mánudagur, ágúst 25, 2003

Ótrúleg gaman !
Það er búið að vera ótrúlegt stuð um helgina. Á laugardaginn var Gummi auðvitað að vinna, en ég gat platað ömmu Tótu með mér í Húsdýragarðinn. Það var frábært, það er ótrúlega mikið nýtt komnir litlir grísir og allt. Hrikaleg krútt. En allavegana eftir að mér hafði tekist að DRAGA Guðna út þá sofnaði hann í bílnum. Við keyrðum ömmu heim og lögðum okkur síðan öll. Eftir hádegi þegar allir voru orðnir hressir ákvað ég að troða mér í heimsókn þrátt fyrir að mamma væri að vinna og pabbi væri út á landi að djamma. Það var ekkert sérstaklega gaman. Einar og Guðni voru eins og 2 risaeðlur þarna nálægt prinsessunum litlu Júlíu Kristínu og Ninju. Bjakk. Það endaði með því að ég hljóp með þá út á róló þar sem þeir gátu hlaupið sykurinn úr sér. Það var sko kók og kaka í boðinu. Ekki alveg nógu sniðugt ! hehe náttl allt mér að kenna. Um kvöldið gerðum við Gummi svo heiðarlega tilraun til að horfa á Cicago. Eða þetta var svona:
Gummi; Ég tók mynd.
ég; Nú frábært !.
Gummi; Já Cicago, við getum farið upp á þú getur sofnað yfir henni. :S frekar halló. Anyways. Ég sofnað allavegna fljótt yfir henni !
Sunnudagurinn.
Ble.......aldrei þessu vant fórum við ekki út fyrir hádegi þannig að það voru allir orðnir frekar pirraðir. En við fórum í sund, í snildar sundlaug í Grafarvoginum. úff hvað var gaman. Guðni ætlaði að tapa sér þegar hann fattaði að hann flaut alveg þegar hann var með handakútana. Ég og Einar fórum í rennibrautina og OMG hvað hún er frábært. Einar vill samt ekki fara í hana aftur. I wonder WHY ! kannski afþví að mamma hans öskraði eins og BRJáluð manneskja. Gæti verið. Við kíktum svo í heimsókn til Ragnars, Guðrúnar og Ásmunds til að kaupa kartöflur. En það var líka þannig að við hálf hlupum út. Furðulegt.
En núna er allt komið í ró.........zzzzzzzzzzzzz og Gummi að vinna eins og venjulega !
Góða nótt.

Engin ummæli: