föstudagur, október 10, 2003

Læknaheimsóknir.
Þetta er nú búin að vera meiri dagurinn. Gummi fór út SNEMMA í morgun þannig að ég var ein með strákana. Ég var nú svosem ekkert að vorkenna mér það. En Einar fór í heyrnarmælingu í dag og það gekk svona glimrandi vel, drengurinn heyrir bara allt. Hann var svo duglegur að ég fæ bara tár í augun. En semsagt það vantar bara uppeldi á barnið. Hehe.
Þegar ég kom í leikskólann þá höfðu þær svo miklar áhyggjur af Guðna því hann haltrar ennþá svo mikið. Ég fór með hann á slysó og það var ekkert að krakkanum. Hann orgaði hins vegar eins og LJÓN á leiðinni út því að við höfðum fengið að bíða inni í leikherbergi og það var SVoooooooooo mikið af spennandi dóti. Það er víst ekki oft sem maður fer með börnin grenjandi Út af slysó.

Engin ummæli: