sunnudagur, ágúst 17, 2003

Sunnudagur !

Sunnudagur til sælu.
Ummm sunnudagar eru æðislegir. Það var svo æðislegt veður í morgun að við skelltum okkur beint í sund. Umm það var frábært. Komum heim borðuðum heimatilbúna pizzu og hugguðum okkur. Við vorum búin að hvíla okkur og hafa það fínt ákváðum við að kíkja upp í kirkjugarð til ömmu Sellu. Við reyndum aðeins að útskýra fyrir Einari hvern við værum að fara að heimsækja. Hann var ekki alveg að ná þessu......en...... kannski líka afþví að hann er bara 3ja. Þegar við vorum kominn upp eftir ákváðum við bara að sleppa þessu og hætta að útskýra allt svona nákvæmlega. En í góða veðrinu kíktum við líka til langömmu Tótu að kíkja á rifsberin, sem nb Einar kallar jarðaber. Anyways. Góður dagur, gott veður.
Komin heim búin að borða og strákarnir komnir inn í rúm.

Engin ummæli: