laugardagur, júlí 31, 2004

Ja bitte takk for det
er eitthvað svona týpiskt núna þessa dagana. Það eru 5 tungumál í gangi á heimilinu núna. Íslenska, þýska, danska, tyrkneska og enska. Jan, Dilek og Jonah eru heimsókn frá Frankfurt. Hrikalega gaman. Það er líka gaman að finna að þýskan er þarna einhverstaðar og eftir að hafa verið með þeim í 2 daga var ég farin að tala þýsku út í búð. Sem er nú kannski ekkert svo sniðugt ! En veðrið er búið að leika við okkur og þetta er allt eins og best verður á kosið. Góður matur, margir brandarar og fullt af rauðvíni. Hvað er hægt að biðja um meira.

Gleðilega verslunarmannahelgi allir saman og ekki gera neitt heimskulegt.

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Fyndir bræður
hérna á Flintebakken.  Þeir eru svo ólíkir að það er engu lagi líkt. 
Einar er svona traust og örugg týpa sem alveg er hægt að treysta, hann fer ekki út fyrir hverfið og alls ekki þangað sem búið er að banna honum að fara.  Hann er lengi að kynnast krökkum og fer varlega yfir.
Guðni hinsvegar er þvílíka frekjan, reyndar lítur hann rosalega upp til stóra bróðurs sem er duglegur að leggja honum lífsreglurnar, en yfirleitt er hann algert SKASS.  En hann er sjarmerandi skass, það er sko alveg á hreinu.  Hann er búin að kynnast öllu hverfinu og er búin að koma sér í mjúkin hjá flestum og fer og sníkir sér nammi. -Á meðan stóri bróðir horfir á bakvið hann-  En þeir eru krútt, mestu krútt sem ég veit um.  Það er nú bara þannig !

En annars er það að frétta að Þóra bekkjasystir mín úr Kennó er að flytja hingað og hún fékk að sofa hérna í nótt með börnunum sínum 2.  Hún á strák sem heitir Hjalti en hann er 3ja ára og stelpu sem heitir Arna en hún er 1 1/2 árs.  Við Einar Kári "pössuðum" Hjalta í dag, fórum með hann á róló og svona.  Einar var ekkert smá ánægður með þetta.  Svo á morgun ætla ég að leyfa Guðna að fara snemma heim úr leikskólanum til að "passa" Hjalta.  Ægilega fínt.

En mig langar að óska stöllum mínum hérna í Århús til hamingju með að hafa komist inn í Háskólann hérna.  Þið rokkið stelpur !!!!! Girl power.

mánudagur, júlí 26, 2004

Bergdís og Birta eru farnar
eftir eftirminnilega daga og það var æðislega gaman að hafa þær.  Við vorum bara í sama pakkanum og allir hinir gestirnir sem eru með börn, en það er róló og aftur róló.  Þær mæðgur eru samt ævintýramæðgur. 
Í fyrsta lagi var Halli maðurinn hennar Bergdísar að selja veiðistöng á ebay, sem er nú ekki í frásögufærandi nema að gaurinn sem keypti veiðistöngina býr í 10 mín fjarlægð frá okkur !!!! Furðuleg tilviljun, en þetta var heimsent í bókstaflegri merkingu.  Svo voru þær mægður næstum því búnar að missa af fluginu hingað til Danmerkur og svo aftur heim til Íslands....Hvað er það ! Bergdís er nefnilega flugfreyja og ætti að vita hvernig þetta gengur fyrir sig.  En svona er þetta, mar getur ekki verið fullkominn.

En annars höfum við það bara gott, bíðum eftir næstu gestum.  En Jan og Dilek þýskuvinir okkar sem við misstum af brúðkaupinu hjá -fórum í staðin til London- eru að koma um helgina og ef ég þekki þau rétt þá verður ekkert slakað á í drykkjunni ! Humm.  Say no more........

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Spiderman.
varð fyrir valinu í gær þegar við ákváðum að fara í bíó.  Einar Kári varð reyndar svolítið hræddur við skrímslið...en það var ekkert annað í boði, þannig að.  Hann er voðalega ánægður núna að hafa farið og talar mikið um hvað þetta hafi verið skemmtileg mynd.
Ég fór og keypti 2 hjól handa Guðna, hann kemst svo hægt yfir á þríhjólinu sínu og á erfitt með að fylgja krökkunum, þannig að við sjáum hvort að þetta virki fyrir hann.  Annars eru krakkar hérna í danmörku ótrúlega fljót að læra að hjóla án hjálpadekkja, stelpan í næsta húsi sem er jafngömul Einari fór að hjóla án hjálpardekkja daginn sem hún varð 3ja.  Sé það kannski ekki alveg gerast hérna en..................sjáum til

 






mánudagur, júlí 19, 2004

Ástralíubúarnir
sem eru búnir að vera í heimsókn hafa verið okkur til mikillar gleði og ánægju.  Það er gaman að hafa góða gesti.  Við erum búin að sýna þeim það helsta sem Århús hefur upp á að bjóða, s.s miðbæinn og kanínuróló.  Enda er meginþorri gestanna á aldrinum 6 mánaða til 6 ára.  Þannig að þær skoðunarferðir sem farnar hefa verið hafa fallið vel í kramið hjá þeim. 
 
Svo kemur Bergdís bekkjó á miðvikudaginn, kannski maður nái að skipta á gestarúminu og renna yfir gólfin áður en að næstu flöskur verða teigaðar.  Jamm og já, nóg að gera !

laugardagur, júlí 17, 2004

Sælir foreldrar, sæl börn
sem komu heim í dag.  Við strákarnir fórum niður í bæ á kanínuróló og þangað kom Gummi og kom hitti okkur og við ákáðum að fara niður í bæ og fá okkur að borða.  Ítalía varð fyrir valinu ekki í fyrsta sinn, umm æðislegur maturinn þarna.
 
En í fréttum er það helst að sumarið kemur á mánudaginn eftir mesta rigningar Júní í 10 ár.  Það er spáð 25° hita, ekki leiðinlegt það.  Sérstaklega þar sem Ástralíubúarnir eru að koma í heimsókn á morgun og verða fram á þriðjudag.  Bergdís bekkjasystir mín úr Kennó og dóttir hennar Birta koma svo á miðvikudaginn og verða fram á sunnudag.  Þannig að það verður nóg að gera og stanslaust stuð. JEY !

fimmtudagur, júlí 15, 2004

Gaman saman í sumarfríi
hérna í Århús, við erum öll ægilega mikilir vinir og það er rosalega gaman hjá okkur. Núna kemur kannski líka aðeins í ljós hvað við vorum öll strekt og ílla fyrirkölluð fyrst þegar við fluttum, en núna gegnur allt eins og í sögu.......... bara gleði. Erum á róló, förum í heimsóknir, kíkjum í tívolí og allir eru kátir.
Þeir eru fyndnir þessir drengir mínir......alger himnasending eins og ein vinkona mín kallar alltaf börnin sín.

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Sumarfríið
er byrjað og ef það verður eins og fyrsti dagurinn sem var í gær þá hef ég engu að kvíða. Góðir hlutir fóru reyndar ekki að gerast fyrr en ég hafði hótað Einari Kára að fara með hann aftur á leikskólann ef hann myndi ekki hætta að berja bróður sinn. Það svínvirkaði. Við erum búin að breyta svefninum aðeins þannig að þeir vakna 8 á morgnana í stað 6, sem er auðvitað draumur í dós, svo leggjum við okkur öll í hádeginu og svona huggó. Við fórum á Kanínuróló í gær og það var æði. Vonandi verður allt fríið svona æði, en næstu gestir detta inn á laugardaginn.

Takk fyrir brúðkaupsafmæliskveðjurnar, en ég er sannfærð um að ég er mjög vel gift. Þegar við strákarnir komum heim í gær var Gummi búin að þrífa alla efri hæðina, skipta á rúmunum og alles. Algerlega til fyrirmyndar í alla staði.

Það var líka svolítið fyndið í gær, strákarnir voru komnir inn í rúm og Guðni sofnaði á undan Einari. -yfirleitt er það öfugt- Einar kallaði fram til okkar ; ég get ekki sofið það eru svo mikil hljóð hérna inni ! Gummi fór og kíkti inn í herbergi, en þar lá Guðni og hraut svona hressilega. Einar; ég get bara ekki sofið, Guðni er með svo óhugguleg hljoð. Við brjáluðumst úr hlátri og buðum honum að liggja í okkar rúmi en þar sofnaði hann eftir 2 mín. Krúttó.

mánudagur, júlí 12, 2004

Brúðkaupsafmæli
var hjá okkur í gær. Við erum búin að vera gift í 4 ár. Jey gaman gaman. Það voru ekki mikil hátíðarhöld en okkur var boðið í mat upp í Hadsten til Einars Baldvins frænda. Það var auðvitað alltaf huggó að vera boðið í mat og svona.
En annars er frekar tíðindalaust hérna, veðrið er ekki alveg að sýna sínar bestu hliðar þannig að.......... en við þraukum.
Ég er heima með strákana næstu 2 vikur að láta tímann líða án þess að þeir berji hvern annann til óbóta. Gaman að því.

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Djamm
var á okkur hjónunum á þriðjudagskvöldið, ægilega gaman. Drukkum 1 hvítvín, opnuðum rauðvín, reyktum sígarettur og hringdum til Íslands. Ferlega sniðugt, nema að klukkan var 19 hérna í Dk og þ.a.l 17 á Íslandi og auðvitað allir í vinnunni. En við náðum að tala við nokkra, felstir voru auðvitað ekki heima. En við skemmtum okkur ægilega vel. Sofnuðum um 10 leytið og vöknuðum hress daginn eftir.

Annars eru strákarnir að byrja í fríi á mánudaginn og verða í 2ja vikna fríi. Ég auglýsi eftir einhverjum til að koma hingað og hanga með mér á rólóum bæjarinns. Það er nefnilega svo ægilega leiðinlegt að haga yfir þeim ein, þó yndislegir séu.

Sumarið ætlar bara ekkert að koma hingað til DK, þetta er nú meiri leiðindin en svona er þetta !!! Ég kem nú allavegana einhverju í verk hérna heima á meðan ég hangi ekki úti í sólinni. Er búin að taka til í geymslunni og alles. Júhú eins og Guðni segir títt þegar eitthvað sniðugt bera á góma.

mánudagur, júlí 05, 2004

Nenni ekki að vera hjón !
sagði Einar á laugardaginn en þá fórum við í brúðkaupið sem gestirnir okkar voru í. Við ákváðum að stelast og fá að vera með bara svona til að fá smá fíling ! En það var ofboðslega falleg athöfn sem haldin var í lítilli kikju hérna í Århus. Ég leyfði Einari Kára að koma með mér, hélt kannski að hann hefði eitthvað gaman að þessu. En sennilega er þetta frekar eitthvað stelpuatriði ! En þegar tölvuvert var liðið á athöfnina þá sagði Einar Kári við mig frekar hátt ;"mamma ég nenni ekki að vera hjón, komum" mér fannst þetta náttl svo brjálæðislega fyndið að ég varð að laumast út með drenginn og biðum við þar eftir fólkinu.

sunnudagur, júlí 04, 2004

Gestirnir farnir
og við sitjum eftir sátt með góðar minningar og nýja vini. Ekki amalegt það ! En veðrið hérna í Århus er ekkert að skána og gengur á með rigningu og vitleysu. Uss og fuss ég skil bara ekkert í þessu. En svona er þetta nú.

Senn líður nú að 4ra ára brúðkaupsafmæli okkar hjóna og Gummi kom með gjöf handa mér svona smá fyrirfram um daginn. Hann kom með ævisögu Hillary Clinton og ég get ekki beðið með að sökkva mér í hana. Best væri ef núna kæmi stekjandi hiti og sól, algjört nammi veður þannig að ég gæti legið úti í garði og haft það huggó ! Bíðum og sjáum, bíðum og sjáum.

laugardagur, júlí 03, 2004

Gestir gestir
alltaf gaman að hafa góða gesti ! Óli Boggi, Hulda, Hanna Sigga og Katrín Svava dóttir Hönnu Siggu eru hérna í heimsókn. Það er búið að bralla margt eins og.......

*drekka marga bjóra
*Fara niður í bæ.
*Setjast á kaffihús.
*Upplifa þrumur.
*Heimsækja Karítas sem er líka eyjapæja.
*Elda saman æðislega góðan mat.
*Hlægja alveg rosalega mikið.
*Vera með harðsperrur í maganum af því að þetta er allt svo sniðug!
*Versla í H&M

Eins og þið sjáið er margt að gerast. Vestmanneyjingarnir eru svo að fara í brúðkaup og það verður örugglega mjög gaman hjá þeim.

Oh það er svooooooooooo gaman að hafa gesti.