laugardagur, október 04, 2003

Íþróttaskólinn og sund.
Fastir liðir eins og venjulega, fórum í íþróttaskólann í mogun. Guðni sló alveg í geng í frekjunni, hennti sér í gólfið í hvert sinn sem hann fékk ekki e-ð sem hann vildi. Humm. Skil ekki hvaðan krakkinn hefur þetta skap. En hann var voðalega duglegur að gera það sem hann á að gera og hann skemmtir sér konunglega. Mikið grín mikið gaman. Einar Kári er hinsvega aðeins óþekkari í sínum íþróttaskóla. Hann nennir ekki að hlýða. Ég held þó alltaf í vonina að þetta sé kannski frekar það að hann heyri ekki hvað maður segi við hann heldur en það að hann sé svona óþekkur. Er meira að segja að fara með hann í heyrnarmælingu á föstudaginn. Nú ef í ljós kemur að krakkinn er bara óþekkur þá verðum við bara að gera e-ð í því. Eins og t.d að nota eitthvað af þessum dásamlegu uppeldisaðferðum sem ég læri í skólanum. Ég get líka sennt Gumma á námskeið í uppeldi barna. Ég held bara svei mér þá að ég geri það frekar heldur en hitt. Þá er þetta ALLT á Gumma ábyrgð en ekki mína.
En anyways þá fórum við í sund eftir bjúti blundinn sem við fengum okkur í hádeginu. Ég fékk að velja og valdi Laugardalslaugina. Það var frekar gaman. En strákarnir voru aðeins of æstir í rennibrautina. Gummi var líka svo ánægður með hana að sundbuxurnar hans rifnuðu utan af honum. Og það fannst mér EKKI leiðinlegt, loksins var komið að því að hann gerði sig að fífli. Yfirleitt er ég sko fíflið. En það var enginn í sundi -því miður hehe- þannig að það voru fáir sem voru vitni að þessari strippsýningu. En bara þannig að það sé á hreinu þá var buxunum hennt, þannig að það verða engar endursýningar.
Núna er drengirnir sofnaðir, Gummi er úti að hlaupa og ég er að DREPAST úr leiðindum. Ekki gaman.

Engin ummæli: