Lóa spákona.
'A mánudaginn fór ég með Eydísi út að ganga, hún er ennþá kasólétt og er að reyna að ganga börnin úr sér. Ekkert gengið enn ! En allavegana fórum við út í Nauthólsvík í ansi hressilegan göngutúr. Hrikalega hressandi í góðu veðri. Við settumst inn á Kaffi Nauthól og fengum okkur kaffi. Þar sat líka Lóa spákona og var að spá fyrir fólki. 'Eg er nú svona frekar mikil efasemdarmanneskja að eðlisfarið og hef því aldrei farið í neitt svona en Eydís plöggaði þetta svo flott að allt í einu var ég komin með spil í hendi og var að stokka fyrir Lóu spákonum. OMG ég fæ bara gæsahúð yfir öllu sem hún sá; m.a flutninga, peninga, annað barn og það fyndnasta var að hún sá ferðina okkar út til Þýskalands. " Ertu að fara í stutta helgarferð " ég já. "Ertu kannski að fara út í brúðkaup ?" ég ferlega aumingjaleg ; já. En svo var auðvitað fullt af öðru , jarðaför, mikið að gera í prófunum -döh-, mikil jólamanneskja -enn meira döh-, Lottóvinningur -döh, en ég fór nú samt og keypti, hehe- og allskonar svona. Svo sá hún líka alla æðislegu vini mína sem eru svo frábærir og auðvitað Gumma sem er náttl algjör moli. "Þú er greinilega Mjög vel gift" ég gat ekki annað en samþykkt það, hún sagði þetta reyndar líka við Eydísi vinkonu. En ég meina HEY við erum náttl ekkert eðlilega vel giftar. ;-p
Gaman gaman. Mæli með Lóu spákonu sem er á kaffi Nauthól á mánudögum milli 15 og 17.
miðvikudagur, október 01, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli