miðvikudagur, maí 25, 2005

Framhaldssagan með ofninn

Það kom rafvirki og kíkti á ofninn, ég þurfti að borga honum 300 dkr fyrir að segja mér að hann hefði verið vitlaust tengdur ! NÚ er það ! Frekar fúlt, þannig að núna eigum við þennan fína ofn og hann virkar fínt þó að hann sé ekki með blæstri. Ekkert mál !

Annars gaf sæti maðurinn minn mér áskrift af gestgjafanum og ég verð nú bara alveg að mæla með því blaði. Síðasta blað var sérstaklega velheppnað en í því voru hversdagsuppskriftir, frekar góðar og girnilegar. Þannig að núna er eingöngu veislumatur á borðum hérna ;-) Ekki amalegt það !

Einar Kári verður heima næstu daga en hann er með börnesår, ég hef ekki hugmynd um hvað það er á íslensku en þetta er allavegana bráðsmitandi baktería. Skemmtilegt eða hitt þó heldur.

Ég er sem betur fer búin í skólanum og sit heima og er að klára ritgerðina. Ég var að draga hana fram eftir nokkurt hlé, ég komst að því mér til skelfingar að það eru 2 bls sem ég hef skrifað og ekki vitnað í neitt. Það lítur út fyrir að ég hafi skáldað stóran hluta af fræðilega kaflanum, ég veit vel að ég skáldaði hann ekki en ég finn ekki heimildina ! Furðulegt ! Það er bara púff eins og hún hafi gufað upp. Þegar ég sagði Gumma frá þessu þá sagði hann bara; " já spáðu í hvernig mér líður, ég man aldrei neitt". Í mínu tilfelli lagast þessi gleymska, vonandi fyllist upp í götin á heilanum eftir nokkra mánuði. Þessi ólétta er greinilega stór hættuleg, kannski Gummi sé bara svona eins og eilífðar óléttur. Hver veit, það skýrir samt ýmislegt. Say no more !

föstudagur, maí 20, 2005

Íslandi út en Danmörk inni

Þannig að við höldum bara með dönum á laugardaginn. Það er nú ekki það versta ! Annars erum við líka smá hrifin af norðmönnunum þó það væri ekki nema fyrir búninginn og varalitinn. Og það þora að vera öðruvísi, það er cool.

Annars finnst mér danir oft ekkert cool, ég var að foreldrafundi og það var verið að ræða "kostordning" en við þurfum að smyrja nesti á hverjum degi. Frekar þreytandi......ég og nokkrir aðrir foreldrar viljum borga 300 dkr á mánuði til þess að börnin okkar geti fengið heitan mat í hádeginu.
Það var kosið eins og siðuðu fólki sæmir en valmöguleikarnir voru;
  • Já ég vil hafa heitan mat og borga fyrir það.
  • Nei ég vil ekki hafa heitan mat og borga fyrir það.
  • Nei ég vil ekki hafa heitan mat nema að ALLIR velji að fá heitan mat.

Það eru 60 börn á leikskólanum og það voru 53 sem sögðu já, 7 sem sögðu nei. Ok þá hefði maður haldið að það kæmi heitur matur.........neiii aldeilis ekki því að 45 sögðu; nei ekki nema að ALLIR velji heitan mat. Þar með var þessi tillaga felld. Ég gætir brjálast á þessu viðhorfi dana, allir verða að vera jafnir, sumir eru bara aðeins meira jafnir en aðrir ! Arg ! Fáránlegt að láta minnihlutann ráða.

Hver segir líka að við séum öll eins, afhverju má fólk ekki skera sig úr. Afhverju mega börn ekki læra það að bera virðingu fyrir því að við höfum val í lífinu og það velja ekkert allir það sama. Akkuru, akkuru ! Skil' ed ekki !

Annars er lítið að frétta af eldavélamálunum, ég fékk reyndar rafvirkja til að tengja vélina fyrir okkur. Ég stalst til að segja honum að ég hefði tengt hana, (æi það er bara svo fyndið að sjá svipinn á svona körlum þegar maður segist gera eitthvað svona karlaverk) mér myndi náttl aldrei detta í hug að tengja eldavél, en tilhugsunin er fyndin. Sérstaklega afþví að ég er með SVO stóra bumbu að það er varla séns að ég hafi geta bograð yfir þessu. Múhahaha. En hann útskýrði mjög vandlega fyrir mig að maður MÁ ekki tengja 330 volt í 220 volta vél, ég sagðist LOFA að passa mig í framtíðinni þegar ég væri að tengja ;-) En eldavélin virkar s.s allt nema viftan, en ég hringdi í Elkó og sp um að þeir reddi því. Sjáum til, það kemur einhver á mánudaginn. Vélarskrattinn er nefnilega í ábyrgð, enda ekki nema nokkra daga gömul.

Annars er helgin framundan, við erum búin að lofa drengjunum að fara með þá á MacDonalds, spennó. En ég býst við að við pínum þá til að koma með okkur í nokkrar búðir áður.......svona svo að þeir eigi pottþétt skilið að fara á MacD.

Góða eurovisíon helgi.

mánudagur, maí 16, 2005


Månestue að syngja afmælissönginn

Það kom okkur á óvart hvað það var lítið mál að halda afmæli og bjóða 25 börnum í heimsókn. Enda fyrirmyndarbörn í alla staði. Það var rosalega gaman, mikil dagskrá og Gummi stóð sig eins og hetja í grillinu.
Við fórum svo niður í bæ í BR leikföng en Einar fékk stóra bréfpeninga í afmælisgjöf og hann keypt smá dót handa sér og Guðna.
Annars er hvítasunnuhelgin búin að vera ljúf og góð. Gott veður, sól og hiti, en það spillir nú aldrei fyrir.

Annars er Gummi búin að vera í tengingarveseni. En málið er það að við fórum loksins í Elkó Århusabúa og keyptum okkur eldavél, helluborð og viftu. Ægilega fínt og á ægilega góðum prís. Jæja eftir að hafa komið með fínheitin heim í hús og Gummi búin að henda gamla draslinu þá fór hann að tengja. Tengja, tengja, tengja, en málið er að Gummi kann ekkert að tengja, hann er nefnilega ekki rafvirkji, ólíkt Jónsa frænda sem hefur alltaf tengt fyrir okkur (og alla hina í fjölskyldunni) hingað til. Sem sagt enginn Jónsi þannig að það var hringt í bróður hans Einar Baldvin. (sem er reyndar heldur ekki rafvirki heldur sálfræðingur) En Einar B elskar vesen og honum finnst hann NÆSTUM því rafvirki afþví að pabbi hans og bróðir eru rafvirkjar. Einmitt ! Til að gera langa sögu stutta þá heyrðist hvellur í eldavélinni og síðan kom reykur og vond lykt. Þetta sló út öryggin og allt fór í klessu. Þannig að núna erum við bara með krosslagða fingur að eldavélin góða sé ekki ónýt og ÉG þarf að fara og reyna að skila henni á þriðjudaginn. Gummi er svo hryllilega heiðarlegur að hann myndi aldrei getað logið neinu, en ég sem t.d smygla alltaf geðveikt miklu er alltaf send í svona "díla við þjónustufulltrúann" ferðir. Það hjálpar mér nú líka að ég er KASólétt og erfitt að sjá ekki aumur á mér. Þannig að.........við vonum það besta ;-)

Annars viljum við óska Gumma og Hafdísi til hamingju með eins árs brúðkaupsafmælið sem var í gær. Hildur sys á líka stóran dag í dag en hún er 25 vetra í dag, hurra og til hamingju með það ! Posted by Hello

fimmtudagur, maí 12, 2005


Einar Kári sem er 5 ára í dag Posted by Hello

En þetta er ein af fyrstu myndunum sem teknar voru af prinsinum. Frekar ílla farinn eftir mikla áreynslu og svo að lokum bráðakeisara. En allt er gott sem endar vel ;-)

Í morgun fékk hann pakkana frá okkur, bróður sínum og ömmum+ öfum. Við gáfum þeim bræðrum fjarstýrða bíla, sem ég veit ekki alveg hvort þeir eða pabbi þeirra var spenntari fyrir. Guðni gaf bróður sínum kappakstursbraut en hann fékk bók og bol frá ömmu Tótu. Amma og afi í Barmó og Garðabæ gáfum honum stóra peninga. En hann ætlar að kaupa Harry Potter galla handa þeim bræðrum,sem hann sá í Legolandi. Rosalega flott.

Í kvöld koma svo EBB og fjölsk í mat. En á morgun kemur leikskólinn í partý. Svaka stuð !

sunnudagur, maí 08, 2005

Lasarus

hann Einsi minn afmælisbarn er lasinn. Svo lasinn að hann lá upp í rúmi í móki mest allt afmælið ! Ekki skemmtilegt það. Við gáfum honum smá verkjastillandi þannig að hann hresstist nógu mikið til að koma niður og blása á kertin og leika smá.
En það er alveg ótrúlegt með Einar Kára að hann er alltaf veikur þegar eitthvað er að gerast í fjölskyldunni. Afmæli, jól eða utanlandsferðir, þá er hægt að bóka að barnið er með um 40° hita og allt í volli. Hvað er hægt að gera við þessu ?

Það eru komnar myndir inn á albúmið undir Nýtt albúm. Tékk it out !

laugardagur, maí 07, 2005

Löng helgi

Er snilldaruppfinning. En hérna í Dk er oftast frí á föstudeginum ef fimmtudagurinn er hátíðisdagur. Allavegana er lokað í leikskólanum.

Við fjölskyldan drifum okkur á grensuna og í Legoland í gær. Það var kannski aðeins of löng ferð fyrir okkur öll, við erum hálf asnaleg eitthvað öll í dag.

Gummi er alveg að rokka þessa dagana, fyrir utan það að hafa gerst áskrifandi af gestgjafanum, þá er hann á gingseni og hann er alveg ofvirkur. Sem fær að njóta sín í ræktinni og garðinum. En hann er alveg að gera garðinn úber flottan. Búin að kanntskera, setja niður blóm og svo erum við komin með kryddjurtagarð. Algert æði !

En gestgjafinn er líka alveg að rokka, þetta er snilldar blað ;-) Mæli með því.

Á morgun er svo fyrsti í afmælisveislu, en þá koma íslensku krakkarnir og foreldrar þeirra í 5 ára afmælið hans Einar. Hálfur tugur, það er ekki svo slæmt !
En á fimmtudaginn er svo alvöru afmælisdagurinn, en þá koma Einar B frændi og fjölskylda í mat um kvöldið. Á föstudaginn koma svo krakkarnir af deildinni hans Einsa í hádegismat, það verður örugglega mikið stuð. Ég vona að myndasíðna verði komin í lag þannig að ég geti sett inn myndir af stuðinu.

sunnudagur, maí 01, 2005

Fælleshreingerning

var hérna í götunni í gær. Það er alltaf mikil stemning og stuð ! Reyndar þurfti frekar lítið að gera í ár, en það þarf samt alltaf aðeins að sópa og gera huggó. Þetta er fínt tækifæri til að hitta alla nágranana, það eru t.d nýflutt hingað hjón með strák á sama aldri og Guðni. Það verður fínt fyrir hann að fá líka leikfélaga, þá þarf hann ekki alltaf að hanga í Einari og hans vinum.

Það er rosalega gaman í skólanum, ég er núna í socialfag sem er hálfgert félagsráðgjafarfag. Ekki það að við eigum að starfa sem félagsráðgjafar, heldur er verið að kynna okkur helstu reglur og hvernig þær eru notaðar. Ég held að á íslandi heiti fagið fjölskylda og barnavernd. En við erum búin að fá fyrirlestra um misnotuð börn og brotnar fjölskyldur. Svo dreymir mig þetta auðvitað allar nætur. Ekki alveg eins huggulegt, en merkilegt fag engu að síður.

Einar er alveg að brillera þessa dagana, ekki nóg með að hann hjóli eins og herforingi án hjálpardekkja heldur prílar hann í öllum trjám. ÖLLUM ! Hann er nefnilega búin að vera í hugrekki þjálfun hérna heima og í leikskólanum, afþví að hann var svo mikil mús. En núna er hann greinilega orðin LJÓN og nýtur þess í botn. Pabbi hans er reyndar ekki alveg jafn ánægður með þetta, en ég bíð spennt eftir að sjá viðbrögð Gumma þegar hann mætir syninum í 3M hæð. Hvor ætli paniki meira ?

En við erum að hugsa um að smella okkur í Legoland í dag, það er hlýtt en enginn sól. Strákarnir eru búnir að suða um þetta svo lengi þannig að það er ágætt að nota tækifærið ;-)