mánudagur, október 20, 2003

Ferðasagan ógurlega.
Þetta var nú meiri ferðin sem við fórum í. Við fórum til London á laugardeginum, frekar spræk. Lenntum í Standsted og tókum leigubíl á krúttlegt hótel. Þar borðuðum við æðislegan kvöldmat og höfðum það huggulegt. Fórum bara snemma að sofa afþví að við þurftum að vakna 4:30 á laugardagsmorguninn. Og við vöknuðum, það vantaði ekki, við fórum niður í lobby að bíða eftir leigubílnum.........sem kom aldrei. Reyndum að vekja næturvörðinn en hann var svo fullur að það var ekki möguleiki á að hann rumskaði. Kl 6 var enginn leigubíll komin og við að fara á taugunum. En í stuttu máli sagt þá misstum við af vélinni, það var lokað á okkur, beint fyrir framan okkur. Jey !! NOT. Það var skælt svolítið, en svo ákváðum við að setja töskurnar í geymslu, drífa okkur inn í London og reyna að redda þessu. Eftir að við fundum netkaffi og komumst að því að það kostaði 600 pund að fara til þýskalands þá var útséð með það að við værum EKKI á leiðinni í brúðkaupið. Gummi hringdi í Kalla þann sómamann og hann reddaði okkur íbúðinni sem þau Guðríður eiga. Þvílík snilld. Við fórum bara á Oxford, keyptum smá, fórum upp í íbúð og höfðum það huggulegt. Eftir að vera búin að leggja okkur smá þá fórum við á Birtish museum, löbbuðum í gegnum SOHO, fórum í London eye, borðuðum indverskan mat og fórum heim og vorum komin upp í íbúið kl 10 um kvöldið og sváfum til kl 9 um morguninn. Frekar úthvíld. Fengum okkur morgunmat, keyptum okkur ferð með túristastrætó, fórum á Museum of art og aftur í strætóinn að túristast. Komum okkur upp á flugvöll og vorum komin hingað heim kl 23 um kvöldið.
Frábær ferð og þó að ótrúlegt sé þá erum við bara ekkert ósátt við að hafa misst af brúðkaupinu. Við fengum svo MARGT rosalega skemmtilegt út úr þessari ferð.

Engin ummæli: