mánudagur, nóvember 24, 2003

Húsið
Við fórum að skoða húsið okkar. -Skrítið að skoða hús sem við eigum, en búum ekki í- Við kollféllum fyrir hverfinu, þetta er svokallað lokað hverfi, sem þýðir það að þetta er eins og botlangi og það má ekki keyra á meiri hraða en 30. Það eru hjól og barnadót fyrir framan nánast hverja einustu hurð og það er mökkur af krökkum þarna. Nettó -danska bónus- er hverfisbúðin og við erum nú ekki ósátt við það ! Húsið að innan er rosalega krúttlegt og fínt. Það er reyndar allt öðruvísi en ég hafði ímyndað mér, en alls ekki síðra að neinu leyti. Það eru reyndar nokkrir hlutir sem við myndum þurfa að gera, leggja parket, setja nýja innréttingu inn í þvottahús og svona. En það gerist nú bara seinna. En við erum ótrúlega ánægð og hlökkum til. Það gefur mikið öryggi að hafa séð húsið og umhverfið. Eftir skoðunarferðina voru sumir orðnir slappir þannig að við fórum heim til Einars Baldvins og Heiðbráar -sem voru reyndar í Berlín- og chilluðum þar, lásum blöðin og höfðum það huggulegt. Þegar húsráðendur komu heim elduðu þau frábæran mat og við spiluðum, spjölluðum og höfðum það huggulegt, fórum snemma að sofa því að við þurftum að vakna svo snemma. Við stilltum klukkuna á 6:50. Þegar klukkan hringdi vorum við svo þreytt að við kúrðum aðeins lengur. Heiðbrá kom síðan niður til þess að kíkja á okkur, humm þá vorum við á íslenskum tíma þannig að klukkan var 8 og við þurftum að keyra 320 km til þess að vera komin út á Kastrup kl 11. Well í stuttu máli ; það tókst. Þetta er í annað skipti á allt of stuttum tíma sem við erum í flugvallastressi. Ekki sniðugt ! En heim komumst við, sóttum Einar sem hafði verið í góðum félagsskap hjá Sigga og Hafdísi. Hann var nú ekkert leiður yfir því. Þegar við komum heim, hentum við læri inn í ofn sem ég hafði tekið út áður en við fórum til Dk. Borðuðum, háttuðum, svæfuðum, fórum sjálf upp í rúm að horfa á Nikolei og Julie og steinsofnuðum. Nice.

Engin ummæli: