föstudagur, september 19, 2003

Bonni !

Ljósmyndun !
Við vorum að koma úr myndatöku hjá Bonna og hann er svo flottur. Það er alveg sama hversu hrikalegri strákarnir eru þá eru myndirnar alltaf ótrúlega flottar hjá honum. Þetta er í fimmta skiptið sem við förum til hans og það verður ekki næst fyrr en að strákarnir fermast ! Flott það. En allavegana mættum við á staðinn og þá fór Einar Kári strax að suða um bílinn sem hann fékk að vera í þegar hann var um 1 árs. Sko í myndatökunni. Við erum auðvitað oft búin að skoða myndirnar og þegar hann var yngri þá sagði hann alltaf "lesa Einar" og það var sko að skoða Bonna myndirnar. En allavegana var þetta alveg kostulegt, Guðni tók kast og alles. Við ætluðum að vera æðislega sniðug og láta taka mynd af okkur öllum en það tókst ekki betur en svo að Guðni grenjaði eins og ljón og Einar var að bora í nefið ! Næs ! En við hjónin vorum hins vegar eins og flottustu fyrirsætur, hehe.
Núna eru þeir búnir að borða eitt barnabox per mann og eru að horfa á Tvið. Ekki amalegt það.Engin ummæli: