá og læti. En bragðið af henni er gott og þá nenni ég ekki að pæla meira í því !
Við borðum heldur ekkert sérlega danskan mat, við erum ekkert spennt fyrir svínakjöti svona þannig séð. Annars hef ég alltaf haft voðalega litla hugmynd um hvað danir segja vera danskt nema smörrebröd og rifjasteik.
En ég fór s.s á foreldrafund í leikskólanum um daginn og það spunust umræður um mat og matmálstíma. Þá kom í ljós að rosalega margir eru með ködboller i karry 1x í viku, en það er eitthvað sem krakkarnir fá að velja. Við ákváðum að prófa þennan snilldarrétt, ekki get ég nú sagt að soðnar svínakjötsbollur séu hugguleg sjón og okkur leist ekkert á þetta á tímabili. En úr rættist og þetta var hin fínasti matur.
Fyndast var samt þegar Einar sá hvað var í boði þá sagði hann strax ; Hvar eru rúsinurnar ? Mamma hans Sune setur rúsinur út á svona kjötbollur. Þá hafði s.s mamma hans Sune komið og eldað þennan rétt á leikskólanum, krökkunum til mikillar gleði. Þá hafði Einar lært það að setja rúsínur út á. Jáhá !
sunnudagur, júní 19, 2005
Blessuð blíðan
í veðrinu þessa dagana. Frekar ljúft og gott. Við skruppum eina nótt í bústaðinn til Sigga og Hafdísar. Það var mjög gaman að hitta þau, við erum sennilega búin að eyða meiri tíma með þeim þessa 10 daga sem þau hafa verið í Dk en nokkru sinni áður. Gaman að því, en það er einmitt það sem er svo lovely við að fá fólk í heimsókn. Það er svo mikill gæðatími sem maður fær.
Á laugardagsmorguninn brunuðum við til baka til Århus, kíktum á ströndina með Óla, Möggu og co. Það var svona líka æðislegt að við hjónin brunnum ! Alltaf pössum við strákana rosalega vel en klikkum svo á að bera á okkur sjálf, furðulegt. Seinnipart dags vorum við í garðinum í huggulegheitum en Karen og Grétar komu í grill og pókerspil. Pókerinn er alveg að koma hjá okkur hjónum og ég held svei mér þá að Gummi hafi rústað keppninni ;-)
Sunnudagurinn er búin að vera huggu og garðdagur. Það er allt að gerast í garðinum og við erum alveg að reyna að skora hátt hjá nágrönnunum, Gummi er alltaf að breyta bæta, fríkka og fegra. Ekki veitir af, púff. Í kvöld er svo stelpuvideokvöld hjá okkur Karen en Grétar og Gummi eru að fara á kallabíó.
í veðrinu þessa dagana. Frekar ljúft og gott. Við skruppum eina nótt í bústaðinn til Sigga og Hafdísar. Það var mjög gaman að hitta þau, við erum sennilega búin að eyða meiri tíma með þeim þessa 10 daga sem þau hafa verið í Dk en nokkru sinni áður. Gaman að því, en það er einmitt það sem er svo lovely við að fá fólk í heimsókn. Það er svo mikill gæðatími sem maður fær.
Á laugardagsmorguninn brunuðum við til baka til Århus, kíktum á ströndina með Óla, Möggu og co. Það var svona líka æðislegt að við hjónin brunnum ! Alltaf pössum við strákana rosalega vel en klikkum svo á að bera á okkur sjálf, furðulegt. Seinnipart dags vorum við í garðinum í huggulegheitum en Karen og Grétar komu í grill og pókerspil. Pókerinn er alveg að koma hjá okkur hjónum og ég held svei mér þá að Gummi hafi rústað keppninni ;-)
Sunnudagurinn er búin að vera huggu og garðdagur. Það er allt að gerast í garðinum og við erum alveg að reyna að skora hátt hjá nágrönnunum, Gummi er alltaf að breyta bæta, fríkka og fegra. Ekki veitir af, púff. Í kvöld er svo stelpuvideokvöld hjá okkur Karen en Grétar og Gummi eru að fara á kallabíó.
fimmtudagur, júní 16, 2005
Sumar og sól
og svaka stuð. Á sunnudaginn fór Gummi með strákana í heimsókn til Sigga og Hafdísar, ég notaði hinsvegar tækifærið og hvíldi mig vel og lengi (en samt ekki í fatahengi !)
Mér skilst að það hafi verið mikið grín og mikið gaman. Þau skruppu inn til Odense að kíkja m.a á húsið sem Reynald, Sella og Ósk bjuggu í þegar Reynald var í tæknifræðinámi. Gummi stóð sig bara vel í myndamálunum og það eru fullt af myndum á myndasíðunni.
Einar Kári er að fara að byrja í talþjálfun á taleinstituttet í haust. En hann fer þangað 2x í viku í þjálfun. Þetta er voðalega fínt prógramm en það eru 6 börn í hóp og 3 fullorðnir sem vinna með hópinn. Starfsfólkið samanstendur af talmeinafræðingum, sálfræðingum, iðjuþjálfum og sjúkraþjálfum.
Við fórum s.s á kynningarfund á þriðjudaginn, við vorum fyrirfram ekkert spennt fyrir þessu og vorum hálfpartinn búin að ákveða að sleppa þessari þjálfun þar sem Einari hefur farið svo rosalega fram síðan hann byrjaði á nýja leikskólanum. En við ákváðum samt að fara og kíkja á hvernig þetta liti út og hvað væri í boði. Við kolféllum fyrir staðnum, starfsfólkinu og starfinu sem er unnið þarna. Ekki skemmir fyrir að Einar er byrjaður að suða um að fá að byrja í skóla, honum finnst mjög flott að vera að fara í æfingarskóla 2x í viku og getur varla beðið eftir því að byrja.
Það gengur ekki eins vel að fá hjálp fyrir Guðna, en við fórum á fund með félgasráðgjafa í gær sem skilur ekkert í þessu að barnið sé ekki búið að fá hjálp þrátt fyrir að það sé búið að rannsaka hann hátt og lágt. Það er ekki eins og sérfræðingarnir séu ekki sammála okkur um að það þarf að hjálpa drengnum og það sem fyrst. Erfitt og þungt kerfi hérna í Dk.
Annars er það helst að frétta af mér og bumbus að ég er orðin mjög ólétt og komin með bjúg, farin að sofa ílla á nóttunni og alles. Ekki skemmtilegt, en ekki nema tæpur mánuður eftir. Jey !
og svaka stuð. Á sunnudaginn fór Gummi með strákana í heimsókn til Sigga og Hafdísar, ég notaði hinsvegar tækifærið og hvíldi mig vel og lengi (en samt ekki í fatahengi !)
Mér skilst að það hafi verið mikið grín og mikið gaman. Þau skruppu inn til Odense að kíkja m.a á húsið sem Reynald, Sella og Ósk bjuggu í þegar Reynald var í tæknifræðinámi. Gummi stóð sig bara vel í myndamálunum og það eru fullt af myndum á myndasíðunni.
Einar Kári er að fara að byrja í talþjálfun á taleinstituttet í haust. En hann fer þangað 2x í viku í þjálfun. Þetta er voðalega fínt prógramm en það eru 6 börn í hóp og 3 fullorðnir sem vinna með hópinn. Starfsfólkið samanstendur af talmeinafræðingum, sálfræðingum, iðjuþjálfum og sjúkraþjálfum.
Við fórum s.s á kynningarfund á þriðjudaginn, við vorum fyrirfram ekkert spennt fyrir þessu og vorum hálfpartinn búin að ákveða að sleppa þessari þjálfun þar sem Einari hefur farið svo rosalega fram síðan hann byrjaði á nýja leikskólanum. En við ákváðum samt að fara og kíkja á hvernig þetta liti út og hvað væri í boði. Við kolféllum fyrir staðnum, starfsfólkinu og starfinu sem er unnið þarna. Ekki skemmir fyrir að Einar er byrjaður að suða um að fá að byrja í skóla, honum finnst mjög flott að vera að fara í æfingarskóla 2x í viku og getur varla beðið eftir því að byrja.
Það gengur ekki eins vel að fá hjálp fyrir Guðna, en við fórum á fund með félgasráðgjafa í gær sem skilur ekkert í þessu að barnið sé ekki búið að fá hjálp þrátt fyrir að það sé búið að rannsaka hann hátt og lágt. Það er ekki eins og sérfræðingarnir séu ekki sammála okkur um að það þarf að hjálpa drengnum og það sem fyrst. Erfitt og þungt kerfi hérna í Dk.
Annars er það helst að frétta af mér og bumbus að ég er orðin mjög ólétt og komin með bjúg, farin að sofa ílla á nóttunni og alles. Ekki skemmtilegt, en ekki nema tæpur mánuður eftir. Jey !
laugardagur, júní 11, 2005
Gestirnir farnir í bili
ekki langt þó. Þau eru núna í bústað sem er ca 1 1/2 klst héðan. En það var ótrúlega gaman að fá þau í heimsókn og erum búin að panta þau í heimsókn sem oftast. Helst á hverju ári.
En við fórum niður í bæ í gær, sýndum þeim aðeins strikið og þær mæðgur Birgitta og Hafdís kíktu aðeins í H&M. Gummi fór auðvitað í pílagrímsferð í Bilka með Sigga og stóru strákana. Það keypti Siggi steikur sem þau hjónin grilluðu af þvílíkri snilld um kvöldið. Nammi, namm hvað maturinn var góður.
En núna erum við 4 1/2 í kotinu aftur en stefnum á að fara að hitta þau á morgun, gista kannski í flotta bústaðnum sem þau eru með að láni. Stefnan er svo tekin á Legoland á mánudaginn. Vonum bara að það verði gott verður ;-)
ekki langt þó. Þau eru núna í bústað sem er ca 1 1/2 klst héðan. En það var ótrúlega gaman að fá þau í heimsókn og erum búin að panta þau í heimsókn sem oftast. Helst á hverju ári.
En við fórum niður í bæ í gær, sýndum þeim aðeins strikið og þær mæðgur Birgitta og Hafdís kíktu aðeins í H&M. Gummi fór auðvitað í pílagrímsferð í Bilka með Sigga og stóru strákana. Það keypti Siggi steikur sem þau hjónin grilluðu af þvílíkri snilld um kvöldið. Nammi, namm hvað maturinn var góður.
En núna erum við 4 1/2 í kotinu aftur en stefnum á að fara að hitta þau á morgun, gista kannski í flotta bústaðnum sem þau eru með að láni. Stefnan er svo tekin á Legoland á mánudaginn. Vonum bara að það verði gott verður ;-)
þriðjudagur, júní 07, 2005
Allt gengur sinn vanagang
hérna á Flintó, ég bíð eftir bumbubúanum, Gummi vinnur á daginn og stússast í garðinum og ræktinni um helgar.
Strákarnir eru alsælir í leikskólanum og við sjáum þá varla þegar veðrið er gott, þá þjóta þeir út um leið og þeir koma heim. Það er nefnilega mjög spennandi umhverfi hérna, Einar er mjög upptekinn af því þessa dagana að safna skordýrum. Hann er mjög hrifin af sniglum og hann vill helst fara aðeins út að leita áður en hann fer í leikskólann. Svo geymir hann þá í fötu og gefur þeim að borða og drekka. Mjög spennó !
Siggi bróðir hans Gumma og fjölskyldan hans koma svo í heimsókn á fimmtudaginn og það er MIKIL tilhlökkun. Einar spyr á hverjum degi; kemur Ziggi frændi í kvöld ? (hann Einar er svoooooo skemmtilega smámæltur, hann slær öll met) Það verður örugglega mikil gleði og almenn ánægja.
Það eru komnar einhverjar myndir í nýja albúmið á síðunni, ég reyni að setja inn jafn óðum og þær eru teknar.
hérna á Flintó, ég bíð eftir bumbubúanum, Gummi vinnur á daginn og stússast í garðinum og ræktinni um helgar.
Strákarnir eru alsælir í leikskólanum og við sjáum þá varla þegar veðrið er gott, þá þjóta þeir út um leið og þeir koma heim. Það er nefnilega mjög spennandi umhverfi hérna, Einar er mjög upptekinn af því þessa dagana að safna skordýrum. Hann er mjög hrifin af sniglum og hann vill helst fara aðeins út að leita áður en hann fer í leikskólann. Svo geymir hann þá í fötu og gefur þeim að borða og drekka. Mjög spennó !
Siggi bróðir hans Gumma og fjölskyldan hans koma svo í heimsókn á fimmtudaginn og það er MIKIL tilhlökkun. Einar spyr á hverjum degi; kemur Ziggi frændi í kvöld ? (hann Einar er svoooooo skemmtilega smámæltur, hann slær öll met) Það verður örugglega mikil gleði og almenn ánægja.
Það eru komnar einhverjar myndir í nýja albúmið á síðunni, ég reyni að setja inn jafn óðum og þær eru teknar.
fimmtudagur, júní 02, 2005
Hitamet í maí.
Var á laugardaginn, við fórum á uppáhaldsströndina okkar sem er við Silkeborg. Vorum þar allann daginn í rólegheitum og 30° hita. Vatnið er reyndar alveg ÍSkalt ennþá en strákarnir létu það ekkert á sig fá frekar en fyrri daginn. Um kvöldið kom svo Baldvin frændi í pössun og gistingu.
Annars hefur vikan verið fín, ég fór í mæðraskoðun og allt er eins og það á að vera. Blóðþrýstingurinn er fínn og enginn bjúgur. Verst að ég er með klemda taug sem leiðir niður í fót. En það eru bara 6 vikur eftir þannig að........ég hlýt að lifa þetta af.
Hilmar frændi hans Gumma kíkti svo til okkar í gær, en hann var í viðskiptaferð fyrir Sæplast fyrirtækið sem hann vinnur hjá. Hann var s.s fyrsti næturgestur ársins og við vorum þvílíkt spennt að fá hann........eins og við hefðum aldrei fengið gestir áður ;-)
Guðni er hættur með bleiu hérna heima, hann er ekki alveg tilbúin í að hætta á leikskólanum strax en um leið og veðrið verður betra þá fær hann að stripplast meira. Þannig að þetta rennur saman, hann að hætta með bleiu og litla barnið að fæðast. Þannig að ef litlinn verður 3 ár með bleiu þá verðum við Gummi búin að vera stanslaust með bleiubörn í 8 ár. Geri aðrir betur ! Ætli maður fái verðlaun eða eitthvað ?
Var á laugardaginn, við fórum á uppáhaldsströndina okkar sem er við Silkeborg. Vorum þar allann daginn í rólegheitum og 30° hita. Vatnið er reyndar alveg ÍSkalt ennþá en strákarnir létu það ekkert á sig fá frekar en fyrri daginn. Um kvöldið kom svo Baldvin frændi í pössun og gistingu.
Annars hefur vikan verið fín, ég fór í mæðraskoðun og allt er eins og það á að vera. Blóðþrýstingurinn er fínn og enginn bjúgur. Verst að ég er með klemda taug sem leiðir niður í fót. En það eru bara 6 vikur eftir þannig að........ég hlýt að lifa þetta af.
Hilmar frændi hans Gumma kíkti svo til okkar í gær, en hann var í viðskiptaferð fyrir Sæplast fyrirtækið sem hann vinnur hjá. Hann var s.s fyrsti næturgestur ársins og við vorum þvílíkt spennt að fá hann........eins og við hefðum aldrei fengið gestir áður ;-)
Guðni er hættur með bleiu hérna heima, hann er ekki alveg tilbúin í að hætta á leikskólanum strax en um leið og veðrið verður betra þá fær hann að stripplast meira. Þannig að þetta rennur saman, hann að hætta með bleiu og litla barnið að fæðast. Þannig að ef litlinn verður 3 ár með bleiu þá verðum við Gummi búin að vera stanslaust með bleiubörn í 8 ár. Geri aðrir betur ! Ætli maður fái verðlaun eða eitthvað ?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)