mánudagur, maí 31, 2004

Himmelbjerget
á að vera hæðsta fjall Danmerkur, það er það víst ekki en nógu fallegt er þar samt. Við fórum í dag með Einari Balvin og co. Keyrðum til Silkeborg og fórum þaðan með ferju, það var æðislega gaman. Það er alveg rosalega fallegt allt þarna í kring og auðvitað allt í blóma. Dásamlegt eins og Einar Kári og langamma hans segja í sífellu, dásamlegt ! En við fórum í Bambadýragarðinn í morgun og þar voru báðir drengirnir stangaðir af brjáluðum hreindýrum. Nei nei ég held nú frekar að drengirnir hafi gerst of nærgöngulir við þau.

Amma fer á morgun og svo koma Tengdó næstu helgi. Það verður væntalega mikið stuð, enda hörkufólk á ferð. Einar spurði pabba sinn þegar hann frétti að afi væri að koma; kemur hann á jeppanum ? hann varð fyrir svolitlum vonbrigðum þegar hann frétti að afi kemur bara í flugvél. Þvílíkt frat !

sunnudagur, maí 30, 2004

Gaman gaman
fórum á ströndina í gær eftir að hafa röllt um hallargarðinn fyrir hádegi. Veðrið er frábært og allir í stuði. Enda allir í fríi. Fórum út að borða og í bíó í gær, Lost in Translation, mæli með henni. Mæli líka með Ítalíu staðnum sem við fórum á í gær, algjört jömmi. Fórum með Maríu og Pálmari, eðal suðurnesjafólk. Eðal, annað eðalpar kom með síðbúna afmælisgjöf handa Einari Kára, Grétar og Karen kíktu upp úr bókunum og drukku kaffi í góða veðrinu. Ekki amalegt það.

Í dag er stefnan sett á Tivolí og grill í kvöld. Gummi er að redda gaskút á gasgrillið okkar, en það hefur gengið erfiðlega, dönum finnst fáránlega hallærislegt að grilla á gasgrilli. Við erum aðhlátursefni hverfisins, en það er í góðu lagi. Plebbar eru cool.

föstudagur, maí 28, 2004

Slys
varð í gær á fótboltaæfingunni hjá Gumma í gær. Hann kom heim alveg í rusli, í bókstaflegri merkingu ! Hann datt í upphitun og skaddaðist eitthvað á rifbeinunum *döh* Hann var allavegana alveg að drepast. Greyið !

Amma sat í gær með strákunum og þeir voru að borða koldskål sem er svona súrmjólk með sítrónubragði sem maður setur kökur út í. Hana langaði til að smakka hjá Guðna smá, eina teskeið. Hann hélt nú ekki, en Einar -þessi öðlingur- var ekki lengi að segja amma þú mátt alveg fá hjá mér ! Krúttið !

Kærar þakkir fyrir allar afmælisgjafirnar sem komu frá Íslandi þær hafa vakið mikla lukku. Dótið frá Sigga og Hafdísi er alveg að slá í gegn og fötin frá Ósk og co koma sterk inn í sumar í góða veðrinu. Takk fyrir drenginn ;-)

fimmtudagur, maí 27, 2004

sumar og sól
hérna í Århús. Enda erum við amma búin að endihendast út um allt. Á ströndina, í gamla bæinn, í botaniska garðinn og upp í Brabrand að kíkja á slummið. Ægilega gaman.

En núna situr amma og er að reyna kenna Guðna að tala, ekki að það sé ekki tímabært. Hann er orðin 2ja og 1/2 og segir bara nei og já. Hann er meira að segja ný búin að læra að segja JÁ ! Alveg vangefið ! Skil edda bara ekki ! Hlýtur að koma frá Gumma fjölskyldu. Hlýtur að vera.
The boy
er stórt verk eftir Ástralskan listamann á Aros en þangað fórum við amma í gær. Það var ótrúlega gaman að sjá þetta nýja og flotta safn sem var að opna. Við fórum í bæinn kl 10 um morgunin, fengum okkur að borða og vorum síðan á safninu til kl 15. Frábært. Það er svo gaman að fara svona með ömmu, gaman í góðum félagsskap. Annars erum við hættar að fara til köben, ætlum frekar að nota dagana hérna vel. Helgin verður örugglega skemmtileg. Vonandi að verðið verði betra ;-)

þriðjudagur, maí 25, 2004

Bíó
Við fórum á bíó í gær. Sáum Troju með Brad Pitt. Það var rosalega gaman, flott mynd. Amma er svo frábær að passa að við ákváðum að skella okkur með Karenu og Grétari.
Annars höfum við amma það gott, fórum í bæinn í gær og það var bara fínt veður. Núna er ógeðslegt rok, jökk ekki gaman. En það rætist kannski eitthvað úr veðrinu -ég held samt ekki-

Það eru komnar nýjar myndir frá afmælinu hans Einars sem var á sunnudaginn. Gaman gaman.

sunnudagur, maí 23, 2004

Afmælið búið
í bili. Einar Kári er orðin 4ra ára á öllum vígstöðvum. Gaman að því. Afmælispartýið tókst bara vel og allir eru ánægðir. Þetta er í fyrsta sinn sem hann fattar pakka af einhverri alvöru og það fyrsta sem hann sagði við alla sem komu inn úr dyrunum var; "hvar er pakkinn" smá dúlló þegar maður er bara fjögurra. Vonum bara að hann hætti þessu fyrir 14 ára, þetta hættir nefnilega alveg að vera krúttlegt um 8 ára aldurinn.

En hann fékk fína pakka, vatnsbyssu, Hulk, Útidót, Spiderman bíl, teiknidót og margt fleirra. Guðni horfði á gestina drápsaugum afþví að hann fékk ekki líka pakka, en hann verður víst að læra þetta, maður er ekki alltaf eins !

Veðrið lék við hvurn sinn fingur og það var steik út á palli. Sem betur fer. Við erum líka búin að endurheimta ömmu og erum því MJÖG fegin.

fimmtudagur, maí 20, 2004

Afmæli
hjá Einari Baldvin var í dag. Við brunuðum upp í Hadsten eftir hádegi og erum búin að skemmta okkur vel. En það er leiðinda veður hérna, ótrúlegt rok og kalt !!! Óskemmtilegt fyrir ömmu sem ætlar reyndar að vera í Hadsten þangað til á sunnudaginn. Það er víst mikið betra veður þar ! En annars er ég bara þreytt eftir Íslandsdvölina og próflesturinn, skil ekkert í þessu. Hefur kannski eitthvað með drykkju og djamm að gera. Humm.

Það sem hæðst ber á góma núna er afmælið hans Einars Kára sem verður á sunnudaginn og erum við sveitt að baka. Vonum bara að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir og hafi betra veður. *krossleggjafingur*

miðvikudagur, maí 19, 2004

Komin heim í heiðardalinn
og er því ægilega fegin ! Þetta er búið að vera frábært, skemmtilegt, meiriháttar og puð. En ég gisti hjá hjónunum -sem eru sko ný orðin hjón- Gumma og Hafdísi. Það var meiriháttar.- Óli Boggi nebbl sveik mig og byrjaði með stelpu, nennti ekki að hafa mig á stofugólfinu á meðan hann er í lovinu ! Skrítið !-

Brúðkaupið var æði ! Er enn með gæsahúð og læti. Mæli með Waterloo þegar gengið er úr kirkjunni, það er svo góður undirbúningur fyrir gott partý ! Partýið var sjúklega skemmtilegt ! Gaman gaman.

Fór í fullt af heimsóknum, sakna allra mikið en samt sem áður saknaði ég karlanna minna hérna heima alveg mest ! Ég ætla aldrei að fara svona aftur án þeirra.

En við Amma komum í gærkvöldi eftir 12 klst ferðalag, alveg búnar á því !

Heima er best.

þriðjudagur, maí 18, 2004

Jæja, þá er helgin á enda og okkur hlakkar mikið til að fá Tótu heim aftur. Einar er náttúrulega búinn að spyrja mig hvar mamma sé. Ég var að pæla í því að útskýra fyrir honum að mamma hafi þurft að fara í aðferðarfræði próf á fimmtud. morgun og í brúðkaup á laugardaginn hjá Gumma og Hafdísi. Mig svona grunaði að þetta hefði getað ruglað hann örlítið í rýminu. Í staðinn ákvað ég að segja við hann að mamma hafi þurft að fara að sækja ömmu tótu, en hún fer út með Tótu og verður hérna í 2 vikur. Fyrir Einar Kára er þetta sem sé kristal klárt og mjög lógískt. Honum finnst samt örlítið skrýtið hvað mamma er lengi að ná í ömmu.
Við fórum í gær í bíó á Katten eftir Dr. Streuss eða hvað hann nú heitir. Þetta sló mikið í gegn, og Guðni hélt þetta auðveldlega út. Ég passaði mig á að hafa nóg af "bensíni" fyrir þá, súkkulað rúsínur, hlaup, kók og flögur. Guðni getur étið út í eitt af svona dóti. Hann tekur Einar alveg í nefið. Þegar Einar er búinn að fá nóg, þá klárar Guðni líka hann portion. Honum er nákvæmlega sama hvort að honum finnst þetta gott eða vont nammi. Fyrir honum er nammi nammi, þ.e. maður segir ekki nei við slíku. Áttum frábæran dag, fórum í kaffi og mat til Einars Baldvin og Heiðbráar, en strákarnir eru alltaf rosalega ánægðir þar. Komum aftur heim um kl. 19:30 og ég skellti þeim í bað og síðan upp í rúm. Þeir eru búnir að standa sig eins og hetjur.



fimmtudagur, maí 13, 2004

Jæja, tha er fyrsti dagurinn lidinn thar sem vid fedgarnir vorum einir án Tótu. Thetta gekk eins og í sögu, ég nádi í thá um kl. 3 í leikskólann. Einar virtist hafa verid sáttu vid afmælid sitt, en danski afmælissöngurinn var sunginn, sem hann hefur nátturulega ekkert skilid í. Strákarnir lékur sér sídan fyrir utan til kl. 18, en hluti af theim tíma fór í ad leita ad mömmu. Thad var eins og ad hann Einar byggist vid mömmu sinni hvad og hverju, stardu nidur eftir botnlanganum og sagdist vera ad bida eftir henni og ömmu tótu. Frekar fyndid. Sídan var bodid upp á íspinna í forrétt, pizzu í adalrétt og ís í eftirrétt. Í kvöldkaffi var sídan snakk og hlaup á bodstólum. Sem sé, ein alsherjar hollusta. Èg ætla nu ad vinna thetta upp í kvöld og bjóda upp á sænskar kjötbollur, sleppa kjötfars vidbjódnum og hafa í stadinn nautahakk.

miðvikudagur, maí 12, 2004

Afmælisstrákur
hann Einar Kári. Við foreldrarnir vöktum lengi að gera afmæliskökur, bakka inn gjöfum og gera pönnukökudeig sem drengurinn hafði óskað sér í morgunmat. Hann fékk ægilega fínar gjafir og við erum alveg í skýjunum með þetta allt saman.

Frá okkur fékk hann Hlaupahjól. Og Guðni líka ;-)
Frá Ömmu og Afa í Barmó fékk hann Chealse fótboltabúning með de hele, bók, lítinn bíl og smartís. Guðni fékk líka ;-) *maðurgræðiráaðverabróðir*
Frá Ömmu og Afa í Garðabænum fékk hann sundlaug og svo fengu þeir báðir boli með nafni sínu á !
Frá Ömmu Tótu var síðan SPIDERMEN stuttbuxur og bolur.

Við þökkum fyrir drenginn og hann þakkar fyrir sig. Við erum alveg í 7 himni með gjafirnar !

Það eru komnar myndir inn á myndasíðuna okkar, þar getið þið séð krúttin okkar !

Svo er það leikskólinn og svo Ísland. Nóg að gera !

þriðjudagur, maí 11, 2004

Nýjar myndir
komnar inn í albúmið ! Enjoy !

mánudagur, maí 10, 2004

Sumar sumar sumar og sól
í garðinum okkar. Við fórum ekki út úr húsi í gær. Sátum bara úti í garði, kláruðum að dytta að honum og höfðum það huggulegt. Karen og Gréta kíktu í kaffi og snúða. Ægilega huggulegt.
En ég er búin að sitja úti í garði í dag að lesa. Kjörið tækifæri, samt finnst mér svolítið heitt að vera í sólinni þegar það er 27° hiti. En það venst ! Hoho

sunnudagur, maí 09, 2004

Það er allt að verða vitlaust
hérna í danaveldi. Krónprinsinn er nefnilega að fara að gifta sig. Tilboðsbæklingarnir komu í hús í gær og okkur hjónunum finnst ægilega huggulegt að sitja og fletta í þeim á meðan við borðum hádegismat. Við situm yfirleitt og ræðum matseðil vikunar og dásömum hvað allt er ódýrt hérna í DK. En í þessari viku kveður við annan tón í bæklingunum, það er allt í brúðkaups þetta og Mary+Friðrik hitt. Það er hægt að kaupa nautasteikur sem eru með útskornu hjarta í miðjunni og þar er búið að setja svínakjöt. Lekkert ! Svo er hægt að kaupa, fingramat, kökur, kerti og sælgæti til þess að hafa í partýunum sem verða á föstudaginn þegar brúðkaupið verður. Það er búið að hengja upp tilkynningu í leikskólanum að starfsfólkið vilji gjarnan fá frí til þess að sjá brúðkaupið, hvort að foreldrar gætu verið svo vinsamlegir að gefa börnunum sínum frí, annars verða bara afleysingastarfsfólk sem passar -vúhú, þvílík hótun-. Svo er það sjónvarpið, allar stöðvar eru með þætti sem snúast um brúðkaupið á einn eða annan hátt, beinar útsendingar frá viðburðum sem krónprinsparið tekur þátt í og umfjallanir um þau. Í gær voru 3 stöðvar að sýna eitthvað þessu tengt á sama tíma. Allar opinberarstofnanir gefa frí eftir hádegi á föstudaginn og gefin hafa verið út tilmæli til einkafyrirtækjanna að þau geri hið sama ! Pælið hvað þetta kostar þjóðfélagið !
En ég verð á íslandi, strákarnir í leikskólanum með afleysingarfólkinu, Gummi í vinnunni, íslendingarnir í partýum að horfa og það er bara fínt. Ég verð nú alveg að viðurkenna að ég væri alveg til í að sjá alla flottu kjólana sem konurnar eru í . En athöfnina sjálfa nenni ég alls ekki að sjá. En ég held nú samt að ég þurfi að hafa litlar áhyggjur af því, ég á örugglega ekki eftir að hafa tíma á íslandi, ég verð í klippingu hjá Óla Bogga og hana nú. Á eftir að hafa áhyggjur af allt öðru brúðkaupi, nefnilega brúðkaupi ársins í mínu lífi. Hafdís og Gummi fá sko ekki að stengja hvert öðru heit án þess að ég sé á staðnum !

föstudagur, maí 07, 2004

Prófið
gekk vel held ég. Það var allavegana ekkert sem kom mér neitt svakalega á óvart, ég gat svarað öllu að einhverju leiti en engu að fullu. Sem er svosem allt í lagi ! Held ég, vona ég.
Það var svo mikill kraftur í okkur að við drifum okkur út í garð að laga til, slá og reyta arfa. En það er samt hellngur eftir !

Við Einar vorum að spjalla þegar ég var að labba með þá heim úr skólanum, ég spurði eins og vant er hvað hann hafði verið að bralla. Hann sagði nú fátt, en sagði að hann hefði farið í strætó með konu og brúna stráknum. Þau fóru á kaffihús. AHA, það tók mig smá tíma að fatta um hvað hann var að tala þegar ég fattaði að hann er alltaf í málörvunarhóp á miðvikudögum og þá gera þau margt sniðugt! Þetta hefur sennilega verið liður í því.

Veðrið er æðislegt hérna, 20 stig hiti og sól. Jömmí.

Næsta próf verður síðan á Íslandi 13 mai en ég kem 12 mai um kvöldið kl 21. Ég hlakka til og kvíði fyrir, ég hef aldrei farið svona lengi frá stráknum. Gummi hlýtur nú að redda þessu, ég verð bara að vona það. Múhhahaha

fimmtudagur, maí 06, 2004

2 próf búin 2 próf eftir.
Gaman að því, ég held að ég hafi nú alveg massað þetta heimapróf. Og svo er næsta próf á morgun. Það er eins gott að lesa vel í dag afþví að ég er ekki næstum því búin að komast yfir að glósa allt námsefnið og síðan er að læra það utan að !!!! Jey en gaman.

miðvikudagur, maí 05, 2004

ÖM LÚÐI !
Er ég ! síðasta blogg var svona krísublogg, ég var að bíða eftir prófinu sem kom aldrei. Öm það var kannski ekkert skrítið. Það kom daginn eftir..........eins og talað hafði verið um. Ég er ekkert smá dofin í hausnum stundum, þetta er nú ekki líkt mér þannig að ég vil skrifa þetta á stresssss. Fress.
En sem sagt er ég með heimaprófið núna og það gegnur bara vel, ég held að ég massi þetta bara alveg. Þóra bekkjasystir mín og Árni maðurinn hennar eru í heimsókn, en þau eru að koma hingað að kíkja á aðstæður þar sem þau eru að spá í að flytja hingað. Þá myndum við Þóra vera saman í bekk, gaman gaman. María sér nú aðallega um þau þar sem ég er í heimaprófi .
Hérna er núna ausandi rigning og leiðindaveður. En ég er svosem fegin, ekki á ég að vera að dandalast eitthvað úti. Humm.
Annars er ég búin að fá eina einkun og fékk 7, er bara frekar ánægð með það.
Strákarnir eru hressir og kátir og hlakka til að fara í leikskólann á hverjum degi, Gumma hlakkar líka til að fara í vinnuna á hverjum degi og hjólar eins og eldibrandur ! *hahaha*
Gaman að þessu öllu saman.
Einar Kári á afmæli eftir viku, 4 ára elsku karlinn. Honum líst nú bara ekkert á að verða svona gamall, því að þá verður farið að gera alls konar ósanngjarnar kröfur á hann s.s að klæða sig í skóna. *dæs*

mánudagur, maí 03, 2004

Heimaprófið
átti að koma fyrir 25 mín en er ekki ennþá komið. Ég þoli ekki svona ! Er nógu stressuð fyrir, það bætir ekki úr skák að þurfa að bíða.

Vil nota tækifærið og óska stórvini okkar honum Grétari til hamingju með afmælið. Góður drengur !

sunnudagur, maí 02, 2004

Djamm djamm og djamm.
í miðri prófatörn er nú kannski ekkert svo sniðugt en það var svooooooooo gaman á föstudaginn. Við fórum í listagallerí þar sem var vínsmökkun, svo borðuðum við dásamlega góðan mat og drukkum allt of mikið af víni með. En þetta var allt ótrúlega sniðugt og skemmtilegt. Gaman að hitta vinnufélaga hans Gumma. Drengirnir voru hérna í góðu yfirlæti hjá Einari Baldvin og Heiðbrá, fengu snakk, kók og nammi eins og þeir gátu í sig látið. Og það finnst nú litlum strákum aldrei leiðinlegt.
Laugardagurinn var svona letidagur, en ég var búin að mæla mér mót við strákamömmur á róló en við flúðum hingað heim þar sem við sátum og kjöftuðum lengi lengi. Gummi var með alla strákana -5- á efri hæðinni á meðan og þeir skemmtu sér konunglega. Mikið grín mikið gaman.
Í dag er ég búin að vera að lesa, Gummi fór með strákana í heimsókn til EBB og HJ.
Ég hlakka til þegar prófin eru búin, skil ekkert í sjálfri mér að nenna að vera í skóla, próftíminn er svo skelfilega leiðinlegur !!!