fimmtudagur, maí 31, 2007
Það fór nú ekkert ílla um strákana um helgina með pabba sínum. Þeir fóru í bíó, út að borða, á róló og voru í þvílíku stuði !
En ég er sem sagt búin að skila ritgerðunum, rooosalegur léttir. Ég fann það bara í gær þegar ég settist niður við kvöldmatarborðið hvað ég er orðin þreytt, með vöðabólgu og bakverki. Enda gömul kona. Öss öss.
En við tekur ýmiskonar útréttingar og skemmtilegheit. Góða helgi.
föstudagur, maí 25, 2007
Við fórum í foreldraviðtal í skólanum hans Einars Kára, kennarinn er svona ægilega ánægð með hann, þó að hann gleymi sér stundum í fíflalátum. En hann er mikill stuðbolti, stundum svolítið utanvið sig en góður vinur og umhyggjusamur. Við tútnuðum út af stolti yfir elsta unganum okkar duglega.
Gleymdi mér í sjálfsvorkuninni að minnast á það að við fórum á Georg Michael tónleika síðasta föstudag og þeir voru ÆÐI. Kappinn er bara flottur. Við vorum með frekar flott sæti en fórum inn á vitlausum stað, reyndar mikið betri stað, þannig að við stóðum bara og tjúttuðum allan tímann. Frábært stuð !
Heiðbrá "amma" kom og passaði drengina sem höguðu sér eins og ljós. Meira að segja Jón Gauti skreið bara upp í fangið á henni og sofnaði á skikkanlegum tíma.
Annars er allt í ljóma, blóma fyrir utan ritgerðarskirf og óselt hús. En ef við værum ekki búin að kaupa draumhúsið á Íslandi væri ég hætt við að flytja til Íslands. Hvaða rugl er þetta með veðrið og snjó upp úr þurru ? Það er spá heitasta sumri í manna minnum og við búum við "hliðina" á ströndinni. Þetta er eitthvað rugl !
föstudagur, maí 18, 2007
Mér finnst rosalega gaman að vera í skóla, sem betur fer ég er td búin að hanga í háskólanámi í tæp sjö ár þannig að það er eins gott að hafa gaman að. Eða sko, mér finnst gaman 10 mánuði á ári. Þessir tveir mánuðir desember og mai finnst mér alveg viðbjóðslega erfiðir og leiðinlegir, verkefnaskil og pressan er alveg að drepa mig. Ekki að fíla þetta !
Svo fyrir utan það þá eru desember og mai frekar pirrandi mánuðir, þannig séð. Desember er (eins og flestir vita) jólamánuður og þ.a.l stútfullur af allskonar uppákomum og hullumhæi. Og afþví að ég er svo mikið kontrolfrík þá get ég ekki hugsað mér að missa af neinu og er helst í stjórn að skipuleggja líka. Þannig að það er sífellt verið að trufla mig við lesturinn og það gerir mig rosalega pirraða.
Mai er svipað klúður, hann er fullur af frídögum, 1 mai, uppstigningadagur og svo hvítasunnan. Ég meina HALLÓ, er þetta eitthvað persónulegt á mig ? Þolliddaikke.
Fyrir utan það að tveir elstu synir mínir eiga afmæli í þessum mánuðum, Ok Guðni er alveg í lok nóv en þá er maður samt sem áður að detta í gírinn. Einar er 12 mai og það er alveg í miðjum klíðum. Svo kann maður ekki við að ljúga að þeim að afmælin þeirra séu á öðrum dögum og eins vill maður halda flottustu afmælin í götunni. Bjóða ÖLLUM bara svona til að deyfa samviskubitið fyrir að hafa vera pirruð og geðstirð meira eða minna allan mánuðinn.
Annars er allt í góðu og ég óska ykkur öllum saman til hamingju með nýju stjórnina. Myndin hérna efst er tekin eftir afmælið hans Einars Kára og eftir 1 rauðvín. Ægilega hamingjusamir foreldrar. Múhahahaha.
miðvikudagur, maí 16, 2007
Þetta myndband er nú aðallega fyrir mömmu, en eins og margir vita þá erum við systurnar 4 og mamma hefur því aldrei haldið stráka afmæli. Þessi mynd er úr afmælinu hans Einars Kára og sýnir afmælið í hnotskurn, að berjast með risaboxhönskum er aðal í dag. Tek það fram að boxhanskarnir eru frá (lang)ömmu Tótu.
Þetta er hann Jón Gauti en hann er eins og bræður sínir afar hrifin af dýrum og litlum börnum. Í Lalandia (ó men ég á alltaf eftir að skrifa pistil um þann stað) var allt til als fyrir börn, þar á meðal afgirt svæði með geitum. Aðalsportið hjá Einari og stelpunum (svona 6-9 ára) var að fá að halda á kiðlingunum. Svei mér þá ef ég vissi ekki betur þá myndi ég halda að EKG væri sonur hennar Hildar Eddu.
sunnudagur, maí 13, 2007
Afmælisbarnið Einar Kári 7 ára og Guðni að opna pakkana
Búið að opna alla pakka og á borðin má sjá afraksturinn. Línuskautar, playstation spil, gameboyspil, hlífar og risaboxhanskar. Hrein gleði.
Verið að hvíla sig fyrir komandi átök en von var á 6 fullorðnum og 8 börnum í veislu.
Hann á afmæli í dag og allt það.
7 ára strákur.
Minnsti afmælisgesturinn. Emma Karen í fanginu hjá Vigdísi.
Krakkar úti að leika.
Daginn eftir góðan dag.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)