föstudagur, febrúar 25, 2005


Gummi að svæfa og Einar með kisu.

Vikan liðin og helgin framundan.

En það er búið að vera svolítið erfitt að koma sér í gang eftir fríið og allt átið á Íslandi. Erum samt að reyna að taka okkur saman í andlitinu og vera hresssssssssssss. Mjög góð hugmynd hef ég heyrt !

Helgin verður vonandi viðburðarrík, það er von á gestum í hádegis og kvöldmat. Það verður náttl gaman að venju. Eða við vonum það að minnsta kosti ;-)Posted by Hello

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Komin heim til Århús.

Ferðin heim var svolítið strembin, erfitt að vera 12 klst á ferðalagi. En hvað leggur maður ekki á sig ;-)

Íslandsferðin var æði, við náðum að hitta nánast alla. Allavegana flesta, nokkra í smá stund aðra lengur í mat og alles. En annars vorum við í sundi, bænum og að hitta fólk. Alveg eins og best verður á kosið.

Einari Kára leist svo vel á þetta Ísland að hann vill ólmur flytja aftur. Í hans augum er Ísland núna huggulegheit og hangs. Búa í herbergi hjá ömmu og afa, hafa alltaf kisu og frænkur til að leika við og skreppa í sund svona þegar hentar. Þó að það hafi verið æði í viku að lifa svona lífi erum við hin ægilega fegin að vera komin heim í rútínuna og rólegheitin. En ansi saknar hann Einsi minn kisunar sinnar. Hann talar stöðugt um Bangsa sinn. Svona er þetta.

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Erum komin heim til Íslands

og það er æði ! Ferðin var löng og ströng, en sem betur fer var frúin búin að jafna sig á veikindunum. Ég var nefnilega ógeðslega veik á föstudaginn, lá uppi í rúmi allann daginn og gat mig ekki hreyft. Þannig að Gummi þurfti að sjá um allt. Svo vaknaði ég bara svona svakalega hress á laugardagsmorguninn -sem betur fer-. Við fórum í lestina kl 6 um morguninn að dönskum tíma og vorum komin í Barmó kl 16 að ísl tíma. 10 klst ferðalag það !

En við hittum tengdó á kastrup sem voru okkur samferða til Íslands. Einar sat í góðu yfirlæti á milli þeirra á leiðinni, svo góður og sætur ;-) En ekki hvað.

Svo skelltum við okkur í afmæli til Möggu Móðu, systur ömmu Hildar. Það var rosalega gaman, og sérstaklega fyrir krakkana en stelpurnar hans Einars -hann segir alltaf; ég á stelpur á Íslandi, þær heita Júlía Kristín, Ninja og Jónína- voru það líka og það var hátið í bæ, bæði fyrir börn og fullorðna.

Framundan eru svo heimsóknir og hugguleg heit. Ætli við viljum nokkuð fara til baka ?

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Endalaus veikindi og volæði !

En Guðni er ennþá lasinn, greyið litla. Núna er hann kominn með hlaupabóluna. Frekar leiðinlegt. En hann er mikið slappari en Einar Kári varð, Einar svaf bara, en Guðni vælir út í eitt ! Humm ekki skemmtilegt til lengdar. En við erum fegin að hann beið ekki með að veikjast þangað til að við komum heim. Búhú það hefði orðið fúl að eyða viku heima í veikindum !

Það verða engar hlaupabólumyndir af Guðna, myndavélin er biluð ! Vonandi getum við blikkað mömmu og pabba til að fá þeirra myndavél lánaða þegar við förum heim til íslands. Ekki er hægt að fara og hafa ekki myndir af ykkur öllum. Nei hey það er sko ekki í boði !

sunnudagur, febrúar 06, 2005


Hérna eru þeir bræður að leika með lestina sem þeir fengu í jólagjöf frá okkur. Ægilega fínt !

Annars er það helst að frétta að það er búin að vera Festelavnshelgi. Við skruppum niður í bæ að kaupa afmælisgjöf því að okkur var boðið í afmæli til Örnu Rúnar -Þóru og Árnadóttur- systur hans Hjalta. Það mættu allir í grímubúningum og borðuðu kökur. Takk fyrir okkur ;-)

Á sunnudeginum héldum við okkur innan dyra og höfðum það huggulegt. Tókum aðeins til og þrifum svona fyrir íslandsferðina. Eftir hádegi var svo festelavnsfest hérna í götunni og það var rosalega mikið stuð. Það mættu fullt af krökkum og foreldrum. Það voru bollur og sleginn "kötturinn" úr tunnunni. Einar varð meira að segja Festelavnskóngur afþví að hann sló botninn úr tuninni. Hann fékk kórónu og fínerí. Því miður eru engar myndir til á heimilinu af þessum merkisviðburði þar sem BÁÐAR myndavélarnar eru bilaðar. Frekar fúlt. En ég þarf að drífa aðra þeirra í viðgerð þannig að við getum tekið myndir á íslandinu.

Vikan framundan er þéttskipuð að venju, ég er að fara í gang með stórt verkefni ásamt danskri skólasystur minni. Við ætlum að skoða leikskóla úti í Gellerup -aðal innflytjendahverfið- þar sem eru eingöngu börn af öðrum uppruna en dönskum. Það verður spennandi að fá að sjá og skoða hvernig "sérfræðingarnir" skipuleggja dagskrána.

Við vonum bara að allir haldi heilsu og geti mætt í leikskóla, skóla og vinnu. Það má nefnilega ekkert útaf bregða-frekar en venjulega- ef allt á að nást fyrir fríið.Posted by Hello

miðvikudagur, febrúar 02, 2005


Einar Sundkappi á sundnámskeiði. Rosalega flottur !
Við löbbum alltaf út í sundlaug en það er sama leiðin og við löbbum í leikskólann. Um daginn var ég að labba með þeim í leikskólann og Guðni var með læti -aldrei þessu vant (NOT)- Einar hastaði á hann og sagði ;"Guðni hættu þessum látum, barnið sem mamma er með í maganum fær verk haus". Þvílíkt krútt, það þarf kannski ekki að láta þess getið að Guðni hlýddi ekkert og hélt áfram að vera með læti !

Ég er kominn á fullt í næsta verkefni í skólanum og er þvílíkt spennt. Það er einmitt verið að fjalla um aðaláhugamál mitt og það sem ég er að skrifa um í B.ed ritgerðinni minni. Þannig að ég er liggur við með tárin í augunum mér finnst þetta svo mikið æði.

Það er alltaf brjálað að gera í vinnunni hjá Gumma og við erum orðin spennt að komast heim á litla skerið að hitta ykkur öll. KNÚS ;-)Posted by Hello