laugardagur, desember 23, 2006
Þorláksmessa alveg að verða búin. Púha hvað það er búið að vera mikið að gera. Við hjónin vorum búin að sjá fyrir okkur að við værum að dúlla okkur í allan dag við að þrífa höllina. Svona með annarri á meðan hlustað væri á góða jólatónlist og sötrað glögg. Niii það var ekki alveg málið, það er búin að vera full keyrsla síðan kl 7 í morgun. BRJÁLAÐ að gera. Samt vorum við "búin" að öllu. Skrítið ! En jólin koma 24 des sama hvernig stendur á. Við erum reyndar langt komin með allt, búið að skreyta tréið, búið að fara í jólabaðið, búið að skipta á rúmunum, búið að gera fromasinn og ég býst við að þetta verði bara huggulegt og afslappað á morgun. Lúvlí.
miðvikudagur, desember 20, 2006
Skyrgámur kom í nótt, held ég. En ég er alveg að gefast upp á þessu jólasveinadæmi, þetta er bara rugl, strákarnir voru vaknaðir kl 5:45 til að kíkja í skóinn. Og þeir gátu ekki sofnað aftur, arg. Við vorum ss öll komin á fætur kl 6:30, aðeins of snemmt f minn smekk.
En afmælisdagurinn var góður, ég fékk fullt af pökkum og mörg meil og margar símhringingar. Takk fyrir það kæra fólk. Frá Gumma og strákunum fékk ég náttföt, inniskó, húfu, trefil og vettlinga. Lúxus. Svo var eldaður góður matur og haft huggó, aaaaaaalla helgina. Ekki slæmt.
Núna sit ég og er að leggja lokahöndina á ritgerðina mína. Það er gaman, það er gaman að klára. Á föstudaginn erum við svo öll komin í langt frí fram á 2 jan, en þá byrjar skólinn með öllu stuðinu aftur.
Gleðileg jól gott fólk.
föstudagur, desember 15, 2006
jeg har tabt en tand og nu er den væk. Nu er jeg bange for at jeg ikke for nogle penge. Hvad siger du søde tandfe er der noget jeg kan gøre til at få penge selv om jeg ikke har nogen tand at give dig.
Knus og kram din ven Einar Kari
Þetta bréf skrifaði Einar til tannálfsins en hann týndi tönninni sinni og var alveg eyðilagður afþví að hann var viss um að fá þá engan pening.
fimmtudagur, desember 14, 2006
miðvikudagur, desember 13, 2006
ÝKT pirruð núna, málið er að við höfum yfirleitt haft ágætisverkaskiptingu í jólakortabransanum á heimilinu. Verkaskiptingin er þannig að ég panta kortin, skrifa, endurnýja listann og kaupi frímerki. Gummi sér um að skemmta mér á meðan, hann prentaði reyndar út heimilisfangalímmiðana í ár en yfirleitt hefur hann séð aðallega um að skenkja mér rauðvín á meðan ég skrifa.
Í ár ákvað ég svo að treysta Gumma til að setja frímerkin á kortin með þeim stórkostlega árangri að þau eru í vitlausi horni á mörgum kortum. SS ekki í efri hægra horni heldur neðra vinstra horni, ekki nóg með það þá þarf að snúa þeim við til að lesa heimilisfangið. Ég vona að postdanmark komi ekki og handtaki okkur fyrir ruglið. Danir eru ekkert sérlega líbí þegar að kemur svona rugli.
En ég er í miðjum ritgerðarskrifum og má ekki við svona rugli, ég fór alveg á límingunum. ARG !
Í ár ákvað ég svo að treysta Gumma til að setja frímerkin á kortin með þeim stórkostlega árangri að þau eru í vitlausi horni á mörgum kortum. SS ekki í efri hægra horni heldur neðra vinstra horni, ekki nóg með það þá þarf að snúa þeim við til að lesa heimilisfangið. Ég vona að postdanmark komi ekki og handtaki okkur fyrir ruglið. Danir eru ekkert sérlega líbí þegar að kemur svona rugli.
En ég er í miðjum ritgerðarskrifum og má ekki við svona rugli, ég fór alveg á límingunum. ARG !
þriðjudagur, desember 12, 2006
Julenissen Julle kom í heimsókn til okkar í gær úr skólanum hans Einars Kára. Julenissar hérna í danmörku eru svona drillenissar sem stríða og hrekkja. Hann lét ekki vera að gera okkur nokkra grikki, hann;
- Litaði mjólkina græna
- Setti rúsínur í smjördallinn
- Batt hnút á fötinn hans Einars Kára og faldi þau í skúffunni hans Jóns Gauta.
- Setti fötin hans Jóns Gauta í skúffuna hans Einars Kára
- Faldi sig í vasanum hjá mömmu í sundi
- og neitaði að láta finna sig um morguninn.
Merkilegur karakter þessi jólanissi, við erum eiginilega feginn að hann er farinn heim með einhverjum öðrum börnum þar sem hann getur haldið áfram að hrekkja. Við erum komin með nóg *fliss*
fimmtudagur, desember 07, 2006
Þarna erum við mæðgin á veitingastað i Köben, köben var meiriháttar, eins og alltaf. Við keyrðum af stað um hádegi á föstudeginum, drengirnir sváfu allir í bílnum en þeir fóru í pössun til Beru frænku og Gunna mannsins hennar um kvöldið á meðan við fórum í jólahlaðborð með fjölskyldunni hans Gumma. Það var rooosalega góður matur og rooosalega skemmtilegt. Laugardagurinn var rólegur með smá búðarferðum en annars huggulegheit á hótelinu.
Við gistum á frábæru hóteli og á laugardagskvöldinu fengu við okkur pitsu sem var færð okkur upp á herbergi. Við lögðum ekki alveg í veitingastaðinn en í morgunverðarhlaðborðinu um morguninn hafði JG brotið glas og reynt að grýta þjónustustúlkuna !. En ss það kom þjónn upp á herbergi með pitsuna og ég vissi ekki hvert strákarnir ætluðu þeim fannst þetta svo spennandi að það kæmi alvöru þjónn, spurðu hann grafalvarlegir "er du en virklig tjener", en aðaldjókið á heimilinu er einmitt þjónabrandarinn. "Heldur þú að ég sé þjónn fyrir þig" er svolítið vinsæl setning þegar maður biður bræðurna um viðvik !
Sunnudagurinn fór í almennt röllt um köben en við enduðum í jólatívolínu. Góður endir á góðri helgi.
föstudagur, desember 01, 2006
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)