mánudagur, ágúst 04, 2003

Komin heim !

Við erum komin heim !
Á Tunguveginn og við erum hrikalega ánægð. Ferðin heim gekk vel. Við vöknuðum snemma, fengum okkur morgunmat og svo var brunað út á flugvöll. Þar þurftum við auðvitað að bíða ansi lengi eftir að vera tékkuð inn. Döh ! En það hofst að lokum. Í flugvélininni var ekki ALVEG jafn kosi og í ferðinni út. Daman sem tékkaði okkur inn missti nebbl af námskeiðinu þar sem kennt var að vera almennileg við fólk með börn. En það er nú bara þannig. Jói flug vinur tengdapabba var flugstjóri og hann bauð Gumma og Einari Kári fram í flugstjórnarklefa. Einari fannst það nú álíka merkilegt og að styra bíl. Sem hann hefur og gert þegar við fórum í dýragarðinn. hehe, næstum alveg eins. En við komumst í gengum tollinn með glans og það meira að segja án þess að við smygluðum víni. Humm. Pabbi sótti okkur síðan út á völl og við vorum komin hingað heim um 2 leytið. Strákarnir horfðu á góða ræmu og við lásum póstinn. Tókum upp úr töskum og gengum frá. Þvotturinn OMG, um hvað erum við eiginilega að tala............svona 30 vélar í það minnsta.
Kíktum til tengdó og í mat til mömmu og pabbi. Þvílík snilld........ steiktur silungur i forrétt, lambalæri með nýjum kartöflum og ís í eftirmat. Betra gerist það varla. Takk fyrir okkur. Núna erum við komin heim, drengirnir sofnuðu á 5 mín og ég held bara að ég fari að trítla upp.

Engin ummæli: