Hvar var nr 1000 ?
Humm það er spurning, en ég held samt að það hafi verið Gummi. Gaman að því. Annars er það að frétta af okkur að Guðni er hættur að gráta alveg svona mikið í leikskólanum. Ekki alveg hættur þó ! Þetta kemur sennilega allt, bara spurning um hvenær. En annars erum við bara að gera það sama, Gummi að æfa sig fyrir vörnina, ég að vinna og drengirnir í skólanum. Skólinn hjá mér byrjar svo 1. sept. Wooo ég hlakka svo til. Annars fór ég í heimsókn til Eydísar í gærkvöldi og hún er ekkert smá fín með bumbuna. Bumban er samt svo nett að ég er ekkert viss um að það séu tvíburar í henni tíhí. Það verður bara að koma í ljós.
miðvikudagur, ágúst 20, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli