Sund kaffiboð og bíó.
Fín helgi eins og venjulega, við fórum í sund í gær og þrátt fyrir veðrið var ótrúlega gaman. Það er bara meira fjör ef það er smá vindur sem rífur í mann. Við gerðum heiðarlega tilraun til að fara niður í bæ og sjá sniðuga dagskrá en eftir að það kom haglél þá fengum við nóg. Ekki dettur mér í hug að það hafi verið margir að sjá Línu og félaga. En hver veit. Við fórum svo til mömmu og pabba og tróðum okkur þar í kaffiboð sem ekki var búið að bjóða okkur í. Þar var þessi ægilega fína Betty súkkulaði kaka. Um kvöldið komu Gummi og Hafdís í mat og það var svona ægilega mikið stuð.
'I morgun fór Gummi með strákana út á róló, það var víst ansi hvasst hérna upp á hóli, en þeir ljómuðu allir þegar þeir komu inn. Eftir að við vorum öll búin að leggja okkur fór ég með strákana í bíó þar hittum við Hafdísi og 'Ola. Gaman að því, ég verð nú alveg að viðurkenna að mér finnst svona sérhannað bíó fyrir börn ömurlega leiðinlegt, en ég læt mig hafa það. Eftir að hafa keypt bakkelsi í Hagkaup komum við heim og glöddum Gumma sem var búin að sitja sveittur og vinna.
sunnudagur, september 21, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli