Orðin hress eða þannig !
Við erum allavegana að reyna að fara í heimsóknir og kveðja alla. Fórum í gærkvöldi í matarboð með MSingunum, það var bara snilld. Hrikalega góður matur + skemmtilegur félagsskapur = gott kvöld. En annars er lítið að frétta, það er bara búið að vera svo ógeðslega kalt að það er ekki hundi út sigandi hvað þá litlum strákum. þannig að það er búið að vera pínu strembið að vera heima með þá. Einar spurði meira að segja í morgun ;"hvenær fæ ég að fara á Garðaborg ?" ferlega þreyttur á að vera heima. En þetta er líka komið gott, ég þarf líka að spýta í lofana ef það á að gerast eitthvað í þessum verkefnamálum. Úff og púff.
sunnudagur, desember 28, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli