Tóm leiðindi á sunnudegi.
Ok kannski ekki tóm leiðindi en samt....... Sunnudagurinn var nebbl skrítinn dagur. Aldrei þessu vant fórum við ekki út fyrir hádegi, heldur lágum eins og skötur hérna heim. Veðrið var ekkert spennandi, rigning og leiðindi. En það var til þess að drengirnir, sem eru eins og hundar sem þarf að viðra reglulega, voru hundleiðinlegir. Eða þannig sko. Við drusluðumst svo út eftir hádegi, löbbuðum til Hrundar og Kristjáns. Það var fínt, en drengirnir voru eins og 100 börn. Geri aðrir betur. Þegar við höfðum fluið þaðan heim, komu tengdó í mat. Gummi snilli var með þessa þvílíku steik í matinn. Drengirnir voru eins og ég veit ekki hvað.
Sem sagt svona til að draga þetta saman þá eru þeir litil regludýr sem þurfa að fara út og láta viðra sig 2x á dag. OG hana nú. Það er auðvitað okkur foreldrum að kenna ef það klikkar. Humm.
Annars vorum við að koma úr sundi, það er ekki annað hægt en að nýta þetta góða veður. Namm namm
mánudagur, september 08, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli