miðvikudagur, ágúst 27, 2003

Namm namm.

Veðrið er frábært !
Það er ekki hægt að vera annað en súper glaður. Fyrsti dagurinn í fríinu er búin að vera ALLT of fljótur að líða. En ég er búin að hjóla út um allann bæ. Fyrst í klippingu til Óla Bogga, og núna er ég orðin uber blond. Beygluhúsið og kaffi með Eydísi á Súfistanum. Þegar ég kom heim dró ég Gumma frá bókunum og við sóttum strákana í leikskólann og drifum okkur í sund. Það var ótrúlega gaman. Pizza Hut er hverfispizzubúllan okkar og það var þetta fína tilboð í gangi þannig að við skelltum okkur á pizzahlaðborð. Frekar huggulegt. Þurftum þar að auki ekkert að borga fyrir strákana eftir að hafa sannfært starfsfólkið um að þeir borðuðu hvort eð er svo lítið ! hehe.
En núna er ég dottin í bakstur og fínerí. Allt fyrir veisluna............

Engin ummæli: