föstudagur, september 26, 2003

Föstudagar eru sæludagar !
Föstudagar eru fjölskyldudagar, þá erum við öll þreytt eftir vikuna og höfum það kosí öll saman. -eða reynum það- Við gerum okkur einhvern dagamun, pönntum okkur mat og horfum á vídeó. 'i kvöld ætlum við gömlu hjónin að fá okkur Subway en strákarnir barnabox frá Macdonalds
Mjög huggulegt að sleppa við matseld og vesen.
Annars er það að frétta að strákarnir byrja í íþróttaskólanum á morgun, Guðni fer í smábarnaleikfimi sem er fyrir börn á aldrinum 18-24 mánaða. Við förum allar í saumó. Gaman að því. Einar Kári fer eins og síðasta vetur í íþróttaskóla hérna upp í Réttó. Það verður fínt fyrir þá að fá útrás. Sérstaklega þegar það verður kaldara og minna hægt að fara út á róló. Já svona er það !

Engin ummæli: