miðvikudagur, mars 29, 2006


Gardavatn en þar verðum við næsta sumar í 2 vikur, við erum voðaspennt. Við verðum viið suðurenda vatnsins klst akstur frá Verona. Við ætlum að keyra þangað niðureftir. Einar frændi og fjölskyldan hans ætlar að koma líka og vera með okkur í viku.

Danir eru líka voða spenntir yfir sumrinu, það er kominn sumartími hérna í DK og allir nágrannar okkar búnir að setja út sumarhúsgögin sín. Skiptir engu máli þó að það sé skít kalt, skrítnir þessir danir ! En núna er s.s 2ja tíma munur á Íslandi og DK.

Ég er byrjuð í ræktinni, loksins ! Gummi píndi mig afstað, ég hef svo oft pínt hann en nú var komið að mér að fara. Ég fór í gömlu ræktinni þar sem Gummi er líka að æfa, við getum þá farið saman um helgar og sett strákana í barnagæsluna þar. Það besta við ræktina er samt að það er sérhæð fyrir konur og gamalmenni. Einhverjum kann að þykja skrítið að þessir hópar séu settir saman en mér finnst það snilld. Þá slepp ég við testósteronfríkin sem eru í gömlum svitabolum að æfa. Það er fátt sem mér þykir ógeðslegra heldur en að finna lykt af næsta manni í ræktinni. Jæks, svona mannalykt. Ojbara og ullabjakk.

Annars var nóttin svefnlítil, Guðni greyið grét nánast í alla nótt. Hann kvartaði um í eyrunum, tönnunum, höfðinu og barasta öllu. Ekki gaman. Jón Gauti var líka aldrei þessu vant eitthvað pirraður. Skrítin nótt á Flintó, við sem sofum alltaf eins og steinar. Vonandi fæ ég tíma fyrir hann hjá lækni í dag.

laugardagur, mars 25, 2006


Helgin enn einu sinni, voða gaman. Nóg að gera þessa helgi eins og flest allar aðrar. Við erum að fara til Horsens í 1 árs afmæli hjá Arnóri vini okkar en hann er bróðir hennar Elísabetar Mist. Þau systkinin voru í mat hjá okkur um daginn með foreldrum sínum og föðurbróðir. Gaman að því !

Annars er fátt að frétta en mikið að gerast, það lítur út fyrir að kennó sé búið að klúðra vettvangsnáminu mínum, ég er mjög fúl yfir því. En verð samt sennilega að skrifa mistökin á menningarmun milli landa. Danir eru svo úber skipulagðir að það er ekki hægt að koma inn sem nemi á vettvang með korters fyrirvara eins og kennararnir mínir í kennó voru að reyna. Hundfúlt en svona er það bara, verst með lánasjóðinn. En Lín, svín er nefnilega ekkert grín. En hlutirnir fara oftast eins og þeir eiga að fara. Bara spurning um að ná áttum og hætta að svekkja sig.

Gummi er að brillera í vinnunni, þeir voru með fund um daginn hvernig ætti að lokka nýja kúnna til fyrirtækisins. Gummi sagðist nú aldeilis hafa reynsluna af því, fá kúnnana í heimsókn, halda fyrir þá kynningu á fyrirtækinu, hella þá fulla, fara út að borða og borga fyrir þá hótel. Díllinn í höfn ! Þetta fannst dönunum algerlega út í hött og fussuðu og sveiuðu og sögðu að svona væri ekki hægt að gera í Danmörku. Gummi er enn að spá í hvað var óviðeigandi í tillögunni, kannski hótelið hafi verið einum of mikið ? Svona svínvirkar allavegana á íslendinga !

Ég fór í klippingu í gær, á voða hipp og kúl stofu. Vildi svo gjarnan setja inn mynd af flotta hárinu en myndavélin er biluð þannig að það verður ekki núna, kannski seinna. En allavegana er þetta svakaflott stofa og til marks um það fékk ég rafmagnsnudd í stólnum á meðan ég var að bíða eftir litnum. Frekar huggulegt að halla sér aftur og fá nudd. Mæli með þessu, borgaði hinsvegar helling fyrir klippinguna en það er hinsvegar annað mál.

Strákarnir eru hressir, stóru strákarnir ætla að gista hjá Heiðbrá og Baldvini í nótt en okkur er boðið í mat til vinnufélaga hans Gumma. Erum voða spennt fyrir því, ætlum að taka Jón Gauta með okkur. Við getum jafnvel sofið aðeins út á morgun, bara að fá að sofa lengur en til 6:30 er lúxus á þessu heimili.

föstudagur, mars 17, 2006


Gummi á Íslandi og við Jón Gauti í gubbu. Ekki sniðugt, ég er alveg að brjálast á þessu, við mæðgin erum til skiptis hálfvolandi og Gummi kemur ekki fyrr en á morgun. Sem betur fer eru stóru strákarnir svo góðir og yndislegir að þeir hjálpa sér mest sjálfir, ef þannig stendur á. Er að hugsa um að kaupa handa þeim fullt af nammi til að borða í kvöld og vonandi fæ ég þá að vera í friði. Bjakks.

En það er ennþá skítkalt hérna, þetta ætlar engan endi að taka þetta leiðindaveður. Við erum ekki hress með það. Hörður, Anna Jóna og Högni eru líka flutt til Íslands,við erum heldur ekki hress með það. Það virðist fátt vera hressandi þessa dagana. Kannski Gummi komi með eitthvða í töskunni, hver veit.

föstudagur, mars 10, 2006


Jón Gauti verður 8 mánaða eftir nokkra daga. Flottur strákur, farin að sitja einn og snúa sér. Nú er stutt í að við verðum að fara setja upp hlið fyrir stigaopið. Hann er svo spenntur fyrir bræðrum sínum og vill helst vera þar sem þeir eru. Það er svo gaman að sjá hvernig hann iðar alveg þegar þeir koma heim úr leikskólanum. Krúttlegt að sjá hvernig hann horfir á þá aðdáunaraugum.

Hérna er ennþá kalt, kalt, kalt, kalt. Það virðist engan endi ætla að taka. Ég er ekki hress með það. Burrrrr ! Er annars búin að vera hlýja mér undanfarna daga með því að prjóna lopapeysuna á Gumma, skveraði henni af á viku. Ánægð með mig.

Strákarnir eru í fríi í dag, starfsdagur í leikskólanum. Einar fór reyndar í talþjálfun núna fyrir hádegi og Guðni fékk vin sinn heim. Þannig að Guðni og Júlíus eru uppi að passa Jón Gauta á meðan ég hangi á netinu og er að spjalla við vinkonur mínar út um allan heim. Jáhá, maður verður að vera up to date á nýjustu sögunum. Þýðir ekkert annað, ekki gerist neitt hérna hjá okkur. Einstaka tilboð á kjöti, en hver nennir að hlusta á það ?????

Bið að heilsa heim, góða helgi gott fólk.

föstudagur, mars 03, 2006


Festelavn er mit navn, boller vil jeg have, er búið að vera þemað sl viku. En sl sunnudag var sleginn kötturinn úr tunnunni hjá nágrönnum okkar. Þar hittust krakkarnir í götunni ásamt foreldrum sínum. Það var svaka stuð. Þetta er svona smá forsmekkur af sumrinu þegar stemningin er þannig að allir eru úti á götu með börnunum sínum og alltaf tími til að kjafta. Ægilega danskt og reglulega huggulegt.

Á mánudaginn sendi ég svo frá mér 2 ofurhetjur í leikskólann, einn Batman og einn Spiderman. Í leikskólanum var allt fullt af alskyns skrímslum, ofurhetjum og prinsessum. Algerlega einn af stæðstu dögunum í leikskólalífinu. Hefði gjarnan viljað fá að vera með, en aðeins fyrir börn. Það er bara þannig, buhu.

Gummi var á Íslandi á meðan öllu þessu stóð, missti af hasarnum og gleðinni. En hann skemmti sér voðavel á Íslandi og kom til baka með fullt af góðgæti, harðfisk og sælgæti. Mamma keypti fullan poka af lopa og nú verð ég að fara drífa mig að prjóna peysur á okkur hjónakornin. Ekki eins peysur en næstum því.

Gummi kom svo heim á þriðjudagskvöldið og á miðvikudagskvöldið fór ég út að borða með þeim mæðgum Önnu Jónu og Siggu. Mér leið bara eins og ég væri að fara á árshátið, svaka stuð. Fór í háhælaða skó og setti á mig augnskugga. Jiiii. En við skemmtum okkur mjög vel á indoneskum stað sem er niður í bæ. Feðgarnir skemmtu sér vel á meðan ég var í burtu og þeir hafa bara gott af því að vera saman án mín, sem alltaf þarf að skipta sér af öllu.

En Gummi er búin að vera vinna eins og brjálæðingur, úff ekki gaman. En svona er patent lífið, þegar skila þarf inn umsókn þá þarf allt að gerast á ljóshraða. En ég sakna hans og strákarnir sakna hans líka. Við ætlum að hafa kósi fjölskylduhelgi, elda góðan mat, fara í göngutúr og hafa það huggulegt. Kósi pósí !