Komin heim
Eftir æðislegt frí, við fórum til Beru frænku okkar á föstudaginn langa. En hún og maðurinn hennar eiga 3 stráka, Kára, Ívar og Egill. Það var mjög gaman að hitta þau öll, stráknum fannst dótið á heimilinu geðveikt, og Einar er búin að suða um að fá að hitta frændur sína aftur. Ég held að það hafi eitthvað með Bayblade að gera. Humm, en það er nýjasta æðið hjá strákunum.
Á laugardaginn kíktum við niður í Lyngby, tékkuðum á Magasíni og svona. Um kvöldið fengum við svo matargesti, Birgi eðlisfræðing og kærustuna hans. Það var svaka stuð !
Sunnudagurinn var heimferðardagur, við kíktum niður á strik. Fengum okkur að borða og rölltum um. Púff það var sko nóg af fólki þó að það væri sunnudagur, við erum ekkert allt of hrifin af svona mikill mannmergð :-/ Við tókum bátinn heim um kvöldið og vorum annnnnnnnnsi þreytt þegar við komumst í hús.
Á mánudaginn var ráðist á þvottafjallið mikla sem var eftir ferðina, pjúff hvað það fylgir okkur alltaf mikill þvottur. Við þyrftum að eiga svona risastóra hótelþvottavél sem tekur að minnsta kosti 10 kg. Þá væri stuð í þessu !
Einar Baldvin frændi bauð okkur svo í mat, pásalæri með tilheyrandi gúmmulaði. Ekki leiðinlegt það !
Í dag fór svo allt á fullt, eins og hjá öllum hinum. Gummi í vinnuna, strákarnir í leikskólann og ég í skólann að halda fyrirlestur um verkefni sem ég var að gera. Alltaf nóg að gera á stóru heimili :-)
þriðjudagur, mars 29, 2005
miðvikudagur, mars 23, 2005
Köben er enn æði !
En við fórum niður í bæ í gær, fyrst kíktum við á vaktaskipti hjá varðmönnum drottingarinnar. En þeir skipa um vakt kl 12 á hádegi. Það var stappfullt af fólki, svaka stuð. Strákunum fannst þetta nú reyndar ekkert sérlega merkilegt, Einar var mest svekktur yfir því að okkur skyldi ekki vera boðið í kaffi til drottingarinnar. Fuss og svei, að tíma ekki að splæsa á mann eins og einum kaffibolla. Það fannst honum furðulegt !
Eftir höllina fórum við á veitingastað niður í bæ, strákarnir eru orðnir svo stórir og duglegir að það er ekkert mál að fara út að borða með þá. Við fengum æðislegan mexicóskan mat. Nammi namm, rölltum aðeins um strikið, keyptum okkur ís og svona.
Svo fórum við í siglingu um kanalana, en það er skemmtun sem við mælum með. Kostar lítið og er ótrúlega gaman. Það var sérstaklega skemmtilegt að sjá nýja óperuhúsið sem danir eru nú ekkert allt of ánægðir með, segja að það líti út eins og risastór flugstöð. Við ætlum nú ekkert að dæma um það ;-)
Í dag ákváðum við að taka það rólegt hérna í Virum í dag. Rölltum út í næsta Fíat umboð að kíkja á Multiple, sem er sniðugur fjölskyldubíll fyrir svona stóra fjölskyldu eins og við erum að verða. Við fengum að prufukeyra bílinn og Einar Kári var MJÖG ánægður með hann. Hann er nefnilega svodan bílakarl og vill helst ekki kannast við bílinn okkar. Sem er s.s skiljanlegt þar sem hann er nú ekkert mikið fyrir augað blessaður ;-)
Einari fannst bara rugl að vera að skila Multiplenum til baka og vildi ólmur kaupa hann á staðnum. Við reyndum að útskýra fyrir honum að svo klikk værum við nú ekki, og við vildum gjarnan eiga kannski aðeins meiri pening áður en við keyptum okkur nýjan bíl. Ónei ekki til að tala um, nýjan bíl núna, ekki seinna en í gær !!!!
Núna erum við með lambalæri inn í ofni -ekki íslenskt þó !- og erum að hugsa um að "halda" páska á morgun. Á föstudaginn erum við að fara í hádegismat til frænku minnar og á sunnudaginn ætlum við að keyra af stað heim. Og þegar maður er 3ja og 4ra skiptir nefnilega ekki svo miklu máli hvað dagurinn heitir, bara að páskaeggið sé borðað ;-)
En við fórum niður í bæ í gær, fyrst kíktum við á vaktaskipti hjá varðmönnum drottingarinnar. En þeir skipa um vakt kl 12 á hádegi. Það var stappfullt af fólki, svaka stuð. Strákunum fannst þetta nú reyndar ekkert sérlega merkilegt, Einar var mest svekktur yfir því að okkur skyldi ekki vera boðið í kaffi til drottingarinnar. Fuss og svei, að tíma ekki að splæsa á mann eins og einum kaffibolla. Það fannst honum furðulegt !
Eftir höllina fórum við á veitingastað niður í bæ, strákarnir eru orðnir svo stórir og duglegir að það er ekkert mál að fara út að borða með þá. Við fengum æðislegan mexicóskan mat. Nammi namm, rölltum aðeins um strikið, keyptum okkur ís og svona.
Svo fórum við í siglingu um kanalana, en það er skemmtun sem við mælum með. Kostar lítið og er ótrúlega gaman. Það var sérstaklega skemmtilegt að sjá nýja óperuhúsið sem danir eru nú ekkert allt of ánægðir með, segja að það líti út eins og risastór flugstöð. Við ætlum nú ekkert að dæma um það ;-)
Í dag ákváðum við að taka það rólegt hérna í Virum í dag. Rölltum út í næsta Fíat umboð að kíkja á Multiple, sem er sniðugur fjölskyldubíll fyrir svona stóra fjölskyldu eins og við erum að verða. Við fengum að prufukeyra bílinn og Einar Kári var MJÖG ánægður með hann. Hann er nefnilega svodan bílakarl og vill helst ekki kannast við bílinn okkar. Sem er s.s skiljanlegt þar sem hann er nú ekkert mikið fyrir augað blessaður ;-)
Einari fannst bara rugl að vera að skila Multiplenum til baka og vildi ólmur kaupa hann á staðnum. Við reyndum að útskýra fyrir honum að svo klikk værum við nú ekki, og við vildum gjarnan eiga kannski aðeins meiri pening áður en við keyptum okkur nýjan bíl. Ónei ekki til að tala um, nýjan bíl núna, ekki seinna en í gær !!!!
Núna erum við með lambalæri inn í ofni -ekki íslenskt þó !- og erum að hugsa um að "halda" páska á morgun. Á föstudaginn erum við að fara í hádegismat til frænku minnar og á sunnudaginn ætlum við að keyra af stað heim. Og þegar maður er 3ja og 4ra skiptir nefnilega ekki svo miklu máli hvað dagurinn heitir, bara að páskaeggið sé borðað ;-)
mánudagur, mars 21, 2005
Komin til Køben og tad er ÆDI !
Ferðin gekk vel og við vorum komin hingað síðdegis á laugardeginum. Strákarnir stóðu sig eins og hetjur í bílnum á leiðinni. Algerar hetjur !!!
Á sunnudeginum slöppuðum við af, fórum í smá bíltúr og skelltum okkur svo í bíó. Strákarnir fóru á Robotterne en ég fór á danska mynd sem heitir Den store dag og er æðisleg !! Við skoðuðum síðan aðeins Fisketorvet, fengum okkur að borða sveitta borgara og alles. Jömmí ;-)
Í dag kíktum við svo í dýragarðinn við vorum nú ekki svikin af því. Rosalega er alltaf gaman að skoða dýrin, við erum alltaf hrifnust af öpunum og ljónunum. Það er eitthvað svo gaman að sjá apana sveifla sér í trjánum og ljónin eru eitthvað svo tígulleg. Hrikalega flott. Strákarnir fóru meira að segja á "hestbak" smá rúnt. Það var náttl mikið sport ;-) Því miður eru engar myndir til af þessum frábæra degi, það klikkaði eitthvað að taka hleðslutækið með :-/
Annars erum við ákveðin í því að taka það rólega, hvíla okkur og hafa það gott. Borða góðan mat og gera skemmtilega hluti. Þetta er jú svona smá útlönd að vera hérna í Cph, og það er toppurinn að vera í íbúð í hverfi þar sem maður þekkir sig til í. Heppin við að eiga svona frábæra vini ;-)
Á morgun er svo stefnan tekin niður í bæ, ætlum að sigla kanalana, sjá verðina skipta um vakt hjá Höllinni og kíkja aðeins á strikið.
Ferðin gekk vel og við vorum komin hingað síðdegis á laugardeginum. Strákarnir stóðu sig eins og hetjur í bílnum á leiðinni. Algerar hetjur !!!
Á sunnudeginum slöppuðum við af, fórum í smá bíltúr og skelltum okkur svo í bíó. Strákarnir fóru á Robotterne en ég fór á danska mynd sem heitir Den store dag og er æðisleg !! Við skoðuðum síðan aðeins Fisketorvet, fengum okkur að borða sveitta borgara og alles. Jömmí ;-)
Í dag kíktum við svo í dýragarðinn við vorum nú ekki svikin af því. Rosalega er alltaf gaman að skoða dýrin, við erum alltaf hrifnust af öpunum og ljónunum. Það er eitthvað svo gaman að sjá apana sveifla sér í trjánum og ljónin eru eitthvað svo tígulleg. Hrikalega flott. Strákarnir fóru meira að segja á "hestbak" smá rúnt. Það var náttl mikið sport ;-) Því miður eru engar myndir til af þessum frábæra degi, það klikkaði eitthvað að taka hleðslutækið með :-/
Annars erum við ákveðin í því að taka það rólega, hvíla okkur og hafa það gott. Borða góðan mat og gera skemmtilega hluti. Þetta er jú svona smá útlönd að vera hérna í Cph, og það er toppurinn að vera í íbúð í hverfi þar sem maður þekkir sig til í. Heppin við að eiga svona frábæra vini ;-)
Á morgun er svo stefnan tekin niður í bæ, ætlum að sigla kanalana, sjá verðina skipta um vakt hjá Höllinni og kíkja aðeins á strikið.
föstudagur, mars 18, 2005
Lítið að frétta
Það er bara föstudagur í okkur öllum, Gummi er á vinnudjammi og við strákarnir fengum okkur heimatilbúna pizzu og kók. Svo er nammi og disney. Ekki leiðinlegt það ;-)
En vikan er búin að vera strembin, ég var að skila stóru verkefni í skólanum. En ég var með danskri bekkjasystur minni að skrifa um börn innflytjenda. Spennandi. En við skiluðum af okkur í gær og svo er flutningur verkefnisins á þriðjudaginn eftir páska.
Við erum svo að fara til Köben á morgun. Gunni og Þórarna vinir okkar sem búa þar, eru að fara til íslands um páskana og voru svo sæt að lána okkur íbúðina sína um páskana. Það er svo gaman að komast öðru hvoru til Köben, fara í dýragarðinn og tívolíð og svona.
Við fengum meira að segja sendingu í gær, 4 lítil páskaegg og síðustu Idolspóluna. Þannig að við erum vel sett um páskana með nammi og skemmtiatriði.
Annars var Einar að tala um mikið alvörumál við mig. Hann sagðist nefnilega ekki vilja eiga danska kærustu. Hann á nefnilega svo margar kærustur á Íslandi að hann vill ekki að stelpurnar á leikskólanum hérna í danmörku séu að kyssa hann. Jáhá ! Það er nefnilega það !
Það er bara föstudagur í okkur öllum, Gummi er á vinnudjammi og við strákarnir fengum okkur heimatilbúna pizzu og kók. Svo er nammi og disney. Ekki leiðinlegt það ;-)
En vikan er búin að vera strembin, ég var að skila stóru verkefni í skólanum. En ég var með danskri bekkjasystur minni að skrifa um börn innflytjenda. Spennandi. En við skiluðum af okkur í gær og svo er flutningur verkefnisins á þriðjudaginn eftir páska.
Við erum svo að fara til Köben á morgun. Gunni og Þórarna vinir okkar sem búa þar, eru að fara til íslands um páskana og voru svo sæt að lána okkur íbúðina sína um páskana. Það er svo gaman að komast öðru hvoru til Köben, fara í dýragarðinn og tívolíð og svona.
Við fengum meira að segja sendingu í gær, 4 lítil páskaegg og síðustu Idolspóluna. Þannig að við erum vel sett um páskana með nammi og skemmtiatriði.
Annars var Einar að tala um mikið alvörumál við mig. Hann sagðist nefnilega ekki vilja eiga danska kærustu. Hann á nefnilega svo margar kærustur á Íslandi að hann vill ekki að stelpurnar á leikskólanum hérna í danmörku séu að kyssa hann. Jáhá ! Það er nefnilega það !
sunnudagur, mars 13, 2005
Gummi veikur
og ég hélt bara svei mér þá að hann myndi hrökkva upp af. Manni var hætt að standa á sama eftir 3ja daga veikindi. Ég var næstum því búin að hringja í VÍS og tékka á líftryggingunni ;-) En ég sleppti því.
Við "græddum" nú samt sem áður hálfpartinn langa helgi afþví að strákarnir voru í fríi á föstudaginn. Voða gaman, við kíktum niður í bæ á barnaveitingastað, en það vakti mikla lukku hjá þeim bræðrum. Síður hjá mér, vondur matur. Það er leiðinlegt að borða vondan mat, það er svo mikið betra að borða góðan mat. Ég veit um hvað ég er að tala ;-)
Á laugardaginn var okkur boðið til Einars Baldvins, en þangað voru saman komin ættingjar mínir úr móðurfjölskyldunni sem búa hérna í Århús. Það var ansi gaman. Mikið borðað (góður matur) og hlegið.
Á eftir erum við svo að fara í kökubjóð (mikið skemmtilegra að fara í bjóð) til Sölku, Júlla og Loga krútt. Þar verður alsherjar strákasamkoma, en Óli og Magga koma líka með sína stráka. Þar verða örugglega góðar kökur ;-)
Ég hef það mér til afsökunar að hafa mikinn áhuga á mat þessa dagana, ekki get ég verið full. Það viljum við ekki ! En ég er orðin svona eins og stór kisa, sef og borða til skiptis. Bráðum verð ég örugglega grá og loðin eins og Bangsi. En það er nú örugglega ekki það versta ;-)
og ég hélt bara svei mér þá að hann myndi hrökkva upp af. Manni var hætt að standa á sama eftir 3ja daga veikindi. Ég var næstum því búin að hringja í VÍS og tékka á líftryggingunni ;-) En ég sleppti því.
Við "græddum" nú samt sem áður hálfpartinn langa helgi afþví að strákarnir voru í fríi á föstudaginn. Voða gaman, við kíktum niður í bæ á barnaveitingastað, en það vakti mikla lukku hjá þeim bræðrum. Síður hjá mér, vondur matur. Það er leiðinlegt að borða vondan mat, það er svo mikið betra að borða góðan mat. Ég veit um hvað ég er að tala ;-)
Á laugardaginn var okkur boðið til Einars Baldvins, en þangað voru saman komin ættingjar mínir úr móðurfjölskyldunni sem búa hérna í Århús. Það var ansi gaman. Mikið borðað (góður matur) og hlegið.
Á eftir erum við svo að fara í kökubjóð (mikið skemmtilegra að fara í bjóð) til Sölku, Júlla og Loga krútt. Þar verður alsherjar strákasamkoma, en Óli og Magga koma líka með sína stráka. Þar verða örugglega góðar kökur ;-)
Ég hef það mér til afsökunar að hafa mikinn áhuga á mat þessa dagana, ekki get ég verið full. Það viljum við ekki ! En ég er orðin svona eins og stór kisa, sef og borða til skiptis. Bráðum verð ég örugglega grá og loðin eins og Bangsi. En það er nú örugglega ekki það versta ;-)
mánudagur, mars 07, 2005
Grensubúðinn, bíó og matarboð.
Við skruppum í grensubúðina niður við landamæri þýskalands á laugardaginn. Við höfum aldrei farið áður og vorum orðin mjög svo forvitin um hverskonar búð þetta væri. Ég sá fyrir mér að ég gæti valsað um og dundað mér við að skoða allskonar girnilega hluti á meðan Gummi smakkaði rauðvín. Ó nei aldeilis ekki, þetta er hræðileg verslun, fólkið treðst og treðst. Allir ógeðslegar gráðugir í ódýrt brennivín og sælgæti. En við gátum nú tekið þátt í þessu og keyptum fuuuuullt af bjór og gosi.
Svo kíktum við inn til Flensburg, sem er kósi lítill þýskur bær. Þar fórum við á æðislegan ítalskan veitingastað. Nammi namm, en það var algerlega ferðarinnar virði að enda þar ;-)
Á sunnudaginn fór Gummi með strákana í bíó en þeir fengu það sem verðlaun fyrir að hafa verið svo duglegir að sofa í sínum rúmum alla nóttina. Það var kominn svolítill ruglingur á þetta eftir Íslandsferðina og þeir voru að koma inn til okkar allt að 10x á nóttinni. Ekkert sérlega skemmtilegt !
Á meðan þeir voru í bíóinu kláraði ég að þrífa kofann og undirbúa matarboðið sem var um kvöldið en Karen, Grétar, Óli og Magga og co komu í kvöldmat. Það var mikið spjallað og mikið hlegið. Gaman að hittast svona á sunnudögum þeir eru svo dauðir hérna í DK, allt lokað og svona.
En annars eru stákarnir heima í dag, Einsi var með hita í nótt og Guðni er hóstandi þannig að það var ekki annað í boði en að halda þeim heim. En það er nú líka kósi að lengja helgina öðruhvoru ;-)
Það er líka nýjar myndir í albúminu, klikkið á myndir og þá fáið þið að sjá dýrðina ;-)
Við skruppum í grensubúðina niður við landamæri þýskalands á laugardaginn. Við höfum aldrei farið áður og vorum orðin mjög svo forvitin um hverskonar búð þetta væri. Ég sá fyrir mér að ég gæti valsað um og dundað mér við að skoða allskonar girnilega hluti á meðan Gummi smakkaði rauðvín. Ó nei aldeilis ekki, þetta er hræðileg verslun, fólkið treðst og treðst. Allir ógeðslegar gráðugir í ódýrt brennivín og sælgæti. En við gátum nú tekið þátt í þessu og keyptum fuuuuullt af bjór og gosi.
Svo kíktum við inn til Flensburg, sem er kósi lítill þýskur bær. Þar fórum við á æðislegan ítalskan veitingastað. Nammi namm, en það var algerlega ferðarinnar virði að enda þar ;-)
Á sunnudaginn fór Gummi með strákana í bíó en þeir fengu það sem verðlaun fyrir að hafa verið svo duglegir að sofa í sínum rúmum alla nóttina. Það var kominn svolítill ruglingur á þetta eftir Íslandsferðina og þeir voru að koma inn til okkar allt að 10x á nóttinni. Ekkert sérlega skemmtilegt !
Á meðan þeir voru í bíóinu kláraði ég að þrífa kofann og undirbúa matarboðið sem var um kvöldið en Karen, Grétar, Óli og Magga og co komu í kvöldmat. Það var mikið spjallað og mikið hlegið. Gaman að hittast svona á sunnudögum þeir eru svo dauðir hérna í DK, allt lokað og svona.
En annars eru stákarnir heima í dag, Einsi var með hita í nótt og Guðni er hóstandi þannig að það var ekki annað í boði en að halda þeim heim. En það er nú líka kósi að lengja helgina öðruhvoru ;-)
Það er líka nýjar myndir í albúminu, klikkið á myndir og þá fáið þið að sjá dýrðina ;-)
þriðjudagur, mars 01, 2005
Snjór snjór snjór.
Og danir alveg að tapa sér í taugaveiklun út af því. Þeir kunna nefnilega ekki að keyra í snjó þessi grey ! Furðulegur andskoti, svo er verið að sópa allar götur eins og ég veit ekki hvað !!! Þetta er smá snjór sem verður farinn eftir nokkra daga, slakið þið á.
Einar er alveg hissa á þessu og inn á milli þess sem hann minnir okkur á að við erum íslendingar þá talar hann um að danmörk sé að verða alveg eins og Ísland. *Hóst* Veit ekki alveg hvernig ég á að taka þessu. En það er svo krúttó að hann lærði fullt af nýjum frösum á íslandi -þá aðallega af afa Einari, en uppáhaldið hans núna er; svolítið klikkaður !-
Helgin var fín, fullt af gestum, Randers regnskov og fleirra skemmtilegt. Gummi er líka búin að vera í lestrarmaraþoni, við keyptum okkur nokkrar -ok margar- bækur á íslandi og hann er búin að vera lesa þær bækur eftir Arnald Indriða sem hann átti eftir að lesa. Það næst varla samband við hann, þ.e.a.s Gumma ekki Arnald, ég veit ekkert hvernig hann hefur það !
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)