3ja og hálfsárs skoðun.
Einar fór í skoðun á föstudaginn er svona 3 1/2 árs skoðun. Þar er allt skoðað, málskilningur, líkamlegur þroski, sjónmæling og bara fullt fullt. Allavegana kom hann mjög vel út í flestu, var með mjög gott í málskilningi en hann sér ílla. Elsku karlinn, hann þarf kannski gleraugu. Hömm það er nú ekki eins og það sé ekki í fjölskyldunni að sjá ílla. Við nennum nú reyndar ekki með hann til augnlæknis fyrr en þegar við komum til danmerkur, sjáum til.
Annars er það að frétta að ég fer í verknám á leikskóla hérna í hverfninu og er yfir mig lukkuleg með það. Ég var ekki alveg að meika að fara inn í kópavog, þá sveit á hverjum degi. Ég er löt ég viðurkenni það. Það er allt í undirbúningi fyrir afmælið á morgun, ég er búin að standa sveitt að baka. Úff hvað það er gaman. Annars eigum við nú ekki von á mörgum á morgun, Barmahlíðar gengið kom í mat á fimmtudaginn þannig að restin kemur á morgun.
Við fórum líka út á snjóþotu áðan, það var ótrúlega gaman, það var eins gott að við nýttum tækifærið mér skilst að snjórinn fari að fara. Humm
laugardagur, nóvember 29, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli