sunnudagur, nóvember 23, 2003

Ferðasagan.
Ferðasagan mikla hófst eiginlega á fimmtudaginn þegar við fórum með Einar Kára til Sigga og Hafdísar. Hann mátti varla vera að því að kveðja okkur. Mjög sáttur. Um kvöldið smurðum við nesti og pökkuðum niður.
Á föstudagsnóttina vöknuðum við um 4 leytið, vorum komin út um 5 leytið og upp á völl um 6 leytið. Flugið gekk ótrúlega vel og Guðni var eins og ljós alla leiðina. Jólaljós. Við hlupum út í bílaleigubíl, brunuðum til Árhús en það tók um 3 tíma að keyra. Við erum reyndar langflottust þegar það kemur að því að keyra og rata. Keyrum hratt og vel. En þegar til Árhús var komið, var tékkað inn á hótel í HRAÐI og Gummi brunaði í geimið. -Hann verður að segja frá því sjálfur- Guðni og ég fórum niður í bæ og OMG hvað hann er flottur. Það er svo mikið af flottum búðum, ég var alveg með sleftaumana en keypti samt ekki neitt. Dugleg, enda hef ég nógan tíma þegar þangað er komið. Við Guðni löbbuðum um og keyptum pulsur, fórum upp á hótelherbergi, horfðum á danskt Idol og höfðum það huggulegt. Ekki leiðinlegt það. Gummi kom um 1 leytið, MJÖG hress. Hehe
Daginn eftir fórum við að skoða húsið og ég er bara með tárin í augunum ég er svo ánægð með það............ núna er ég hins vegar orðin svo þreytt að framhald verður að vera á morgun.

Engin ummæli: