þriðjudagur, september 28, 2004

Talþjálfarinn

kíkti á Guðna í dag og ég var með. Hann skorar töluvert hærra á íslensku, en samt ekki nógu hátt. Það er ekki alveg víst hvaða hjálp hann fær, en það kemur í ljós í vikunni. Ég er alveg búin að gera þeim grein fyrir að ég vil að hann fái talþjálfun og aðstoð. Vonandi gegnur það eftir ;-)

Helgin var svolítið skrítin hjá okkur. Gummi var ekki heima á laugardaginn, hann var í köben á einhverju "námskeiði" sem ég held að hafi verið dulbúið djamm. En ég var hrikalega dugleg, fór með strákana á róló, í ræktina og svo í afmæli til Soffíu sem varð 20 ára. Eftir afmælið brunuðum við niður á höfn að sækja Gumma.
Á sunnudeginum fór ég og hitti strákamömmurnar á róló. Það var ægilega huggó og strákarnir skemmtu sér konunglega. Karen og Grétar komu svo í mat um kvöldið, gott að enda helgina á að borða með góðum vinum :-)

Annars er allt fínt að frétta héðan, veðrið er ÆÐI og haustlitirnir eru ótrúlega fallegir. Við erum dugleg í ræktinni og verðum vonandi ÖFGA mjó næst þegar við komum til Íslands. Gaman að því !

fimmtudagur, september 23, 2004

Tómatsósa í öll mál

væru lög á þessu heimili ef Einar Kári mætti ráða. En hann ræður ekki miklu barnið þó að hann geti ekki hugsað sér neinn mat án tómatsósu. Hrikalega ólekkert eitthvað. Ég sé Einar stundum fyrir mér í framtíðinni með tómatsósu með ; jólamatnum, í eftirrétt eða á kökur. Jakk ! Enda er tómatsósa eitthvað því ógeðslegasta sem ég get hugsað mér með mat, nema þá helst pulsum ;-) þar er hún ómissandi. Guðni er ekki alveg jafn hrifinn af sósunni, þó að hann vilji nú gera ALLT eins og bróðir sinn, og þá meina ég ALLT. Hann hermir allt eftir honum, og ósiðirnir virðast magnast við hvert barn. Hvar endar þetta.............

Gummi er farinn til Köben enn og aftur. Stundum væri örugglega auðveldara ef við byggjum í köben, en við búum í Århús þannig að það þýðir lítið að hugsa um það.

Ég er á milljón í skólanum. Þetta verkefni með víkingana er alveg svakalega stórt og mikið. Samt fáum við ekki einkun, fáum bara staðið eða fallið. En ég held samt að verkefnið okkar sé pottþétt 10+. Ekkert minna en það :-) Annars eru nokkrar myndir af því sem við erum búin að vera að gera á myndasíðunni.

Það er ekkert að frétta að talþjálfunni hans Guðna, hún var veik síðast þegar fundurinn átti að vera og ég hef ekki heyrt í konunni ennþá þannig að hann er ekki farinn að tala enn. Og er ennþá með bleju en hann er komin með hár, þannig að þetta þokast nú eitthvað í rétta átt !

Góða helgi allir saman og takk fyrir að vera svona sæt að kommenta ;-) Þið eruð algjörar dúllur !

sunnudagur, september 19, 2004

Shop til you drop og platafmæli.

Var að koma frá Köben þar sem ég hitti Eydísi vinkonu. Þar var verslað endalaust, frá kl 10 - 17. Smá matar og kaffihlé, ekki mikil þó ! En það var endalaust spjall og gaman.

Gummi var hérna í Århús með strákana á meðan, það var sko ýmislegt brallað. Það voru margar rólóferðir ! Svo héldu þeir feðgar upp á platafmæli, það var bökuð súkkulaðikaka, hún skreytt með kertum og sunginn afmælissöngurinn. Mikil lukka með þetta framtak. Það var ekkert verið að efast um hver ætti afmæli, Einar leysti það einstaklega vel af hendi ; þegar það er platafmæli þá eiga allir afmæli ! En þeir feðgar skemmtu sér vel og ég held að þeir hafi bara ekkert saknað mín. Humm.

En það titrar allt og skelfur hérna í danmörku út af skilnaðINUM. O MEN hvað þetta er mikið mál. Ég keypti mér alveg Extra blaðið til að lesa slúðrið en gula pressan talar mikið um að hann Jóakim hafi alla tíð hagað sér eins og piparsveinn og sé eins og karl faðir sinn að því leytinu til að hann sé mikið fyrir sopann. Og svo er hann víst nískur og heimtar að drekka ókeypis á börum. Fast cars, bus , rock and roll, las ég einhverstaðar. Jáhá, eins og þau virtust happý þegar ég hitti þau í tívolíinu um páskana. Svei mér þá !

þriðjudagur, september 14, 2004

Hálf þunglyndislegt
að skrifa blogg og fá engin viðbrögð ! Frekar slappt lesendur góðir, skamm skamm. Ég nenni ekki að halda úti bloggsíðu ef ég hef á tilfinningunni að engin lesi boðskapinn. Skamm skamm. -Taki þetta til sín sem það eiga skilið !-

En annars er allt glimrandi að frétta, ég er núna komin í gang með project nr 2 í fagurfræðiáfanganum mínum. Ég er í hóp með 3 öðrum og við ætlum að vinna með víkingaþema á skóladagheimili. Spennandi. Það er athyglisvert að sjá hvað þau eru vön allt öðrum vinnubrögðum en ég hef lært í kennó. En það er nú meðal annars það sem þetta gegnur út á, læra önnur vinnubrögð.
En ég er komin í annað fag sem heitir værkstedsfag, get ómögulega ímyndað mér að það sé skemmtilegt. Þetta er svona föndur á háskólastigi, sem þýðir að það má ekki lita í litabók og ekki nota form þegar maður leirar *damn* Þannig að ég með mína 10 þumalfingur og þolinmæði á við 5 ára verð að treysta á lukkuna og vona að ég sleppi létt. Ég hata að föndra, og hana nú !

Allir hressir og kátir að venju, ég er að fara á morgun að vera til stuðnings við talmeinafræðingin sem er að fara meta skilning Guðna. Ég á semsagt að segja orðin á íslensku og hún svo á dönsku. Þannig verður vonandi hægt að meta nokkurn vegin hvernig staðan er á skilningnum hjá honum. Þ.e.a.s ef hann verður samvinnuþýður...........humm sonur MINN ! Well sjáum til ;-)

fimmtudagur, september 09, 2004

Skólinn
minn var með lokadag niðri á strönd og inni í skógi í dag. Einar Kári fékk að koma með mér þar sem við vorum að sýna verkin okkar. Það var rosalega gaman og það er sniðugt að sjá hvað það komu ótrúlega mismunandi hugmyndir. En Einar stóð sig eins og hetja, hjálpaði okkur að byggja og fékk að fara út á fleka. Rosa stuð. Það eru myndir af þessu á myndasíðunni okkar.

Við fórum á fund með talmeinafræðing í gær í Vuggestuen hans Guðna. Henni leist ágætlega á hann þannig séð. Honum hafði reyndar ekki gengið vel með málskilningin en það var nú kannski bara afþví að honum þoknaðist ekki að gera það sem honum var sagt að gera ;-) En ég fer í næstu viku og ætla vera með þegar hann tekur prófið. Þá segi ég orðin á íslensku og hún á dönsku. Þá verður kannski betur hægt að meta skilningin.

En annars erum við hress og kát. Over and out.

mánudagur, september 06, 2004

Köben var lovely
það var rosalega gaman að hitta mömmu og pabba. Við fengum við vorum á hóteli við sömu götu og þau. En hótelið þeirra var svona eitthvað ægilega huggulegt ódýrt hótel á meðan við vorum á viðbjóðslegasta hóteli sem ég hef á ævinni séð. Viðbjóður. Vond lykt, skítug teppi og hommateknó staður í portinu sem var með blastaða tónlist til kl 3 um nóttina. Jáhá, gaman að þessu. En við létum þetta samt sem áður ekkert trufla okkur, enda dagfarsprútt fólk.
Það var margt brallað, farið í tívolí, drukknir nokkrir öl og röllt um götur. Ægilega huggulegt. Svo keyrðum við heim á sunnudeginum ánægð með þetta allt saman !


laugardagur, september 04, 2004

Köben........aftur
núna í dag ætlum við að bruna til CPH og vera í 1 nótt. Hitta ma og pa sem eru að koma frá Argentíniu. Gaman gaman. Við ákváðum að skella okkur og vera í 1 nótt. Það er ekki endalaust hægt að rífast og skammast yfir að fólk nenni ekki að koma til Århús, við verðum líka að geta skellt okkur til Cph. 'ik eins og danirnir segja.

Annars er allt gott að frétta af okkur. Ég er í skólanum á fullu. Við erum niðri á strönd og inni í skóg að gera listaverk. Rosalega gaman og fræðandi. Það er gaman að sjá hvað danir eru mikilir snillingar í að ræða saman og vinna hópvinnu. Það er margt hægt að læra ;-)

Strákarnir eru hressir, þeir eru báðir að fara í mat hjá talþjálfa til að sjá hvort að þeir þurfi talþjálfun. Við vonum að þeir fái allavegana einhvern stuðnin. Þetta gengur ekk svona........ elsku karlarnir. En þeir eru sprækir samt sem áður.

Jæja góða helgi......