laugardagur, ágúst 16, 2003

Menningarnott !

Menningarnótt.........
......eða frekar menningardagur í okkar tilfelli. Við fórum niður í bæ um 1 leytið og það var ótrúlega gaman. Við kíktum fyrst niður í Top Shop til þess að sjá alla eðlisfræðinördana að verki. Við sáum margt flott og skemmtilegt, en fyrst og fremst sáum við fullt af fólki, meira að segja nokkra sem við þekkjum. Gaman að því. Við löbbuðum fram og aftur um laugaveginn, fórum í bónus og keyptum okkur nesti. Löbbuðum niður á tjörnina og gáfum öndunum brauð, þær voru glorsoltnar greyin litlu. Greinilega ekki menningarnótt hjá þeim. En allavegana erum við komin heim núna, Einar liggur grátandi uppi í herbergi afþví að hann vildi ekki borða kvöldmat. Við erum búin að hóta svo oft að senda hann upp matarlausan ef hann vill ekki það sem er í boði. -sem er nú reyndar oftast !!! Þannig að......... Guðni hleypur hér um í skóm af mér með plastpoka í hendini, Gummi er farinn niður í bæ að vinna við eðlisfræðitilraunirnar í Top Shop og ég er búin að leigja mér Friends og er farin að hlakka til að horfa............

Tóta

Engin ummæli: