Þessi mynd var tekin hjá Kára þar síðust helgi. Sýnir svolítið stemninguna en kvöldið endaði með því að strákarnir fengu að gera "snorbrød". En það er brauðdeig sem sett er á pinna og eldað yfir opnum eldi. Mjög sniðugt og skemmtilegt.
En annars er ég mest upptekin af skólanum þessa dagana. Fyrsti dagurinn var á þriðjudaginn í síðustu viku. Það var dagskrá allan daginn, ýmiskonar fyrirlestrar og endað í sameiginlegri matarveislu. Ég verð nú alveg að viðurkenna að mér leið ekkert sérlega vel fyrst, ráfandi um ein og yfirgefin. Svo skildi ég ekkert í ræðu rektorsins (komst sem betur fer að því seinna að enginn hafði skilið neitt í henni, tíhí) og mig langaði mest til að hringja í Gumma og segja við hann að ég væri hætt við þetta allt saman. Ég ákvað samt að þrauka daginn, og endaði á að skemmta mér stórvel. Kom heim um kvöldið og pantaði mér skólabækur f um 20 þús íkr. Núna bíð ég spennt eftir að fá bækurnar og geta kastað mér yfir fræðin. Við erum frekar fá í bekknum (um 30) og flest stelpur á mínum aldri og yngri. Mér líður þannig núna að ég get ekki beðið eftir að mæta í skólann á þriðjudaginn í næstu viku. En ég verð í skólanum þriðjudaga og miðvikudaga frá 10-14. Mjög sniðugt !
Í öllu þessu skólastússi hafði ég líka tíma til að kíkja á Madonnutónleika með Þóru og Danna vinum okkar í Horsens. Mér fannst tónleikarnir ekkert spes, þannig séð. Það var rosalega mikið af fólki og það var lítið hægt að sjá hana á sviðinu. En svona er þetta með stórstjörnurnar :D En ég var í góðum félagsskap og það er það sem telur, eða hvað ? Gummi var líka í góðum félagsskap hérna heima en hann var með okkar stráka og 2 auka stráka en vinnufélagi hans og konan hans fengu miða á síðustu stundu. Gummi stóð sig eins og hetja í pössunarmálunum, rúllaði þessu upp eins og hann hefði þetta að atvinnu.
Helgin var frábær að venju, við fórum til Þóru og Danna og kíktum á Miðaldarhátið sem var í Horsens. Gistum og fórum svo í gær í sund, en Horsens er með eina af flottari sundlaugum sem við höfum farið í, heit og fín. Algert delúx.
En núna er mánudagur, við erum að fara að fá gesti á miðvikudaginn. Vinur Gumma síðan í þýskalandi og konan hans eru að koma með 2 börnin sín. Þau ætla að gista í 1-2 nætur. Það er svolítið spes að vera að fá fólk í heimsókn sem maður hefur aldrei séð en um leið voðalega spennandi. Við vitum bara að Friedeman (vinur Gumma) er búin að vera mörg ár í Japan og hann getur þess vegna verið giftur japanskri konu sem talar kannski ekki ensku eða þýsku. Mér finnst þetta alveg frábært.