þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Komin heim í heiðardalin
eftir frábæra helgi í köben. Vúhú hvað það var sniðugt að skipta svona um íbúð, strákunum fannst æði að sjá allt þetta nýja dót. Við fengum líka hjól og við hjóluðum út um allt, alveg meiriháttar. En það er líka voðalega gott að koma heim.............

Skólinn er byrjaður hjá mér, ég fór í fyrsta sinn í dag og mér líst bara vel á þetta. Þetta er stór kúrs sem endar á verkefni. Þemaðið í kúrsinum er ströndin og skógurinn. Frekar sniðugt. En við erum að fara í skóginn á morgun og verðum allann daginn. Spennó.

Einar Kári er alltaf að verða duglegri og duglegri í dönskunni. Í gær í bátnum á leiðinni til Århús var hann að tala við einhverja konu og þá heyrðum við hann segja; det er bil, siger min far ! Pabbi minn segir að þetta sé bilað ! Duglegur, þetta er allt að koma.

laugardagur, ágúst 28, 2004

Köben rokkar
Erum enn og aftur á gömlum heimaslóðum hérna úti á Amager. Ægilega fínt. Við mæðginin vorum að hangast saman í gær á meðan Gummi var í sommerfest. Ægilega gaman. Við fórum út í Amagersenter -sælla minninga- og versluðum þar alveg slatta. Hver segir að það sé ekki hægt að eyða peningum með börn í eftirdragi. Við kíktum svo til Gunna og Þórörnu í mat. Sko ég og strákarnir, Gummi var enn að reyna að skemmta sér á sommerfestinni, en það gekk eitthvað ílla þannig að hann ákvað að koma og hitta okkur í lestinni á leiðinni niður í bæ.

Í dag er sól og blíða og ég var að hugsa um að hljóla með strákana út á róló. Það er svo gaman. Svo væri tívolíið eitthvað sem kemur sterkt inn. Sjáum til. En allavegana er brill að skipta svona um íbúð. Það er ekkert fyrir drengjunum haft, þeir eru svo ægilega ánægðir með allt dótið að það heyrst ekki í þeim. OK kannski svolítið ýkt að það heyrist ekkert í þeim, en það heyrist minna en venjulega ;-)

Það eru komnar myndir úr ferðinni á myndasíðuna okkar. Við ætlum að reyna að vera duglega að uppfæra.

Góða helgi.

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Na na na na bú bú

ég er líka búin í prófum. Jey hvað ég er glöð. Ég var nú ekki svona glöð í siðfræðiprófinu í gær. Ég á nú ekkert sérstaklega von á því að ég hafi náð. Ég og kennarinn erum ekki að skilja hvert annað, það er nú bara þannig.
En málþroskaprófið í morgun var nú líka nettur tremmi. Mig vantaði nefnilega nokkrar greinar og ég hafði látið kennarann vita af því. Hún svaraði mér ekki þannig að ég hugsaði ; ok hún veit af þessu, hún á þá ekkert eftir að spurja úr þeim greinum. Það fyrsta sem ég sé svo þegar ég kíki á prófið er grein sem ég var akkurat ekki með ! Heppin ég ! Ég hringdi -alveg brjáluð- í kennarann og fékk sem betur fer aðra spurningu. Heppin ég !
En ég er nú líka búin að reikna út að vonandi er þetta í síðasta sinn -í bili- sem ég fer í próf. Skólinn hérna er bara með verkefni og svo ef ég fer í nógu sniðugt framhaldsnám þá eru bara verkefni þar líka. Bara að finna mér eitthvað nógu sniðugt ;-)

Annars liggur bara vel á okkur. Við erum að fara til köben og ætlum að vera fram á mánudag. Bara í chilli. Gummi ætlar að fara á sommerfest sem fyrirtækið er með í köben og við strákarnir ætlum helst að kíkja á rólóa. Kannski smá að hjóla um............ Nice. Gaman gaman.

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Pakki og próflestur
Er þemaið í dag. Próflesturinn mætti ganga betur en þetta mjakast allt saman áfram

Við fengum pakka í dag frá henni Bergdísi, þeirri sómakonu. Hún sendi strákunum videóspólu sem þeir eru ægilega ánægðir með. Við söknum þess svolítið að fá sjaldan pakka, það er svo gaman að fá glaðning að heiman ;-)

En svo er það bara Köben á fimmtudaginn fram á mánudag. Jey hvað það verður gaman. Rosalega hlökkum við til.

Langar að benda á nýju myndasíðuna okkar, þetta barnalandsdæmi er ekki alveg að ganga upp. Hérna Verði ykkur að góðu og góða skemmtun.

föstudagur, ágúst 20, 2004

Politiken
er eðalblað. Ég er áskrifandi og það kemur á föstud, laugd og sunnud. Ægilega huggulegt, svo endist það mér út alla vikuna þessi 3 blöð.
En allavegana sat ég í dag og var að fletta í gegnum blaðið, sé ég ekki mynd af manni sem er SVO líkur Frikka Weiss. Hva ! ekki það að ég væri neitt svo hrikalega hissa, hérna eru aðalhittin í auglýsingum íslenskir leikarar og svona. Anyways þá athuga ég aðeins nánar greinina og hvað haldiði þetta var Frikki Weiss, noh noh noh. Haldið að hann sé ekki bara að opna kaffihús þar sem maður getur keypt sér að borðað, gluggað í gamlar bækur og þvegið ÞVOTT þetta er sko konsept sem ég fíla. Þegar við bjuggum í köben hérna um árið eyddi ég ansi miklum tíma í svona MÖNT vaskeríer og ég get nú alveg fullyrt það að það er ekki það skemmtilegasta sem maður gerir ! En að fara, skella í eina vél, fá sér latte og kíkja í góða bók. Ekki slæmt það ! En er greinilega ekki jafn hryllilega vitlaus og ég hélt. Ég vissi að hann væri smart og krútt en ekki klár ! Sko kallinn, flott hjá honum !

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Soðin fiskur og kartöflur
er uppáhaldsmatur þeirra bræðra og væri á borðum öll kvöld og alla daga ef þeir mættu ráða. Reyndar eru þeir orðnir mikið betri að borða heldur en þeir voru áður og við erum næstum því hætt að elda tvöfalt á hverju kvöldi. En það er anssssssi þreytandi til lengdar.

Einari fer rosalega mikið fram í dönskunni þessa dagana og það er starfsmaður sem er búin að vera í fríi s.l 2 vikur og hann heyrði mjög mikin mun á honum. Víhí við urðum svo glöð ;-) En hann er líka mun glaðari og er hættur að koma heim með sögur um að hin börnin séu að elta hann. Þannig að vonandi er allt í rétta átt.

Annars sit ég á lessal alla daga, er að þræla mér í gegnum 2000 bls lesefni um mál og málörvun þannig að...... ég ákvað að lesa allt lesefnið, ekki stytta mér leið og lesa bara glósurnar. -sem ég hef hingað til gert- En ég hlýt að finna eitthvað um 3ja ára eðlilega greind börn sem eru ekki farin að tala. Það er nú samt ekki mikið af þeim......... öll sem ég hef lesið um og eru 3ja ekki farin að tala eru;

A) Einhverf - það er sko sonur minn ekki ! Það er ég viss um-
B) Greindarskert. -Hva veit mar !
C) Eiga foreldra sem tala ekkert við þau afþví að þau eru fyllibyttur og aumingjar. -Ok róleg mar í ásökununum.
D) Heyra ílla. -Öm ég er búin að láta fullt af sérfræðingum skoða barnið og hann heyrir vel, og skilur allt sem honum þoknast að skilja.
E) Mikið um talgalla í fjölskyldum. -Gæti skeð, gæti verið..........

Hvað haldið þið ? Annars er ótrúlegasta fólk sem hefur ekki byrjað að tala fyrr en eftir 3ja ára aldur. Er meira að segja alltaf að heyra nýjar sögur. Ég er orðin nett pirruð á öllu þessu öööööö, det, det og sífelldar bendingar og meiningar. Sonur minn fattar nefnilega ekki að börn hafa ekki rétt á að hafa skoðanir fyrr en þau byrja að tala. Og hana nú !

En ég er núna að bíða eftir Gumma greyinu sem er að hlaupa boðhlaup með vinnunni. Aumingja hann ;-/ Elsku karlinn, ætli hann getið gengið á morgun eftir þessa 5km. Sjáum til........og ofan á allt saman þarf hann að taka strætó heim. Það hefði ég nú aldrei látið bjóða mér upp á, neitakk ojbjakk...

sunnudagur, ágúst 15, 2004

Vejfest
var í gær í götunni. Það var rosalega gaman. Danir eru svo fælles, möde og leikjaglaðir að það hálfa væri nóg.

Skemmtunin byrjaði kl 14 í glampandi sól og 26° hita. Við sáum um "leiki" fyrir litlu börnin á meðan stóru börnin fóru í ratleik. Brjálað stuð ! Svo sátu allir og chilluðu með öl að sjálfsögðu. Það var slegið upp stóru tjaldi í götunni og um kvöldið var borðað þar. Fleirri bjórar teigaðir og enn meira rauðvín drukkið. Krakkarnir sáu um að skemmta hvert öðru langt fram eftir kvöldi og Einar eignaðist fullt af nýjum vinum. Við kynntumst aðeins fólkinu í götunni og allir voru ægilega þolinmóðir að hlusta á okkur bögglast á dönskunni. Þetta er allt saman fínasta fólk sem er allt ægilega huggulegt.

Núna liggur Gummi hinsvegar uppi í rúmi, alveg búin á því -en ekkert þunnur neitt *NOT*- eftir stuðið í gær. Ég var hinsvegar skynsöm og læddi mér í rúmið kl 12, þannig að ég er hressleikinn uppmálaður *ennmeiraNOT*


fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Blómin
sem Gummi kom með heim handa mér eru ÆÐI, hann vorkennir mér svo hryllilega að vera að lesa að það hálfa væri nóg. Reyndar vorkenni ég sjálfri mér líka alveg hryllilega mikið þannig að...... en þetta helv*** er rétt að byrja, öll næsta vika og hálf vikan þar á eftir. Ansans.

En annars er allt gott að frétta, það er vejfest á laugardaginn. Þá hittast allir í götunni og gera eitthvað sniðugt saman. Það er stíft prógramm frá kl 14 um daginn og alveg passað að allir fái eitthvað fyrir sinn snúð. Við eigum að sjá um að skemmta litlu börnunum og ég er búin að kaupa andlitsmálingu og spaða sem þau eiga að kasta á milli sín blöðrum með. Svo er íþróttakeppni fyrir fullorðna og alles. Um kvöldið er svo borðað saman og það er bar með bjór þar sem hægt er að kaupa ódýran bjór. Ágóðinn af barnum fer svo í að borga niður matinn, þannig að allir græða. Sniðugir þessir danir. Við erum samt svona nett stressuð, en þetta er nauðsynlegt fyrir okkur að kynnast nágrönnunum. Það er auðvitað líka gott að æfa sig í dönskunni ;-) þetta verður bara gaman ´ik eins og danirnir segja !

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Lon og don
eða Lundúnir er staður sem við hjónin ætlum að heimsækja í byrjun nóvember. Ekki leiðinlegt það ! Gummi er að fara á námskeið á fimmtudeginum og föstudeginum, ég ætla að koma á föstudeginum og við ætlum að eyða helginni saman. Vei vei, erum búin að panta okkur miða á Mamma Mía Abba söngleikinn, og hlökkum rosalega til.

Annars voru mamma og pabbi að tilkynna komu sína aðra helgina í nóvember. Þau fengu 18 kr miða með Icelandexpress. Þau stoppa reyndar stutt, verða frá föstudegi fram á mánudag. En það verður gaman að fá þau. Kannski getum við platað þau til að koma með matarkex.......það rokkar á þessu heimili ;-)

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Útilegan
stóð sko alveg fyrir sínu. Við lögðum af stað um hádegisleitið í bongóblíðu. Blíðan hélst bara alveg allan tímann og það var sko mikið stuð. Það var sundlaug sem var punkturinn yfir i-ið. Nammi nammi gott að kæla sig niður. En förunautar okkar voru ekki af verri endanum þau María, Pálmar og Emilía sem voru okkur til halds og traust í næsta tjaldi. Þetta tjaldsvæði fær 5 stjörnur, og þá sérstaklega fyrir góða veðrið.

En þið hin sem lesið bloggið og trallið aldrei, skamm skamm. Þið fáið mínus stjörnur. Það er góður siður að kvitta fyrir sig. Humm og ha.



föstudagur, ágúst 06, 2004

Sumar sól og strönd
er líklega það eina sem er að frétta héðan. Ansi huggulegt það. Það er búið að vera 28°hiti og sól alla daga. Loksins kom sumarið. Ströndin "okkar" er í 15 mín hjólafjarlægð og við höfum óspart nýtt okkur það. Erum búin að vera hitta vini okkar á ströndinni til að grilla kjöt og grilla okkur. Frekar huggó. Strákunum finnst þetta líka algerlega toppurinn að fara og striplast, hlaupa í vatnið og svona.
Annars eru nokkrar strendur hérna og þær eru mjög misjafnar, ströndin "okkar" er samt eiginilega svolítil unglingaströnd, allir eru einhvernvegin í vitlausum hlutföllum -lesis of mjóir- tala rosalega mikið í gsm og eru greinilega að reyna að hözzla. Þar eru engin börn, bara unglingar. -Unglingar eru líka fólk- En á hinum ströndunum er meira svona fólk sem er í réttum hlutföllum -eins og ég- þar er líka fullt af börnum. Mér líst eiginlega betur á þær, en er hinsvegar of löt til að keyra eitthvað lengra. Þannig að ég læt mig hafa það að vera eins og fíll í postulínsbúð. Það er nefnilega það !

Annars er planið um helgina að gera eitthvað skemmtilegt, við erum að fara í matarboð í kvöld og við getum vonandi platað Gumma til að koma í útilegu með okkur á morgun. En hann er búin að lofa sér í eitthvað "fælles" dæmi hérna út á róló. Helv*** danirnir og fælles þetta og hitt. Óþolandi, nei djók, það er verið að byggja róló og allir verða að hjálpast að !!!!

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Síðustu gestir sumarsins
eru að fara og það er óhætt að segja að það er búið að vera feikna fjör. Dilek vinkona hans Gumma er mögnuð manneskja, hún kom 19 ára frá Tyrklandi til Þýskalands til að læra stærðfræði. Hún er semsagt búin að vera 18 ár í þýskalandi komin með masterspróf í stærðfræði, vinnur við telecominternet eitthvað sem ég skil ekki, er gift honum Jan sem er ph.d í stjarneðlisfræði og snilldar maður-kokkur-pabbi, býr í Frankfurt og er bara lukkuleg með þetta allt saman. En Dilek hefur þurft að hafa rosalega fyrir öllu, hún hefur sjálf fjármagnað námið, unnið eins og berserkur á börum og öðrum skítabúllum. Hrikalega dugleg og sterk kona. Það er áhugavert að kynnast fólki sem hefur svona mikið lifað og reynt.

En þau hjónin eru semsagt að fara í dag, eftir mikila hátíð í gær því að Dilek átti afmæli og Jan eldaði 3ja rétta máltíð sem sló Ala Tóta alveg út úr keppninni. Ansans........... En þau eru síðustu gestir sumarsins og núna er bara gymmið, ströndin og undirbúningur fyrir sumarpróf. Jey ! Það er svo gaman að þurfa að lesa fyrir próf í 25° hita. Jibbý
Blýfluga, blýfluga
æpti Einar úti í garði í gær. Þeir eru skíthræddir við þessi kvikindi sem eru öll að koma á kreik eftir að sólin fór að skína. En við erum ánægð með sólina, kannski ekki eins ánægð með flugurnar en það rakinn úti er að drepa okkur, úff og púff.