Hetja dagsins
er Guðni þór hann fór snemma í morgun í aðgerð. Reyndar frekar litla, það var verið að setja nýtt rör og taka nefkirtlana. Hann var lengi inni á aðgerðarborðinu og HNE læknirinn kom síðan og sagði mér að hann hefði sennilega fundið ástæðuna fyrir því afhverju hann fær alltaf endurteknar sýkingar. Nefbeinið vinstra megin er of þröngt sem verður til þess að það hreinsast ekki eðlilega út úr nefinu og leiðir til endurtekina sýkinga. Jáhá. Hann þarf að fara í aðgerð á spítalanum, það er svosem ekkert mikið mál en hann þarf að leggjast inn. Það er spurning um hvort að þetta verði gert úti í DK eða hérna heima "akút" einhvern tíman þegar við komum heim í frí. Sjáum til. En núna erum við að fara að borða og svo er próflestur í kvöld. Próf á morgun. Wolla.
þriðjudagur, nóvember 25, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli