Guðni í aðlögun.
Hann Guðni er í aðlögun eins og ekki hefur framhjá dyggum lesendum bloggsins. Honum hefur ekkert líkað neitt sérstaklega vel að fara í leikskólann, hann er búin að gráta og gráta. Elsku karlinn. En í dag sótti ég hann þegar hann var búinn að sofa í hádeginu og þá hafði hann aðeins verið að vola yfir daginn en ekkert alvarlegt þó. Hann var að lita þegar ég kom og sótti hann, en hann var voðalega glaður að sjá mig........... en ekki hvað.
Annars gengur allt vel hérna heima, Gummi er duglegur að vinna að vörninni og við sjáumst varla. Það er svona rétt að við borðum saman kvöldmat, en þetta fer nú að taka enda.
Tóta
fimmtudagur, ágúst 14, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli