Guðni er komin í aðlögun
á Garðaborg. Hann fór í morgun með pabba sínum og bróður. Fyrst fóru þeir í söngstund, svo fór hann að leika með trékubbana og út að leika. Honum fannst þetta nú lítið mál. Langflottasti töffarinn. En hann hefur nú svo sem líka mikinn styrk af bróður sínum. Einar Kári var hinsvegar hæst ánægður að mæta aftur á leikskólann, hann mátti varla vera að því að kveðja gamla settið ! Gummi er að læra alla daga og er byrjaður að hringja út og bjóða í veisluna. Það gegnur bara vel að mér skilst. Ég er hins vegar byrjuð aftur í vinnunni og ég er pínulítið eins og Einar Kári, ótrúlega ánægð að vera komin í rútínu. Gaman að því !
fimmtudagur, ágúst 07, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli