Guðni ennþá lasinn.
Guðni karlinn er ennþá lasinn, hann volar bara hann er með svo háan hita og honum líður svo ílla. Greyið litla. Mamma engill ætlar að koma hingað í kvöld til að passa á meðan við förum í leikhúsið með Gumma og Hafdísi.
Einar átti enn eitt gullkornið áðan, hann hafði dottið í hálkunni og kom til mín hálf grátandi; "Mamma ég svellaði það var svo mikið gler". Eitthvað að ruglast. En hann er SVO mikið krútt að það hálfa væri nóg.
föstudagur, október 31, 2003
fimmtudagur, október 30, 2003
Nýtt hús, nýtt plan,nýtt hús, nýtt land.
Það er sko allt að gerast ! Það er semsagt allt komið á hreint, við förum öll saman út þann 12 janúar, leigjum okkur bíl og keyrum í nýja húsið okkar. Ég verð sem sagt fyrstu önnina í fjarnámi og fer svo næsta haust í skólann. Ég verð þar í ár og klára B.ed ritgerðina mína með. Svona er það bara !
En núna er staðan þannig að Guðni er lasinn, mjög lasinn. Og við að fara í leikhús annað kvöld. Mamma ætlar að hafa strákana, ég veit ekki alveg hvernig það fer. Vonum það besta.
Einar Kári átti líka gullkorn áðan í leikskólanum,
kennarinn hans spurði hann ; Hvar er Guðni bróðir þinn ?
Einar; hann er heima lasinn, hann datt nefnilega niður tröppurnar og er með svo mikinn hita.
Mar náttl veit aldrei, hver veit hvað veldur þessum veikindum, ég held samt ekki að það sé málið.
Það er sko allt að gerast ! Það er semsagt allt komið á hreint, við förum öll saman út þann 12 janúar, leigjum okkur bíl og keyrum í nýja húsið okkar. Ég verð sem sagt fyrstu önnina í fjarnámi og fer svo næsta haust í skólann. Ég verð þar í ár og klára B.ed ritgerðina mína með. Svona er það bara !
En núna er staðan þannig að Guðni er lasinn, mjög lasinn. Og við að fara í leikhús annað kvöld. Mamma ætlar að hafa strákana, ég veit ekki alveg hvernig það fer. Vonum það besta.
Einar Kári átti líka gullkorn áðan í leikskólanum,
kennarinn hans spurði hann ; Hvar er Guðni bróðir þinn ?
Einar; hann er heima lasinn, hann datt nefnilega niður tröppurnar og er með svo mikinn hita.
Mar náttl veit aldrei, hver veit hvað veldur þessum veikindum, ég held samt ekki að það sé málið.
sunnudagur, október 26, 2003
Benjamín og Daníel.
Þeir heita það allra nýjustu vinir okkar. Ég fór í skírnina þeirra í dag og ég er alveg gáttuð á því hvað svona lítil börn geta verið yndisleg. Þeir eru algjör ljós. Sonur Birnu og Fúsa er líka komin með nafn og hann heitir Bjarki. -man ekki hvort að ég er búin að minnast á það- Við erum reyndar ekki búin að hitta hann en við hlökkum mikið til.
Þeir heita það allra nýjustu vinir okkar. Ég fór í skírnina þeirra í dag og ég er alveg gáttuð á því hvað svona lítil börn geta verið yndisleg. Þeir eru algjör ljós. Sonur Birnu og Fúsa er líka komin með nafn og hann heitir Bjarki. -man ekki hvort að ég er búin að minnast á það- Við erum reyndar ekki búin að hitta hann en við hlökkum mikið til.
föstudagur, október 24, 2003
Búin að selja !
Við erum búin að selja Tunguveginn okkar. Jey ! Mikill léttir, þetta er samt svolítið fyndið af því að það er vika síðan ég hafði samband við fasteignasöluna og það er búið að vera geðveikt að gera !!!! Þvílíkt og annað eins. Þau gerðu okkur tilboð og við komum með gagntilboð sem þau gengust við. Við fáum meira að segja fullt af húsbréfum sem eru á yfir verði núna þannig að... Jey ! Við erum líka búin að finna okkur hús í Árhús, það er á hér undir Riskov og það stendur við Flintebakken. Mjög spennandi. Enda er ég að drepast í maganum af spenningi. Jey !
Við erum búin að selja Tunguveginn okkar. Jey ! Mikill léttir, þetta er samt svolítið fyndið af því að það er vika síðan ég hafði samband við fasteignasöluna og það er búið að vera geðveikt að gera !!!! Þvílíkt og annað eins. Þau gerðu okkur tilboð og við komum með gagntilboð sem þau gengust við. Við fáum meira að segja fullt af húsbréfum sem eru á yfir verði núna þannig að... Jey ! Við erum líka búin að finna okkur hús í Árhús, það er á hér undir Riskov og það stendur við Flintebakken. Mjög spennandi. Enda er ég að drepast í maganum af spenningi. Jey !
miðvikudagur, október 22, 2003
Hús til sölu......
Húsið okkar er komið í sölu og síminn stoppar ekki, þetta er eins og járnbrautarstöð allir æstir í að kaupa og skoða. Gaman að því. Við erum líka komin á fullt að kaupa okkur hús í Árhúsum, við erum með konu sem sérhæfir sig í að hjálpa fólki að flytja út. Hún er sem sagt að kaupa hús fyrir okkur. Frekar huggulegt, en markaðurinn er frekar klikkaður þarna úti og við erum búin að missa af nokkrum húsum sem við vorum spennt fyrir. Svona er lífið.
Húsið okkar er komið í sölu og síminn stoppar ekki, þetta er eins og járnbrautarstöð allir æstir í að kaupa og skoða. Gaman að því. Við erum líka komin á fullt að kaupa okkur hús í Árhúsum, við erum með konu sem sérhæfir sig í að hjálpa fólki að flytja út. Hún er sem sagt að kaupa hús fyrir okkur. Frekar huggulegt, en markaðurinn er frekar klikkaður þarna úti og við erum búin að missa af nokkrum húsum sem við vorum spennt fyrir. Svona er lífið.
mánudagur, október 20, 2003
Ferðasagan ógurlega.
Þetta var nú meiri ferðin sem við fórum í. Við fórum til London á laugardeginum, frekar spræk. Lenntum í Standsted og tókum leigubíl á krúttlegt hótel. Þar borðuðum við æðislegan kvöldmat og höfðum það huggulegt. Fórum bara snemma að sofa afþví að við þurftum að vakna 4:30 á laugardagsmorguninn. Og við vöknuðum, það vantaði ekki, við fórum niður í lobby að bíða eftir leigubílnum.........sem kom aldrei. Reyndum að vekja næturvörðinn en hann var svo fullur að það var ekki möguleiki á að hann rumskaði. Kl 6 var enginn leigubíll komin og við að fara á taugunum. En í stuttu máli sagt þá misstum við af vélinni, það var lokað á okkur, beint fyrir framan okkur. Jey !! NOT. Það var skælt svolítið, en svo ákváðum við að setja töskurnar í geymslu, drífa okkur inn í London og reyna að redda þessu. Eftir að við fundum netkaffi og komumst að því að það kostaði 600 pund að fara til þýskalands þá var útséð með það að við værum EKKI á leiðinni í brúðkaupið. Gummi hringdi í Kalla þann sómamann og hann reddaði okkur íbúðinni sem þau Guðríður eiga. Þvílík snilld. Við fórum bara á Oxford, keyptum smá, fórum upp í íbúð og höfðum það huggulegt. Eftir að vera búin að leggja okkur smá þá fórum við á Birtish museum, löbbuðum í gegnum SOHO, fórum í London eye, borðuðum indverskan mat og fórum heim og vorum komin upp í íbúið kl 10 um kvöldið og sváfum til kl 9 um morguninn. Frekar úthvíld. Fengum okkur morgunmat, keyptum okkur ferð með túristastrætó, fórum á Museum of art og aftur í strætóinn að túristast. Komum okkur upp á flugvöll og vorum komin hingað heim kl 23 um kvöldið.
Frábær ferð og þó að ótrúlegt sé þá erum við bara ekkert ósátt við að hafa misst af brúðkaupinu. Við fengum svo MARGT rosalega skemmtilegt út úr þessari ferð.
Þetta var nú meiri ferðin sem við fórum í. Við fórum til London á laugardeginum, frekar spræk. Lenntum í Standsted og tókum leigubíl á krúttlegt hótel. Þar borðuðum við æðislegan kvöldmat og höfðum það huggulegt. Fórum bara snemma að sofa afþví að við þurftum að vakna 4:30 á laugardagsmorguninn. Og við vöknuðum, það vantaði ekki, við fórum niður í lobby að bíða eftir leigubílnum.........sem kom aldrei. Reyndum að vekja næturvörðinn en hann var svo fullur að það var ekki möguleiki á að hann rumskaði. Kl 6 var enginn leigubíll komin og við að fara á taugunum. En í stuttu máli sagt þá misstum við af vélinni, það var lokað á okkur, beint fyrir framan okkur. Jey !! NOT. Það var skælt svolítið, en svo ákváðum við að setja töskurnar í geymslu, drífa okkur inn í London og reyna að redda þessu. Eftir að við fundum netkaffi og komumst að því að það kostaði 600 pund að fara til þýskalands þá var útséð með það að við værum EKKI á leiðinni í brúðkaupið. Gummi hringdi í Kalla þann sómamann og hann reddaði okkur íbúðinni sem þau Guðríður eiga. Þvílík snilld. Við fórum bara á Oxford, keyptum smá, fórum upp í íbúð og höfðum það huggulegt. Eftir að vera búin að leggja okkur smá þá fórum við á Birtish museum, löbbuðum í gegnum SOHO, fórum í London eye, borðuðum indverskan mat og fórum heim og vorum komin upp í íbúið kl 10 um kvöldið og sváfum til kl 9 um morguninn. Frekar úthvíld. Fengum okkur morgunmat, keyptum okkur ferð með túristastrætó, fórum á Museum of art og aftur í strætóinn að túristast. Komum okkur upp á flugvöll og vorum komin hingað heim kl 23 um kvöldið.
Frábær ferð og þó að ótrúlegt sé þá erum við bara ekkert ósátt við að hafa misst af brúðkaupinu. Við fengum svo MARGT rosalega skemmtilegt út úr þessari ferð.
föstudagur, október 17, 2003
Útlönd.
Við erum að fara til útlanda, fyrst er það Lon og don. Fínt það, hlakka til, gistum þar eina nótt og svo förum við til Dússeldorf í fyrramálið. Ekki leiðinlegt. Brjálað partý og stuð í brúðkaupinu -vonandi- kannski að ég nái eitthvað að dusta rykið af þýskunni. En núna er bara að klára ritgerð og svo drífa sig út á flugvöll. Strákarnir verða hjá mömmu og pabba ! Þau eru algjörir englar, og þegar við komum á sunnudaginn verða þeir komnir hingað sofandi, en þá ætlar Kamilla systir að passa. Ég held svei mér þá að ég eigi bestu fjölskyldu í heimi !!!
Við erum að fara til útlanda, fyrst er það Lon og don. Fínt það, hlakka til, gistum þar eina nótt og svo förum við til Dússeldorf í fyrramálið. Ekki leiðinlegt. Brjálað partý og stuð í brúðkaupinu -vonandi- kannski að ég nái eitthvað að dusta rykið af þýskunni. En núna er bara að klára ritgerð og svo drífa sig út á flugvöll. Strákarnir verða hjá mömmu og pabba ! Þau eru algjörir englar, og þegar við komum á sunnudaginn verða þeir komnir hingað sofandi, en þá ætlar Kamilla systir að passa. Ég held svei mér þá að ég eigi bestu fjölskyldu í heimi !!!
fimmtudagur, október 16, 2003
Verkefnavinna.
Sit hérna heima og er að gera verkefni......ég nenni því ekki. Vandamálið er að ég veit alveg hvað ég á að skrifa, ég bara nenni þessu ekki. úff og púff. Það var hringt í mig úr leikskólanum og Guðni hafði óvart fengið mjólk. Ég röllti yfir en það var ekkert að sjá á piltinum. Vonandi er þetta að eldast af kappanum. Það væri nú ekki leiðinlegt ef þetta væri farið áður en við förum út til DK. Best að pannta tíma hjá lækninum.
Sit hérna heima og er að gera verkefni......ég nenni því ekki. Vandamálið er að ég veit alveg hvað ég á að skrifa, ég bara nenni þessu ekki. úff og púff. Það var hringt í mig úr leikskólanum og Guðni hafði óvart fengið mjólk. Ég röllti yfir en það var ekkert að sjá á piltinum. Vonandi er þetta að eldast af kappanum. Það væri nú ekki leiðinlegt ef þetta væri farið áður en við förum út til DK. Best að pannta tíma hjá lækninum.
þriðjudagur, október 14, 2003
Slúberta blogg.
Ég er nú meiri slúbertinn, ekkert búin að skrifa lengi lengi.... það virkar allavegana þannig afþví að það hefur svo mikið gerst. Gummi kom heim á laugardeginum og um kvöldið komu krakkarnir í mat. Það var mikið gaman og mikið grín. Berglind og Ómar komu með súpu í forrétt og hún var alveg ótrúlega góð!!! Jömmí Í aðalrétt var rostbeef með de hele, heimalagaðri bernesósu og alles og Óli kom með eftirréttinn, köku sem eins og nammi. Svo var drukkið mikið vín og sagðar margar sögur. Ekki leiðinlegt það. Daginn eftir fórum við til Berglindar og Sigga með kalt rostbeef og fengum okkur sveittar samlokur sem var alveg í takti við líkamlegt ástandið á fólkinu. Þegar allir voru búnir að leggja sig þá fórum við í sund og svo beint í mat til Hrundar og Kristjáns. Þar var alveg tekin pakkinn. Frekar fínt.
Á mánudagsmorguninn var svo hringt frá DK og við boðin velkomin. Við erum mjög spennt, núna erum við bara að reyna finna út úr því hvað við þurfum að gera áður en við förum út. Ég er líka að reyna að vera í skólanum og Gummi í vinnunni, sjáum til hvernig það gengur. hehe
Ég er nú meiri slúbertinn, ekkert búin að skrifa lengi lengi.... það virkar allavegana þannig afþví að það hefur svo mikið gerst. Gummi kom heim á laugardeginum og um kvöldið komu krakkarnir í mat. Það var mikið gaman og mikið grín. Berglind og Ómar komu með súpu í forrétt og hún var alveg ótrúlega góð!!! Jömmí Í aðalrétt var rostbeef með de hele, heimalagaðri bernesósu og alles og Óli kom með eftirréttinn, köku sem eins og nammi. Svo var drukkið mikið vín og sagðar margar sögur. Ekki leiðinlegt það. Daginn eftir fórum við til Berglindar og Sigga með kalt rostbeef og fengum okkur sveittar samlokur sem var alveg í takti við líkamlegt ástandið á fólkinu. Þegar allir voru búnir að leggja sig þá fórum við í sund og svo beint í mat til Hrundar og Kristjáns. Þar var alveg tekin pakkinn. Frekar fínt.
Á mánudagsmorguninn var svo hringt frá DK og við boðin velkomin. Við erum mjög spennt, núna erum við bara að reyna finna út úr því hvað við þurfum að gera áður en við förum út. Ég er líka að reyna að vera í skólanum og Gummi í vinnunni, sjáum til hvernig það gengur. hehe
laugardagur, október 11, 2003
Myndir af nýjustu vinum okkar.
Hérna eru myndir af nýjustu vinum okkar, tvíburum Jóns og Eydísar. Þeir eru að fara heim í dag rúmlega viku gamlir. Við hlökkum til að kynnast þeim betur og vonum að þeim gangi allt í haginn.
En annars er það að frétta af okkur að Gummi kemur heim frá danmörku í dag. Það er orðið opinbert að fyrsta tungumálið hans Guðna verður danska. Við giskum á að hann eigi eftir að segja "en öl" áður en að langt um líður. Spennandi. En í kvöld erum við með matarboð, nokkrir vestmanneyjingar. Það verður fjör ef ég þekki þetta fólk rétt.
Hérna eru myndir af nýjustu vinum okkar, tvíburum Jóns og Eydísar. Þeir eru að fara heim í dag rúmlega viku gamlir. Við hlökkum til að kynnast þeim betur og vonum að þeim gangi allt í haginn.
En annars er það að frétta af okkur að Gummi kemur heim frá danmörku í dag. Það er orðið opinbert að fyrsta tungumálið hans Guðna verður danska. Við giskum á að hann eigi eftir að segja "en öl" áður en að langt um líður. Spennandi. En í kvöld erum við með matarboð, nokkrir vestmanneyjingar. Það verður fjör ef ég þekki þetta fólk rétt.
föstudagur, október 10, 2003
Læknaheimsóknir.
Þetta er nú búin að vera meiri dagurinn. Gummi fór út SNEMMA í morgun þannig að ég var ein með strákana. Ég var nú svosem ekkert að vorkenna mér það. En Einar fór í heyrnarmælingu í dag og það gekk svona glimrandi vel, drengurinn heyrir bara allt. Hann var svo duglegur að ég fæ bara tár í augun. En semsagt það vantar bara uppeldi á barnið. Hehe.
Þegar ég kom í leikskólann þá höfðu þær svo miklar áhyggjur af Guðna því hann haltrar ennþá svo mikið. Ég fór með hann á slysó og það var ekkert að krakkanum. Hann orgaði hins vegar eins og LJÓN á leiðinni út því að við höfðum fengið að bíða inni í leikherbergi og það var SVoooooooooo mikið af spennandi dóti. Það er víst ekki oft sem maður fer með börnin grenjandi Út af slysó.
Þetta er nú búin að vera meiri dagurinn. Gummi fór út SNEMMA í morgun þannig að ég var ein með strákana. Ég var nú svosem ekkert að vorkenna mér það. En Einar fór í heyrnarmælingu í dag og það gekk svona glimrandi vel, drengurinn heyrir bara allt. Hann var svo duglegur að ég fæ bara tár í augun. En semsagt það vantar bara uppeldi á barnið. Hehe.
Þegar ég kom í leikskólann þá höfðu þær svo miklar áhyggjur af Guðna því hann haltrar ennþá svo mikið. Ég fór með hann á slysó og það var ekkert að krakkanum. Hann orgaði hins vegar eins og LJÓN á leiðinni út því að við höfðum fengið að bíða inni í leikherbergi og það var SVoooooooooo mikið af spennandi dóti. Það er víst ekki oft sem maður fer með börnin grenjandi Út af slysó.
fimmtudagur, október 09, 2003
Andleysi.
'Eg er ótrúlega andlaus eitthvað þessa dagana. Er í skólanum og það er ótrúlega gaman. Fórum á kaffihús með félagsfræðikennaranum okkar í dag. Snilld. Guðni datt niður tröppurnar í morgun og er haltur. Hann er búin að vera heima með pabba sínum í dag, en ég í verkefnavinnu. Það er mikil og stór verkefni framundan og ég hlakka bara til að fást við þau. Gaman að því .
'Eg er ótrúlega andlaus eitthvað þessa dagana. Er í skólanum og það er ótrúlega gaman. Fórum á kaffihús með félagsfræðikennaranum okkar í dag. Snilld. Guðni datt niður tröppurnar í morgun og er haltur. Hann er búin að vera heima með pabba sínum í dag, en ég í verkefnavinnu. Það er mikil og stór verkefni framundan og ég hlakka bara til að fást við þau. Gaman að því .
sunnudagur, október 05, 2003
ble ble ble.
Þetta er búin að vera svona ble dagur. Þegar strákarnir voru farnir að fara nógu mikið í taugarnar á okkur til að drífa okkur út þá fórum við í göngutúr. Löbbuðum upp í Mosfellsbakarí -sko það sem er á Háaleitisbrautinni- og aftur heim. Strákarnir fengu snúð og kruðerí. Fínt það. Komum heim borðuðum hádegismat, lögðum okkur................... og fórum í heimsókn til ömmu þegar við vorum að verða geðveik á piltunum. Fyrirmyndar foreldrar. Vorum þar í svolitla stund, fórum með þá út að príla í klettunum og flækjast í skóginum. -Smá blettur sem er fyrir utan hjá ömmu, en hefur óendanlegt aðdráttarafl fyrir drengina. Komum heim, elduðum mat.........og klst seinna situr Einar ennþá við matarborðið. Varla búin að snerta matinn. Taka skal fram að það er uppáhaldis maturinn í boði. Pasta með hakki og tómatsósu. Jömmí.
Þetta er búin að vera svona ble dagur. Þegar strákarnir voru farnir að fara nógu mikið í taugarnar á okkur til að drífa okkur út þá fórum við í göngutúr. Löbbuðum upp í Mosfellsbakarí -sko það sem er á Háaleitisbrautinni- og aftur heim. Strákarnir fengu snúð og kruðerí. Fínt það. Komum heim borðuðum hádegismat, lögðum okkur................... og fórum í heimsókn til ömmu þegar við vorum að verða geðveik á piltunum. Fyrirmyndar foreldrar. Vorum þar í svolitla stund, fórum með þá út að príla í klettunum og flækjast í skóginum. -Smá blettur sem er fyrir utan hjá ömmu, en hefur óendanlegt aðdráttarafl fyrir drengina. Komum heim, elduðum mat.........og klst seinna situr Einar ennþá við matarborðið. Varla búin að snerta matinn. Taka skal fram að það er uppáhaldis maturinn í boði. Pasta með hakki og tómatsósu. Jömmí.
laugardagur, október 04, 2003
Íþróttaskólinn og sund.
Fastir liðir eins og venjulega, fórum í íþróttaskólann í mogun. Guðni sló alveg í geng í frekjunni, hennti sér í gólfið í hvert sinn sem hann fékk ekki e-ð sem hann vildi. Humm. Skil ekki hvaðan krakkinn hefur þetta skap. En hann var voðalega duglegur að gera það sem hann á að gera og hann skemmtir sér konunglega. Mikið grín mikið gaman. Einar Kári er hinsvega aðeins óþekkari í sínum íþróttaskóla. Hann nennir ekki að hlýða. Ég held þó alltaf í vonina að þetta sé kannski frekar það að hann heyri ekki hvað maður segi við hann heldur en það að hann sé svona óþekkur. Er meira að segja að fara með hann í heyrnarmælingu á föstudaginn. Nú ef í ljós kemur að krakkinn er bara óþekkur þá verðum við bara að gera e-ð í því. Eins og t.d að nota eitthvað af þessum dásamlegu uppeldisaðferðum sem ég læri í skólanum. Ég get líka sennt Gumma á námskeið í uppeldi barna. Ég held bara svei mér þá að ég geri það frekar heldur en hitt. Þá er þetta ALLT á Gumma ábyrgð en ekki mína.
En anyways þá fórum við í sund eftir bjúti blundinn sem við fengum okkur í hádeginu. Ég fékk að velja og valdi Laugardalslaugina. Það var frekar gaman. En strákarnir voru aðeins of æstir í rennibrautina. Gummi var líka svo ánægður með hana að sundbuxurnar hans rifnuðu utan af honum. Og það fannst mér EKKI leiðinlegt, loksins var komið að því að hann gerði sig að fífli. Yfirleitt er ég sko fíflið. En það var enginn í sundi -því miður hehe- þannig að það voru fáir sem voru vitni að þessari strippsýningu. En bara þannig að það sé á hreinu þá var buxunum hennt, þannig að það verða engar endursýningar.
Núna er drengirnir sofnaðir, Gummi er úti að hlaupa og ég er að DREPAST úr leiðindum. Ekki gaman.
Fastir liðir eins og venjulega, fórum í íþróttaskólann í mogun. Guðni sló alveg í geng í frekjunni, hennti sér í gólfið í hvert sinn sem hann fékk ekki e-ð sem hann vildi. Humm. Skil ekki hvaðan krakkinn hefur þetta skap. En hann var voðalega duglegur að gera það sem hann á að gera og hann skemmtir sér konunglega. Mikið grín mikið gaman. Einar Kári er hinsvega aðeins óþekkari í sínum íþróttaskóla. Hann nennir ekki að hlýða. Ég held þó alltaf í vonina að þetta sé kannski frekar það að hann heyri ekki hvað maður segi við hann heldur en það að hann sé svona óþekkur. Er meira að segja að fara með hann í heyrnarmælingu á föstudaginn. Nú ef í ljós kemur að krakkinn er bara óþekkur þá verðum við bara að gera e-ð í því. Eins og t.d að nota eitthvað af þessum dásamlegu uppeldisaðferðum sem ég læri í skólanum. Ég get líka sennt Gumma á námskeið í uppeldi barna. Ég held bara svei mér þá að ég geri það frekar heldur en hitt. Þá er þetta ALLT á Gumma ábyrgð en ekki mína.
En anyways þá fórum við í sund eftir bjúti blundinn sem við fengum okkur í hádeginu. Ég fékk að velja og valdi Laugardalslaugina. Það var frekar gaman. En strákarnir voru aðeins of æstir í rennibrautina. Gummi var líka svo ánægður með hana að sundbuxurnar hans rifnuðu utan af honum. Og það fannst mér EKKI leiðinlegt, loksins var komið að því að hann gerði sig að fífli. Yfirleitt er ég sko fíflið. En það var enginn í sundi -því miður hehe- þannig að það voru fáir sem voru vitni að þessari strippsýningu. En bara þannig að það sé á hreinu þá var buxunum hennt, þannig að það verða engar endursýningar.
Núna er drengirnir sofnaðir, Gummi er úti að hlaupa og ég er að DREPAST úr leiðindum. Ekki gaman.
föstudagur, október 03, 2003
Vinir.
Við erum rík af vinum en á síðustu dögum erum við búin að eignast 3 nýja vini, hvorki meira né minna. Birna og Fúsi eignuðust strák að morgni 2.okt. Hann var fljótur í heimin og dreif sig að þessu á 90 mínutum. Við vitum ekki enn hvað hann heitir en hann var 14 merkur og 50 cm.
Eydís og Jón eignuðust 2 stráka í nótt -3.okt- Annar var tekin með sogklukkum en hin með keisaraskurði. Þeir voru 11 og 12 merkur. Við vitum heldur ekki hvað þeir heita en okkur skilst á foreldrunum að þeir séu mjög ólíkir.
Við óskum þessum nýju vinum okkar og foreldrum þeirra alls hins besta. Það verður ekkert smá mikið fjör í kringum okkur næstu árin.
Við erum rík af vinum en á síðustu dögum erum við búin að eignast 3 nýja vini, hvorki meira né minna. Birna og Fúsi eignuðust strák að morgni 2.okt. Hann var fljótur í heimin og dreif sig að þessu á 90 mínutum. Við vitum ekki enn hvað hann heitir en hann var 14 merkur og 50 cm.
Eydís og Jón eignuðust 2 stráka í nótt -3.okt- Annar var tekin með sogklukkum en hin með keisaraskurði. Þeir voru 11 og 12 merkur. Við vitum heldur ekki hvað þeir heita en okkur skilst á foreldrunum að þeir séu mjög ólíkir.
Við óskum þessum nýju vinum okkar og foreldrum þeirra alls hins besta. Það verður ekkert smá mikið fjör í kringum okkur næstu árin.
miðvikudagur, október 01, 2003
Lóa spákona.
'A mánudaginn fór ég með Eydísi út að ganga, hún er ennþá kasólétt og er að reyna að ganga börnin úr sér. Ekkert gengið enn ! En allavegana fórum við út í Nauthólsvík í ansi hressilegan göngutúr. Hrikalega hressandi í góðu veðri. Við settumst inn á Kaffi Nauthól og fengum okkur kaffi. Þar sat líka Lóa spákona og var að spá fyrir fólki. 'Eg er nú svona frekar mikil efasemdarmanneskja að eðlisfarið og hef því aldrei farið í neitt svona en Eydís plöggaði þetta svo flott að allt í einu var ég komin með spil í hendi og var að stokka fyrir Lóu spákonum. OMG ég fæ bara gæsahúð yfir öllu sem hún sá; m.a flutninga, peninga, annað barn og það fyndnasta var að hún sá ferðina okkar út til Þýskalands. " Ertu að fara í stutta helgarferð " ég já. "Ertu kannski að fara út í brúðkaup ?" ég ferlega aumingjaleg ; já. En svo var auðvitað fullt af öðru , jarðaför, mikið að gera í prófunum -döh-, mikil jólamanneskja -enn meira döh-, Lottóvinningur -döh, en ég fór nú samt og keypti, hehe- og allskonar svona. Svo sá hún líka alla æðislegu vini mína sem eru svo frábærir og auðvitað Gumma sem er náttl algjör moli. "Þú er greinilega Mjög vel gift" ég gat ekki annað en samþykkt það, hún sagði þetta reyndar líka við Eydísi vinkonu. En ég meina HEY við erum náttl ekkert eðlilega vel giftar. ;-p
Gaman gaman. Mæli með Lóu spákonu sem er á kaffi Nauthól á mánudögum milli 15 og 17.
'A mánudaginn fór ég með Eydísi út að ganga, hún er ennþá kasólétt og er að reyna að ganga börnin úr sér. Ekkert gengið enn ! En allavegana fórum við út í Nauthólsvík í ansi hressilegan göngutúr. Hrikalega hressandi í góðu veðri. Við settumst inn á Kaffi Nauthól og fengum okkur kaffi. Þar sat líka Lóa spákona og var að spá fyrir fólki. 'Eg er nú svona frekar mikil efasemdarmanneskja að eðlisfarið og hef því aldrei farið í neitt svona en Eydís plöggaði þetta svo flott að allt í einu var ég komin með spil í hendi og var að stokka fyrir Lóu spákonum. OMG ég fæ bara gæsahúð yfir öllu sem hún sá; m.a flutninga, peninga, annað barn og það fyndnasta var að hún sá ferðina okkar út til Þýskalands. " Ertu að fara í stutta helgarferð " ég já. "Ertu kannski að fara út í brúðkaup ?" ég ferlega aumingjaleg ; já. En svo var auðvitað fullt af öðru , jarðaför, mikið að gera í prófunum -döh-, mikil jólamanneskja -enn meira döh-, Lottóvinningur -döh, en ég fór nú samt og keypti, hehe- og allskonar svona. Svo sá hún líka alla æðislegu vini mína sem eru svo frábærir og auðvitað Gumma sem er náttl algjör moli. "Þú er greinilega Mjög vel gift" ég gat ekki annað en samþykkt það, hún sagði þetta reyndar líka við Eydísi vinkonu. En ég meina HEY við erum náttl ekkert eðlilega vel giftar. ;-p
Gaman gaman. Mæli með Lóu spákonu sem er á kaffi Nauthól á mánudögum milli 15 og 17.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)