miðvikudagur, desember 31, 2003

Brúðkaupið
Sem við vorum í var ÆÐISLEGT ! Það var sko gæsahúð og tár í augun. Meiriháttar, þau voru svo sæt og fín. Við vorum nú reyndar ekki lengi í veislunni, vorum komin heim um 2 leytið. Fórum út með strákana á snjósleða, það var svo gaman að þeir komu allir krambúleraðir inn. En jey hvað það var gaman.
Allir hressir
hér á bæ. Löngu vaknaðir og komnir á stjá. Gaman saman. Strákarnir fóru í leikskólann í gær og voru þar með öðrum börnum sem eiga foreldra sem nenna ekki að sjá um þau. Ég er með smá moral yfir því að hafa þurft að láta þá fara en við eigum ekki annara kosta völ, draslið pakkar sér víst ekki sjálft. Annars eru þeir líka svo litlir að þegar þeir fara að ásaka okkur um að uppeldið hafi mistekist þá held ég að þeir eigi nú ekkert eftir að tína þetta til. En hver veit. Eftir leikskóla fórum við í ammæli hjá Helenu frænku þeirra og skemmtum okkur svo ægilega vel að við vorum ekki komin heim fyrir um 21. Ji ótrúlega villt. En núna erum við hress að fara í brúðkaup á eftir í hádeginu og svo bara stanslaust stuð í kvöld. Sprengjur og læti. Hlakka til.

mánudagur, desember 29, 2003

Gummi er búin að elda
og er núna að svæfa. Við erum búin að vera á fullu í dag. Hann að pakka en ég að gera verkefni. Mér finnst leiðinlegt að gera verkefni, það er mikið skemmtilegra að pakka. En ég er nú að klára þetta hel*****
Viðvörun
kom í útvarpinu áðan. Fólk var varðað við að vera á ferli. Og hvar var Gummi ? Auðvitað nýfarinn út. Á bílnum okkar sem er á sumardekkjum ! Enduðum líka á því að moka hann inn í bílastæði. Huggulegt.

sunnudagur, desember 28, 2003

Orðin hress eða þannig !
Við erum allavegana að reyna að fara í heimsóknir og kveðja alla. Fórum í gærkvöldi í matarboð með MSingunum, það var bara snilld. Hrikalega góður matur + skemmtilegur félagsskapur = gott kvöld. En annars er lítið að frétta, það er bara búið að vera svo ógeðslega kalt að það er ekki hundi út sigandi hvað þá litlum strákum. þannig að það er búið að vera pínu strembið að vera heima með þá. Einar spurði meira að segja í morgun ;"hvenær fæ ég að fara á Garðaborg ?" ferlega þreyttur á að vera heima. En þetta er líka komið gott, ég þarf líka að spýta í lofana ef það á að gerast eitthvað í þessum verkefnamálum. Úff og púff.

föstudagur, desember 26, 2003

Annar í jólum
Jæja nú er það svart, við erum bæði orðin slöpp en höfum látið okkur hafa það að mæta í jólaboðin *dæs* nei ég segi svona, það sem er yndislegast við jólin er einmitt að fara og borða góðan mat og hitta skemmtilegt fólk. Við vorum hjá mömmu og pabba í gær og það var ótrúlega mikið stuð. Krakkarnir voru svo skemmtilegir, maturinn snilld og félagsskapurinn til fyrirmyndar. Kvarta ekki yfir því.
Í dag fórum við svo til Soffu systur hennar mömmu í jólaboð. Það var gaman að hitta alla, en skrítið að vita að við eigum kannski ekki eftir að sjá fólkið fyrr en eftir kannski 5-6 ár. Krakkarnir eitthvað svo litlir og það er synd að missa af þeim vaxa og þroskast. En svona er þetta nú allt saman. En núna erum við komin heim, strákarnir eru uppi að horfa á " Þegar Tröllið stal jólunum" og við að bíða eftir að þeir sofni. Kannski spurning um að taka smá syrpu í 24.

fimmtudagur, desember 25, 2003

Aðfangadagur jóla
var ágætur, ég er reyndar orðin lasinn en það er bara þannig. Ég fór með strákana að keyra út síðasta dótið og á meðan kláraði Gummi. Þegar drengirnir voru búnir að reyna að sofa var farið með þá út að keyra, það gekk svona ljómandi vel og þeir sváfu eins og ljós. Gummi kíkti upp í garð en ég kláraði að undirbúa matinn. Svo var þessi hefðbundna dagskrá, bað og spariföt. Jólamaturinn var þvílík snilld. Tartalettur fylltar með rækjum og fiskbollum í hvítvínssósu. Nammm. Hreindýrasmásteik með brúnum kartöflum og því helsta, sósan var frábær með bláberjum. Í eftirrétt var sérrí frómas eins og amma Tóta gerir. Ég held að það hafi verið gott, en ég var hætt að finna bragð ! Við dönsuðum aðeins í kringum jólatréið og svo var drifið í pakkana. Það var svo gaman að fylgjast með strákunum segja Vá Vá sama þótt að við værum að opna pakkana. Frekar krúttlegt. En við fengum; pening frá foreldrum okkar, diskamottur, ostaskera, kerti og minnisbók frá systkinum okkar. Gummi fékk sokka, vettlinga, útvarp og bók frá okkur hinum en ég fékk húfu, trefil og 3 bækur frá þeim. Þetta eru æðislegar gjafir og ég hlakka til að koma þeim fyrir á nýja heimilinu okkar í danmörku. Strákarnir fengu líka ótrúlega mikið flott; föt, bækur, pússl, dúkkur, bíla, hnífapör, Harry Potter snaga og dýr. Þeir voru rosalega ánægðir með allt sem þeir fengu. Við gáfum Einari hjól og Guðna dúkkukerru, ég held að það hafi slegið í gegn. Við fórum svo til mömmu og pabba, skoðuðum gjafirnar þeirra og horfðum á krakkana skemmta sér.
En núna er ég hundlasinn og ég vona að ég komist í jólaboðið sem er á eftir hjá mömmu og pabba. Frekar súrt, en svona er þetta.
Takk fyrir okkur, öll kortin og allar gjafirnar. Gleðileg jól enn og aftur.

miðvikudagur, desember 24, 2003

Gleðileg jól
Kæru vinir. Og takk fyrir allt gamalt og gott. Hérna er ansi huggulegt get ég sagt ykkur. Tréið fór upp í gær og það er bara ansi fínt, vísu svolítið skakkt en hey ! það tilheyrir. Eða hvað ? Strákarnir fengu sitthvora jólaspóluna frá jólasveininum og þeir dunda sér núna við að horfa á Tvið. Gummi fékk líka í skóinn svona nörda mynd ég held að hann hafi verið ægilega ánægður með það. En núna erum við strákarnir að fara út að klára jólajóla eitthvað.
Hafið þið það sem bessssst.

þriðjudagur, desember 23, 2003

Baldur og Hanna
New York búar komu í mat í gær. Það var rosa gaman. Þau komu með nýju seríuna af 24 ekki leiðinlegt það. Þannig að við hjónin getum legið spennt í sófanum á kvöldin eftir jólaboðin. Það er nú ekki leiðinlegt. En annars erum við búin að þrífa, pakka inn gjöfunum, fórum í kringluna -ekki góð hugmynd- og erum bara chilluð en með hrikalegt kvef !

sunnudagur, desember 21, 2003

Litlir strákar
Eins og okkar strákar eru skemmtilegir. Við vorum að koma inn eftir að hafa farið með þá út á róló. Það var -10c°. Fínt það. Í gær fórum við í heimsókn til Hafþórs frænda og Binnu konunar hans. Þau eru búin að byggja sér hús upp í Grafarholti og það er Frábært. Ég held bara að ég vel hugsað mér að búa þar.......þegar við komum heim. Svo langar mig líka til að læra að setja myndir inn á bloggið. Kann það einhver ! Einhver !
Annars er þetta búin að vera fín helgi, fínt veður og gaman gaman.

laugardagur, desember 20, 2003

Ammælisdagurinn
var frábær. Hann byrjaði frekar furðulega við sváfum öll yfir okkur, en mér tókst að hlaupa út með kökuna sem ég hafði bakað fyrir leikskólann. Þegar ég kom síðan heim í hádeginu var Gummi búin að baka þessa fínu köku handa mér. Það hafði reyndar víst ekki alveg gengið áfallalaust fyrir sig, kremið var eitthvað vefjast fyrir honum. Það stóð nefnilega 2 matskeiðar kaffi og hann setti kaffikorg. Það var svolítið þurrt *döh* og ekki gott að bíta í korginn. Furðulegur hann Gummi getur leyst allskonar eðlisfræðigátur, en það er ekki séns að fá hann til að fara eftir uppskrift. Hann áttaði sig nú á þessu. Ég fór síðan aðeins í Smáralindina til þess að klára síðustu gjafirnar, og við sóttum síðan strákana snemma. Ég fékk ægilega fínar gjafir. Bók, inniskó og dvd -Stuard litla- Gummi og Einar Kári höfðu farið í kringluna og valið þessar gjafir af mikilli ást. Um kvöldið kom Júlía sys og vinkonur hennar að passa fyrir okkur á meðan við fórum niður í bæ. Ansi huggulegt, fórum í strætó og fengum okkur að borða. Mjög góður dagur. En það hringdi hins vegar enginn í mig, fyrir utan mömmu, Kötu og Birnu vinkonu. Það hefur kannski eitthvað með það að gera að ég var varla heima allann daginn. <:o)

miðvikudagur, desember 17, 2003

Týndur sími og ammæli
Ég er búin að týna símanum mínum. Hann bara hvarf, púff. Ég skil ekkert í þessu. S.l fimmtudag er síðasta skipti sem ég notaði hann. Furðulegt. Svo var alltaf á tali í honum, en furðulegra. Það sem er mest svekkjandi er að það er ekki hægt að rekja hann þar sem við erum búin að henda ábyrgðarskirteininu -döh- og aularnir týndu nótunni okkar. Frekar svekkjandi. Við höldum í vonina að hann finnist á einhverjum dularfullum stað þegar við flytjum. Þannig að það þýðir ekkert að hringja í mig eða senda mér SMS. Frekar leiðinlegt svona rétt fyrir jól, allir sem ætluðu að senda mér jólasms verða bara að hringja í mig. En það er nú kannski ekkert svo leiðinlegt.
Svo á ég ammæli á morgun. Allir ; Hringja í mig heim í síma 562 48 18. Alveg ófeiminn. Hehe

sunnudagur, desember 14, 2003

Jóla hvað !
jólahlaðborð. Við fórum í jólahlaðborð í gær. Á Hvolsvöll, gistum þar. Við fórum með Gumma og Hafdísi, og það var MEIRIHÁTTAR. Góður matur, jömmí. Skemmtilega sveitó og frekar ódýrt. Ji hvað það var gaman. Strákarnir voru í næturgistingu þannig að við vorum úthvíld, í fyrsta sinn í laaaaaaaangan tíma. Bergdís og Halli buðu okkur síðan í kvöldmat, heimalagaða pizzu og stuð. Það var frábært, krakkarnir reyndu reyndar að klóra augun úr hvert öðru, en það var gaman. Núna á Gummi aðeins eftir að fara yfir svona um 30 próf og þá er hann komin í jólafrí. Jey !

laugardagur, desember 13, 2003

Jólasveininn minn, jólasveininn minn
kom í nótt og nóttina það áður. Hann er búin að vera mjög góður og skemmtilegur. Strákarnir fengu dýr og bók í skóinn. Ég fékk heilsukodda. Fínn jóli það. Mæli með honum.
Annars er það að frétta að við erum að fara í jólahlaðborð í kvöld. Á Hvolsvöll, förum með Gumma og Hafdísi og ætlum að gista eina nótt. Einar verður hjá Jónínu frænku sinni og Guðni ætlar að vera í Barmó. Huggulegt.
Eðlisfræðingarnir voru hérna í partýi í gær, það var mjög gaman. Allavegna voru þeir í hláturskasti fram eftir nóttu. Þetta var skrifað um partýið fyrir fram; Also remember that Gummi is having a party tonight at his house starting at 21:00. He lives at Tunguvegur 56. Bring your own booze (BYOB) and lots of it, since physics parties are by definition boring and need scandalous behavior by everybody to be any fun. Ehem.
Vettvangsnámið gengur vel og mér finnst ótrúlega gaman að vinna á leikskóla. Ég held að þetta sé það skemmtilegasta sem ég geri. Börnin eru svo mikil krútt og það eru svo skemmtilegar konur að vinna með mér. Verst að það eru 135 þús kr laun. Well. Sjáum til, ég frétti reyndar að leikskólakennarar væru hvergi betur borgaðir heldur en í danmörku. Sjáum til, spurning um að klára námið fyrst. Ég hlakka til..............jólanna.

mánudagur, desember 08, 2003

Helgin og annað
Á laugardaginn fóru strákarnir í síðasta tímann sinn í íþróttaskólanum. Gaman að því. Í skólanum hjá Einari áttu foreldrarnir að fara í þrautirnar með börnunum. Það var ótrúlega gaman og Einar var duglegur að segja mér til. Enda ekki vanþröf á. Ég þurfti að fara upp í skóla í verkefnavinnu og á meðan fóru strákarnir með pabba sínum á leitin að Nemó. Það fannst þeim nú ekki leiðinlegt. Um kvöldið komu Gummi og Hafdís í smá heimsókn. Very nice.
Sunnudagurinn var alveg týpiskur letidagur. Við fórum út að viðra strákana, ætluðum að sýna þeim jólaljósin en þeir höfðu nú lítinn áhuga á þeim. Vildu mikið frekar skoða alla jeppana. Hallllló. Svo kíktum við til vina okkar sem voru að fá sér lítinn hvolp. Tík sem heitir trú. Ægilega sæt, strákarnir voru alveg í skýjunum með kvikindið. Við fórum svo að sjá kveikt á jólatréinu niðri á Austurvelli. Það var ægilega huggulegt.........í svona 30 mín en þá voru strákanir líka búnir að missa þolinmæðina. Gaman að segja frá því.
Ég er búin að vera heima í dag að vinna verkefni. Jey en gaman.

sunnudagur, desember 07, 2003

Nýjar myndir
Það eru komnar nýjar myndir í albúmið okkar. Ægilega fínt.

miðvikudagur, desember 03, 2003

Læknaheimsóknir !
Ég var að byrja í dag sem nemi. Ég fór á leikskóla hérna í hverfinu sem heitir Jörfi. Mér líst vel á mig, en ég fór í morgun og var frá 8-3. Deildin sem ég er á er með börn á aldrinum 4-5 ára. Þetta er fínir krakkar. Það er ferlega fínt að vera nemi svona í desember, maður fær fullt af hugmyndum um skemmtilegt jólaskraut og svona.
Við fórum með stráknana til læknis í dag. Ég fór með Guðna í heyrnarmælingu og það gekk svona glimrandi vel ! Drengurinn heyrir bara allt. Humm. Gummi fór með Einar Kára til augnlæknis og það kom í ljós að hann er fjarsýnn og með sjónskekkju en ekkert samt til þess að hafa áhyggjur af. Úr því að þetta háir honum ekkert þá verður ekkert gert strax, við kíkjum bara til hans aftur þegar við komum til landsins næst.......... eða þar næst.