föstudagur, febrúar 24, 2006


Helgin framundan, lítið planað en örugglega margt gert. Inga og Árni koma í mat á laugardagskvöldið. Annars verðum við fjölskyldan bara að skemmta hvert öðru. Það er nú ekkert leiðinlegt, eiginilega bara frekar skemmtilegt. Enda mjög skemmtilegt fólk, tíhí.

Vikurnar líða og áður en við vitum af erum við að fara heim til Íslands í páskafrí. Það verður örugglega alveg rosalega gaman. Gummi fer nú eitthvað heim í millitíðinni, en það verða bara vinnuferðir. Stoppað stutt og unnið mikið (og kannski keypt smá, tíhí)

Guðna fer ótrúlega mikið fram í tali og eftir allar rannsóknirnar hjá öllum sérfræðingunum hafa þeir komist að því að það er ekkert að honum nema að hann virðist eiga erfitt með að læra 2 tungumál. Það er nú gott að vita en þjálfunin heldur áfram og hann verður altalandi áður en við vitum af.

Góða helgi gott fólk.

föstudagur, febrúar 17, 2006


Jón Gauti er orðinn 7 mánaða. Vá hvað tíminn líður, öss öss. Gaman að þessu.

Takk fyrir allar kveðjurnar sem komu við síðustu færslu. Gaman að sjá hvað margir lesa og fylgjast með. Frábært að vita að ég er ekki bara að skrifa út í loftið fyrir sjálfa mig.

Allt gott að frétta héðan, nema helv#$&%$$ veðrið ætlar ekki að verða almennilegt. Ég er orðin frekar þreytt á þessum snjó og kulda. Mér finnst þetta komið gott, nú vil ég fá vorið. En það er einhver bið á því, allt orðið fannhvítt aftur.

Strákarnir eru hressir og kátir, þeir eru mikið að fá vini sína í heimsókn að leika um helgar. Það er mesta stuðið. Gummi er líka voðalega kátur í nýju vinnunni, hann er duglegur að læra einkaleyfalögin og fara á námskeið í köben. Mér finnst það reyndar ekki jafn skemmilegt þegar hann er mikið í burtu, en svona er þetta. Það er alltaf nóg að gera í skólanum hjá mér en það er skemmtilegast þegar allt er á fullu. Ég nota tímann til að læra á meðan Jón Gauti sefur miðdegislúrinn sinn. Forréttindi að fá að vera í skóla.

Góða helgi !

miðvikudagur, febrúar 08, 2006


Þetta er nýjasta græjan á heimilinu, ísvél. Ég hef lengi gert grín af fólki sem kaupir sér alskonar óþarfa s.s græju til að bræða súkkulaði og rafmagnshníf. Ég hef verið mjög nægjusöm hingað til í græjumálum og einungis keypt mér það allra, allra nauðsynlegasta. Notaði t.d í mörg ár handhrærarann sem mamma og pabbi gáfu mér 1995, hann gaf upp öndina núna rétt fyrir jól. Blessuð sé minning hans.

En ísvélin varð skyndilega must have á heimilinu. En ég er í átaki (eins og fyrri daginn, múhahaha) og sakna þess voðaleg að mega ekki fá mér ís. Þannig að núna geri ég minn eigin ís og gúffa í mig á hverju kvöld. Minn ís er nefnilega svo hollur að maður mjókkar á að borða hann, tíhí.

En annars er það að frétta af okkur að Gummi er orðin heimsfrægur á Íslandi. Skrifaði grein í markaðinn sem er á bls 16 en það er aukablað sem kemur með fréttablaðinu. Við sjáum reyndar bara blaðið á netinu og myndin af honum virkar frekar skrítin. Vona ekki, vil ekki að neinn haldi að Gummi sé skrítinn !

En strákarnir allir eru hressir og kátir, stóru strákarnir á fullu að socialisera og í talprógramminu sínu. Þannig allt er í góðu lagi hérna hjá okkur.

Er ekki einhver sem langar að kommenta á færslurnar hjá mér, ég hangi á refresh takkanum til að sjá hvort að ég sé ekki nógu skemmtileg til að fá komment. Ég er greinilega ekkert sérlega skemmtileg, reyni samt eins og ég get. *tárlekurniðurvangaminn*

miðvikudagur, febrúar 01, 2006


Odd Martin vinur okkar kom í heimsókn til okkar á þriðjudaginn og gisti eina nótt. Það var borðaður góður matur og mikið talað og hlegið. Enda langt síðan við hittumst síðast.

Annars er vikan búin að vera skrítin, allir búnir að vera hálf sloj eitthvað. Jón með sýkingu í augunum og allir að hósta. Nú má alveg fara að vora, þetta er komið gott.

Annars gekk mjög vel hjá strákunum á laugardaginn við sóttum þá eftir Disney þeir höfðu skemmt sér mjög vel hjá Mads. Á sunnudaginn kom svo Júlíus í heimsókn, en það er brjálað að gera í félagslífinu hjá strákunum þessa dagana. Þeim er oftast boðið saman í heimsókn og það hefur aukist eftir að þeir voru fluttir á sömu deild. En meira félagslíf eykur líka á ábyrgð foreldranna, það þarf að muna við hvern búið er að "lave aftale" með og svona. Gummi átti snilldarmove í gær þegar hann bara henti einum miðanum sem var á hólfinu hjá Einari. Foreldrarnir skiptast á að setja miða í hólfin hjá börninum, Gummi mundi náttl ekkert hvað hafði staðið á miðanum en hann minnti að það hefði verið eitthvað með Viktor. Nú,nú ég hafði takmarkaða samúð með honum, sérstaklega afþví að hann týndi 800 dkr ávísun um daginn, en ég hringdi þó í foreldra hans Viktors sem könnuðust ekki við neinn miða !!!! Þetta var alveg hallærislegt samtal, en sem betur fer er ég ekkert vandræðanleg yfir gleymsku eiginmannsins lengur. Tek því bara eins og hverju öðru hundsbiti. En anyways þá kemur Viktor í heimsókn á sunnudaginn, það verður örugglega gaman.