þriðjudagur, desember 27, 2005


Gleðilega hátið öll sömul, takk fyrir okkur öll. Við erum alveg í skýjunum með allar þær fínu, fínu gjafir sem við fengum. Þetta eru jólin sem við erum með 3 lítil börn, svolítið skrítið en jólin komu samt kl 18 þó að ekki væri búið að leggja á borð með jóladúk og sparistelli. Það er bara þannig, við höfðum í nóg að snúast við að baða, elda og taka til. Nú skil ég fólk sem borðar annars staðar en heima hjá sér á jólunum, þetta er hörkupúl. Ég var líka sofnuð kl 21:30 með strákunum á aðfangadag, algerlega búin á því. Gummi var hressari og vakti "örlítið" lengur.

Við erum búin að hafa það mjög gott, búin að gera vel við okkur í mat og drykk alla daga. Borðuðum kalkún á aðfangadag, fórum með hangikjöt til Einars Baldvins á jóladag og fengum svo góða vini í heimsókn í gær, annan í jólum.

Í dag fór svo Gummi að vinna, úff, erfitt að hafa hversdaginn svona fljótt eftir hátíðarnar. En strákarnir eru heima með okkur Jóni Gauta, leikskólinn lokaður og allir í fríi.

Svo er það bara Köben núna á miðvikudaginn, ætlum að vera í 2 nætur, kíkja í jólatívolíð og svona. Kósí, pósí.

miðvikudagur, desember 21, 2005

Þetta er hann Jón Gauti 5 mánaða. Hann fór í 5 mánaða skoðun núna á mánudaginn en þá var hann 6,7 kg, 68 cm. Það þykir alveg eðal í þessum vaxtakúrfu bransa, meðalmaður á þyngd og lengd. Hann er ljúfur og kátur eins og fyrri daginn. Það helsta sem er nýtt að frétta af honum er að hann er kominn með tönn. Litla tönn í neðri góm vinstra megin. Svo er hann farinn að borða líka tvisvar á dag. Graut fyrir hádegi og kartöflur í kvöldmat. Hann er mjög ánægður með það að vera loksins byrjaður að fá að borða.

Af hinum strákunum er það helst að frétta að skórinn og jólasveininn hefur mikið aðdráttarafl. Einar ræsir þá bræður um kl 5 á morgnana alveg hress, við foreldrarnir erum ekki alveg jafn hress svona snemma.

Einar er að fara leika vitring í kirkjunni, en elstu krakkarnir í leikskólanum setja upp jólaguðspjallið í kirkjunni. Ekki vitfirðing eins og móðursystur hans léku einu sinni fyrir langa löngu. Það er önnur og lengri saga.

sunnudagur, desember 18, 2005


Ég er afmælisstelpa í dag, þá má ég ráða segir Einar Kári. Ekki mikil tilbreyting þar en ég reyni þá bara að vera extra ráðrík í dag. Humm !

Við hjónin fórum allein niður í bæ í gærkvöldi, ok kannski ekki alveg allein. Jón fékk að fljóta með. Við keyptum síðustu jólagjafnirnar og fórum út að borða. Það var frekar fyndið við fórum á snobb stað til að fá okkur að borða. Það er þétt milli borða og fólkið á næsta borði varð forvitið þegar það heyrði okkur tala íslensku. Þau voru mjög hress og skemmtileg, eiga fullt af íslenskum vinum en þau eiga þetta fyrirtæki sem flytur inn vörur til íslands. Gaman að því ;-)

Gummi var búin að baka pönnukökur og hella upp á gott kaffi handa mér. Það finnst mér æði, svo fékk ég fína pakka. Bakpoka frá strákunum, ilmvatn frá Gumma og bók frá mömmu og pabba. Bara æði pæði.

Seinna í dag förum við svo til Hadsten þar sem Baldvin frændi minn á líka afmæli. Hann er 12 ára í dag. Þar ætlum við að sitja og gúffa í okkur góðan mat, síld, rækjur og annað góðgæti. Gummi er líka búin að baka randalínur, hvíta með sultu og brúna með smjörkremi. Ægilega duglegur. Ykkur er velkomið að kíkja í kaffi og randó, nóg til !

fimmtudagur, desember 15, 2005


Þetta er hann Gummi, hann er voðalega gleymin og utan við sig eins og flestir sem þekkja hann vita. En hann sló sjálfan sig út í gær og slökkti á frystikistunni........aftur. Síðast tók hann hana úr sambandi en núna slökkti hann á henni. Í kistunni var allskyns gúmmulaði og gotterí s.s 3 kg rostbeef, íslensk lambalæri, 6 kg af hakki og ómælt magn af kjúklingabringum.

Ég uppgvötvaði þetta þegar ég var að fara að elda, Gummi var á fundi niður í vinnu og það voru ekki hugguleg smsin sem ég sendi honum. Ég var MJÖG reið út í hann. Svo hringdi ég í ömmu og hún sagði mér bara að stinga í samband aftur, en hún gaf mér líka leyfi til að kalla hann idjót. Amma skilur mig nefnilega þegar kemur að mat og frystikistum :Þ Ég hringdi líka í Önnu Jónu sem vottaði mér samúð sína, veit ekki alveg hvort það var út af kjötinu eða út af Gumma. Hún er grænmetisæta þannig að það mætti segja mér að hún væri að samhryggjast mér að vera með Gumma og þó !

En ég er samt búin að jafna mig að mestu, vona bara að við deyjum ekki úr matareitrun þó að við höfum fryst allt kjötið aftur. Vonum bara það besta.

þriðjudagur, desember 13, 2005



Julemusen kom í heimsókn til okkar í gær, en hún kom heim með Guðna af leikskólanum. Þetta er hrekkjótt mús sem gerir skandala. Á þessu heimili litaði hún mjólkina bláa og setti rúsinur í smjörboxið. Það fannst strákunum sniðugt.

Það er annars gaman að sjá hvað Einar er að fatta þetta allt saman í fyrsta sinn, núna man hann eftir því að opna jóladagatalið og kíkja í skólinn. Svo er hann farinn að óska sér allskonar dýrgripi í jólagjöf, s.s gameboy og turtelkall. Það verður spennandi að sjá þá opna gjafnirnar á aðfangadagskvöld.

Annars er julehygge út um allan bæ, í vinnunni hjá Gumma, í leikskólanum hjá strákunum (báðum deildum) og svo á taleinstetutet. Brjálað að gera,+ það að þvotturinn þvær sig ekki sjálfur frekar en fyrri daginn. Ég hélt að ég fengi svo æðislega mikinn tíma þegar önninn væri búin en mér finnst bara ennþá allt vera á haus. Kannski er það bara ég sem er á haus !

föstudagur, desember 09, 2005

Jóla, jóla, jóla er alveg stemningin þessa dagana. Svo gaman, stóru strákarnir eru að fatta þetta allt saman í fyrsta sinn núna, eru spenntir að opna dagatalið, nenna að baka með okkur og fylgjast vel með jólagjafaumræðunum í leikskólanum. Voða gaman.

Gummi sleppti julefrokostinum í köben, úff hvað ég er fegin. Mér finnst alveg glatað að sitja ein kvöld eftir kvöld með strákunum, þó að yndislegir séu.

Það eru nýjar myndir í albúminu góða helgi og gleðlilegan 3ja í aðventu.

mánudagur, desember 05, 2005

Heimsmeistarakeppni í piparkökubakstri var hérna á Flintó í gær. Einar Baldvin og co komu og máluðu á piparkökur með okkur. Það var ótrúlega gaman ! Við Einar Kári erum reyndar ekki mikið föndurfólk þannig að við gáfumst fljótt upp en hin voru alveg að gera meistarstykki. Það er nú meira hvað krökkum þykja piparkökur með glassúr góðar, ekki man ég eftir því að hafa þótt þetta svona gott. Reyndar segir mamma að hún hafi aldrei nennt að baka jólasmákökur afþví að okkur fannst þær ekkert góðar. Sennilega svolítið til í því ! Eini staðurinn þar sem mér finnast smákökur ÆÐI er hjá mömmu hennar Hafdísar vinkonu. Býst ekki við að fá að smakka þær í ár.

En framundan er maraþonvika í köben ferðum hjá Gumma, hann fór snemma í morgun kl 5 og kemur seint í kvöld. Annað eins verður á miðvikudaginn og svo julefrokost (sem mér þykir frat að vera ekki boðið í !) á föstudaginn yfir nótt. Púff eins gott að þetta verði ekki alltaf svona. Mér finnst ekki skemmtilegt að sitja ein kvöld eftir kvöld, buhu.

Annars er lítið að frétta, strákarnir hamingjusamir og við líka. Okkur hlakkar til jólanna og erum að velta fyrir okkur hvað við eigum að bralla fyrir utan að borða góðan mat. Okkur hlýtur að detta eitthvað í hug.

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Afmælið búið og núna ræður Guðni ekki lengur. Maður fær nefnilega að ráða þegar maður er afmælisbarn, fær að fara fyrst inn í bíl og svona. Það er nefnilega mikið atriði þegar maður er 4 og 5 ára, *dæs*.

Krakkarnir af deildinni komu í pizzupartý, Gummi bakaði 4 plötur af pizzu sem kláruðust eins og vindurinn. Svo skreytti hann súkkulaðiköku með batmankremi, það sló í gegn. Furðulegt hvað þetta var lítið mál að fá allan þennan skara heim. Reyndar sáu leikskólakennararnir um alla praktisku hlutina þannig að eina sem við þurftum að gera var að uppvarta. Það eru komnar myndir af herlegheitunum á netið.

Í gær fór Einar Kári svo að skoða fritidshjemmet sem hann verður vonandi á næsta vetur. Honum leist mjög vel á það en honum líst enn betur á að fara að lesa og skrifa. Það finnst honum verulega spennandi ! Í gærkvöldi fór ég svo á fund í skólanum hans þar sem var verið að ræða við okkur foreldra barna sem byrja næsta haust í skólanum. Mér leist mjög vel á þetta, þetta er reyndar stór skóli með um 800 nemendur en þeim er deilt niður í 4 hús og það er reynt að hafa börnin í sama húsi alla skólagönguna. En við erum öll orðin mjög spennt fyrir þessu skóladæmi.

Annars er lítið að frétta, fór í munnlegt próf í gær og fékk 9. Mjög ánægð með það, er að sjá fram á annarlok og það er mikill léttir. Hef á tilfinninguna að ég hafi allan tímann í heiminum, tíhí.

sunnudagur, nóvember 27, 2005

Afmælisbarn dagsins er Guðni Þór en hann varð 4 ára í dag. Hann er búin að spyrja á hverjum morgni í þessari viku hvort hann sé orðin 4 ára, það var mikil sorg í hvert skipti sem ég varð að segja nei. Buhu.

En venjan á þessu heimili er sú að við bökum pönnukökur á afmælum og svo má borða eins mikið af þeim og maður getur í sig látið. Einari Kára finnst það ÆÐI ! Hann er nefnilega sælkeri eins og mamma sín.
Guðni fékk fullt af fínum gjöfum, m.a legokubba sem við sátum við í lengri tíma og byggðum ýmiskonar skemmtilega hluti. Oh sniðugt þetta legó eða það finnst okkur Gumma að minnsta kosti, við sátum sveitt með uppskriftarbók fyrir framan okkur og kepptumst við að skapa alskonar hluti. Strákarnir voru meira í því að láta ímyndunaraflið njóta sín, ekki við, nei rétt skal vera rétt. Múhahaha.
Svo fórum við á jólatrésskemmtun í fyrirtækinu hans Gumma, þangað kom jólasveininn með pakka fyrir öll börnin. Svaka stuð ;-) Það var þvílíkt magn af sælgæti og gosi í boði að við löbbuðum út með frekar tryllt börn, púff mæli ekki með því.

Á morgun kemur síðan deildinn hans Guðna í hádegismat, 25 stk börn og 5 fullorðnir, takk fyrir ! Það er búið að baka stóra súkkulaðiköku og svo verða pizzur og saftevand í boði. Lekkert smekkert held ég bara. Eða vonum það að minnsta kosti.

Takk fyrir allar kveðjurnar og gjafirnar. Vonandi hef ég þrek til að setja inn myndir á morgun ;-)

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Hérna er kominn vetur, það er kalt *burr* og þegar það verður kalt í danmörku þá verður ógeðslega kalt. Ojbara og ullabjakk.

Við erum samt sæl og ánægð með lífið og tilveruna. Kíktum niður í bæ í gær, flestar verslanir eru búnar að skreyta og það var gaman að sjá alla jólasveinana og skrautið. Við fórum í nokkrar dótabúðir að kíkja á afmælisgjafir handa Guðna sem á afmæli núna þann 27 nóv. Við mæðginin vorum ekki alveg sammála um hvað hann ætti að óska sér í afmælisgjöf, en mér finnst þeir aðeins of ungir til að fá tölvuleiki og svoleiðis stóru strákadót. Sá tími mun nokk koma, en þangað til þá finnst mér pleymó vera alveg ideal. Strákarnir fengu nefnilega aur frá ömmum og öfum sem við getum keypt dót fyrir. Það þarf að skoða þetta aðeins nánar.

Þegar við vorum búin að kíkja í nokkrar búðir fórum við út að borða, um að gera að nota tímann á meðan Jón Gauti er til friðs. En hann svaf í vagninum sínum á meðan við gúffuðum í okkur alskyns góðgæti. Nammi, namm.

Núna er Gummi að baka pönnsur og við að fá gesti í kaffi. Góður endir á góðri helgi.

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Gummi á afmæli

á morgun. Við tókum smá forskot á sæluna og vorum með kósi kvöld í gærkvöldi. Ég og strákarnir gáfum honum Georg Jensen aðventukrans en hann var búin að langa rosalega lengi í svoleiðis *fliss* fínerí. Það fylgdi reyndar líka ægilega fín vekjaraklukka með adjustable projektor sem á að vera einhverskonar varpi. Klukkan virkar hinsvegar ekkert sérlega vel þannig að henni verður skipt. Jáhá.

Pabbi kíkti til okkar á miðvikudagskvöldið og var yfir nótt hérna á Flintó. Hann var að lesa upp í Horsens sem er hérna í 40 mín fjarlægð. Ég brunaði með Jón Gauta og Gummi var í köben en á leiðinni heim fór hann úr lestinni í Horsens og hitti mig þar. Upplesturinn var alger snilld, það var djassband með og það var hörkustemning og svaka stuð. Pabbi kom svo heim með okkur og gisti, daginn eftir skutluðum við strákarnir honum aftur til Horsens þar sem leið hans lá til Flesborgar og Kiel.
Það er svo gaman að fá gesti, það lyftir okkur öllum aðeins úr hversdeginum, bæti hressir kætir. Ég spurði Einar Kára hvort það hefði ekki verið gaman að fá afa í heimsókn í eina nótt, þá svaraði hann mér mjög alvarlegaur : það hefði verið enn skemmtilegra ef hann hefði verið 10 nætur hjá okkur. Ekki alveg í boði núna, en kannski næst.

Það eru nýjar myndir á síðunni okkar. Biðjum að heilsa í bili, best að snúa sér aftur að verkefnum dagsins.

Ranný vinkona okkar varð íslandsmeistari í fitness í gær, viljum við óska henni til hamingju með titilinn.

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Allt að gerast og ekkert að gerast !

Helstu fréttirnar eru þær að Jón Gauti er farinn að snúa sér af maga yfir á bakið, hann verður alltaf jafn hissa þegar hann lendir á bakinu. Dúllan.

Strákarnir eru hressir og kátir, sprækir eins og lækir.

Gummi er í nýju vinnunni og leikfimi, ægilega duglegur. Við varla sjáumst, en það er bara þannig.

Ég er komin með magasár yfir skólanum og ætla aldrei að fara í svona margar einingar aftur í fjarnámi.

Annars bara almennur hressleiki í gangi, erum farin að hlakka til jólanna að geta kúrt okkur upp í sófa með góða bók og nóa konfekt. Við vonumst til að fá margar bækur í jólagjöf, eigum nóa *blikk, blikk*. Svo eru auðvitað 2 afmæli í mánuðnum, Gummi 14 nóv og Guðni 27 nóv. Það verður mjög sennilega glatt á Hjalla og hnallþórur í boði, allir velkomnir.

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Gummi er byrjaður í nýju vinnunni, mikil gleði með það. Reyndar er þessi bransi lítill og endalaust verið að stela starfsfólki þannig að allir hafa unnið með öllum einhvern tímann áður. Gaman að því, hehe. Í kjölfarið á nýju vinnu aukast aðeins Köben ferðirnar og það finnst mér stundum erfitt þó að ofurkona sé.

Í dag var fyrsti dagurinn hans Guðna á taleinstituttet en við mættum þangað í morgun Guðni, Gummi, Jón og ég. Í hópnum er líka strákur úr hverfinu sem heitir Tómas og mamma hans. Þetta er létt og skemmtilegt, við syngjum og dönsum, erum í leikjum og endum svo á að borða saman.

Fyndið annars með danir og brauðið þeirra, þetta er svoooo spes kúltur þetta með hvað maður borðar saman ofan á brauð og allt á að vera svo "lækkert" að það hálfa væri helmingur. Það var talað við mig á gamla leikskólnum hans Einars Kára og ég skömmuð fyrir að gefa honum bara hvítt brauð í nestispakkann. Fyrir utan það að brauðið væri hvítt þá var það "död kedeligt". Jáhá, mér finnst nefnilega heilhveiti brauð ekki vera það sama og franskbrauð, en það finnst dönum. Eina brauðið sem blivar er rúgbrauð og það finnst börnunum mínum vont, þeim finnst líka krúsidúllur og fínerí vont. Eða það tel ég mér trú um...........vinkonur mínar í mömmuklúbbnum standa á hverju kvöldi í um 30 mín til að smyrja ofan í hele famelien, því nennum við ekki þannig að aumingja börnin okkar verða að sætta sig við död kedeligt hvidt bröd med ost eller ködpåleg.

föstudagur, október 28, 2005

Búin að vera nokkra daga heima og þetta er allt að koma, þvotturinn gubbast samt enn upp úr óhreinatauskörfunum en það er aðallega vegna þess að þvottavélin hefur verið eitthvað sloj *hóst*

En strákarnir eru komnir í leikskólann og ægilega ánægðir með það. Þeim fannst ÆÐI að vera komnir heim og voru kátir að fá að sofa í rúmunum sínum og leika með dótið. Okkur hinum fannst líka æði að vera komin heim, en ég þurfti að hella mér út í skilaverkefni fyrir skólann, nóg að gera að bæta mér upp heila viku.

Ég fór á fund með talþjálfanum hans Guðna en hann á að fara í talþjálfun 1x í viku. Það verður megináhersla á að kenna honum tákn með tali það verður spennandi. Fyrst verðum við með honum og svo leikskólakennarinn sem er aðallega með hann. Þetta er frábær þjónusta sem við erum að fá.

Mads vinur strákana kom heim með okkur í dag til að leika, en hann er stórvinur strákana. Svo eru Einar B og co að koma í mat, íslenskt lambalæri og annað huggulegt. Nammi namm.

Það eru komnar myndir frá Íslandsheimsókninni á vefinn, tékk it out .

laugardagur, október 22, 2005

Ísland farsælda frón

Er búið að vera dásamlegt. Það er búið að vera brjálað að gera, ekki stoppað nema í heimsóknum eða á fundum og þetta er æði allt saman. Við eigum svo æðislega fjölskyldu og vini að það hálfa væri helmingi meira en nóg.

Fyrstu dagana vorum við í Barmahlíðinni hjá foreldrunum, það var bara lovely, Einar Kári og kötturinn eru orðnir vinir og kötturinn leyfir honum að dröslast með sig út um allt. Mikil hamingja með það. Steini og Stella hafa svo hýst okkur í fína, nýja húsinu sínu. Það fer ekki ílla um okkur.

Við erum búin að ná að hitta flesta en alls ekki alla, en svona er þetta, það er mikill hraði og allt að gerast.
Í kvöld erum við svo að fara að hitta Århus gengið og fara í útskriftina hennar Hildar Eddu sys sem er að útskrifast sem B.a í stjórnmálafræði.
Á mánudaginn er svo haldið heim á leið, blendnar tilfinningar, en þetta er búið að vera gott frí.

miðvikudagur, október 05, 2005

Ég er búin að átta mig á hvert mitt hlutverk í "fríinu" hans Gumma er, en það er að hvetja hann áfram og peppa hann upp til ýmissa afreka. En hann er búin að vera ægilega duglegur, laga símasnúrurnar, festa upp hillur, bæsa loftið í stofunni og er að fara í gang með að mála stofurnar. Jiiiiii hvað það verður flott hjá okkur. Hann er núna í CPH á námskeiði og ég held að honum finnist bara fínt að komast aðeins út af heimilinu ;-)

Strákarnir eru allir fínir og sætir. Jón Gauti er farinn að setja hendurnar meðvitað upp í sig og hjalið verður háværara og skemmtilegra.

Stóru strákarnir fóru til tannlæknis í morgun, þeir stóðu sig eins og hetjur. Fengu verðlaun fyrir 0 holur. En Einar Kári er svolítið hræddur við holur og karíus og baktus. Þetta var auðvitað allt fest á "filmu" (það er náttl engin filma í digitalvélinni okkar) en það er eitthvað pikkles í gangi með að færa myndirnar yfir á tölvuna þannig að myndasýning bíður betri tíma.

Núna eru bara nokkrir dagar í Ísland og við erum orðin mjög spennt að hitta alla. Dagskráin er að verða fullbókuð og við sjáum fram á pakkaða dagskrá og nóg að gera.

Skólinn er á fullu og ég verð að segja að mér finnst 7 einingar í það mesta ef ég á að ná að sinna öllu hinu líka. Sérstaklega ef maður er með einkunnasýki en ég verð að drífa mig að lækna mig af henni ef ég á ekki alveg að fara yfirum.

Einar Kári er með svo lítið hjarta, ég var að fara lesa fyrir svefninn um daginn og ég var eitthvað þreytt þannig að ég valdi stutta bók Palli var einn í heiminum. Einar fór að hágráta þegar hann sá hvað ég hafði valið og sagðist ekki getað hugsað sér að hlusta á hana hún er nefnilega svo hræðileg endurtók hann í sífellu uns ég hætti við. Það hafði mér aldrei dottið í hug, Palli hræðileg ! En svona var pabbi hans líka, ekki hefur hann þetta frá mér :-)

þriðjudagur, september 27, 2005

Ég var klukkuð af Hildi sys og Laufey bekkjó. Hérna koma 5 tilgangslaus atriði um sjálfa mig.

#1 Ég er mikill morgunhani vakna alltaf á sama tíma 06:45 en er að samaskapi sofnuð um kl 22
Við hjónin erum ekki samstíga í þessu, en Gumma finnst ægilega gott að vaka lengi á kvöldin.

#2 Ég hef aldrei horft á sápuóperur s.s nágranna eða leiðarljós en ég er hinsvegar MJÖG hrifin af raunveruleika þáttum.

#3 Ég er búin að vera með blejubörn í 5 ár og það stefnir allt í 3 ár í viðbót, mér finnst við hjónin eiga fá einhverskonar verðlaun fyrir ;-)

#4 Ég er í króniskri megrun og það eru fáir kúrar sem ég hef ekki prófað með litlum árangri þó. Mér finnst svooooooooo gott að borða ;-)

#5 Ég hef verið í "viltu vinna milljón", komst í stólinn og klúðraði 3ju spurningu. Ég hef það mér til afsökunar að ég var með barn á brjósti og við það rýrnar heilinn. (Heilinn í mér er s.s búin að vera í stöðugri minnkun í 5 ár!!!!)

Ég klukka Beru frænku í Köben, en ég held bara svei mér þá að það sé búið að klukka alla í kringum mig.

föstudagur, september 23, 2005

Það kom skemmtilegt bréf í póstinum í gær, en í því stóð í stuttu máli; we are glad to inform you that your name has been entered on the list of professional representatives before the European Patent Office". S.s Gummi er komin með lögfræðigráðuna sem er aðalmálið í bransanum í dag. Hann fær gráðuna út á svokallað "gamlingjareglu" en það eru fyrir þá sem hafa starfað í 5 ár við einkaleyfi í löndum sem ekki voru orðin aðildarríki. Ísland er s.s ný orðið aðildarríki og þessvegna fékk hann gráðuna. Allt saman mjög spennandi þó að ég hafi lítin skilning á þessu, mér skilst samt að þetta sé fyrir aðaltöffarana.

Næst best er samt það að Gummi er hættur að vinna á gamla staðnum og verður í 5 vikna fríi áður en hann byrjar á nýja staðnum að vinna. Það þýðir að við hjónakornin eigum eftir að sitja saman og læra alla daga. Fjúff hvað það verður mikið stuð á okkur ;-)

Veðrið leikur við okkur hérna í Århus, það er ennþá hægt að labba úti berfættur í sandölum og á peysunni. En það er hátt í 20° hiti á daginn. Lovely ;-)

Annars er lítið að frétta, helgin verður róleg að vanda. Stefnt að hausthreingerningu í garðinum og huggulegheit. Sennilega slæðist þó inn eins og 1 kaffiboð og matarboð, mér þykir það líklegt.

Góða helgi !

sunnudagur, september 18, 2005

Mikið að gerast á Flintó.

Einar Kári er kominn heim frá Koloní. Hann skemmti sér að eigin sögn mjög vel og langar alveg að fara aftur. Hann saknaði okkar reyndar smá og það komu tár í augun en það heyrðist ekkert. Þetta sagði hann okkur í bílnum á leiðinni heim þegar við sóttum hann. Hann er bara krútt.

S.l vika er búin að vera alveg klikk, en stæðstu fréttirnar eru samt að Gummi er kominn með nýja vinnu, búin að segja upp gömlu vinnunni. Hann er að fara að vinna hjá PV hérna í Århus og byrjar 1 nóv á nýja staðnum. Skrifstofan hans er 30 m frá gömlu vinnunni, frekar fyndið en öll einkaleyfafyrirtækin liggja við sömu götu hérna í Århus. Gaman að því.

Annars er allt í sömu skorðum, Jón Gauti góður og sætur, ég í skólanum, strákarnir í sínum skóla og Gummi í ræktinni á fullu. Bara allt eins og þetta á að vera.

Einar átti góða setningu í gær þegar pabbi hans var að reka á eftir honum að koma niður. "Pabbi farðu bara inn í herbergi þar sem gestirnir eru þegar þeir koma, og legðu þig í sófanum. Ég er alveg að koma". Pabbi hans varð alveg kjaftstopp við þetta svar, tíhí.

mánudagur, september 12, 2005

Ömmur og afar eru kostagripir. Við erum heppin hérna á Flintebakken að við eigum svona plat svoleiðis fyrir strákana okkar. Einar Baldvin ömmubróðir þeirra og Heiðbrá konan hans eru alveg í ömmu og afa hlutverkinu. Það er æði, þau koma reglulega og fá strákana að láni, leyfa þeim að gista og gera margt skemmtilegt. Það sem er líka svo skemmtilegt við að vera hjá þeim er að þau eiga kisu, fugla og fiska. Stundum líka mýs ;-) Svo er náttl Baldvin sonur þeirra sem er 11 ára og algert idol strákana. Þeir dýrka hann og dá, hann á fullt af flottu dóti og nennir endalaust að leika við þá. Ekki leiðinlegt ! En strákarnir fóru s.s til þeirra á laugardaginn og komu aftur seinnipart sunnudagsins. Tímann notuðu foreldrarnir til að stússast og snúast í hlutum sem þurfti að gera. Svona eins og að þrífa bílinn e Póllandsferðina.

Skólinn hjá mér er kominn á fullt og ég er að taka 2 dönskuáfanga af kjörsviði. Ég er s.s að læra núna að verða dönskukennari. Ég er líka í einum áfanga sem heitir grunnskólinn og kennarastarfið, allt saman mjög spennandi.

Gummi er líka komin á námskeið í european patent eitthvað, en hann fer þá annan hvern miðvikudag til köben. Fer snemma og kemur seint, en hann er mjög ánægður með námskeiðið og hlakkar til að vita ótrúlega mikið meira um allskonar einkaleyfi ! Spennó !

Strákarnir eru á sundnámskeiði á miðvikudögum, þannig að annan hvern miðvikudag sæki ég þá "seint" eða kl 16:30 (þeir voru allra síðustu börnin um daginn) og fer með þá beint á sundnámskeiðið. Þar klæði ég þá í náttfötin og þegar við komum heim þá er eitthvað fyrirfram útbúið í boði. S.s grjónagrautur en það er uppáhaldið þeirra þessa dagana. Mér líður eins og súperkonu þessa daga þegar ég druslast með þá alla 3. So far so good.

Jón Gauti er mesta krúttið, hann er farinn að brosa eftir pöntun og hjala smá. Strákarnir eru alltaf jafn hrifnir af honum, og Guðni segir svona 50x á dag; söd baby, söd.

Einar kári er síðan að fara á koloní á miðvikudaginn, en það eru einskonar sumarbúðir fyrir leikskólakrakkana. Elstu krakkarnir fara og eru fram á föstudag. S.s 2 nætur í burtu frá okkur. Hann fékk tár í augun þegar við vorum að tala um þetta í morgun, hann er svo viðkvæmur þessi elska. En hann á eftir að plumma sig vel strákurinn og ég er ekkert viss um að hann eigi yfir höfuð eftir að hugsa til okkar það verður svo spennó allt sem er í boði á kolonien.

mánudagur, september 05, 2005

Pólland er mjög spes land, svo ekki sé annað sagt.

Þetta er land öfgana, á götunum eru ótrúlega flottir bílar en líka mestu druslur sem við höfum séð. Reyndar keyra þeir pólverjar sem urðu á vegi okkar alveg eins og brjálæðingar, það skipir litlu máli hvað reglur eða ljós segja, það bara spurning um að vera nógu kaldur og láta sig vaða yfir ! Ég er ekki nógu köld til að getað keyrt í þessu brjálæði, en Gummi var farinn að keyra eins og alvöru pólverji eftir vikuna. Hrikalegt alveg !

Við vorum í íbúð inni í miðju íbúðarhverfi, það var sjarmerandi að fara í bakaríið á morgnana að kaupa brauð. Sjá fólkið fara í vinnu og konurnar rölta með barnavagna. En svo 5 mín frá okkur var RISA kringla en hún var amerískt stór, alveg HUGES. Frekar skrítið að labba inn í svona amerískan heim eftir að hafa gengið á gangstéttum sem voru meira eða minna brotnar og íllafarnar. Umhverfið allt frekar trist en fólkið (þá sérstaklega konurnar) fallega klætt og snyrtilegt. Maturinn sem við fengum var æði og kostaði lítið. Mæli með honum, en borgin Stettin er kannski ekki svo spennandi en samt sem áður gaman að hafa komið til Póllands.

Við kíktum yfir til Berlínar en það er í ca 1 klst fjarlægð frá Stettin. Berlín er alltaf æðisleg og við vorum alveg jafn hrifin eins og fyrir 5 árum þegar við vorum þar síðast. Það hefur verið heilmikil uppbygging á þessum tíma . Við fóru í dýragarðinn og út að borða á Kúdam.

Annars var þetta ágætisfrí, notuðum tímann vel, hvíldum okkur og vorum í rólegheitum með strákunum. Vorum heppin með veður þannig að það var hægt að vera úti á kvöldin berfættur í stuttermabol. En sama hversu gott frí er þá er alltaf best að vera komin heim.

Fullt af nýjum myndum á netinu.

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Jón fór í fyrstu læknisskoðunina sína síðan hann fæddist. Hann er s.s orðin 4150 gr og 58 cm, álíka þungur og Guðni við fæðingu en töluvert lengri. Lækninum leist vel á hann og var ánægður með þetta allt saman.

Lífið gengur annars sinn vanagang, Guðni á reyndar svolítið erfitt þessa dagana. Honum gengur eitthvað ílla að finna sér stöðu innan fjölskyldunnar. Hann er ekki lítill lengur en heldur ekki stór. Hann er lítill í sér og það er stutt í grátinn. Það er sérstaklega á morgnana og þegar Einar fer í talskólann, þá er hann alveg ómögulegur. Litla skinnið, en það verður fínt að fara í frí núna.

Svo er það Pólland á aðfarar nótt sunnudagsins, við ætlum að keyra og búumst við því að það taka um 8 klst með nokkrum stoppum. Við erum orðin ægilega spennt en við verðum hérna . Mikið grín, mikið gaman.

Einar er búin að eignast ALLRA besta vin í leikskólanum, en hann heitir Mads. Hann fór með honum heim að leika um daginn. Það var mikið stuð. En þeir eru miklir félagar og það sem þeim þykir skemmtilegast er að kyssa stelpur og eiga kærustur !!!!! Ég meina það !

föstudagur, ágúst 19, 2005

Við Einar Kári fórum í gær í Harry Potterskólann en Einar kallar talþjálfunarskólann sinn það. Við vorum þar í góða 2 klst og skemmtum okkur vel. Það var farið í hringdans og svo fengu krakkarnir að leika sér á meðan spjallað var við fullorðna fólkið. Okkur líst mjög vel á þetta og Einar K var spenntur að fara af stað í morgun þegar leigubílinn kom að sækja hann. Hann verður s.s sóttur af leigubíl 2x í viku á fim og föst kl 9 og skilað í leikskólann kl 13. Mjög spennó.

Eftir heimsóknina fórum við Jón Gauti í mæðragrúppu en hjúkrunarfræðingurinn sem kom heim í heimaþjónustu skipuleggur hópa af konum sem hittast með börnin sín reglulega. Þetta eru s.s konur sem eru allar fjölbyrur og eiga heima í hverfinu. Mér líst mjög vel á þetta allt saman og til að byrja með ætlum við að hittast 1x í viku 2-3 klst í senn.

Gummi talaði mig inná að kaupa "stóra sjónvarpsrása pakkann" og núna erum við komin með 40+ stöðvar. Svo dundar hann sér við að horfa á BBC og CNN eftir að ég er farin að sofa. Gaman að geta horft á flugslys nánast í beinni útsendingu ! En um daginn var verið að fjalla um Baugsmálið á BBC og Sigrún Davíðs var fréttaskýrandi. Litla Ísland er svo sannrlega komið á kortið. Það er t.d ekki ósjaldan sem danir brydda upp á kaupum Íslendinga sem eru búin að eiga sér stað s.l misseri. Það virðist almenn ánægja með þetta og "almenningur" tjáir sig um að danir eigi að prísa sig sæla yfir því að íslendingar hafi keypt fyrirtækin en ekki rússneskamafían. Mikið til í því.

Helgin verður annasöm að venju, við erum að fara á leikskólahátið á laugardaginn. Sameiginlegt hlaðborð og skemmtiatriði. Það ætla öll börnin og foreldrar þeirra að koma, ótrúlega góð mæting en það eru 60 börn og það ætla að mæta 125 fullorðnir. Vonandi helst sólin og hitinn sem loksins er kominn aftur.

Góða helgi !

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Brjálað að gera.

Í stuttu máli;

  • Amma kom í heimsókn og var hjá okkur í tæpa viku.
  • Soffa frænka hélt upp á 50 ára afmælið sitt í Hadsten hjá Einari Baldvin.
  • Við amma fórum oft í bæinn og ég keypti mér föt.
  • Sigga vinkona mömmu og Anna Jóna kíktu í kaffi.
  • Amma fór aftur til Íslands.
  • Jón Gauti varð 4 vikna.
  • Sommerfest hjá vinnunni hans Gumma.
  • Strákarnir gistu hjá EBB og HJ í Hadsten (bara snilld).
  • Vejfest í götunni okkar í gær.

Komnar myndir á myndasíðuna, Jón er enn á spariskónum og allir hressir og kátir.

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Svartur mánudagur

er fyrsti mánudagur eftir frí kallaður. En hérna fara allir í frí í viku 29 og 30 (er farin að telja í vikum eins og danirnir, tíhí). Leikskólar loka og í litla botnlanganum okkar vorum við bara 5 hús af 20 sem vorum heima þessar vikur. En s.s afleiðingar af þessu er að það koma allir í vinnuna á sama tíma og allir eru þunglyndir og stressaðir. Einar Baldvin frændi er vinnusálfræðingur og hann var ásamt nokkrum öðrum í sjónvarpinu í gær þar sem var verið að tala um hvað það er erfitt að fara í vinnuna eftir frí. Hann kom með nokkra góða punkta, en hann talaði m.a um að maður ætti aldrei að fara í vinnuna á mánudegi eftir frí. Helst ætti maður að byrja á fimmtudegi ! Þetta er það sniðugasta sem ég hef heyrt leeeeeeeengi, ætla að stefna fjölskyldunni í vinnu/leikskóla á fimmtudegi e næsta frí ;-) Ekki spurning.

En við erum þrátt fyrir svartan mánudag bara hress. Einar Kári var reyndar frekar lítill í sér á leikskólanum í gær, saknaði okkar Jóns Gauta. En hann jafnar sig á því, ég held reyndar að hann haldi að á meðan þeir stóru stákarnir séu í leikskólanum þá séum við Jón Gauti í brjáluðu partýi. Það er nú ekki beint þannig, við erum aðallega að hvíla okkur og sjá um heimilið ! En það getur s.s virkað spennandi þegar maður er 5 ára.

Svo er vona á ömmu Tótu, Soffu frænku, Helga manninum hennar og Árna strákunum þeirra á fimmtudaginn. Við erum svo heppin að amma T ætlar að gista hjá okkur, það verður frábært fyrir okkur öll ;-)

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Aldur er viðkvæmt hugtak hérna á Flintó.

Guðni Þór er nefnilega búin að finna góða leið til þess að stríða bróður sínum. Hann "segist" vera 5 ára og setur 5 fingur í loftið. Þá verður Einar Kári ægilega leiður afþví að hann er svo akkúrat týpa og hann veit að Guðni er bara 3ja en hann er 5 ! Þetta finnst Guðna náttl alveg óendanlega fyndið en veit ekkert skemmtilegra heldur en að stríða bróður sínum og okkur hinum. Það er alveg magnað hvað hann getur tjáð sig þó að hann kunni í mesta lagi 30 orð. Gaman að þessu, eða það finnst Guðna að minnsta kosti.

Við hin erum hress og kát, Gummi er búin að vera taka til í geymslunni og setja upp á háaloft. En við vorum að fatta e 1 og hálfs árs búsetu hérna að það er háaloft ! Glæsilegt !
Annars eru vinir okkar Magga, Óli, Salka og Júlli að flytja heim til Íslands en Gummi og Einar Kári fóru að hjálpa þeim að setja í gáminn. Þeirra og strákana þeirra verður sárt saknað, en svona er lífið. Áður en við vitum af þá verðum við komin í heimferðarhugleiðingar.

Jón Gauti heldur áfram að vera á spariskónum, hann er bara algert ljós. Ég er öll að koma til, fór meira að segja í göngutúr í gær og í dag. Var reyndar gersamlega búin á því eftir, en það er svo gott að fá smá súrefni.

Á mánudaginn er svo leikskóli og vinna, ég held að það verði bara fínt fyrir okkur öll.

föstudagur, júlí 22, 2005

1 vikna gamall

Hann Jón Gauti, hann er alveg yndislegur. Alger afmælisútgáfa, sefur, drekkur, pissar og kúkar. Bara alveg eins og lítil börn eiga að vera. Alveg dásamlegur. Ég verð nú alveg að viðurkenna að þegar ég horfi á hann svona lítinn og yndislegan þá langar mig alveg í fleirri börn. En það lagast alveg pottþétt þegar eyrnabólgurnar og matvendnin mætir á svæðið.
Hann er sennilega mest kyssta barnið í Danmörku, allavegna í Århus. Við keppumst öll við að knúsa hann og kyssa þessar fáu mínútur sem hann er vakandi. Baby söd segir Guðni Þór stóri bróðir með væminni röddu. Einar Kári er búin að lofa því að berja alla sem ætla að berja Jón þannig að Jón þarf ekki að óttast bandita.

Gummi súperpabbi þeytist út um allt með strákana stóru svo að mamman fái einhvern frið til að jafna sig. Hann er einmitt í þessum skrifuðu orðum í Legolandi með peyjana. En ég er rétt rólfær um húsið og þarf mikið að hvíla mig, þannig er það nú.

Mamma kom og fór, stoppaði stutt. Fór með strákana niður í bæ og í dótabúð, sagði eins og bara ömmur segja; þið megið fá allt sem ykkur langar í ! Sápukúluvél varð fyrir valin. Mikil hamingja.

Einar Baldvin frændi og fjölskylda komu svo í gær og elduðu handa okkur mat. Ekki slæmt að fá svona þjónustu. Þau ætla svo að koma á laugardaginn og taka stóru strákana í gistingu. Gummi er að fara á mega fótbolta leik, Börsungar á móti einhverjum Jótum, það verður örugglega gaman.

Takk fyrir allar kveðjurnar og hugskeytin ;-) Farið varlega í brjálaðri helgarumferð.

mánudagur, júlí 18, 2005

Jón er komin heim

og mamma hans náttl með honum. En við erum mjög fegin að vera komin heim til hinna karlanna okkar.

Við Gummi fórum upp á spítala kl 7.15 á föstudagsmorguninn 15 Júlí eftir að hafa skutlað strákunum í leikskólann. Leikskólinn þeirra opnar kl 06.30, sem betur fer, annars hefðu við verið í vondum málum.
Okkur Gumma var vísað inn á herbergi en spítalinn er rosalega flottur, öll herbergi eru einstaklingsherbergi með sjónvarpi og auka rúmi fyrir maka. Þvílíkur lúxus !
Eftir að það var búið að undirbúa mig fyrir aðgerðina, þá var okkur rúllað inn á aðgerðarherbergi, ég fékk mænudeyfingu og svo var hafist handa. Gummi var með mér allan tímann og mér fannst það frábært, þvílíkur munur. Kl 8:48 fæddist svo Jón Gauti Guðmundsson. Gummi fór með hann í hliðarherbergi þar sem hann var skoðaður og Gummi klippti naflastrenginn og svo var komið með hann til mín inn á aðgerðarherbergi. Þeir feðgar voru hjá mér allan tímann og við hjónin gátum spjallað og dáðst að nýjasta afkvæminu.
Eftir það var farið með mig á vöknun þar sem ég var til hádegis. Ég fékk strax morfíndripp en leið ekkert sérlega vel af því. Jón Gauti var 3270 gr og 55 cm s.s bæði léttari og lengri en bræður hans en það munar um að hann er fæddur eftir 38 vikna meðgöngu en bræður hans eftir 42 vikur +.
Það fór vel um okkur á spítalanum, ég var reyndar ekki alveg nógu vel verkjastillt en það kom ekki í ljós fyrr en á laugardaginn að ég er með ofnæmi fyrir morfíni og það gekk ílla að fá almennileg verkjalyf í staðinn fyrir það. En ég finn samt að ég er lengur að jafna mig núna en síðast en það er víst bara þannig.

Gummi var náttl súperpabbi með strákana, þeyttist með þá á rólóa og skemmtigarða hingað og þangað. Magga, Óli, Salka og Júlli voru dugleg að passa strákana þannig að Gummi kæmist í heimsókn til okkar. Það munaði öllu að fá smá tíma án stóru strákana, þó að yndislegir séu.

Mamma kemur svo kvöld og verður fram á fimmtudagsmorgun. Það verður fínt að fá extra hendur til að hjálpa til, ekki veitir af.

mánudagur, júlí 11, 2005

5 ára brúðkaupsafmæli í dag

stór áfangi fyrir okkur hjónin, lítill fyrir mannkynið, við gerum okkur grein fyrir því ;-)
En við erum búin að hafa það gott í dag, fórum niður í bæ og fengum okkur brunch og hugguleg heit. Sæti maðurinn minn keypti svo handa mér Georg Jenssen skart sem ég er búin að dáðst að allt allt of lengi.

Eftir að við vorum búin að sækja strákana fórum við niður á strönd enda um 28° hiti. Frekar huggulegt að flatmaga í sólinni og huggulegheitunum. Grilluðum síðan Magasín steikur um kvöldið og sötruðum rauðvín með. Gerist ekki betra !

Helgin var líka frábær, Einar Baldvin og co komu í mat á laugardaginn, sátum úti í sumarhita og sól. Á sunnudaginn drifum við okkur í jarðaberjatínslu, tíndum 4 1/2 kg af jarðaberjum á 20 mín. Um kvöldið fórum við svo í skemmtilegasta 2 ára afmæli sem ég hef komið í, en við sátum hjá Möggu og Óla úti í garði frá kl 17 til kl 23, ekki leiðinlegt ! Úff hvað við eigum eftir að sakna þeirra ! Svona er þetta í útlöndunum, fólk kemur og fer, flestir fara þó til Íslands þar sem við eigum þó tækifæri á að hitta það aftur.

Annars eru 4 dagar í litla barnið, getum varla beðið. Áður en við vitum af verðum við orðin 5, en það er frekar stór tala ;-) Jafn stór og árin sem við erum búin að vera gift og eins og Einar Kári er gamall !

föstudagur, júlí 08, 2005

7 dagar í fjölgun

og ég held bara þrátt fyrir almennan hressleika og kátínu þá nennum við þessu ekki aftur. Þetta verður komið gott.

Maja föðursystir hans Gumma og Gvendur maðurinn hennar komu í heimsókn á sunnudaginn og það var rosalega gaman að hitta þau. Þau stoppuðu næstum því allan sunnudaginn. Alltaf gaman þegar fólk gefur sér tíma til að kíkja við í sveitina.

Hafdís vinkona kom líka í heimsókn og gisti í 2 nætur. Hún kom færandi hendi, með föt frá Eydísi vinkonu handa litla manninum og náttl fullt af slúðri. Það var leiðindaveður en það skemmdi s.s ekki mikið fyrir okkur þar sem H&M var skannað vel og vandlega.

En annars er bara allt að smella, fötin, vagninn, bílstólinn, skiptiborðið og allt það komið í hús. Meira að segja búið að kaupa snuð, það má alltaf lifa í voninni.

sunnudagur, júlí 03, 2005

Hreiðurgerð og brúðkaupsafmæli.

Hreiðurgerðin á fullu hjá okkur hjónunum, mér skilst að flestir fari að þrífa brjálað inni í skápum en ég þarf þess ekki. Er hvort eð er alltaf eitthvað að þrífa inni í skápum ;-) En ég versla eins og brjáluð kona, og þá meina ég brjáluð kona. Ég fer búð, úr búð í búð, alveg án þess að blása úr nös. Eins og mér finnst það yfirnátturulega leiðinlegt flesta daga, en núna er einhver kraftur sem rekur mig áfram. Það sem ég hef komið heim með er; ný garðhúsgögn, ný borðstofuhúsgögn, myndarammar, hirslur fyrir barnaföt og margt margt annað.

Þetta er auðvitað allt keypt á mega tilboði og ég lét mig meira að segja hafa það að fara á opnunardaginn á risaopnun á stórri byggingarvöruverslun bara til að kaupa garðhúsgöng á 1000 dkr. Burðaðist meira að segja með þau ein út úr búðinni inn í bíl. Það þarf vart að taka fram að það sem eftir var dags lá ég í bælinu, gersamlega búin á því !
Borðstofusettið fengum við á 1500 dkr, borð og 4 stóla. Það var svona skyndiákvörðun, fórum út í búð að kaupa eitthvað allt, allt annað en komum heim með borðstofusett. Gaman að því !

Gummi stendur sig eins og hetja i að setja saman, hengja upp, bora, bera, henda og snúast í kringum mig. Segir ekki orð þessi elska þó að hann komi heim þreyttur úr vinnunni og ég með svona að meðaltali 3 verkefni sem EKKI mega bíða. En ég passa nú líka upp á að hafa alltaf kaldan bjór í ískápnum. Ekki annað hægt í 25° hita !

Næstu helgi er svo 5 ára brúðkaupsafmæli hjá okkur, Magga og Óli vinir okkar buðum strákunum í næturgistingu. Við notuðum tækifærið og fórum út að borða og í bíó. Rosalega gaman að fá smá hjónatíma.

fimmtudagur, júní 30, 2005

Bara sól og blíða

hérna í Århus. Frúin fékk þá snilldarhugmynd að skella sér í Djurssommerland með fjölskylduna. Það var rosalega gaman, en er samt búin að skrifa minnismiða til mín um að fara ekki aftur komin 8mán+ á leið. Ekki út af neinu öðru en að þá má maður ekki fara í rússibana, en Gummi lét sig hafa það að fara með drengina og fékk svona agalegan höfuðverk. Æi hann er svo viðkvæmur þessi elska ;-)

En annars erum við bara í rólega gírnum, ég reyni að sækja strákana snemma. Ég er með eitthvað voðalegt samviskubit gagnvart þeim núna þessa dagana. Enda ætti sammari að vera mammari. Maður verður hálfpartinn áskrifandi af þessum fjanda, alltaf að spá í að maður geti nú gert hlutina örlítið betur en maður gerir. Furðulegt !!! En s.s út af þessum sammara þá erum við rosalega dugleg að fara á róló og svona eftir leikskóla. Bara gaman að því. Er búin að lesa svo mikið af slúðurblöðum að ég veit orðið allt um færeyjarferð kongliðsins. Geri aðrir betur !

mánudagur, júní 27, 2005


Sankt Hans dag.

Var á fimmtudaginn, eftir velheppnaða bæjarferð og matargarðveislu hjá Júlla og Sölku þá var Skt. Hans brenna á sameiginlega svæðinu hérna í götunni. Krökkunum fannst þetta náttl hin besta skemmtun.

En það er búið að vera bongoblíða undanfarið, hitinn hefur alveg farið upp í 30° og við kvörtum ekki. Ég fór með strákana á ströndina á föstudaginn, sótti þá snemma í leikskólann og við nutum þess að hanga í sólinni og slaka á. Eða sko ég slakaði á, en þeir djöfluðust í vatninu.

Helgin er búin að vera hugguleg, Gummi er eins og fyrri daginn búin að hamast úti í garði. Þetta frímerki okkar er alveg ótrúlega tímafrekt í tiltekt. En þetta er allt að koma.
Við kíktum líka aðeins á útsöluna í Magasin á laugardagsmorguninn og svakalega finnst okkur gaman að versla þar ! Þetta er bara æðisleg búð, og ég segi þetta ekki afþví að Íslendingar eiga hana, hún hefur alltaf verið uppáhaldsbúðin okkar alveg síðan við bjuggum í köben um árið. Það verður spennó að sjá hvað þeir bónusfeðgar ætla að breyta og bæta.
En við gerðum kjarakaup að venju en það sem sló algerlega í gegn hjá okkur var luxuspakki fyrir 4, en það var poki með 4 nautasteikum, reyktum laxi, brieost og 2 rauðvínsflöskum á 150 dkr. Bara snilld !

Heiðbrá átti afmæli í gær og bauð okkur í mat. Mótorhjólið hans Einars frænda vekur alltaf mikla lukku og Einar Kári spyr reglulega hvenær við ætlum að kaupa okkur svona fínt mótórhjól. Humm, það verður nú fátt um svör !!!


Posted by Hello

þriðjudagur, júní 21, 2005

Matur og matarvenjur

Við erum oft spurð að því hvort að við borðum séríslenskan mat, ég veit aldrei alveg hverju ég á að svara. Hvað er íslenskur matur ? Hangikjöt, ýsa, mörflot, fatkökur og gult cherrios er allt eitthvað sem er hluti af íslenskum mat sem ekki fæst hérna og við látum gesti koma með. OK kannski ekki mörflot og ýsu en annað "séríslenskt" er alltaf velþegið.
Við kaupum reyndar sjófrysta alveg rosalega góða ýsu af góðvini mínum hérna upp í Trige. Hún er örugglega kolólögleg, lönduð framhjá og læti. En bragðið af henni er gott og þá nenni ég ekki að pæla meira í því !

Við borðum heldur ekkert sérlega danskan mat, við erum ekkert spennt fyrir svínakjöti svona þannig séð. Annars hef ég alltaf haft voðalega litla hugmynd um hvað danir segja vera danskt nema smörrebröd og rifjasteik.

En ég fór s.s á foreldrafund í leikskólanum um daginn og það spunust umræður um mat og matmálstíma. Þá kom í ljós að rosalega margir eru með ködboller i karry 1x í viku, en það er eitthvað sem krakkarnir fá að velja. Við ákváðum að prófa þennan snilldarrétt, ekki get ég nú sagt að soðnar svínakjötsbollur séu hugguleg sjón og okkur leist ekkert á þetta á tímabili. En úr rættist og þetta var hin fínasti matur.
Fyndast var samt þegar Einar sá hvað var í boði þá sagði hann strax ; Hvar eru rúsinurnar ? Mamma hans Sune setur rúsinur út á svona kjötbollur. Þá hafði s.s mamma hans Sune komið og eldað þennan rétt á leikskólanum, krökkunum til mikillar gleði. Þá hafði Einar lært það að setja rúsínur út á. Jáhá !

sunnudagur, júní 19, 2005

Blessuð blíðan

í veðrinu þessa dagana. Frekar ljúft og gott. Við skruppum eina nótt í bústaðinn til Sigga og Hafdísar. Það var mjög gaman að hitta þau, við erum sennilega búin að eyða meiri tíma með þeim þessa 10 daga sem þau hafa verið í Dk en nokkru sinni áður. Gaman að því, en það er einmitt það sem er svo lovely við að fá fólk í heimsókn. Það er svo mikill gæðatími sem maður fær.

Á laugardagsmorguninn brunuðum við til baka til Århus, kíktum á ströndina með Óla, Möggu og co. Það var svona líka æðislegt að við hjónin brunnum ! Alltaf pössum við strákana rosalega vel en klikkum svo á að bera á okkur sjálf, furðulegt. Seinnipart dags vorum við í garðinum í huggulegheitum en Karen og Grétar komu í grill og pókerspil. Pókerinn er alveg að koma hjá okkur hjónum og ég held svei mér þá að Gummi hafi rústað keppninni ;-)

Sunnudagurinn er búin að vera huggu og garðdagur. Það er allt að gerast í garðinum og við erum alveg að reyna að skora hátt hjá nágrönnunum, Gummi er alltaf að breyta bæta, fríkka og fegra. Ekki veitir af, púff. Í kvöld er svo stelpuvideokvöld hjá okkur Karen en Grétar og Gummi eru að fara á kallabíó.

fimmtudagur, júní 16, 2005

Sumar og sól

og svaka stuð. Á sunnudaginn fór Gummi með strákana í heimsókn til Sigga og Hafdísar, ég notaði hinsvegar tækifærið og hvíldi mig vel og lengi (en samt ekki í fatahengi !)
Mér skilst að það hafi verið mikið grín og mikið gaman. Þau skruppu inn til Odense að kíkja m.a á húsið sem Reynald, Sella og Ósk bjuggu í þegar Reynald var í tæknifræðinámi. Gummi stóð sig bara vel í myndamálunum og það eru fullt af myndum á myndasíðunni.

Einar Kári er að fara að byrja í talþjálfun á taleinstituttet í haust. En hann fer þangað 2x í viku í þjálfun. Þetta er voðalega fínt prógramm en það eru 6 börn í hóp og 3 fullorðnir sem vinna með hópinn. Starfsfólkið samanstendur af talmeinafræðingum, sálfræðingum, iðjuþjálfum og sjúkraþjálfum.
Við fórum s.s á kynningarfund á þriðjudaginn, við vorum fyrirfram ekkert spennt fyrir þessu og vorum hálfpartinn búin að ákveða að sleppa þessari þjálfun þar sem Einari hefur farið svo rosalega fram síðan hann byrjaði á nýja leikskólanum. En við ákváðum samt að fara og kíkja á hvernig þetta liti út og hvað væri í boði. Við kolféllum fyrir staðnum, starfsfólkinu og starfinu sem er unnið þarna. Ekki skemmir fyrir að Einar er byrjaður að suða um að fá að byrja í skóla, honum finnst mjög flott að vera að fara í æfingarskóla 2x í viku og getur varla beðið eftir því að byrja.
Það gengur ekki eins vel að fá hjálp fyrir Guðna, en við fórum á fund með félgasráðgjafa í gær sem skilur ekkert í þessu að barnið sé ekki búið að fá hjálp þrátt fyrir að það sé búið að rannsaka hann hátt og lágt. Það er ekki eins og sérfræðingarnir séu ekki sammála okkur um að það þarf að hjálpa drengnum og það sem fyrst. Erfitt og þungt kerfi hérna í Dk.

Annars er það helst að frétta af mér og bumbus að ég er orðin mjög ólétt og komin með bjúg, farin að sofa ílla á nóttunni og alles. Ekki skemmtilegt, en ekki nema tæpur mánuður eftir. Jey !

laugardagur, júní 11, 2005

Gestirnir farnir í bili

ekki langt þó. Þau eru núna í bústað sem er ca 1 1/2 klst héðan. En það var ótrúlega gaman að fá þau í heimsókn og erum búin að panta þau í heimsókn sem oftast. Helst á hverju ári.

En við fórum niður í bæ í gær, sýndum þeim aðeins strikið og þær mæðgur Birgitta og Hafdís kíktu aðeins í H&M. Gummi fór auðvitað í pílagrímsferð í Bilka með Sigga og stóru strákana. Það keypti Siggi steikur sem þau hjónin grilluðu af þvílíkri snilld um kvöldið. Nammi, namm hvað maturinn var góður.

En núna erum við 4 1/2 í kotinu aftur en stefnum á að fara að hitta þau á morgun, gista kannski í flotta bústaðnum sem þau eru með að láni. Stefnan er svo tekin á Legoland á mánudaginn. Vonum bara að það verði gott verður ;-)

þriðjudagur, júní 07, 2005

Allt gengur sinn vanagang

hérna á Flintó, ég bíð eftir bumbubúanum, Gummi vinnur á daginn og stússast í garðinum og ræktinni um helgar.
Strákarnir eru alsælir í leikskólanum og við sjáum þá varla þegar veðrið er gott, þá þjóta þeir út um leið og þeir koma heim. Það er nefnilega mjög spennandi umhverfi hérna, Einar er mjög upptekinn af því þessa dagana að safna skordýrum. Hann er mjög hrifin af sniglum og hann vill helst fara aðeins út að leita áður en hann fer í leikskólann. Svo geymir hann þá í fötu og gefur þeim að borða og drekka. Mjög spennó !

Siggi bróðir hans Gumma og fjölskyldan hans koma svo í heimsókn á fimmtudaginn og það er MIKIL tilhlökkun. Einar spyr á hverjum degi; kemur Ziggi frændi í kvöld ? (hann Einar er svoooooo skemmtilega smámæltur, hann slær öll met) Það verður örugglega mikil gleði og almenn ánægja.

Það eru komnar einhverjar myndir í nýja albúmið á síðunni, ég reyni að setja inn jafn óðum og þær eru teknar.

fimmtudagur, júní 02, 2005

Hitamet í maí.

Var á laugardaginn, við fórum á uppáhaldsströndina okkar sem er við Silkeborg. Vorum þar allann daginn í rólegheitum og 30° hita. Vatnið er reyndar alveg ÍSkalt ennþá en strákarnir létu það ekkert á sig fá frekar en fyrri daginn. Um kvöldið kom svo Baldvin frændi í pössun og gistingu.

Annars hefur vikan verið fín, ég fór í mæðraskoðun og allt er eins og það á að vera. Blóðþrýstingurinn er fínn og enginn bjúgur. Verst að ég er með klemda taug sem leiðir niður í fót. En það eru bara 6 vikur eftir þannig að........ég hlýt að lifa þetta af.

Hilmar frændi hans Gumma kíkti svo til okkar í gær, en hann var í viðskiptaferð fyrir Sæplast fyrirtækið sem hann vinnur hjá. Hann var s.s fyrsti næturgestur ársins og við vorum þvílíkt spennt að fá hann........eins og við hefðum aldrei fengið gestir áður ;-)

Guðni er hættur með bleiu hérna heima, hann er ekki alveg tilbúin í að hætta á leikskólanum strax en um leið og veðrið verður betra þá fær hann að stripplast meira. Þannig að þetta rennur saman, hann að hætta með bleiu og litla barnið að fæðast. Þannig að ef litlinn verður 3 ár með bleiu þá verðum við Gummi búin að vera stanslaust með bleiubörn í 8 ár. Geri aðrir betur ! Ætli maður fái verðlaun eða eitthvað ?

miðvikudagur, maí 25, 2005

Framhaldssagan með ofninn

Það kom rafvirki og kíkti á ofninn, ég þurfti að borga honum 300 dkr fyrir að segja mér að hann hefði verið vitlaust tengdur ! NÚ er það ! Frekar fúlt, þannig að núna eigum við þennan fína ofn og hann virkar fínt þó að hann sé ekki með blæstri. Ekkert mál !

Annars gaf sæti maðurinn minn mér áskrift af gestgjafanum og ég verð nú bara alveg að mæla með því blaði. Síðasta blað var sérstaklega velheppnað en í því voru hversdagsuppskriftir, frekar góðar og girnilegar. Þannig að núna er eingöngu veislumatur á borðum hérna ;-) Ekki amalegt það !

Einar Kári verður heima næstu daga en hann er með börnesår, ég hef ekki hugmynd um hvað það er á íslensku en þetta er allavegana bráðsmitandi baktería. Skemmtilegt eða hitt þó heldur.

Ég er sem betur fer búin í skólanum og sit heima og er að klára ritgerðina. Ég var að draga hana fram eftir nokkurt hlé, ég komst að því mér til skelfingar að það eru 2 bls sem ég hef skrifað og ekki vitnað í neitt. Það lítur út fyrir að ég hafi skáldað stóran hluta af fræðilega kaflanum, ég veit vel að ég skáldaði hann ekki en ég finn ekki heimildina ! Furðulegt ! Það er bara púff eins og hún hafi gufað upp. Þegar ég sagði Gumma frá þessu þá sagði hann bara; " já spáðu í hvernig mér líður, ég man aldrei neitt". Í mínu tilfelli lagast þessi gleymska, vonandi fyllist upp í götin á heilanum eftir nokkra mánuði. Þessi ólétta er greinilega stór hættuleg, kannski Gummi sé bara svona eins og eilífðar óléttur. Hver veit, það skýrir samt ýmislegt. Say no more !

föstudagur, maí 20, 2005

Íslandi út en Danmörk inni

Þannig að við höldum bara með dönum á laugardaginn. Það er nú ekki það versta ! Annars erum við líka smá hrifin af norðmönnunum þó það væri ekki nema fyrir búninginn og varalitinn. Og það þora að vera öðruvísi, það er cool.

Annars finnst mér danir oft ekkert cool, ég var að foreldrafundi og það var verið að ræða "kostordning" en við þurfum að smyrja nesti á hverjum degi. Frekar þreytandi......ég og nokkrir aðrir foreldrar viljum borga 300 dkr á mánuði til þess að börnin okkar geti fengið heitan mat í hádeginu.
Það var kosið eins og siðuðu fólki sæmir en valmöguleikarnir voru;
  • Já ég vil hafa heitan mat og borga fyrir það.
  • Nei ég vil ekki hafa heitan mat og borga fyrir það.
  • Nei ég vil ekki hafa heitan mat nema að ALLIR velji að fá heitan mat.

Það eru 60 börn á leikskólanum og það voru 53 sem sögðu já, 7 sem sögðu nei. Ok þá hefði maður haldið að það kæmi heitur matur.........neiii aldeilis ekki því að 45 sögðu; nei ekki nema að ALLIR velji heitan mat. Þar með var þessi tillaga felld. Ég gætir brjálast á þessu viðhorfi dana, allir verða að vera jafnir, sumir eru bara aðeins meira jafnir en aðrir ! Arg ! Fáránlegt að láta minnihlutann ráða.

Hver segir líka að við séum öll eins, afhverju má fólk ekki skera sig úr. Afhverju mega börn ekki læra það að bera virðingu fyrir því að við höfum val í lífinu og það velja ekkert allir það sama. Akkuru, akkuru ! Skil' ed ekki !

Annars er lítið að frétta af eldavélamálunum, ég fékk reyndar rafvirkja til að tengja vélina fyrir okkur. Ég stalst til að segja honum að ég hefði tengt hana, (æi það er bara svo fyndið að sjá svipinn á svona körlum þegar maður segist gera eitthvað svona karlaverk) mér myndi náttl aldrei detta í hug að tengja eldavél, en tilhugsunin er fyndin. Sérstaklega afþví að ég er með SVO stóra bumbu að það er varla séns að ég hafi geta bograð yfir þessu. Múhahaha. En hann útskýrði mjög vandlega fyrir mig að maður MÁ ekki tengja 330 volt í 220 volta vél, ég sagðist LOFA að passa mig í framtíðinni þegar ég væri að tengja ;-) En eldavélin virkar s.s allt nema viftan, en ég hringdi í Elkó og sp um að þeir reddi því. Sjáum til, það kemur einhver á mánudaginn. Vélarskrattinn er nefnilega í ábyrgð, enda ekki nema nokkra daga gömul.

Annars er helgin framundan, við erum búin að lofa drengjunum að fara með þá á MacDonalds, spennó. En ég býst við að við pínum þá til að koma með okkur í nokkrar búðir áður.......svona svo að þeir eigi pottþétt skilið að fara á MacD.

Góða eurovisíon helgi.

mánudagur, maí 16, 2005


Månestue að syngja afmælissönginn

Það kom okkur á óvart hvað það var lítið mál að halda afmæli og bjóða 25 börnum í heimsókn. Enda fyrirmyndarbörn í alla staði. Það var rosalega gaman, mikil dagskrá og Gummi stóð sig eins og hetja í grillinu.
Við fórum svo niður í bæ í BR leikföng en Einar fékk stóra bréfpeninga í afmælisgjöf og hann keypt smá dót handa sér og Guðna.
Annars er hvítasunnuhelgin búin að vera ljúf og góð. Gott veður, sól og hiti, en það spillir nú aldrei fyrir.

Annars er Gummi búin að vera í tengingarveseni. En málið er það að við fórum loksins í Elkó Århusabúa og keyptum okkur eldavél, helluborð og viftu. Ægilega fínt og á ægilega góðum prís. Jæja eftir að hafa komið með fínheitin heim í hús og Gummi búin að henda gamla draslinu þá fór hann að tengja. Tengja, tengja, tengja, en málið er að Gummi kann ekkert að tengja, hann er nefnilega ekki rafvirkji, ólíkt Jónsa frænda sem hefur alltaf tengt fyrir okkur (og alla hina í fjölskyldunni) hingað til. Sem sagt enginn Jónsi þannig að það var hringt í bróður hans Einar Baldvin. (sem er reyndar heldur ekki rafvirki heldur sálfræðingur) En Einar B elskar vesen og honum finnst hann NÆSTUM því rafvirki afþví að pabbi hans og bróðir eru rafvirkjar. Einmitt ! Til að gera langa sögu stutta þá heyrðist hvellur í eldavélinni og síðan kom reykur og vond lykt. Þetta sló út öryggin og allt fór í klessu. Þannig að núna erum við bara með krosslagða fingur að eldavélin góða sé ekki ónýt og ÉG þarf að fara og reyna að skila henni á þriðjudaginn. Gummi er svo hryllilega heiðarlegur að hann myndi aldrei getað logið neinu, en ég sem t.d smygla alltaf geðveikt miklu er alltaf send í svona "díla við þjónustufulltrúann" ferðir. Það hjálpar mér nú líka að ég er KASólétt og erfitt að sjá ekki aumur á mér. Þannig að.........við vonum það besta ;-)

Annars viljum við óska Gumma og Hafdísi til hamingju með eins árs brúðkaupsafmælið sem var í gær. Hildur sys á líka stóran dag í dag en hún er 25 vetra í dag, hurra og til hamingju með það ! Posted by Hello

fimmtudagur, maí 12, 2005


Einar Kári sem er 5 ára í dag Posted by Hello

En þetta er ein af fyrstu myndunum sem teknar voru af prinsinum. Frekar ílla farinn eftir mikla áreynslu og svo að lokum bráðakeisara. En allt er gott sem endar vel ;-)

Í morgun fékk hann pakkana frá okkur, bróður sínum og ömmum+ öfum. Við gáfum þeim bræðrum fjarstýrða bíla, sem ég veit ekki alveg hvort þeir eða pabbi þeirra var spenntari fyrir. Guðni gaf bróður sínum kappakstursbraut en hann fékk bók og bol frá ömmu Tótu. Amma og afi í Barmó og Garðabæ gáfum honum stóra peninga. En hann ætlar að kaupa Harry Potter galla handa þeim bræðrum,sem hann sá í Legolandi. Rosalega flott.

Í kvöld koma svo EBB og fjölsk í mat. En á morgun kemur leikskólinn í partý. Svaka stuð !

sunnudagur, maí 08, 2005

Lasarus

hann Einsi minn afmælisbarn er lasinn. Svo lasinn að hann lá upp í rúmi í móki mest allt afmælið ! Ekki skemmtilegt það. Við gáfum honum smá verkjastillandi þannig að hann hresstist nógu mikið til að koma niður og blása á kertin og leika smá.
En það er alveg ótrúlegt með Einar Kára að hann er alltaf veikur þegar eitthvað er að gerast í fjölskyldunni. Afmæli, jól eða utanlandsferðir, þá er hægt að bóka að barnið er með um 40° hita og allt í volli. Hvað er hægt að gera við þessu ?

Það eru komnar myndir inn á albúmið undir Nýtt albúm. Tékk it out !

laugardagur, maí 07, 2005

Löng helgi

Er snilldaruppfinning. En hérna í Dk er oftast frí á föstudeginum ef fimmtudagurinn er hátíðisdagur. Allavegana er lokað í leikskólanum.

Við fjölskyldan drifum okkur á grensuna og í Legoland í gær. Það var kannski aðeins of löng ferð fyrir okkur öll, við erum hálf asnaleg eitthvað öll í dag.

Gummi er alveg að rokka þessa dagana, fyrir utan það að hafa gerst áskrifandi af gestgjafanum, þá er hann á gingseni og hann er alveg ofvirkur. Sem fær að njóta sín í ræktinni og garðinum. En hann er alveg að gera garðinn úber flottan. Búin að kanntskera, setja niður blóm og svo erum við komin með kryddjurtagarð. Algert æði !

En gestgjafinn er líka alveg að rokka, þetta er snilldar blað ;-) Mæli með því.

Á morgun er svo fyrsti í afmælisveislu, en þá koma íslensku krakkarnir og foreldrar þeirra í 5 ára afmælið hans Einar. Hálfur tugur, það er ekki svo slæmt !
En á fimmtudaginn er svo alvöru afmælisdagurinn, en þá koma Einar B frændi og fjölskylda í mat um kvöldið. Á föstudaginn koma svo krakkarnir af deildinni hans Einsa í hádegismat, það verður örugglega mikið stuð. Ég vona að myndasíðna verði komin í lag þannig að ég geti sett inn myndir af stuðinu.

sunnudagur, maí 01, 2005

Fælleshreingerning

var hérna í götunni í gær. Það er alltaf mikil stemning og stuð ! Reyndar þurfti frekar lítið að gera í ár, en það þarf samt alltaf aðeins að sópa og gera huggó. Þetta er fínt tækifæri til að hitta alla nágranana, það eru t.d nýflutt hingað hjón með strák á sama aldri og Guðni. Það verður fínt fyrir hann að fá líka leikfélaga, þá þarf hann ekki alltaf að hanga í Einari og hans vinum.

Það er rosalega gaman í skólanum, ég er núna í socialfag sem er hálfgert félagsráðgjafarfag. Ekki það að við eigum að starfa sem félagsráðgjafar, heldur er verið að kynna okkur helstu reglur og hvernig þær eru notaðar. Ég held að á íslandi heiti fagið fjölskylda og barnavernd. En við erum búin að fá fyrirlestra um misnotuð börn og brotnar fjölskyldur. Svo dreymir mig þetta auðvitað allar nætur. Ekki alveg eins huggulegt, en merkilegt fag engu að síður.

Einar er alveg að brillera þessa dagana, ekki nóg með að hann hjóli eins og herforingi án hjálpardekkja heldur prílar hann í öllum trjám. ÖLLUM ! Hann er nefnilega búin að vera í hugrekki þjálfun hérna heima og í leikskólanum, afþví að hann var svo mikil mús. En núna er hann greinilega orðin LJÓN og nýtur þess í botn. Pabbi hans er reyndar ekki alveg jafn ánægður með þetta, en ég bíð spennt eftir að sjá viðbrögð Gumma þegar hann mætir syninum í 3M hæð. Hvor ætli paniki meira ?

En við erum að hugsa um að smella okkur í Legoland í dag, það er hlýtt en enginn sól. Strákarnir eru búnir að suða um þetta svo lengi þannig að það er ágætt að nota tækifærið ;-)

sunnudagur, apríl 24, 2005

Undur og stórmerki

Hafa gerst hérna á Flintebakken, Einar er farinn að hjóla án hjálpardekkja. Stórt skref fyrir manninn, lítið fyrir mannkynið ;-)

Annars er helgin búin að vera tíðindalítil, við fórum reyndar í mat til Pálmars og Maríu á föstudaginn en það var frídagur hérna í danmörku. Mjög huggulegt. Gummi fór síðan í smíðaklúbb um kvöldið þar sem liðsmenn Heklu fótboltafélagsins komu saman og spiluðu póker !

Við erum búin að finna ansi sniðugan barnaveitingastað niður í bæ, en þar geta krakkarnir leikið sér í rosalega flottu leiklandi. Það er meira að segja góður matur þar, ekki svona sveitt eins og er oft á þessum stöðum. Bara snilld.

Núna erum við að fara til Einars Baldvins en þar er fólk að fara að monta sig af nýju tækjunum sínum. Eða Einar er að fara að sýna okkur mótorhjólið sitt og við honum nýja bílinn okkar. Sniðugt !

mánudagur, apríl 18, 2005

Annasöm helgi

En eftir tiltekt í garðinum og grill um kvöldið í 18° hita og sól þá ákváðum við að skella okkur í Legoland á sunnudeginum eða a jú ja jey eins og Guðni kallar það !. Við vorum meira svo grand að smella okkur á árskort. Þannig að Legoland verður vel kannað hjá okkur í sumar. Stráknum finnst æði að fara þangað og úr því að við verðum heima í allt sumar þá er ágætt að hafa eitthvað að fara um helgar.

Í dag elduðum við svo í leikskóla strákana. Við elduðum íslenska kjötsúpu, reyndar með Nýsjálenskt lambakjöt, en hey, skiptir ekki málið. Súpan var æðislega góð og krakkarnir og starfsfólkið voru mett og sæl eftir matinn.
Einar hafði reyndar smá áhyggjur af þessu og leist ekkert svakalega vel á að hafa kjötsúpu í matinn. Hann sagði við mig rétt áður en við fórum af stað í morgun; "mamma, viltu ekki heldur baka pönnukökur, það þyir öllum krökkunum svooooooo gott, ég er ekkert svo viss um að þau borði súpu" Hann er skynsamur strákur hann Einsi, það er ekki hægt að segja annað ;-)

sunnudagur, apríl 10, 2005

Erum orðin 5 í heimili

Eftir að marsvín að nafni Bangsi flutti inn til okkar. Marsvínið er s.s skírt í höfuðið á Bangsa kisu sem á heima í Barmahlíð, Einari fannst það eina nafnið sem kom til greina á gæludýr. Fínt nokk, mér skilst að það hafi virkað hingað til. Við erum líka svo mikið fyrir að skíra og heita í höfuðið á einhverjum, tíhí.
En Bangsi er 7 vikna marsvín og hann er ægilegt krútt, hann skalf reyndar af hræðslu fyrstu dagana og leist held ég ekkert á okkur -eða strákana-, en ég held að hann sé að taka okkur í sátt svona smá saman ;-)

Við vorum með heljarinnar grill í gær, 8 fullorðnir og 5 börn. Svakastuð, gestirnir voru lengi og skemmtu sér vel -held ég- Gumma tókst að brjóta stól og svona, þannig að ég held að þetta hafi bara verið vellukkað.

Guðni er allur að koma til, og er farinn að kúka í WC, ok það gerðist 1x en það er þó í áttina. Þannig að nú er staðan 2-1, hann er komin með hár, farinn að nota wc en ekki farinn að tala ennþá. Jú jú hann er farinn að tala fullt, en hann á samt langt í land. Vonum bara það besta með hækkandi sól og allt það.

mánudagur, apríl 04, 2005

Vorið er komið

Með öllu því dásamlega sem því fylgir. Það sem mér finnst æðislegast við vorið er að þurfa ekki að kappklæða mannskapinn áður en haldið er út. Það er líka svo gaman að sjá krakkana úti að leika langt fram eftir kvöld bara á peysunum. *Dæs* Þetta er svo mikið æði. Á svona dögum erum við alveg í sjöunda himni yfir því að búa í útlandinu. Alveg búin að gleyma kuldanum s.l vetur ! hehe

sunnudagur, apríl 03, 2005

Nýr bíll og ný herbergi.

Er það helsta á dagskrá á heimilinu núna þessa dagana. En Gummi skrapp út í sveit og keypti þar nýjan bíl, Fiat Multiple en það er svona 6 manna bíl sem við rúmust öll vel í, meira að segja þegar litla barnið kemur ;-) Við erum alveg í skýjunum með þetta.

Gummi notaði svo tækifærið og fór aftur út í sveit, en í þetta sinn að sækja kojur sem við keyptum handa strákunum. Þannig að þeir fara í stóra herbergið uppi og við í litla. Ansi sniðugt ;-) Núna er Gummi einmitt að leggja lokahönd á undirbúningin, mála og svona. Þetta verður ægilega fínt. Þá fá strákarnir líka almennilegt pláss til að leika sér í. Þá hefur svolítið vantað almennilegt herbergi.

Svo enduðum við sunnudaginn á að fara út í hallargarð drottingarinnar með Loga og þeim bræðrum Aroni og Viðari. Foreldrar þeirra fylgdu reyndar líka með, en það var svaka stuð, grillaðar pulsur og svona. Á meðan var Gummi sveittur heima að gera fínt. En það er líka allt orðið svakalega fínt ;-)

þriðjudagur, mars 29, 2005

Komin heim

Eftir æðislegt frí, við fórum til Beru frænku okkar á föstudaginn langa. En hún og maðurinn hennar eiga 3 stráka, Kára, Ívar og Egill. Það var mjög gaman að hitta þau öll, stráknum fannst dótið á heimilinu geðveikt, og Einar er búin að suða um að fá að hitta frændur sína aftur. Ég held að það hafi eitthvað með Bayblade að gera. Humm, en það er nýjasta æðið hjá strákunum.

Á laugardaginn kíktum við niður í Lyngby, tékkuðum á Magasíni og svona. Um kvöldið fengum við svo matargesti, Birgi eðlisfræðing og kærustuna hans. Það var svaka stuð !

Sunnudagurinn var heimferðardagur, við kíktum niður á strik. Fengum okkur að borða og rölltum um. Púff það var sko nóg af fólki þó að það væri sunnudagur, við erum ekkert allt of hrifin af svona mikill mannmergð :-/ Við tókum bátinn heim um kvöldið og vorum annnnnnnnnsi þreytt þegar við komumst í hús.

Á mánudaginn var ráðist á þvottafjallið mikla sem var eftir ferðina, pjúff hvað það fylgir okkur alltaf mikill þvottur. Við þyrftum að eiga svona risastóra hótelþvottavél sem tekur að minnsta kosti 10 kg. Þá væri stuð í þessu !
Einar Baldvin frændi bauð okkur svo í mat, pásalæri með tilheyrandi gúmmulaði. Ekki leiðinlegt það !

Í dag fór svo allt á fullt, eins og hjá öllum hinum. Gummi í vinnuna, strákarnir í leikskólann og ég í skólann að halda fyrirlestur um verkefni sem ég var að gera. Alltaf nóg að gera á stóru heimili :-)

miðvikudagur, mars 23, 2005

Köben er enn æði !

En við fórum niður í bæ í gær, fyrst kíktum við á vaktaskipti hjá varðmönnum drottingarinnar. En þeir skipa um vakt kl 12 á hádegi. Það var stappfullt af fólki, svaka stuð. Strákunum fannst þetta nú reyndar ekkert sérlega merkilegt, Einar var mest svekktur yfir því að okkur skyldi ekki vera boðið í kaffi til drottingarinnar. Fuss og svei, að tíma ekki að splæsa á mann eins og einum kaffibolla. Það fannst honum furðulegt !

Eftir höllina fórum við á veitingastað niður í bæ, strákarnir eru orðnir svo stórir og duglegir að það er ekkert mál að fara út að borða með þá. Við fengum æðislegan mexicóskan mat. Nammi namm, rölltum aðeins um strikið, keyptum okkur ís og svona.

Svo fórum við í siglingu um kanalana, en það er skemmtun sem við mælum með. Kostar lítið og er ótrúlega gaman. Það var sérstaklega skemmtilegt að sjá nýja óperuhúsið sem danir eru nú ekkert allt of ánægðir með, segja að það líti út eins og risastór flugstöð. Við ætlum nú ekkert að dæma um það ;-)

Í dag ákváðum við að taka það rólegt hérna í Virum í dag. Rölltum út í næsta Fíat umboð að kíkja á Multiple, sem er sniðugur fjölskyldubíll fyrir svona stóra fjölskyldu eins og við erum að verða. Við fengum að prufukeyra bílinn og Einar Kári var MJÖG ánægður með hann. Hann er nefnilega svodan bílakarl og vill helst ekki kannast við bílinn okkar. Sem er s.s skiljanlegt þar sem hann er nú ekkert mikið fyrir augað blessaður ;-)
Einari fannst bara rugl að vera að skila Multiplenum til baka og vildi ólmur kaupa hann á staðnum. Við reyndum að útskýra fyrir honum að svo klikk værum við nú ekki, og við vildum gjarnan eiga kannski aðeins meiri pening áður en við keyptum okkur nýjan bíl. Ónei ekki til að tala um, nýjan bíl núna, ekki seinna en í gær !!!!

Núna erum við með lambalæri inn í ofni -ekki íslenskt þó !- og erum að hugsa um að "halda" páska á morgun. Á föstudaginn erum við að fara í hádegismat til frænku minnar og á sunnudaginn ætlum við að keyra af stað heim. Og þegar maður er 3ja og 4ra skiptir nefnilega ekki svo miklu máli hvað dagurinn heitir, bara að páskaeggið sé borðað ;-)

mánudagur, mars 21, 2005

Komin til Køben og tad er ÆDI !

Ferðin gekk vel og við vorum komin hingað síðdegis á laugardeginum. Strákarnir stóðu sig eins og hetjur í bílnum á leiðinni. Algerar hetjur !!!

Á sunnudeginum slöppuðum við af, fórum í smá bíltúr og skelltum okkur svo í bíó. Strákarnir fóru á Robotterne en ég fór á danska mynd sem heitir Den store dag og er æðisleg !! Við skoðuðum síðan aðeins Fisketorvet, fengum okkur að borða sveitta borgara og alles. Jömmí ;-)

Í dag kíktum við svo í dýragarðinn við vorum nú ekki svikin af því. Rosalega er alltaf gaman að skoða dýrin, við erum alltaf hrifnust af öpunum og ljónunum. Það er eitthvað svo gaman að sjá apana sveifla sér í trjánum og ljónin eru eitthvað svo tígulleg. Hrikalega flott. Strákarnir fóru meira að segja á "hestbak" smá rúnt. Það var náttl mikið sport ;-) Því miður eru engar myndir til af þessum frábæra degi, það klikkaði eitthvað að taka hleðslutækið með :-/

Annars erum við ákveðin í því að taka það rólega, hvíla okkur og hafa það gott. Borða góðan mat og gera skemmtilega hluti. Þetta er jú svona smá útlönd að vera hérna í Cph, og það er toppurinn að vera í íbúð í hverfi þar sem maður þekkir sig til í. Heppin við að eiga svona frábæra vini ;-)

Á morgun er svo stefnan tekin niður í bæ, ætlum að sigla kanalana, sjá verðina skipta um vakt hjá Höllinni og kíkja aðeins á strikið.

föstudagur, mars 18, 2005

Lítið að frétta

Það er bara föstudagur í okkur öllum, Gummi er á vinnudjammi og við strákarnir fengum okkur heimatilbúna pizzu og kók. Svo er nammi og disney. Ekki leiðinlegt það ;-)

En vikan er búin að vera strembin, ég var að skila stóru verkefni í skólanum. En ég var með danskri bekkjasystur minni að skrifa um börn innflytjenda. Spennandi. En við skiluðum af okkur í gær og svo er flutningur verkefnisins á þriðjudaginn eftir páska.

Við erum svo að fara til Köben á morgun. Gunni og Þórarna vinir okkar sem búa þar, eru að fara til íslands um páskana og voru svo sæt að lána okkur íbúðina sína um páskana. Það er svo gaman að komast öðru hvoru til Köben, fara í dýragarðinn og tívolíð og svona.

Við fengum meira að segja sendingu í gær, 4 lítil páskaegg og síðustu Idolspóluna. Þannig að við erum vel sett um páskana með nammi og skemmtiatriði.

Annars var Einar að tala um mikið alvörumál við mig. Hann sagðist nefnilega ekki vilja eiga danska kærustu. Hann á nefnilega svo margar kærustur á Íslandi að hann vill ekki að stelpurnar á leikskólanum hérna í danmörku séu að kyssa hann. Jáhá ! Það er nefnilega það !

sunnudagur, mars 13, 2005

Gummi veikur

og ég hélt bara svei mér þá að hann myndi hrökkva upp af. Manni var hætt að standa á sama eftir 3ja daga veikindi. Ég var næstum því búin að hringja í VÍS og tékka á líftryggingunni ;-) En ég sleppti því.

Við "græddum" nú samt sem áður hálfpartinn langa helgi afþví að strákarnir voru í fríi á föstudaginn. Voða gaman, við kíktum niður í bæ á barnaveitingastað, en það vakti mikla lukku hjá þeim bræðrum. Síður hjá mér, vondur matur. Það er leiðinlegt að borða vondan mat, það er svo mikið betra að borða góðan mat. Ég veit um hvað ég er að tala ;-)

Á laugardaginn var okkur boðið til Einars Baldvins, en þangað voru saman komin ættingjar mínir úr móðurfjölskyldunni sem búa hérna í Århús. Það var ansi gaman. Mikið borðað (góður matur) og hlegið.

Á eftir erum við svo að fara í kökubjóð (mikið skemmtilegra að fara í bjóð) til Sölku, Júlla og Loga krútt. Þar verður alsherjar strákasamkoma, en Óli og Magga koma líka með sína stráka. Þar verða örugglega góðar kökur ;-)

Ég hef það mér til afsökunar að hafa mikinn áhuga á mat þessa dagana, ekki get ég verið full. Það viljum við ekki ! En ég er orðin svona eins og stór kisa, sef og borða til skiptis. Bráðum verð ég örugglega grá og loðin eins og Bangsi. En það er nú örugglega ekki það versta ;-)

mánudagur, mars 07, 2005

Grensubúðinn, bíó og matarboð.

Við skruppum í grensubúðina niður við landamæri þýskalands á laugardaginn. Við höfum aldrei farið áður og vorum orðin mjög svo forvitin um hverskonar búð þetta væri. Ég sá fyrir mér að ég gæti valsað um og dundað mér við að skoða allskonar girnilega hluti á meðan Gummi smakkaði rauðvín. Ó nei aldeilis ekki, þetta er hræðileg verslun, fólkið treðst og treðst. Allir ógeðslegar gráðugir í ódýrt brennivín og sælgæti. En við gátum nú tekið þátt í þessu og keyptum fuuuuullt af bjór og gosi.

Svo kíktum við inn til Flensburg, sem er kósi lítill þýskur bær. Þar fórum við á æðislegan ítalskan veitingastað. Nammi namm, en það var algerlega ferðarinnar virði að enda þar ;-)

Á sunnudaginn fór Gummi með strákana í bíó en þeir fengu það sem verðlaun fyrir að hafa verið svo duglegir að sofa í sínum rúmum alla nóttina. Það var kominn svolítill ruglingur á þetta eftir Íslandsferðina og þeir voru að koma inn til okkar allt að 10x á nóttinni. Ekkert sérlega skemmtilegt !

Á meðan þeir voru í bíóinu kláraði ég að þrífa kofann og undirbúa matarboðið sem var um kvöldið en Karen, Grétar, Óli og Magga og co komu í kvöldmat. Það var mikið spjallað og mikið hlegið. Gaman að hittast svona á sunnudögum þeir eru svo dauðir hérna í DK, allt lokað og svona.

En annars eru stákarnir heima í dag, Einsi var með hita í nótt og Guðni er hóstandi þannig að það var ekki annað í boði en að halda þeim heim. En það er nú líka kósi að lengja helgina öðruhvoru ;-)

Það er líka nýjar myndir í albúminu, klikkið á myndir og þá fáið þið að sjá dýrðina ;-)

þriðjudagur, mars 01, 2005


Snjór snjór snjór.

Og danir alveg að tapa sér í taugaveiklun út af því. Þeir kunna nefnilega ekki að keyra í snjó þessi grey ! Furðulegur andskoti, svo er verið að sópa allar götur eins og ég veit ekki hvað !!! Þetta er smá snjór sem verður farinn eftir nokkra daga, slakið þið á.

Einar er alveg hissa á þessu og inn á milli þess sem hann minnir okkur á að við erum íslendingar þá talar hann um að danmörk sé að verða alveg eins og Ísland. *Hóst* Veit ekki alveg hvernig ég á að taka þessu. En það er svo krúttó að hann lærði fullt af nýjum frösum á íslandi -þá aðallega af afa Einari, en uppáhaldið hans núna er; svolítið klikkaður !-

Helgin var fín, fullt af gestum, Randers regnskov og fleirra skemmtilegt. Gummi er líka búin að vera í lestrarmaraþoni, við keyptum okkur nokkrar -ok margar- bækur á íslandi og hann er búin að vera lesa þær bækur eftir Arnald Indriða sem hann átti eftir að lesa. Það næst varla samband við hann, þ.e.a.s Gumma ekki Arnald, ég veit ekkert hvernig hann hefur það !

föstudagur, febrúar 25, 2005


Gummi að svæfa og Einar með kisu.

Vikan liðin og helgin framundan.

En það er búið að vera svolítið erfitt að koma sér í gang eftir fríið og allt átið á Íslandi. Erum samt að reyna að taka okkur saman í andlitinu og vera hresssssssssssss. Mjög góð hugmynd hef ég heyrt !

Helgin verður vonandi viðburðarrík, það er von á gestum í hádegis og kvöldmat. Það verður náttl gaman að venju. Eða við vonum það að minnsta kosti ;-)



Posted by Hello

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Komin heim til Århús.

Ferðin heim var svolítið strembin, erfitt að vera 12 klst á ferðalagi. En hvað leggur maður ekki á sig ;-)

Íslandsferðin var æði, við náðum að hitta nánast alla. Allavegana flesta, nokkra í smá stund aðra lengur í mat og alles. En annars vorum við í sundi, bænum og að hitta fólk. Alveg eins og best verður á kosið.

Einari Kára leist svo vel á þetta Ísland að hann vill ólmur flytja aftur. Í hans augum er Ísland núna huggulegheit og hangs. Búa í herbergi hjá ömmu og afa, hafa alltaf kisu og frænkur til að leika við og skreppa í sund svona þegar hentar. Þó að það hafi verið æði í viku að lifa svona lífi erum við hin ægilega fegin að vera komin heim í rútínuna og rólegheitin. En ansi saknar hann Einsi minn kisunar sinnar. Hann talar stöðugt um Bangsa sinn. Svona er þetta.

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Erum komin heim til Íslands

og það er æði ! Ferðin var löng og ströng, en sem betur fer var frúin búin að jafna sig á veikindunum. Ég var nefnilega ógeðslega veik á föstudaginn, lá uppi í rúmi allann daginn og gat mig ekki hreyft. Þannig að Gummi þurfti að sjá um allt. Svo vaknaði ég bara svona svakalega hress á laugardagsmorguninn -sem betur fer-. Við fórum í lestina kl 6 um morguninn að dönskum tíma og vorum komin í Barmó kl 16 að ísl tíma. 10 klst ferðalag það !

En við hittum tengdó á kastrup sem voru okkur samferða til Íslands. Einar sat í góðu yfirlæti á milli þeirra á leiðinni, svo góður og sætur ;-) En ekki hvað.

Svo skelltum við okkur í afmæli til Möggu Móðu, systur ömmu Hildar. Það var rosalega gaman, og sérstaklega fyrir krakkana en stelpurnar hans Einars -hann segir alltaf; ég á stelpur á Íslandi, þær heita Júlía Kristín, Ninja og Jónína- voru það líka og það var hátið í bæ, bæði fyrir börn og fullorðna.

Framundan eru svo heimsóknir og hugguleg heit. Ætli við viljum nokkuð fara til baka ?

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Endalaus veikindi og volæði !

En Guðni er ennþá lasinn, greyið litla. Núna er hann kominn með hlaupabóluna. Frekar leiðinlegt. En hann er mikið slappari en Einar Kári varð, Einar svaf bara, en Guðni vælir út í eitt ! Humm ekki skemmtilegt til lengdar. En við erum fegin að hann beið ekki með að veikjast þangað til að við komum heim. Búhú það hefði orðið fúl að eyða viku heima í veikindum !

Það verða engar hlaupabólumyndir af Guðna, myndavélin er biluð ! Vonandi getum við blikkað mömmu og pabba til að fá þeirra myndavél lánaða þegar við förum heim til íslands. Ekki er hægt að fara og hafa ekki myndir af ykkur öllum. Nei hey það er sko ekki í boði !

sunnudagur, febrúar 06, 2005


Hérna eru þeir bræður að leika með lestina sem þeir fengu í jólagjöf frá okkur. Ægilega fínt !

Annars er það helst að frétta að það er búin að vera Festelavnshelgi. Við skruppum niður í bæ að kaupa afmælisgjöf því að okkur var boðið í afmæli til Örnu Rúnar -Þóru og Árnadóttur- systur hans Hjalta. Það mættu allir í grímubúningum og borðuðu kökur. Takk fyrir okkur ;-)

Á sunnudeginum héldum við okkur innan dyra og höfðum það huggulegt. Tókum aðeins til og þrifum svona fyrir íslandsferðina. Eftir hádegi var svo festelavnsfest hérna í götunni og það var rosalega mikið stuð. Það mættu fullt af krökkum og foreldrum. Það voru bollur og sleginn "kötturinn" úr tunnunni. Einar varð meira að segja Festelavnskóngur afþví að hann sló botninn úr tuninni. Hann fékk kórónu og fínerí. Því miður eru engar myndir til á heimilinu af þessum merkisviðburði þar sem BÁÐAR myndavélarnar eru bilaðar. Frekar fúlt. En ég þarf að drífa aðra þeirra í viðgerð þannig að við getum tekið myndir á íslandinu.

Vikan framundan er þéttskipuð að venju, ég er að fara í gang með stórt verkefni ásamt danskri skólasystur minni. Við ætlum að skoða leikskóla úti í Gellerup -aðal innflytjendahverfið- þar sem eru eingöngu börn af öðrum uppruna en dönskum. Það verður spennandi að fá að sjá og skoða hvernig "sérfræðingarnir" skipuleggja dagskrána.

Við vonum bara að allir haldi heilsu og geti mætt í leikskóla, skóla og vinnu. Það má nefnilega ekkert útaf bregða-frekar en venjulega- ef allt á að nást fyrir fríið.Posted by Hello

miðvikudagur, febrúar 02, 2005


Einar Sundkappi á sundnámskeiði. Rosalega flottur !
Við löbbum alltaf út í sundlaug en það er sama leiðin og við löbbum í leikskólann. Um daginn var ég að labba með þeim í leikskólann og Guðni var með læti -aldrei þessu vant (NOT)- Einar hastaði á hann og sagði ;"Guðni hættu þessum látum, barnið sem mamma er með í maganum fær verk haus". Þvílíkt krútt, það þarf kannski ekki að láta þess getið að Guðni hlýddi ekkert og hélt áfram að vera með læti !

Ég er kominn á fullt í næsta verkefni í skólanum og er þvílíkt spennt. Það er einmitt verið að fjalla um aðaláhugamál mitt og það sem ég er að skrifa um í B.ed ritgerðinni minni. Þannig að ég er liggur við með tárin í augunum mér finnst þetta svo mikið æði.

Það er alltaf brjálað að gera í vinnunni hjá Gumma og við erum orðin spennt að komast heim á litla skerið að hitta ykkur öll. KNÚS ;-)Posted by Hello

föstudagur, janúar 28, 2005


Þetta er hann Einar Kári hlaupabólustrákur. Hann er nú alveg með á hreinu afhverju hann er með hlaupabólu en það er afþví að hann hljóp svo rosalega hratt inni í fællessal. Einmitt þá vitið þið það kæru vinir, aldrei hlaupa of hratt.

En okkur var einmitt boðið í afmæli í gær til hennar Emilíu sem varð 5 ára. Það var auðvitað mikil tilhlökkun og spenna en Einsi var allt allt of lasinn til að mæta. Gummi var að vinna lengi og því hljóp draumabarnapían í skarðið fyrir okkur. Hann Grétar kom og reddaði okkur svo að við Guðni og Karen gætum farið í afmælið. Við vorum ekki svikin af veitingunum og þökkum fyrir okkur ;-)

Framundan er svo helgin og einhver boð. Vonandi komumst við ;-) en enn meira vonum við samt að Guðni fái líka hlaupabólu, íllu er best aflokið !

þriðjudagur, janúar 25, 2005


Þeir eru lasnir strákanir, það var hringt af leikskólanum og við beðin um að sækja þá. Elsku karlarnir, en núna liggja þeir saman uppi og horfa á sjónvarpið. Svo mikil krútt.

Annars vorum við á maraþonfundi í leikskólanum þeirra þar sem var verið að ræða tungumálaerfiðleika þeirra. Það er öllum hulin ráðgáta hversvegna svona vel fúkerandi drengur eins og Guðni skuli ekki tala. Á fundinum voru fyrir utan okkur sálfræðingur, talmeinafræðingur, leikskólastjórinn og leikskólakennari. Mjög áhugavert.
En Einar fer í sérstakan málörvunarhóp 2x í viku, sá hópur er á vegum ráðgjafamiðstöðvarinnar. En það verður ekki fyrr en eftir 3-4 mánuði. Spennandi að sjá !

Annars erum við hress þrátt fyrir kulda og hor. Það lagast eins og allt annað ! ´ik eins og danirnir segja ;-) Posted by Hello

laugardagur, janúar 22, 2005


Við fórum í ræktina og ákáðum að koma við í búð til að kaupa ný skæri. Það þurfti nefnilega að klippa Einsa Karlinn. -Guðni er ennþá með svo lítið hár !- Það tókst með svona miklu ágætum. Hann er svona ægilega ánægður með útkomuna blessaður ;-)
Annars er helst að frétta að við erum að fara í matarboð í kvöld til Family Fjeldsted. Það verður alveg örugglega mjög skemmtilegt.
Við fengum líka bréf frá spítlanum þar sem stóð að þeir ætla að sækja barnið 15. Júlí. 2005 kl 11:45.
Það stóð nú reyndar ekki kl hvað en það hefði verið fyndið !Posted by Hello

fimmtudagur, janúar 20, 2005


Nýjasta "trendið" á heimilinu treflar um hálsinn við matarborðið. Það er allt i einu orðið ógeðslega kalt og mikið rok hérna. Burr. Posted by Hello

miðvikudagur, janúar 19, 2005


Nýjasti meðlimurinn í fjölskyldunni Flintebakken. Við erum í skýjunum með væntanlega fjölgun en von er á litla barninu 27. Júlí. Foreldrarnir gera ráð fyrir að þetta sé þriðji drengurinn enda fáránlegt að breyta uppskriftinni fyrst að hún virkar svona vel. Vinnuheitið er Jón ! Posted by Hello

sunnudagur, janúar 16, 2005

Árskort

í Rander Regnskov er komið í hús og förum við á laugardaginn að kíkja á eðlurnar, slöngurnar, apana og fuglana. Mjög spennandi. Eftir dýragarðinn var farið á MacDonalds og það var æði ! Eða það fannst allavegana strákunum. Okkur hinum fannst það kannski allt í lagi, samt er MC komin með einhverja stefnu um að vera með gæðakaffi og með´í. Allt í lagi en engin svakaleg gæði.

Dagurinn í dag var afslöppun og hugguleg heit, kanínuróló og kaffiboð. Búin að gera nóg fyrir börnin í bil.

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Guðni sterki og sundnámskeið !

Guðni er rosalega sterkur -að sögn Einars Kára sem er höfðinu hærri- en það voru stelpur að stríða þeim í leikskólanum og Guðni tók sig til og potaði í augun á þeim. Þær voru svo hræddar að þær hlupu og burtu. Guðni er hetjan hans Einars sem þorir aldrei að berja neinn nema hann ! Furðulegt ! Við foreldrarnir vorum að sjálfsögðu ekkert rosalega ánægð með framtak yngra eintaksins að pota í augu en eftir að hafa talað við starfsfólkið þá skilst okkur að stúlkurnar hafi átt þetta kannski örlítið skilið.

Einar Kári er byrjaður á sundnámskeiði sem er 1x í viku. Það heitir Plask og leg, en það er aðallega til að gera börnin örugg í vatni og æfa þau fyrir komandi sundæfingar. Mjög sniðugt ! En það sniðugasta er samt að þetta er hérna rétt hjá og við erum enga stund að labba þetta.

laugardagur, janúar 08, 2005

Brjálað veður

hérna í Dene. Við hjónin létum það nú ekki aftra okkur í að skella okkur í ræktina. OK, reyndar brá okkur smá að sjá tré sem hafði rifnað upp með rótum. En hey ! hvað er það milli vina.

Eftir hádegi ákáðum við að kíkja í Idé möbler að skoða húsgöng sem við erum að spá í handa strákunum. Við vorum nú næstum því fokin öll um koll fyrir utan búðina þannig að við ákváðum að drífa okkur heim. Þegar heim var komið leiddist okkur svolítið, ég meina við þurfum ekki bæði að skemmta drengjunum. Þannig að við fengum þá snilldarhugmynd að mála litla herbergið og skipta um herbergi við strákana. Við höfðum nefnilega verið svo séð fyrir nokkrum mánuðum að kaupa málningu á tilboði og eins bæs til að bæsa loftið. Þannig að við erum búin að taka vaktaskipti á drengina, og skiptast á að mála.

Púff samt hvað ég nenni þessu ekki lengur !

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Gleðilegt ár og takk fyrir þau gömlu.

Jólin eru liðin og við erum hálf grá og guggin eftir ofát og huggulegheit. Það er erfitt að snúa sér að verkefnum hversdagsins.

En við erum rosalega ánægð með allar gjafirnar fínu sem við fengum. Við fengum aðallega bækur sem er nú ekki leiðinlegt hérna í útlandinu þar sem ekki er hægt að kaupa íslenskar bækur. Benedikt búálfur og drekasögurnar eru alveg að slá í gegn.

Það voru líka slegin persónuleg met í matreiðslu, það tókst að elda kalkún á aðfangadagskvöld og brúna kartöflur á nýársdag. Eitthvað sem við erum búin að stefna á lengi. Ótrúlega villt hjón :-)

Einar Kári er byrjaður á nýja leikskólanum eða sama leikskóla og Guðni er á. Þeir eru rosalega ángæðir þar. Fyrsta daginn hans Einars ætlaði ég að sækja hann um hádegisleitið, ekki láta hann vera of lengi fyrsta daginn. Nei, þá neitaði hann að koma með mér heim, þannig að það hefur ekki verið nein aðlögun. Rosalega fínt hvað hann er ánægður, þá erum við öll svo mikið ánægðari.