sunnudagur, nóvember 30, 2003

ammæli ammæli ammæli
Það er búið að vera stöðugt stuð hérna í allan dag. Húsið er búið að vera stappfullt af gestum. Ótrúlega gaman. Fyrst komu vinkonurnar sem eiga lítil börn, þær komu í morgun og það var ótrúlega gaman. Mikið hlegið. Um 3 leytið komu systkinin hans Gumma og börnin þeirra. Það var nú heldur ekki leiðinlegt, og í kvöld er svo vona á vinum okkar. Sko þessum barnlausu. Jey hvað ég er glöð. Það sem sonur minn er búin að græða á þessu 2ja ára afmæli er;
Fullt af bókum, nokkrar sem hann átti og aðrar nýjar.
Náttföt.
Bíla.
Sængurver -ótrúlega flott heimabroderað-
Litabók og liti.
Föt -buxur bol og sokka-
Jáhá mar græðir aldeilis á því að eiga afmæli.

Engin ummæli: