Ammæli !Gummi á ammæli í dag, svona hálft stórafmæli 35 ára. Einar Kári og ég fórum í kringluna í gær að kaupa ammælisgjöf. Það var mjög merkilegt. Einar vildi nefnilega kaupa hvíta könnu sem hægt er að setja kaffi í. En það varð að vera spiderman á henni. Við leituðum og leituðum en fundum ekkert í þeim dúr. Þannig að við létum okkur nægja að kaupa nýjustu bókina hans Arnalds Indriða og nýja kaffikönnu. Næsti bær við.
Svo þegar ég kom úr leikfimi í morgun, lagði ég á borðið allskyns kræsingar, við fengum meira að segja gest í morgunmat og úr því varð heljarinnar veisla. Gaman gaman. Við fórum svo í foreldraviðtal upp á leikskóla, þar kom í ljós að Guðni er voðalega fær og duglegur en fylgist kannski ekkert neitt mikið með. En hann er nú ekki orðin 2ja ára þannig að.
Við Guðni fáum að fara með Gumma til Árhús þar næstu helgi, við ætlum að fljúga á föstudeginum og koma aftur á sunnudeginum. Einar Kári ætlar að gista hjá Sigga og Hafdísi á meðan. Hann hefur gott af því að kynnast þeim aðeins. Við hlökkum mjög til að sjá umhverfið og húsið sem við erum búin að kaupa. Spennó.
En annars er ég bara í skólanum að vinna fullt af verkefnum, ekki alveg jafn spennandi, en þarft skilst mér. Jay !
föstudagur, nóvember 14, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli