þriðjudagur, júlí 25, 2006

Komin heim frá köben, búin að þvo fjall af þvotti og hversdagurinn komin í allri sinni dýrð.

Köben er æði og hún var alveg jafn mikið æði núna eins og alltaf áður, við erum endalaust skotin í borginni. Ég væri sko alveg til í að búa þar með öllum sem við búum með hérna. Við vorum td í mat í gær hjá foreldrum leikskólavinar strákana. Það var rosalega gaman, sátum úti í góða veðrinu og átum, drukkum og vorum glöð.

Annars er Gummi byrjaður að vinna aftur, skildi mig eftir með alla drengina þannig að það er búið að vera prógram upp á hverja mínutu. Þar kemur leikskólakennaragráðan sér vel, ekki það að ég myndi nú ss alveg fatta að skipuleggja þó að ég væri ekki B.ed. Hehe.

Núna eru hérna 5 strákar í Yo-gi-yo partýi, það var byrjað með pizzasnúðum og djúsi. Svo var farið upp að horfa á Yo-gi-yo DVD sem strákrnir voru að kaupa sér. Það heyrist ekki orð í stráknum, svei mér þá ef það er ekki bara auðveldara að hafa 4+, kannski maður ætti að skella í annan strák. Held ekki ! Fæ bara lánað ef mig vantar, af nóg er að taka.

Hilsen úr sólinni.

sunnudagur, júlí 16, 2006


Jón Gauti er orðin 1 árs strákur. Hann átti afmæli í gær og byrjaði dagurinn á gjöfum frá okkur, ömmum og öfum á Íslandi. Drengurinn þakkar mikið fyrir sig og biður mig um að skila því til ykkar allra að hann er sæll og glaður með nýja dótið sitt og nýju fötin sín.

María, Pálmar kínafara og börnin þeirra komu svo í síðbúin morgunmat. Þau sátu fram eftir degi úti í garði í huggulegheitum, ekki amalegt að hafa góðan garð þegar það er 25° og sól.

Á föstudaginn var líka stór dagur hjá Einari Kára en þá var síðasti dagurinn hans í leikskólanum. Núna er hann ekki lengur leikskólabarn heldur skólastrákur. En þeir voru 3 félagarnir að kveðja, við buðum til veislu með pizzasnúðum, pulsuhornum, saft og grænmeti. Svaka stuð.

Talandi um Einar þá sagði hann við mig um daginn þegar við vorum að ganga heim úr leikskólanum og vorum að dáðst að JG, oh mamma erum við ekki heppin að eiga svona stóra sól í lífi okkar sem hann JG er. Awww þetta varð náttl alveg til þess að ég bráðnaði á staðnum, og síðan þá er JG yfirleitt kallaður sólin. Fer honum bara vel.

mánudagur, júlí 10, 2006


Komin heim eftir dásamlega ferð. Umm Bella Italía er í okkar huga mikið meira en nafnið á tjaldstæðinu sem við vorum á. Þessi ferð var frábær í alla staði. Ferðasagan er í stuttu máli á þessa leið.

Við keyrðum af stað á sunnudeginum, komum við hjá vinum okkar í köben og fengum okkur kaffi og með því með þeim. Keyrðum svo niður að bátnum sem fór frá Gedsted í DK yfir til Rodstock til DDR. Við vorum komin þangað um 7 leytið um kvöldið og svo keyrðum við alla nóttina og um 9 leytið um morgunin rendum við í hlað á tjaldstæðinu þar sem við gistum næstu 2 vikurnar í fínu sumarhúsi.

Tjaldsvæðið er frábært en það liggur niður að gardavatni, það var allt af öllu á svæðinu, margar sundlaugar, barir, veitingastaðir og verslanir. Staðurinn stóð svo sannarlega undir þeim 4 stjörnum sem hann prýðir. Fær öll okkar meðmæli amk.

Við notuðum ferðina vel, fórum meðal annars til Feneyja og Veróna. Skoðuðum okkur vel um í hinum ýmsu litlu bæjum sem liggja í kringum vatnið. Ekki má gleyma vatnsrennibrautagarðinum og kvikmyndagarðinum sem strákunum fannst hámark ferðarinnar.

En við erum alveg orðin ástfangin af Italíu eftir þessa ferð, maturinn er svo góður, umhverfið er svo fallegt, Italir eru svo barngóðir og veðrið alltaf gott. Bara ljúft !

Á leiðinni heim keyrðum við til Frankfurt og vorum þar hjá vinum okkar í 2 nætur. Það var frábært að hitta þau, en ekki alveg jafn skemmtilegt að hitta þjóðverjana. Alveg merkilega leiðinleg þjóð, skil ekkert í okkur að hafa getað búið þarna. Sérstaklega ekki Gummi sem eyddi þar tæplega 8 árum. Fuss og svei.

En núna erum við komin heim, búið að þvo margar vélar af þvotti. Strákarnir fóru í leikskólann í morgun og Einar sagði eftir 2 mín, drífðu þig heim mamma, vinir mínir eru alveg "vild med mig". Krúttið !

En það eru nýjar myndir á myndasíðunni, og það er alveg óhætt að kommenta. Annars fer ég að gráta. Buhu