Guðni er orðinn leikskólastrákur.
Ég fór með Guðna í aðlögun í morgun. Það var æðislega gaman. Við komum kl 9 og fórum fyrst inn í heimilisdót, kíktum í kubbana og fórum svo út að leika. Guðni er svo cool að hann spáði ekki í það hvort að ég væri á svæðinu eða ekki. Einar Kári var heima afþví að í gærkvöldi þá var hann allt í einu kominn með háann hita. Hann fór því ekki í leikskólann í dag, þó að hitalaus sé. Við nenntum ekki að taka sénsinn á því að senda hann í dag og hafa hann síðan hundlasinn heima um helgina. Það er nebbla margt að gerast um helgina, það er náttl gaypride og svo erum við að fara á tónleika með Diane Krall. Siggi mágur snillingur reddaði miðum. Ví hí.
föstudagur, ágúst 08, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli