miðvikudagur, nóvember 29, 2006





Allt í gleðinni hér á bæ, eins og svo oft áður. Mikið að gera og það er bara skemmtilegt. Ég er búin að fá samþykkt efni í öðrum áfanganum og núna sit ég sveitt að skrifa um tvítyngdbörn og möguleika þeirra. Eða eitthvað á þá leið.

Við fórum síðustu helgi til Flensborgar með Einar B og fjölskyldu, það var mjög gaman og mjög spes. Kíktum í risastóra verslunarmiðstöð þar sem við náðum að kaupa smá, en þó aðallega að skoða. Rosalega er gaman að skoða í búðum sem maður hefur aldrei komið í. Það eru myndir af ferðinni á myndasíðunni.

Á sunudaginn komu Þóra og Danni með börn í heimsókn. Danni, sem er smiður að mennt ætlaði aðeins að hjálpa Gumma með að setja upp hlera upp á loft. Já,já það tók aðeins um 7 klst. Fjölskyldan fór út héðan um 22, það var alveg nett samviskubit hjá mér yfir að hafa haldið þeim svona lengi. Púha. En ég vona að þau séu ennþá vinir okkar.

Við erum svo á leiðinni til Cph um helgina að hitta fólkið hans Gumma. Hinrik mágur hans á 50 ára afmæli og það verður farið á jólahlaðborð. 17 manns takk fyrir. Strákarnir fá að vera hjá Beru frænku og Gunna manninum hennar. Ég vona að þau tali við okkur aftur, en Jón Flón getur verið leiðindapúki. Úff !

Annars er fátt að frétta, ég er bara mjög ánægð með nyhedsavisen íslenska fríkeypisblaðið. Það kemur reyndar ekki alltaf en þegar það kemur þá les ég það upp til agna. Þeir áttu gott skúbb í krabbameinsmeðferðarhneiksli. 10 rokkstjörnur frá mér. Húrra eins og Jón segir svo flott !

föstudagur, nóvember 24, 2006


Afmælið fyrir leikskólann búið. Léttir, púha. En við Gummi sóttum alla strákana af deildinni hans Guðna, 11 talsins og svo voru auðvitað bræðurnir 2. Við vorum búin að baka pulsuhorn og pizzasnúða og það var sest á gólfið og gúffað í sig. Í efitrmat var svo súkkulaðikaka með pókemon. Frábært alveg. Þetta eru allt delux eintök og það var bara gleði og grín. Við vorum búin að gera ratleik um hverfið sem tók um 30 mín en í verðlaun var sælgætispoki. Þeir gúffuðu í sig nammi á meðan þeir horfðu á yo-gi-oh bara snilld. Foreldrarnir komu allir um 17, sumir fengu sér rauðvín og setust niður aðrir fóru fljótt. En það sem skiptir mestu máli er að Guðni er í skýjunum með daginn og við líka. Þetta er sko allt þess virði. Grípa tækifærið til að fagna þegar það gefst. Lúv it.
Það er sko skemmtilegast að í heimi að vera afmælisbarn, viljum við óska afa Einari til hamingju með daginn. En hann er einmitt alvöru afmælisbarn, Guðni á ekki afmæli fyrr en þann 27.11.
Góða helgi gott fólk.

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Fátt að frétta en mikið að gera. Skólinn, vinna, leikskóli, fritidshjem og vöggustofa taka allan okkar tíma þessa dagana. Púha. Náum þó oftast að hitta góða vini inn á milli. Er alveg andlaus og þreytt núna.

þriðjudagur, nóvember 14, 2006


Gummi afmælisbarn er 38 ára í dag. Stór dagur, mikið grín, mikið gaman. En hann var vakin með afmælissöng í morgun. Strákarnir voru reyndar búnir að kjafta í hann hvað hann myndi fá í afmælisgjöf (hvenær læra börn að þegja y gjöfum ?) en hann fékk fullt af sokkum og náttslopp frá okkur fjölskyldunni. Ægilega fínt, svo fengum við okkur súrmjólk og músli. Það verður ekki mikið betra, tíhí. Í kvöld er svo góður matur og rauðvín.
Gummi var ánægður með íslandsferðina, hann náði að gera helling og hitta marga. Hann kom heim með yfirvigt, hrærivél og gúmmulaði, ekki slæmt það. En fyrir hans hönd þakka ég fyrir öll hittin.
Af okkur hinum er það helst að frétta að allt gengur sinn vanagang. Strákunum gengur öllum vel í skólunum sínum og allir eru sælir, glaðir og ángæðir.
Ég var á fyrsta foreldrafundinum mínum í gærkvöldi, það var að dana sið rauðvín og ostar, ægilega huggulegt. En þar skipulögðum við komandi ár með bekknum. Það verður ss hellings húllumhæ og gleði. Jólaskemmtun, partý f foreldra, dýragarðsferð með börnin og sumarveisla. Mér líst vel á þetta og hlakka til að taka þátt.
Mér skilst að fáir hafi getað opnað myndbandið sem er á síðunni en hérna eru önnur Einar að tala um skólann og strákarnir að tala við pabba .
Jæja verð að fara, er að fara að hjóla í skólann. Góða vinnuviku gott fólk.

fimmtudagur, nóvember 09, 2006


Kæru vinir Jón í baði. En ef þið ýtið á linkinn þá fáið þið að sjá myndband af prinsinum.

miðvikudagur, nóvember 08, 2006


Þetta er aðalsportið hjá Jóni Gauta þessa dagana, upp stólinn og niður. Mjög mikið stuð, nema þegar hann dettur sem er svolítið oft. Greyið litla. Er að spá í hvað hann þarf að detta oft og meða sig ílla til að fatta að þetta er ekki sniðugt. Finnst þetta frekar þreytandi, en ég þarf víst líka að gera aðra hluti á heimilinu en að hanga yfir honum á stólnum. Sérstaklega þegar ég er ein með drengina eins og ég er núna.


Gummi er nefnilega að fara til Íslands í kvöld, ég sendi hann með allar jólagjafirnar. Fór niður í bæ og kláraði dæmið á 2 klst. 4 búðir, þökk sé H&M, Magasín, Fona og Georg Jenssen. Snilld.
Annað með Jón Gauta hann er byrjaður að tala smá, en fyrsta skíra orðið hans er "prút" en það þýðir prump. Nú segir hann prút í hvert skipti sem hann prumpar, svei mér þá ef hann sagði það ekki upp úr svefni í nótt, hehe. Hann hann segir mamma, pabbi, strákar og prump. Þetta er meiri orðaforði en báðir bræður hans höfðu á hans aldri. Kannski spilar það inn að hann hefur aldrei fengið eyrnabólgur en bræður hans voru áskrifendur að þeim fjanda.
Bið að heilsa í bili, best að hella sér í lestur góðra skólabóka...

mánudagur, nóvember 06, 2006

Köben var æði pæði.

Ég tók rútuna, lenti í köben um 13 og hitti eðalhjónin Jón og Eydísi í lunch á hótelinu. 5 stjörnuhótel, allt í sómanum á þeim bænum. Fór með Eydísi í bæinn, keyptum smá, kíktum á skó og fengum okkur í glas. Fórum upp á hótel og drukkum meira. Út að borða á frábæran stað er-go mæli milljónfalt með honum, góður matur og gott andrúmsloft. Við gleymdust reyndar við barinn, sem var pínuspes en við náðum að skella í okkur 2 drykkjum. Eftir matinn fórum við á lítinn stað í kjallara, dönsuðum og drukkum. Komum upp á hótel um 2 leytið, alveg hressar ! Jeminn þetta var svo gaman, algert delúx í alla staði. Tók rútuna heim um 12 leytið og var lent í Århus um 15.

Gummi og strákarnir voru heima á meðan, það var ekki slegið við slöku hérna frekar en fyrri daginn. Það voru bakaðar smákökur, leigðar DVD, borðað manni og flögur, eldaðar kallakjötbollur og verið í kósí pósí fíling. Gaman að því. En það var þreyttur pabbi sem ég hitti í gær þegar ég kom heim. Þetta tekur á. Næstu helgi verð ég ein en Gummi er að fara til Íslands í afmæli og á vinnufundi. En þá er þetta líka búið í bili.

Er núna í þessum skrifuðum orðum að fara í bæinn að kaupa jólagjafnirnar til að senda Gumma með heim. Það verður gott að vera búin með það.
Góða vinnuviku.

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Kalt kalt kalt kalt

úti núna, burr. Það snjóði og snjóaði í gær þegar ég var að fara með strákana í leikskólann. Gummi var á bílnum en hann ætlaði til köben snemma um morguninn, hann komst reyndar aldrei vegna óveðurs, en það er önnur saga. En ég var ss búin að kappbúa alla drengina og sjálfa mig, hafði hugsað mér að hjóla beint í skólann var ég með JG í stólnum aftan á hjólinu. Það sem litli strákurinn minn grét við að fá allan þennan snjó í andlitið. Þetta fannst honum misþyrmingar af verstu sort. Elsku karlinn.

Við hin héldum áfram í daginn, Gummi snéri við eftir að brúnni var lokað og allir voru kátir. Kannski of ílla klædd, en kát ! Sem leiðir mig að öðru, ég fór og keypti mér ægilega fína kápu f veturinn, ekkert að því. Nema þegar ég kem heim þá les ég að það sé 25% afsláttur í búðinni í dag. Einum degi of seint f mig. Nú líður mér eins og ég hafi tapað peningum, það er sko ekki skemmtilegt.

Helgin framundan, ég er að fara að hitta Eydísi vinkonu og við ætlum eitthvað að sprella saman. Það verður nú ekki leiðinlegt, á meðan verður Gummi með strákana hérna heima að sprella með þeim. Það þykir þeim nú ekki leiðinlegt, stundum er ágætt að mamman sé ekki heima, tíhí.

Skólinn gengur ágætlega, þetta er svona upp og ofan hjá mér. Stundum finnst mér þetta voðalega erfitt, en aðra daga er ég bara hress. Er hress núna, finnst ég hafa ágætis stjórn á hlutunum.

Bless í bili.