sunnudagur, júní 25, 2006
Eg for a Karen Blixen safnid og tad var ogleymanlegt, virkilega flott og vandad i alla stadi. Mæli med stadnum.
Annars utskrifadist eg i gær, er loksins ordin B.ed. I tessum skrifudu ordum er umsoknin min i mastersnamid a leidinni til Hafdisar vinkonu sem ætlar ad sækja um fyrir mig aftvi ad eg verd vant vid latin a Italiu. Vid keyrum tangad a eftir, bid ad heilsa og sennilega heyrist eitthvad litid fra okkur næstu vikurnar. Vid verdum med gsmin hans Gumma ef tad tarf ad na i okkur.
föstudagur, júní 23, 2006
Allt í volli og ég orðin veik. Einmitt þegar það mátti ekki gerast þá veiktist mamman á heimilinu. Vaknað með beinverki og hálsbólgu í gær. Gummi var heima að hugsa um JG en ég fór þó að útskriftarveislu Einars Kára úr Skovhuset en það er talþjálfunarstaðurinn hans. Tók bara 3 panódil og þá varð ég "fersk".
En annars erum við bara hress, eigum bara eftir að pakka, slá grasið og svoleiðis smáatriði. Það er á dagskránni í dag. Annars skil ég ekkert í þessu með linkana afhverju þeir eru ekki efst á síðunni eins og þeir voru alltaf. En myndasíðan okkar er enn í gangi og nokkrar nýjar myndir komnar. Veit ekki alveg hvernig þetta verður á Italíu, það verður bara að koma í ljós.
Hrós vikunnar fæ ég sjálf afþví að ég er ekki búin að vera að fríka út yfir því sem á eftir að gera. Alveg orðin dugleg í að sssslaka á. Tíhí.
þriðjudagur, júní 20, 2006
Skrítin vika, skrítin helgi. En dagskrá helgarinnar var þéttpökkuð með matarboðum og öðrum skemmtilegheitum. Hvað gerðist þá ??? Nú Einar veiktist, aftur. Alveg merkilegt, ég fékk tíma hjá heimilslækninum okkar og fékk hann til að samþyggja blóðprufu sem var tekin seinna sama dag. Ég fékk niðurstöðurnar áðan og þær eru eitthvað brenglaðar og benda til sýkingar einhverstaðar, sem er ekki skrítið í ljósi þess að Einsi hefur verið veikur hverja einustu viku núna í 8 vikur. Fjúff. En við eigum ss tíma hjá lækninum aftur á fimmtudaginn.
Annars vorum við hin líka veik, gubbupest og hár hiti þannig að það var ekki margt afrekað. En annars stefnir allt í áttina að Italíu, þvo föt og þrífa hús. Gaman að því.
mánudagur, júní 12, 2006
Það er greinilega komið sumar og sól með tilheyrandi gestakomum og almennri útiveru. Við höfum engan tíma til að blogga í svona góðu veðri. Ég ætla nú samt að reyna mitt besta.
Hérna á myndinni til hliðar má sjá þá félaga Mads og Einar Kára á lokahátíðinni í leikskólanum. Þeir tróðu upp í sirkus og léku þar "sterka menn" sem voru með ýmiskonar töfrabrögð. Lyftu lóðum, beygðu járn og ýmislegt fleirra sem er á sterkra manna færi.
Ef grant er skoðað á myndinni má sjá að litli/stóri strákurinn minn er útgrátinn en hann fékk svo íllt í magann rétt áður en hann átti að fara á svið. Elsku karlinn alveg útúr stressaður.
Eftir sirkusinn var matur sem við foreldrar barnana höfðum útbúið og sátum við úti í sól og sumri og gúffuðum í okkur. Það kunna danir að hittast og "hygge" sig með mat og öli. Gaman að því.
Um kvöldið komu svo vinir okkar frá Köben þau Gunni og Þórarna með börn. Þau voru "aðeins" 5 klst á leiðinni að keyra sem tekur yfirleitt um 3 klst. Úff, en við brölluðum heilmargt með þeim, Gummi og Guðni fórum með þeim á skagen og daginn eftir fórum við í Givskud dýragarðinn. Ljúft og gott.
Á þriðjudaginn komu svo Gummi og Hafdís frá Íslandi til okkar. Við fórum svo á depeched mode tónleika. Svo óheppilega vildi til að barnapían okkar hún Heiðbrá þurfti að fara til Íslands í hvelli og stóðum við því uppi barnapíulaus. Eftir að Gummi hafði barmað sér yfir pössunarleysi í vinnunni buðust nokkrir vinnufélagar hans til að passa og koma hann Tómas nágranni okkar og sat hjá Jóni í 5 klst. JG var EKKI ánægður með þetta og endaði á því að gubba á hann í frekju yfir að fá ekki mömmu sína, ég held að Tómas bjóðist aldrei til að passa aftur og vakni upp með martraðir um þetta skelfilega barn. JG er nefnilega frekjuhólkur og það verður þannig í framtíðinni að við eigum öll eftir að snúast í kringum hann. Svona er að vera yngstur.
Það var gaman að hafa G&H í heimsókn, þetta var mest afsleppesli og huggulegheit. Bjór úti í garði og rölt á strikinu. Eftir að þau fóru á laugardaginn ákváðu við hjónin að fara í megaskipulagsbreytingar á húsinu. Þannig að núna er allt í drasli. Vúhú ! Þannig að þessi vika fer í tiltektir og málingarvinnu. Aldrei dauðstund á flintó, það er alveg öruggt. Tíhí.