Mikið að gera.
Núna er allt í einu brjálað að gera hjá okkur. En þetta reddast allt. Einar Kári er alltaf jafn sniðugur við vorum að keyra í leikhúsið á laugardaginn og þá sagði hann ;Mamma veistu að einu sinni var Garðaborgin mín þarna. Hann benti í áttina að Óskasteini sem hann var einu sinnu á. Og veistu hvað þá var Garðaborgin mín blá, en núna er hún græn. Oh hann er svo klár. Guðni er líka voða klár hann er alltaf að segja meira og meira. Hann er meira að segja farinn að segja mamma.
mánudagur, nóvember 17, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli